Fara í efni

Sveitarstjórn

431. fundur 02. maí 2018 kl. 09:00 - 12:20 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps.

Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2017 lagður fram til fyrri umræðu. Á fundinn mættu Arna G. Tryggvadóttir og Elín Jónsdóttir, endurskoðendur Pwc og fóru yfir reikninginn.  Ársreikningi vísað til annarrar umræðu. Samþykkt er að boða til aukafundar sveitarstjórnar þann 10. maí 2018, kl. 10:00 þar sem ársreikningurinn verður samþykktur.

 
2.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. apríl 2018.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. apríl 2018 liggur frammi á fundinum.

 
3.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 155. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 26. apríl 2018.

Mál nr. 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15 og 20 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 155. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 26. apríl 2018. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 9: 1804046 - Öndverðarnes 2 lóð lnr 170109: Staðfesting á afmörkun lóðar.
Fyrir liggur umsókn Pálma Egilssonar, dags. 6. apríl 2018 um afmörkum sumarbústaðarlands á lóð lnr. 170109 í Öndverðarnesi 2. Samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði er lóðin 24.642 m2. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingu á afmörkun eða stærð lóðar með fyrirvara samþykki allra aðliggjandi lóðarhafa og fyrirvara um minniháttar lagfæringar á gögnum í samræmi við upplýsingar frá skipulagsfulltrúa. Einnig þarf að gera grein fyrir aðkomu lóða lnr. 170136 og lnr. 170135.

Mál nr. 10: 1804063 - Ásgarður 168229: Sunnubakki: Breytt notkun lands í verslun og þjónustu: Aðalskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Búgarðs ehf., dags. 11. apríl 2018 um breytingu á aðalskipulagi í landi Ásgarðs, um er að ræða 11 lóðir sem bera nafnið Sunnubakki. Lóðirnar eru hluti af einni landspildu sem stendur sér og afmarkast af Soginu, Þingvallavegi og landamerkjum Syðri-Brúar hinsvegar. Skv. núverandi aðalskipulagi er lóðirnar skilgreindar sem frístundarsvæði. Óskað er eftir að landið verði skilgreint sem land undir verslun og þjónustu. Að mati sveitarstjórnar er um verulega breytingu að ræða og samþykkir samhljóða að aðalskipulaginu verði breytt í verslunar og þjónustusvæði.

Mál nr. 11: 1804064 - Ásgarður 168299: Giljatunga og Borgarbrún: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Búgarðs ehf., dags. 11. apríl 2018 um breytingu á núverandi deiliskipulagi á svæðinu Giljatunga/Borgarbrún. Breytingin felur í sér að á hverri lóð verði heimilt að vera með sína eigin rotþró. Skv. núverandi deiliskipulagi skal frárennsli, skv. reglugerð nr. 798/1999 vera leitt í rotþrær sem skulu vera sameiginlegar fyrir a.m.k. fjögur hús. Að mati sveitarstjórnar er breytingin óveruleg og leggur nefndin til að hún verði samþykkt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga með fyrirvara um niðurstöður grenndarkynningar fyrir lóðarhöfum á svæðinu og umsögn Heilbriðiseftirlits Suðurlands.

Mál nr. 12: 1804072 - Nesjavallavirkjun 170925: Uppbótarhola NJ-30: Framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggur umsókn Orku náttúrunnar, dags. 26. apríl 2018 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til borunar á uppbótarholu NJ-30 með það að markmiði að mæta rýrnun á gufuforða Nesjavallavirkjunar. Umsóknin er í samræmi við aðal- og deiliskipulag og mat á umhverfisáhrifum. Framkvæmdatími er áætlaður frá maí – október 2018. "Mat á umhverfisáhrifum stækkunar Nesjavallavirkjunar úr 76 MW í 90 MW fór fram í október 2000. Í umhverfismati er gert ráð fyrir tengja þurfi 2-3 vinnsluholur til viðbótar við þær 10 vinnsluholur sem þá voru nýttar. Að auki var gert ráð fyrir að bora þurfi 5-6 borholur til viðbótar til ársins 2031 til að viðhalda 90 MW. Árið 2002 var stækkun Nesjavallavirkjunar úr 90 MW í 120 MW tilkynnt til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu. Skipulagsstofnun úrskurðaði að framkvæmdin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Í tilkynningu var gert ráð 2-3 vinnsluholum vegna stækkunar Nesjavallavirkjunar úr 90 MW í 120 MW. Frá 2001 hafa verið boraðar 2 uppbótarholur, NJ-25 árið 2008 og NJ-28 árið 2015. Holur NJ-29 og NJ-30 eru því þriðja og fjórða uppbótarholan sem boruð hefur verið á Nesjavöllum frá 2001. On telur að framkvæmdin rúmist innan núverandi umhverfismats". Framkvæmd við borun NJ-30 er í öllum meginatriðum sú sama og við borun NJ-29 ( mál. 1703090 sem var lagt fyrir skipulagsnefnd í maí 2017 ). Borað verður út frá sama borplani (L plani) og notast verður við sama aðkomuveg. Því má segja að eina breytingin frá NJ-29 (fyrir utan borun holunnar) sé fólgin í því að taka um 1.750 m3 af efni til að stækka púða á borteig undir borstæði. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til liggur fyrir umsögn Skipulagsstofnunar um hvort framkvæmdin sé í samræmi við mat á umhverfisáhrifum og umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um starfsleyfi.

Mál nr. 13: 1804051 - Nesjavallavirkjun 170925: Tilraunaniðurrennsli: Hola NJ-18: Framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggur umsókn Orku náttúrunnar, dags. 11. apríl 2018 um tímabundið framkvæmdaleyfi fyrir yfirborðslögn frá niðurrennlisveitu (NN-7) að holu NJ-18 vegna niðurrennslis í jarðhitageyminn, í tilraunaskyni. Þar sem um er að ræða niðurrennsli í tilraunaskyni er yfirborðslögnin lögð niður í stað þess að grafa hana niður í jörð. Meðfylgjandi er greinargerð dags. 26. apríl 2018. Framkvæmdaleyfið sem sótt er um felst í tímabundinni lagningu yfirborðslagnar, um 1330 m leið, frá NN-7 að NJ-18. Fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist í ágúst 2018 og ljúki í nóvember sama ár. Skv. meðfylgjandi greinargerð er gert ráð fyrir að niðurrennsli í holu NJ-18 í tilraunaskyni verði til ársloka 2020. Lega yfirborðslagnar í tilraunaskyni er á eignarlandi OR og liggur utan iðnaðarsvæðis eins og það er afmarkað í aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Í gildi er deiliskipulagið "Nesjavellir" m.s.br. Holur NJ-18 og NN-7 eru skilgreindar í deiliskipulagi. Lagnaleiðin er innan eignarlands OR, en að mestu leyti utan deiliskipulagssvæðis. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar sem fyrirhuguð lega yfirborðslagna er utan iðnaðarsvæðis á aðalskipulagi og að hluta utan deiliskipulags. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leita verði eftir umsögn Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Umhverfisstofnunar. Þá er skipulagsfulltrúa einnig falið að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eigendum ION Hótels sbr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 14: 1804066 - Austurbrúnir13 lnr 190427: Stækkun húss: Byggingarreitur: Fyrirspurn.
Lögð er fram fyrirspurn Margrétar Pétursdóttur, dags. 16. apríl 2018 þar sem óskað er eftir leyfi til að byggja við núverandi hús og nær sú stækkun út fyrir byggingarreit. Skv. meðfylgjandi gögnum þá fer stækkun einnig of nálægt lóðarmörkum sbr. ákvæði skipulagsslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn hafnar viðbyggingunni þar sem ósamræmi er við núgildandi deiliskipulag og skipulagsreglugerð.

Mál nr. 15: 1602041 - Hæðarendi 168254: Náttúrulaug og aðstaða fyrir baðgesti: Deiliskipulag.
Fyrir liggur bréf Skipulagsstofnunar, dags. 06. apríl 2018 varðandi deiliskipulagstillögu baðstaðar í landi Hæðarenda. Í bréfinu eru gerðar athugasemdir við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. sjá meðfylgjandi gögn. Samhliða er lagt fram svar landeigenda sem barst í tölvupósti 23. apríl 2018 við bréfi Skipulagsstofnunar. Í ljósi umsagnar frá Skipulagsstofnun telur sveitarstjórn að ekki sé hægt að samþykkja deiliskipulagið í núverandi mynd og fer fram á að gögn verði lagfærð sbr. umsögn frá Skipulagsstofnun.

Mál nr. 20: 1804002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 18- 77.       
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 18. apríl 2018.

b)     Fundargerð 52. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 26. apríl 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leiti samstarfs- og þjónustusamning við Héraðsskjalasafn Árnesinga.

 
4.        Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggja drög að aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Farið var yfir tillögur af íbúafundi sem haldinn var þann 17. apríl s.l. Skipulagshönnuði falið að uppfæra grunninn í samræmi við niðurstöður fundarins.

 
5.        Kauptilboð í Minni-Borg.
Á fundinn kom Steindór Guðmundsson, fasteignasali Lögmanna Suðurlandi með 6 kauptilboð í Minni-Borg 2, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka kauptilboði Þrastar Sigurjónssonar. Sveitarstjóra / oddvita falið að undirrita kaupsamninginn og afsalið.

 
6.        Kauptilboð í hús á Móaflöt 2-11.
Fyrir liggur kauptilboð í hús sveitarfélagsins að Móaflöt 2-11 að fjárhæð kr. 5.000.000. Sveitarstjórn hafnar kauptilboðinu. 

  
7.        Tölvupóstur frá Kristbjörgu Sigtryggsdóttur vegna leigu á Félagsheimilinu Borg.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Kristbjörgu Sigtryggsdóttur, dags. 30. apríl 2018 þar sem óskað er eftir breytingum á reikningi vegna leigu á Félagaheimilinu Borg. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

 
8.        Bréf frá Jóni G. Briem og Matthildi Ingvarsdóttur þar sem kvartað er yfir hitaveitunni í Kiðjabergi.
Fyrir liggur bréf frá Jóni G. Briem og Matthildi Ingvarsdóttur, dagsett 26. mars 2018 þar sem farið er yfir vatnsleysi og tjón vegna þess á lóð nr. 69 í Hesti. Sveitarstjórn felur lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

 
9.        Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat eigna á Nesjum lóð 170913, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda eigna á Nesjum lóð 170913, dagsett 18. apríl 2018 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
10.    Bréf frá Sambandi sunnlenskra kvenna vegna fréttatilkynningar og ályktunar af ársfundi sambandsins.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Pálínu Magnúsdóttur f.h. Sambands sunnlenskra kvenna, dags. 26. apríl 2018 þar sem kynnt er ályktun sambandsins frá 90. ársfundi þeirra ásamt fréttatilkynningu. Lagt fram til kynningar.

 
11.    Bréf frá Skákfélaginu Hróknum þar sem óskað er eftir styrk til félagsins.
Fyrir liggur bréf frá Hrafni Jökulssyni f.h. Skákfélagsins Hróksins, dagsett 12. apríl 2018 þar sem óskað er eftir styrk til félagsins vegna 20 ára afmælis Hróksins. Sveitarfélögum landsins býðst að verða gull, silfur eða bronsbakhjarl félagsins. Sveitarstjórn hafnar styrkbeiðninni.

 
12.    Bréf frá Skógarafurðum ehf. þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélögin um söfnun á trjám sem hafa verið felld.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Bjarka M. Jónssyni f.h. Skógarafurða ehf., dags. 26. apríl 2018 þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélögin um söfnun á trjám sem hafa verið felld. Lagt fram til kynningar.

 
13.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á þingsályktunartillögu um stefnumótandi byggðaáætlun 2018 – 2024, 480. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

 
14.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á þingsályktunartillögu um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018 – 2029, 479. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

  
15.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um Póst- og fjarskiptastofnun ofl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónustu), 454. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

  

Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  265. stjórnarfundar 24.04 2018.
Byggðastofnun, ársskýrsla 2017.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?