Sveitarstjórn
Oddviti leitar afbrigða við útsenda dagskrá.
Samþykkt samhljóða.
a) Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps.
b) Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun.
c) Áhersluatriði í stefnumörkun fyrir landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 22. ágúst 2018.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 22. ágúst 2018 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 161. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 22. ágúst 2018.
Mál nr. 7, 8 og 9 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 161. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 22. ágúst 2018. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 7: 1804009 - Steingrímsstöð lnr 170935: Sogið: Deiliskipulag.
Fyrir liggur að lokinni kynningu á lýsingu skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, deiliskipulagstillaga virkjunar í Soginu, Steingrímsstöð. Deiliskipulagið snýst í meginþáttum um að staðfesta núverandi landnotkun og afmarka vatnsverndarsvæði Þingvallavatns. Gert er ráð fyrir íbúðarsvæði fyrir núverandi íbúðir við Steingrímsstöð. Iðnaðarsvæði verður minnkað að austanverðu og þeim hluta breytt í opið svæði. Iðnaðarsvæði mun ná yfir stíflu í Þingvallavatni og aðrennslisgöng stöðvarinnar. Umsögn Skipulagsstofnunar dags. 20. júní 2018 liggur fyrir.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 8: 1804008 - Írafoss- og Ljósafossvirkjanir lnr 168922 og 168926: Sogið: Deiliskipulag.
Fyrir liggur að lokinni kynningu á lýsingu skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, deiliskipulagstillaga virkjunar í Soginu, Írafoss- og Ljósafossvirkjanir. Deiliskipulagið snýst í meginþáttum um að staðfesta núverandi landnotkun og afmarka vatnsverndarsvæði Þingvallavatns. Breyta þarf afmörkun iðnaðarsvæðis og íbúðarsvæðis við Ljósafoss. Breytingar sem eru áformaðar við Írafoss eru að byggt verði tengivirkishús, tekin niður háspennulína og fjarlægð gömul hús. Þá verða tengingar af Þingvallavegi endurskoðaðar. Umsögn Skipulagsstofnunar dags. 20. júní 2018 liggur fyrir.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 9: 1805016 - Göltur lnr 168244: Stofnun nýrrar lóðar: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á deiliskipulagi syðst í landi Galtar, L168244. Um er að ræða afmörkun nýrrar lóðar undir frístundabyggð sem er 3,9 ha að stærð. Deiliskipulagið miðast við að heimilt verði að byggja á nýrri lóð allt að 300m2 frístundarhús, 60 m2 gestahús, 100 m2 bílskúr og 180 m2 bátaskýli.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að deiliskipulagsbreytingin verði send skipulagsstofnun, þar sem engar athugasemdir hafa borist.
b) Fundargerð 1. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 24. ágúst 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð 1. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 28. ágúst 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Námsstyrkir starfsfólks Kerhólsskóla.
Fyrir liggur umsókn starfsmanns Kerhólsskóla um styrk til að stunda nám í kennarafræðum. Umsóknirnar eru í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um fjölgun faglærðra starfsmanna við Kerhólsskóla. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja umsækjanda til náms í kennarafræðum skv. lið nr. 1 í reglum sveitarfélagsins. Að auki er samþykkt samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 150.000 skv. 4. lið reglnanna um kostnað við skólagjöld og til bókakaupa.
4. Afsal vegna Sogsbakka 15, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Árið 2005 seldi sveitarfélagið lóðina við Sogsbakka 15, Grímsnes- og Grafningshreppi til núverandi eigenda lóðarinnar. Lóðin var að fullu greidd árið 2006. Afsal lóðarinnar var ekki gert fyrr 12. júlí 2018 af núverandi sveitarstjóra, Ingibjörgu Harðardóttur. Sveitarstjórn staðfestir áðurnefnt afsal.
5. Viljayfirlýsing CRI.
Fyrir liggur viljayfirlýsing frá Carbon Recycling International vegna verkefnis um nýtingu útblásturs frá Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjun. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur oddvita / sveitarstjóra að óska eftir frekari kynningu fyrir kjörnar fulltrúa.
6. Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem tilkynnt er um fasteignamat eigna fyrir árið 2019.
Fyrir liggur bréf frá Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár Íslands, dagsett 27. ágúst 2018 um árlegt endurmat allra fasteigna fyrir árið 2019. Fasteignamat eigna í sveitarfélaginu munu hækka um 11,2% og lóða um 11,4% á árinu 2019. Bréfið lagt fram til kynningar.
7. Bréf frá Verndarsjóði Skálholtskirkju þar sem óskað er eftir styrk vegna viðgerða á listgluggum kirkjunnar.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Jóni Sigurðssyni, formanns Verndarsjóðs Skálholtskirkju, dags. 25. ágúst 2018 þar sem óskað er eftir styrk vegna viðgerða á listgluggum kirkjunnar. Sveitarstjórn vísar málinu til Oddvitanefndar Laugaráslæknishéraðs.
8. Afrit af bréfi til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra frá Félagi hópferðaleyfishafa vegna ólögmætra krafna SASS um rekstrarleyfissviptingu nokkurra hópferðafyrirtækja.
Fyrir liggur afrit af bréfi til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra frá Félagi hópferðaleyfishafa, dags. 23. ágúst 2018 vegna ólögmætra krafna SASS um rekstrarleyfissviptingu nokkurra hópferðafyrirtækja. Bréfið lagt fram til kynningar.
9. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti þar sem kynntar eru tillögur starfshóps um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Fyrir liggur bréf frá Mennta- og menningarráðuneyti, dags. 22. ágúst 2018 þar sem kynntar eru tillögur starfshóps um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Bréfið lagt fram til kynningar.
10. Tölvupóstur frá Hrafnkeli Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins þar sem kynnt eru drög að tillögu til breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 ásamt drögum að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Hrafnkeli Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóra, dags. 23. ágúst 2018 þar sem kynnt eru drög að tillögu til breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 ásamt drögum að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillögurnar.
11. Önnur mál.
a) Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að halda áfram með vinnu fyrri sveitarstjórnar við endurskoðun aðalskipulagsins. Vinnufundur sveitarstjórnar vegna endurskoðunarinnar verður mánudaginn 17. september 2018, kl. 10:00.
b) Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun.
Oddviti kynnti umsagnarbeiðni frá Umhverfisráðuneytinu um drög að frumvarpi um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða. Sveitarstjórn hvetur ráðuneytið til að endurskoða hugmynd um nýja stofnun og nýta frekar þær stofnanir sem fyrir eru s.s. Umhverfisstofnun og nýta fjármagnið til uppbyggingar og verndunar á svæðunum sjálfum.
c) Áhersluatriði í stefnumörkun fyrir landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fyrir liggja drög að stefnumótun Sambandsins 2018-2022 fyrir komandi Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Oddvita falið að taka saman áherslupunkta sveitarstjórnar.
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 267. stjórnarfundar 05.07 2018.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 189. stjórnarfundar 23.08 2018.
SASS. Fundargerð 535. stjórnarfundar 15.08 2018.
Vottunarstofan Tún, aðalfundargerð 22.08 2018.
Vottunarstofan Tún, ársreikningur 2017.
Vottunarstofan Tún, skýrsla stjórnar 2017.
-liggur frammi á fundinum-.