Sveitarstjórn
1. Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 2018.
Kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar er lögð fram og yfirfarin. Á kjörskrá eru 335 aðilar, 182 karlar og 153 konur. Sveitarstjórn felur oddvita að árita kjörskránna. Jafnframt er oddvita veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna kosningar til sveitarstjórnar þann 26. maí n.k. í samræmi við 10. gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar. Kjörskráin mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagins til 26. maí n.k.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kjörfundur vegna kosninga til sveitarstjórna þann 26. maí n.k. verði í stjórnsýsluhúsinu á Borg í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð. Einnig er samþykkt að bjóða upp á kaffiveitingar á meðan kjörfundi stendur.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 45. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 26. febrúar 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b) Fundargerð 46. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 3. maí 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð 22. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 4. maí 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d) Fundargerð 156. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 11. maí 2018.
Mál nr. 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20 og 33 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 156. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 11. maí 2018. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 14: Sólbrekka: Frístundabyggð: Syðri-Brú: Deiliskipulag – 1802028.
Fyrir liggur tillaga deiliskipulags frístundahúsasvæðis úr landi Syðri-Brúar, sem í aðalskipulagi er merkt sem F14a. Um er að ræða deiliskipulag svæðis sem er um 36 ha að stærð. Helstu markmið deiliskipulagsins eru m.a. að staðfesta lóðarmörk innan svæðis, setja samræmda byggingarskilmála auk þess sem gert er ráð fyrir að bæta við 10 nýjum lóðum. Samhliða er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar sem bendir á að frístundalóðirnar 6 í landi Syðri Brúar eru ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag, þar sem þær eru ekki á skilgreindu frístundasvæði. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa deiliskipulagið skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Miðað við stærð umrædds svæðis, landnotkun í nágrenni þess og stefnumörkun um frístundabyggð í gildandi aðalskipulagi telur sveitarstjórn að breytingin á aðalskipualgi sé óveruleg skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 15: Göltur lnr 168244: Stofnun nýrrar lóðar: Deiliskipulagsbreyting – 1805016.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi í landi Galtar lnr. 168244. Í breytingunni felst að afmörkuð er ný lóð, samtals 3,9 ha að stærð. Nýja lóðin liggur að austurmörkum lóðarinnar Göltur land 1 lnr. 201657. Gert er ráð fyrir frístundhúsi allt að 300m2, gesthúsi allt að 60 m2, bílskúr allt að 110 m2 og bátaskýli allt að 180 m2 að stærð. Byggingarreitur er skilgreindur 10 metrar frá öllum lóðarmörkum en 50 metra frá Hestvatni. Aðkomuvegur að lóðinni er frá vegi sem liggur að lóð með lnr. 201657. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að grenndarkynningu.
Mál nr. 16: Hraunbraut 6 lnr 213336 og 8 lnr 213337: Breyttur byggingarreitur: Deiliskipulagsbreyting – 1805010.
Fyrir liggur umsókn Pálmars K. Sigurjónssonar ehf., dags. 6. maí 2018 þar sem óskað er eftir að byggingarreitur verður færður til. Breytingin felst nánar tiltekið í að byggingarreitum á lóðum 6, 6a og 8, 8a, 8b við Hraunbraut í Borg í Grímsnesi verður færður til 5 metra frá lóðarmörkum í stað 10m. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytinguna og metur hana óverulega skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 17: Steingrímsstöð lnr 170935: Sogið: Deiliskipulag – 1804009.
Fyrir liggur lýsing deiliskipulags sem nær til virkjana í Soginu. Deiliskipulagið tekur til Írafossstöðvar, Ljósafossstöðvar og Steingrímsstöðvar. Aðkoma að öllum stöðvunum er af Þingvallarvegi. Skv. aðalskipulagi er gert ráð fyrir stöðvunum þremur í aðalskipulagi og einnig háspennulínum að þeim og frá. Einnig er gert ráð fyrir opnum svæðum, stofnanasvæðum, íbúðarsvæðum, golfvelli, hverfisverndarsvæðum og svæðum á náttúrminnjakskrá. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 auk þess sem hún verði send Skipulagsstofnun til umsagnar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi til samræmis við umsókn og að mati sveitarstjórnar er hún veruleg og samþykkir sveitarstjórn samhljóða að kynna hana skv. 1. mgr, 36. gr skipulagsalaga nr. 123/2010.
Mál nr. 18: Suðurheiðarvegur 8-10 lnr. 169456: Breytt stærð lands og innri afmörkun lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1710034.
Lögð er fram að nýju skv. beiðni lóðarhafa umsókn um breytingu á deiliskipulagi Norðurkots sem nær til lóðanna Suðurheiðarvegar 8-10. Ekki liggur fyrir samþykki allra eiganda aðliggjandi lóða fyrir hnitsetningu útmarka lóðanna. Óskað er eftir úrræðum til að klára málið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið verði grenndakynnt fyrir eigendum aðliggjandi lóða. Ekki er talin þörf á að kynna breytingarnar fyrir þeim lóðarhöfum sem þegar hafa gefið samþykki sitt.
Mál nr. 19: Hæðarendi 168254: Náttúrulaug og aðstaða fyrir baðgesti: Deiliskipulag – 1602041
Lögð fram að nýju endurskoðuð tillaga, dags. 7. maí 2018 um baðstað í landi Hæðarenda í Grímsnes- og Grafningshreppi til samræmis við ábendingar frá Skipulagsstofnun dags. 6. apríl 2018. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
Mál nr. 20: Írafoss- og Ljósafossvirkjanir lnr 168922 og 168926: Sogið: Deiliskipulag – 1804008
Fyrir liggur lýsing deiliskipulags sem nær til virkjana í Soginu. Deiliskipulagið tekur til Írafossstöðvar, Ljósafosstöðvar og Steingrímsstöðvar. Aðkoma að öllum stöðvunum er af Þingvallarvegi. Skv. aðalskipulagi er gert ráð fyrir stöðvunum þremur í aðalskipulagi og einnig háspennilínum að þeim og frá. Einnig er gert ráð fyrir opnum svæðum, stofnanasvæðum, íbúðarsvæðum, golfvelli, hverfisverndarsvæðum og svæðum á náttúrminnjakskrá. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auk þess sem hún verði send Skipulagsstofnun til umsagnar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi til samræmis við umsókn. Að mati sveitarstjórnar er hún veruleg og samþykkir sveitarstjórn samhljóða að kynna hana skv. 1. mgr, 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 33: 1804006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 18- 78.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 2. maí 2018.
3. Bréf frá orlofsnefnd húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu ásamt skýrslu um starfsemi þess og ársreikningi fyrir árið 2017.
Fyrir liggur bréf frá orlofsnefnd húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu, dagsett 26. apríl 2018 ásamt skýrslu um starfsemi þess og reikningi fyrir árið 2017. Lagt fram til kynningar.
4. Bréf frá framkvæmdarstjóra Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. vegna aðalfundar félagsins þann 23. maí n.k.
Fyrir liggur að tilnefna þarf fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. sem haldinn verður 23. maí n.k. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og Björn Kristinn Pálmarsson til vara.
5. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um Kristnisjóð o.fl. (ókeypis lóðir), 269. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.
6. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Þórsstíg 17, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 10. maí 2017 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Þórsstíg 17, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er skipulögð sem frístundabyggð en ekki viðskipta- og þjónustulóð.
7. Bréf frá Ingólfi V. Guðmundssyni, lögmanni, f.h. Magnúsar I. Jónssonar vegna ráðstöfunar fasteignarinnar Minni-Borg.
Fyrir liggur bréf frá Ingólfi V. Guðmundssyni, lögmanni, f.h. Magnúsar I. Jónssonar, dagsett 11. maí 2017 vegna ráðstöfunar fasteignarinnar Minni-Borg. Á fundi sveitarstjórnar þann 2. maí sl. var samþykkt samhljóða að taka kauptilboði Þrastar Sigurjónssonar í Minni-Borg 2, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn áréttar að hagkvæmasta boðinu hafi verið tekið að teknu tilliti til tilboðsfjárhæðar, greiðslutilhögunar sem og framtíðar þróunar byggðar í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra / Oddvita falið að svara erindinu með bókun þessari ásamt afriti af hinu samþykkta tilboði.
8. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. maí 2018.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. maí 2018 liggur frammi á fundinum.
9. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 10. maí 2018.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 10. maí 2018 liggur frammi á fundinum.
10. Endurskoðun Aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps.
Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2016-2030, greinargerð og umhverfismat, ásamt skipulagsuppdráttum og þemakortum (tillaga, apríl 2018) er samþykkt í auglýsingu sbr. 31. gr. skipulagslaga, sbr. einnig lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Skipulagsráðgjafa er falið að ganga frá skipulagsgögnum til athugunar hjá Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
11. Næsti fundur sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að næsti fundur sveitarstjórnar verði fimmtudaginn 24. maí 2018 kl. 16:00.
Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 186. stjórnarfundar 03.05 2018.
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 859. stjórnarfundar, 27.04 2018.