Sveitarstjórn
Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps 2017.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2017 lagður fram til seinni umræðu. Helstu niðurstöður samantektar A og B hluta eru eftirfarandi:
Rekstrarniðurstaða A hluta kr. 35.062.218
Rekstrarniðurstaða A og B hluta saman kr. 64.807.584
Eigið fé kr. 633.648.397
Skuldir kr. 1.034.417.273
Eignir kr. 1.668.065.669
Veltufé frá rekstri kr. 126.089.181
Ársreikningur samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að halda íbúafund um ársreikning sveitarfélagins í Félagsheimilinu Borg, mánudaginn 14. maí kl. 19:30.