Sveitarstjórn
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. ágúst 2018.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. ágúst 2018 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 160. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 10. ágúst 2018.
Mál nr. 22, 23, 24, 25, 26, 27, 32 og 33 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 160. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 10. ágúst 2018. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 22: 1807009 - Nesjar L170891: Hestvíkurvegur 2: Breytt stærð og heiti lóðar.
Fyrir liggur umsókn Einars S. Ingólfssonar, dags. 4. júlí 2018 um staðfestingu á afmörkun, stærð og heiti frístundahúsalóðarinnar Nesjar L170891 úr landi Nesja L170824. Samkvæmt meðfylgjandi lóðablaði er lóðin 5.000 m2 að stærð og gert ráð fyrir að hún fái heitið Hestvíkurvegur 2. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar L170912 og þegar liggja fyrir áður samþykkt hnitsett lóðablöð fyrir Hestvíkurveg 4 og Jónslaut 1.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afmörkun og stærð lóðar auk heitis. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Mál nr. 23: 1806046 - Réttarhólsbraut 12 (L169940): Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging.
Fyrir liggur tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd, dags. 8. júní 2018, móttekin 12. júní 2018 frá löggildum hönnuði Þorsteini Aðalbjörnssyni fyrir niðurrifi á sólstofu og byggja setustofu í staðinn við sumarhús á Réttarhólsbraut 12 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir breytingar er 110,2 m2
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við viðbygginguna með fyrirvara um samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar.
Mál nr. 24: 1808004 - Asparvík 10 L201290: Bygging bílskýlis: Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn Ásbjörns Baldurssonar um hvort leyfi fáist fyrir byggingu allt að 40 m2 bílskýlis (opið skýli). Skilmálar gildandi deiliskipulags gera ráð fyrir allt að 150 m2 aðalhúsum og allt að 25 m2 aukahúsi, en þó aldrei meira byggingarmagn en 0,03 á hverri lóð. Flestar lóðirnar eru um 5000 m2 að stærð.
Erindinu er synjað þar sem það er ekki í samræmi við skilmála gildandi deiliskipulags.
Mál nr. 25: 1808012 - Snæfoksstaðir lóð 100 L169639: Breyttur byggingarreitur: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur beiðni frá Einari Val Oddssyni og Steinunni Jónsdóttur þar sem óskað eftir breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðarhúsalóðar Snæfoksstaðir 100. Óskað er eftir að byggingarreitur að austanverðu færist og verði 5 m frá lóðarmörkum í stað 10 m. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar nr. 99.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytinguna og telur hana vera óverulega og skal breytingin auglýst skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 26: 1806007 - Ásborgir í landi Ásgarðs: Breytt notkun lóða: Deiliskipulagsbreyting.
Lögð fram að nýju, eftir grenndarkynningu, umsókn Grímsborga ehf., dags. 1. júní 2018. Óskað var eftir breytingu á núgildandi deiliskipulagi þar sem landnotkun lóða er breytt úr íbúðahúsalóðum í lóðir fyrir gisti- og/eða veitingahús. Svæðið er skv. núgildandi aðalskipulagi skilgreint sem blönduð landnotkun íbúðarsvæðis og svæði fyrir verslun og þjónustu. Borist hefur athugasemd við grenndarkynninguna þar sem því er andmælt að fleiri gistihús verði byggð á svæðinu. Ekki liggur fyrir umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingu á gildandi deiliskipulagi Ásborga í landi Ásgarðs. Skipulagsfulltrúa er falið að svara athugasemd sem barst og óska eftir umsögn frá Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 27: 1807031 - Lyngdalur (Björk I) L168232: Vegur í gegnum jörðina Björk 1 L211337: Framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggur umsókn Magnúsar I. Jónssonar, dags. 12. júlí 2018 um framkvæmdaleyfi vegna veglagningar að landinu Lyngdalur L168232. Vegurinn liggur í gegnum jörðina Björk 1 og er kveðið á um aðrar aðkomur að Lyngdal í landsskiptagerð um Björk I og II frá árinu 2005 og 2007.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins vegna ófullnægjandi upplýsinga um fyrirhugaðar framkvæmdir á vatnsverndarsvæði.
Mál nr. 32: 1806004F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18 – 82.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 27. júní 2018.
Mál nr. 33: 1807001F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18 – 83.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 18. júlí 2018.
b) Fundargerð oddvita vegna reksturs Seyrustaða á Flúðum, 10. ágúst 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Námsgögn fyrir grunnskólanemendur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að námsgögn fyrir grunnskólanemendur verði án endurgjalds.
4. Bréf frá Gunnari Á. Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Vottunarstofunnar Túns þar sem auglýstur er aðalfundur félagsins.
Fyrir liggur fundarboð aðalfundar Vottunarstofunnar Túns ehf. sem haldinn verður í dag, 22. ágúst í Reykjavík. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Björn Kristinn Pálmarsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum.
5. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Stapa 10, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 16. júlí 2018 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Stapa 10, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er skipulögð sem frístundabyggð en ekki viðskipta- og þjónustulóð.
6. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Selmýrarvegi 9, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 13. júlí 2018 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Selmýrarvegi 9, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er skipulögð sem frístundabyggð en ekki viðskipta- og þjónustulóð.
7. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Freyjustíg 14, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 16. júlí 2018 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Freyjustíg 14, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er skipulögð sem frístundabyggð en ekki viðskipta- og þjónustulóð.
8. Kortlagning umhverfismála á Suðurlandi.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Guðrúnu Á. Sturlaugsdóttur, dags. 13. ágúst 2018 þar sem óskað er eftir athugasemdum sveitarstjórnar við skýrslu áhersluverkefnisins „Kortlagning umhverfismála á Suðurlandi“. Jafnframt er skýrslan lögð fram.
Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við skýrsluna og þakkar fyrir vel unna og upplýsandi skýrslu.