Sveitarstjórn
1. Kosning oddvita.
Gengið var til skriflegrar kosningar oddvita, Ása Valdís Árnadóttir hlaut 4 atkvæði og einn seðill auður, er því Ása Valdís Árnadóttir rétt kjörinn oddviti út kjörtímabilið.
2. Kosning varaoddvita.
Gengið var til skriflegrar kosningar varaoddvita. Björn Kristinn Pálmarsson hlaut 4 atkvæði og einn seðill auður, er því Björn Kristinn Pálmarsson rétt kjörinn varaoddviti út kjörtímabilið.
3. Ráðningarsamningur sveitarstjóra.
Fyrir liggur ráðningarsamningur sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Sveitarstjórn samþykkir samninginn með 3 atkvæðum. Bjarni Þorkelsson situr hjá við afgreiðslu málsins. Oddvita falið að undirrita samninginn. Ingibjörg Harðardóttir vék sæti við afgreiðslu málsins.
4. Laun sveitarstjórnarmanna og nefndarlaun.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að laun sveitarstjórnar verði eftirfarandi:
1) Laun oddvita verði 75% af grunnlaunum sveitarstjóra vegna vinnu hans í hlutverki oddvita, þ.e. dagleg þátttaka í ákvarðanatöku og annarra starfa í þágu sveitarfélagsins auk aksturs í þágu sveitarfélagsins skv. akstursdagbók.
2) Sveitarstjórnarmenn aðrir en oddviti og sveitarstjóri fá greidd 10% af þingfararkaupi á mánuði.
3) Varamenn fá greidd 5% af þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund.
4) Fundir utan heimabyggðar hjá sveitarstjórnarmönnum öðrum en oddvita og sveitarstjóra eru greiddir. Fyrir heilan dag er greitt 3% af þingfararkaupi en fyrir hálfan dag er greitt 1,5% af þingfararkaupi. Að auki er greiddur akstur skv. akstursdagbók. Til þess að greitt verði fyrir fundi utan heimabyggðar þarf viðkomandi sveitarstjórnarmaður að vera kjörinn af sveitarstjórn til fundarsetunnar eða á annan hátt mælst til þess af sveitarstjórn að hann mæti. Sveitarstjóra/oddvita ber að staðfesta fundarsetuna og koma þeim upplýsingum til launafulltrúa.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að laun nefndarmanna sveitarfélagsins verði eftirfarandi:
1) Formenn nefnda fá greidd 2% af þingfararkaupi fyrir fund. Ekki verður greitt sérstaklega fyrir akstur.
2) Almennir nefndarmenn fá greitt 1% af þingfararkaupi fyrir hvern fund. Ekki verður greitt sérstaklega fyrir akstur.
3) Hjá kjörstjórn er kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga metinn sem sex fundir en aðrir kjörfundir svo sem Alþingiskosningar sem fimm fundir. Greitt verður sérstaklega fyrir akstur samkvæmt aksturdagbók.
4) Ef fulltrúar í nefndum sveitarfélagsins fara á fundi utan heimabyggðar fá þeir greidd fundarlaun nefnda fyrir hvern fund auk aksturs skv. aksturdagbók. Til þess að greitt verði fyrir fundi utan heimabyggðar þarf viðkomandi nefndarmaður að vera kjörinn af sveitarstjórn til fundarsetunnar eða á annan hátt mælst til þess af sveitarstjórn að hann mæti. Sveitarstjóra/oddvita ber að staðfesta fundarsetuna og koma þeim upplýsingum til launafulltrúa.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að laun sveitarstjórnar og nefnda verða endurskoðuð í júlí 2019.
5. Skipun í nefndir:
a) Kjörstjórn. Til vara
Guðmundur Jóhannesson, formaður Ragna Björnsdóttir
Linda Sverrisdóttir Helga Haraldsdóttir
Anna Margrét Sigurðardóttir Guðjón Kjartansson
b) Fræðslunefnd. Til vara
Pétur Thomsen, formaður Benedikt Gústavsson
Guðmundur Finnbogason Andrea Bragadóttir
Dagný Davíðsdóttir Bjarni Þorkelsson
c) Fjallskilanefnd. Til vara
Auður Gunnarsdóttir, formaður Guðrún S. Sigurðardóttir
Benedikt Gústavsson Antonía Helga Guðmundsdóttir
Björn Snorrason Guðjón Kjartansson
Ingólfur O. Jónsson Árni Þorvaldsson
Sigrún Jóna Jónsdóttir Hannes G. Ingólfsson
d) Umhverfisnefnd. Til vara
Helga Haraldsdóttir, formaður Drífa Björk Jónsdóttir
Jónas Hallgrímsson Axel Benediktsson
Sonja Jónsdóttir Ragnheiður Eggertsdóttir
e) Atvinnumálanefnd. Til vara
Guðmundur Finnbogason, formaður Karl Þorkelsson
Þóranna Lilja Snorradóttir Guðný Tómasdóttir
Ragnheiður Eggertsdóttir Dagný Davíðsdóttir
f) Samgöngunefnd. Til vara
Steinar Sigurjónsson, formaður Jónas Hallgrímsson
Jón Örn Ingileifsson Guðný Tómasdóttir
Bergur Guðmundsson Þorkell Þorkelsson
g) Æskulýðs- og menningarmálanefnd. Til vara
Hallbjörn V. Rúnarsson, formaður Guðrún Ása Kristleifsdóttir
Sigríður Þorbjörnsdóttir Steinar Sigurjónsson
Dagný Davíðsdóttir Bergur Guðmundsson
h) Veitunefnd. Til vara
Smári Kolbeinsson, formaður Ása Valdís Árnadóttir
Ingibjörg Harðardóttir Björn Kristinn Pálmarsson
Þorkell Þorkelsson Guðjón Kjartansson
i) Húsnefnd félagsheimilisins Borgar. Til vara
Guðmundur Jónsson Karl Þorkelssson
Guðný Tómasdóttir Steinar Sigurjónsson
j) Fulltrúi í yfirstjórn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (NOS).
Til vara
Ása Valdís Árnadóttir Ingibjörg Harðardóttir
k) Fulltrúi í Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings.
Til vara
Björn Kristinn Pálmarsson Smári Bergmann Kolbeinsson
l) Fulltrúar á aðalfund Bergrisans bs. Til vara
Ingibjörg Harðardóttir Smári Bergmann Kolbeinsson
Ása Valdís Árnadóttir Björn Kristinn Pálmarsson
m) Fulltrúi í Skipulagsnefnd Uppsveita. Til vara
Ingibjörg Harðardóttir Björn Kristinn Pálmarsson
n) Fulltrúi í stjórn Skipulagsfulltrúa uppsveita (UTU).
Til vara
Ingibjörg Harðardóttir Björn Kristinn Pálmarsson
o) Fulltrúi í Héraðsnefnd Árnesinga bs. Til vara
Smári Bergmann Kolbeinsson Ása Valdís Árnadóttir
Áheyrnarfulltrúi í Héraðsnefnd
Bjarni Þorkelsson Ragnheiður Eggertsdóttir
p) Fulltrúi í Almannavarnarnefnd Árnessýslu. Til vara
Ingibjörg Harðardóttir Ása Valdís Árnadóttir
q) Fulltrúi í Oddvitanefnd Uppsveita Árnessýslu. Til vara
Ása Valdís Árnadóttir Björn Kristinn Pálmarsson
r) Fulltrúi á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Til vara
Ása Valdís Árnadóttir Smári Bergmann Kolbeinsson
s) Fulltrúar á aðalfund SASS. Til vara
Ása Valdís Árnadóttir Smári Bergmann Kolbeinsson
Björn Kristinn Pálmarsson Ingibjörg Harðardóttir
t) Fulltrúar á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Til vara
Ása Valdís Árnadóttir Smári Bergmann Kolbeinsson
Björn Kristinn Pálmarsson Ingibjörg Harðardóttir
u) Fulltrúi á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands.
Til vara
Ása Valdís Árnadóttir Björn Kristinn Pálmarsson
v) Fulltrúi á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands.
Til vara
Smári Bergmann Kolbeinsson Björn Kristinn Pálmarsson
6. Bréf frá formanni stjórnar Bergrisans bs. vegna aukaaðalfundar félagsins þann 18. júní 2018.
Fyrir liggur bréf frá formanni stjórnar Bergrisans bs., Ástu Stefánsdóttur þar sem greint er frá því að aukaaðalfundur Bergrisans bs. verði haldinn þann 18. júní 2018. Jafnframt liggja fyrir gögn aukaaðalfundarins. Bréfið lagt fram til kynningar.
7. Bréf frá framkvæmdarstjóra SASS vegna aukaaðalfundar SASS þann 27. júní 2018.
Fyrir liggur bréf frá framkvæmdarstjóra SASS, Bjarna Guðmundssyni, dagsett 7. júní 2018 þar sem greint er frá því að aukaaðalfundur SASS verði haldinn þann 27. júní 2018. Bréfið lagt fram til kynningar.
8. Bréf frá framkvæmdarstjóra SASS vegna aukaaðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands þann 27. júní 2018.
Fyrir liggur bréf frá framkvæmdarstjóra SASS, Bjarna Guðmundssyni þar sem greint er frá því að aukaaðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands verði haldinn þann 27. júní 2018. Bréfið lagt fram til kynningar.
9. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Hraunborgum, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 1. júní 2018 um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Hraunborgum, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.
10. Bréf frá Sveini Ívarssyni og Önnu S. Guðmundsdóttur vegna deiliskipulags fyrir Skyggnisbraut 2a og 2b.
Fyrir liggur bréf frá Sveini Ívarssyni og Önnu S. Guðmundsdóttur, dagsett 20. maí 2018 þar sem óskað er eftir skýrara svari um hvort sveitarstjórn ætli að breyta deiliskipulagi Skyggnisbrautar 2a og 2b. Sveitarstjórn varð ekki við ósk eigenda Skyggnisbrautar 2a og 2b um breytingu á deiliskipulagi þegar aðalskipulagið var sent inn til Skipulagsstofnunar.
Jafnframt mótmæla Sveinn og Anna því að aðalskipulagstillagan feli það í sér að Skyggnisbraut verði breytt í frístundabyggð. Mótmælin eru móttekin og verða tekin fyrir samhliða öðrum athugasemdum um aðalskipulagið.
11. Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat eigna á Villingavatni lóð 170948, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda eigna á Villingavatni lóð 170948, dagsett 5. júní 2018 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.
12. Tölvupóstur frá Sigríði Ó. Guðmundsdóttur, starfsmanni Mosfellsbæjar þar sem kynntur er landsfundur jafnréttismála, málþing og jafnréttisdagur dagana 20. og 21. september 2018.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Sigríði Ó. Guðmundsdóttur, starfsmanni Mosfellsbæjar, dags. 1. júní 2018 þar sem kynntur er landsfundur jafnréttismála, málþing og jafnréttisdagur dagana 20. og 21. september 2018.
13. Bréf frá Ragnheiði J. Ingimarsdóttur, f.h. afmælisnefndar aldarafmælis fullveldis Íslands þar sem sveitarfélögin eru hvött til að taka virkan þátt í afmælisárinu.
Fyrir liggur bréf frá Ragnheiði J. Ingimarsdóttur f.h. afmælisnefndar aldarafmælis fullveldis Íslands, dagsett í maí 2018 þar sem sveitarfélögin eru hvött til að taka virkan þátt í afmælisárinu. Bréfið lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn hvetur Kerhólsskóla til að nýta sér fræðsluefni á vefnum www.fullveldi1918.is
14. Bréf frá Katrínu B. Ríkharðsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu um skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum.
Fyrir liggur bréf frá Katrínu B. Ríkharðsdóttur framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, dagsett 29. maí 2018 um skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum. Bréfið lagt fram til kynningar.
15. Sumarleyfi sveitarstjórnar og næstu fundir hennar.
Samþykkt er samhljóða að sveitarstjórn verði í sumarleyfi seinni fund í júlí. Næstu fundir sveitarstjórnar verða því 4. júlí og 1. ágúst kl. 9:00.
16. Sumarlokun á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps verði lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 23. júlí til og með 10. ágúst 2018.
17. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 24. maí 2018.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 24. maí 2018 liggur frammi á fundinum.
Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 187. stjórnarfundar 31.05 2018.
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 860. stjórnarfundar, 18.05 2018.
Skógræktarfélag Grímsneshrepps, ársskýrsla 2017.