Sveitarstjórn
Oddviti leitaði afbrigða
a) Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda.
b) Ljósleiðaratengingar í sveitarfélaginu.
c) Laun yfirstjórnar sveitarfélagsins.
1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. desember 2008 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) 1. fundur stjórnar skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs, dags. 17.12.2008.
Fundargerðin lögð fram.
b) Brunavarnir Árnessýslu. Fundargerð 92. stjórnarfundar 16.12.2008.
Fundargerðin lögð fram.
c) Brunavarnir Árnessýslu. Fundargerð fulltrúaráðs 16.12.2008.
Fundargerðin lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir breytingu á skiptingu framlaga aðildarsveitarfélagana og er fundargerðin staðfest.
d) Fundargerð 109. fundar Félagsmálanefndar 13.01.2009.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.
3. Kynning á starfssemi Brunavarna Árnessýslu.
Lagt fram erindi frá Brunavörnum Árnessýslu þar sem boðið er upp á kynningu á starfssemi þeirra. Sveitarstjórn samþykkir að þiggja boðið og felur sveitarstjóra að finna hentugan tíma.
4. Húsnæðismál leik- og grunnskóla og stjórnsýslu.
Húsnæðismál leik- og grunnskóla og stjórnsýslu voru rædd með hliðsjón af umræðu um framtíð skólamála í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að finna aðila til verksins.
5. Landskipti jarðarinnar Stóru-Borgar.
Lagt fram erindi frá Lögmönnum Suðurlandi vegna landskipta á jörðinni Stóru Borg. Sveitarstjórn samþykkir framlagða landskiptagerð fyrir jörðina Stóru Borg og jafnframt staðfestir rétt landamerki milli lands Grímsnes- og Grafningshrepps og jarðarinnar Stóruborgar eins og þeim er lýst í meðfylgjandi uppdrætti. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita landskiptagerð og uppdrátt varðandi landamerki fyrir hönd sveitarfélagsins. Hildur Magnúsdóttur víkur sæti við afgreiðslu málsins.
6. Ný vegaskrá og snjómokstur á tengi- og héraðsvegum.
Lagt fram bréf frá Vegagerðinni um snjómokstur á tengi- og hérðasvegum í sveitarfélagingu og nýja vegaskrá og minnisblað vegna fundar með fulltrúumssambands íslenskra sveitarfélaga með samgönguráðuneytis og Vegagerðinni. Sveitarstjórn mótmælir því sérstaklega að Búrfellsvegur verði talin til héraðsvegar skv. nýrri vegaskrá og óskar jafnframt eftir fundi með Vegagerðinni varaðndi túlkanir á nýrri vegaskrá og útfærslu reglna um snjómokstur í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn lýsir furðu sinni á því að flytja eigi veghald til sveitarfélagsins án þess tekjur komi á móti kostnaði.
7. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á suðvesturlandi 2009-2020 og umhverfismat áætlunarinnar.
Lögð fram svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á suðvesturlandi 2009-2020 og umhverfismat áætlunar þar sem gefin er frestur til 1. mars nk. að koma á framfæri athugasemdum varðandi umhverfismat áætlunarinnar.
8. Beiðni um hitaveitu að Þórisstöðum.
Lögð er fram umsókn frá ábúendum á Þórisstöðum 2 um heitavatnstengingu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að athuga með kostnað vegna framkvæmdanna.
9. Samningur um kaup á hlut í veiðihúsi við Sog.
Samningur um kaup sveitarfélagsins á hlut Lionsklúbbsins Sjaldbreiðar í veiðihúsi við Sog lagður fram.
10. Sameining heilbrigðisstofnana á Suðurlandi
Lagt er fram erindi frá Heilbrigðisráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn um áform um sameiningu heilbrigðisstofna og yfirlit ums stöðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá framkvæmdastjóra hennar. Sveitarstjórn leggur áherslu á að staðið verði vörð um nærþjónustu eins og heilsugæslunnar í Laugarási.
11. Gestir í íþróttamiðstöðina á Borg.
Lagt fram yfirlit um gesti í íþróttamiðstöðina á Borg á árinu 2008. Fram kemur að gestir hennar voru 33.310 á síðasta fyrir utan þá sem komu á vegum grunnskólans
12. Úrskurðir skipulags- og byggingarmála nr. 87/2007 og 81/2007.
Lagðir eru fram úrskurðir úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 87/2007 og 81/2007 er varðar deiliskipulag frístundabyggðar í landi Minni-Borgar.
13. Kaldavatnsveita að Snæfoksstöðum.
Lögð fram drög að samningi við Skógræktarfélag Árnesinga um yfirrtöku á kaldavatnveitu á Snæfoksstöðum. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga um yfirtöku á kaldavatnsveitunni á grundvelli fyrirliggjandi draga.
14. Vaðnesveita.
Rædd eru samninga- og uppgjörsmál vegna uppbyggingu á Vaðnesveitu og dæluhúsi og kynnt fyrstu drög að samningi og þeim kostnaði sem þarf að skipta vegna verksins. Þá eru ræddir möguleikar á að klára hitaveitulögn að Borg. Sveitarstjórn telur brýnt að hraða því að gengið verði frá samningi og uppgjörsmálum vegna sameininglegs kostnaðar við uppbyggingu veitunnar.
15. Hækkun á gjaldskrá Rarik.
Rædd er hækkun á gjaldskrá Rarik sem kom til framkvæmda um áramót. Sveitarstjórn mótmælir hækkuninni og telur mjög óheppilegt og íþyngjandi fyrir heimili og fyrirtæki að taka á sig slíka hækkun í núverandi ástandi.
16. Samningar um sorphirðu.
Rædd eru samningsmál vegna sorphirðu og væntanleg útboðsmál. Vegna gildandi samnings felur sveitarstjórn sveitarstjóra að ræða við núverandi samningshafa um fyrirkomulag á sorphirðu þar til væntanlegt útboð hefur átt sér stað og eftir atvikum að segja upp gildandi samningi vegna sorphirðu í sveitarfélaginu.
17. Beiðni um styrk frá Gönguhópnum Ferli vegna vefsíðu.
Lögð er fram beiðni frá Gönguhópnum Ferli um styrk vegna vefsíðu um gönguleiðir og annan fróðleik. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið.
18. Önnur mál.
a) Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda.
Sveitarstjórn samþykkir breytingu á fjölda gjalddaga við álagningu fasteignagjalda þannig að fjárhæðir að 30.000 verði með einn gjalddaga 1. maí, 30.001-90.000 verði með 5 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. júlí og 90.001 og yfir verði með 7 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. september.
b) Ljósleiðaratengingar í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn skorar á Fjarskiptasjóð og Mílu að klára tengingar við ljósleiðarakerfi í sveitarfélaginu.
c) Laun yfirstjórnar sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir að laun yfirstjórnar sveitarfélagsins taki ekki hækkunum á árinu.
19. Til kynningar
a) Bréf frá Menntamálaráðuneytinu um eftirfylgni við úttekt á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla.
b) Bréf frá Vegagerðinni vegna umsóknar um styrk í fjallvegasjóð/reiðvegasjóð.
c) Bréf frá Félags- og Tryggingarmálaráðuneytinu um leiðbeiningar vegna fjárhagsaðstoðar sveitarfélagana.
d) Minniblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forgangsröðun útgjalda til fræðslumála.
e) Bréf frá Skiplagsstofnun um tafir á afgreiðslu aðalskipulags.
f) Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um fráveitur
g) Bréf frá samgönguráðuneytinu um afslátt á fasteignaskatti vegna elli- og örorkulífeyrisþega.
h) Bréf frá samgönguráðuneytinu um hækkun hámarksútsvars.
i) Upplýsingar um minnkaveiðar Reynis Bergsveinssonar í minnkagildur árið 2008.
j) Bréf frá Félagi tónlistarkennara um stöðu tónlistarskóla í landinu.
k) Bréf frá Fornleifanefnd um aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2009.
l) Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélag um framlag vegna nýbúafræðslu vegna 2009.
m) Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélag um framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemanda vegna 2009.
n) Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um framlög sveitarfélaga 2009.
o) Bréf frá AÞS vegna framlaga sveitarfélaga 2009.
p) Bréf frá Tónlistarskóla Árnesinga vegna kostnaðarskiptingar 2009.
r) SASS. Fundargerð 420. stjórnarfundar SASS, 12.12.2008.
s) SASS. Fundargerð 421. stjórnarfundar SASS, 09.01.2009.
t) Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 164. stjórnarfundar, 05.12.2008.
u) Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 115. stjórnafundar 16.12.2008.
v) Skólsskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 110. stjórnafundar 19.11.2008.
y) Skólsskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 111. stjórnafundar 12.01.2009.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11:00.