Sveitarstjórn
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. október 2018.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. október 2018 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 73. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 9. október 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b) Fundargerð 24. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 10. október 2018.
Mál nr. 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 24. fundargerð æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 10. október 2018. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 2: Önnur mál.
Æskulýðs- og menningarmálanefnd leggur til að sveitarstjórn breyti gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Borg þannig að öryrkjar og ellilífeyrisþegar fái frítt í sund, líkt og í sundlaugum næsta nágrennis.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í breytinguna og vísar henni til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar og gjaldskrárbreytinga.
c) Fundargerð 164. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 10. október 2018.
Mál nr. 9, 10, 11, 12, 13, 14 og 19 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 164. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 10. október 2018. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 9: 1808052 - Nesjar lóð L170912: Uglukot: Breytt afmörkun, stærð og heiti lóðar.
Lögð fram að nýju umsókn Einars S. Ingólfssonar um staðfestingu á afmörkun og breytingu á stærð og heiti lóðarinnar Nesjar L170912 skv. meðfylgjandi lóðablaði. Stærð lóðar breytist úr 4.300 m2 í 4.625 m2. skv. nákvæmari mælingu. Þá er óskað eftir að ekki verði gerðar athugasemdir við landskipti skv. 13. gr. jarðarlaga. Fyrir liggur samþykki landeigenda og lóðarhafa lóðarinnar á hnitsettri afmörkun ásamt áður samþykktum hnitsettum lóðablöðum fyrir aðliggjandi lóðir. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Uglukot. Málinu var frestað á fundi skipulagsnefndar þann 13. september 2018 og skipulagsfulltrúa falið að óska eftir rökstuðningi fyrir heiti lóðarinnar. Fyrir liggur rökstuðningur umsækjanda í bréfi sem barst þann 1. október 2018.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar og ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. jarðalaga. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lóðin fái heitið Nesjar Uglukot.
Mál nr. 10: 1809066 - Bjarkarbraut 5 (L169155); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús - viðbygging og geymsla.
Fyrir liggur umsókn Hallborgar Arnardóttur og Arnar Wilhelm Zebitz, dags. 26. september 2018 um byggingarleyfi fyrir geymslu og stækkun á sumarhúsi á lóðinni Bjarkarbraut 5 L169155 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarhúsi með geymslu er 102,5 m2. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir viðbyggingunni með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
Mál nr. 11: 1809035 - Klausturhólar 2 (168966) Umsókn um byggingarleyfi Gestahús.
Fyrir liggur umsókn Erlu Magnúsdóttur, dags. 14. september 2018 um byggingarleyfi til að byggja 24,4 m2 gestahús á lóðinni Klausturhólar 2 L168966 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir gestahúsinu með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
Mál nr. 12: 1804032 - Arnarhólsbraut 11 (169922) Umsókn um byggingarleyfi Sumarhús – viðbygging.
Erindi lagt fram að nýju með lagfærðum gögnum þar sem sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús á lóðinni Arnarhólsbraut 11 L169922. Heildarstærð eftir stækkun er 101,9 m2. Skv. afmörkun byggingarreits í gildandi deiliskipulagi þá fer viðbyggingin út fyrir byggingarreitinn.
Sveitarstjórn hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
Mál nr. 13: 1810013 - Borgarhólsbraut 18 L169755 og 20 L169794; Stofnun og staðfest afmörkun lóða.
Fyrir liggur umsókn lóðareigenda Borgarhólsbrautar 18 L169755 og 20 L169794, dags. 18. september 2018 um staðfestingu á afmörkun lóðanna skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðablöðum og breyttri skráningu stærða þeirra til samræmis. Einnig er óskað eftir stofnun 1.748 m2 sameignarlóðar utan um vegsvæði og borholu/dæluhúsi út úr lóðum 18 og 20. Nákvæm mæling fyrir lóðirnar hefur ekki áður legið fyrir en farið var eftir upprunalegum girðingum umhverfis lóðirnar ásamt samþykktri afmörkun Borgarhólsbrautar 24A. Eftir lóðastofnun sameignarlands verða lóðir 18 og 20 hvor um sig skráðar 6.016 m2. Fyrir liggur samþykki allra eigenda aðliggjandi lóða fyrir hnitsettum afmörkunum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðanna og gerir ekki athugasemdir við stofnun sameignarlóðarinnar. Þá eru ekki gerðar athugasemdir við landskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
Mál nr. 14: 1810019 - Kiðjaberg lóð 18 L168949; Bílskúr utan byggingarreits; Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn Gunnars Þorlákssonar, dags. 1. október 2018 um hvort leyfi fáist til að byggja 40 m2 bílskúr utan byggingarreits á lóðinni Kiðjaberg 18. Bílskúr þyrfti að tengjast bílaplani/aðkomu og byggingarreitur er mun neðar og í miklum halla. Aflað hefur verið samþykkis lóðarhafa fyrir ofan Kiðjaberg 18.
Sveitarstjórn hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
Mál nr. 19: 1810001F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18 – 87.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 3. október 2018.
d) Fundargerð 189. fundar fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga, 12. október 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Beiðni um styrk frá Söngkór Miðdalskirkju.
Fyrir liggur tölvupóstur frá formanni söngkórs Miðdalskirkju, dags. 7. október 2018 þar sem óskað er eftir styrk vegna starfsemi kórsins og til rekstrar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Söngkór Miðdalskirkju styrk að fjárhæð kr. 50.000.
4. Viljayfirlýsing CRI.
Fyrir liggur viljayfirlýsing frá Carbon Recycling International vegna verkefnis um nýtingu útblásturs frá Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjun. Sveitarstjórn frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 5. september 2018 og óskaði eftir frekari kynningu fyrir kjörna fulltrúa. Sú kynning hefur farið fram. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
5. Tölvupóstur frá ferðamálafulltrúa uppsveita Árnessýslu, Ásborgu Arnþórsdóttur þar sem sveitarstjórnum og ferða- og atvinnumálanefndum er boðið á kynningarfund.
Fyrir liggur tölvupóstur frá ferðamálafulltrúa uppsveita Árnessýslu, Ásborgu Arnþórsdóttur, dags. 10. október 2018 þar sem sveitarstjórnum og ferða- og atvinnumálanefndum er boðið á kynningarfund í Félagsheimilinu Borg. Fundurinn verður mánudaginn 29. október n.k kl. 18:30. Tölvupósturinn lagður fram til kynningar.
6. Héraðsdómur Suðurlands, dómur nr. E-65/2018, Grímsnes- og Grafningshreppur gegn Hallfríði Kristinsdóttur og Hlyni Þór Björnssyni.
Fyrir liggur dómur Héraðsdóms Suðurlands frá 8. október s.l. í máli nr. E-65/2018, Grímsnes- og Grafningshreppur gegn Hallfríði Kristinsdóttur og Hlyni Þór Björnssyni. Niðurstaða dómsins er að Hallfríður Kristinsdóttir og Hlynur Þór Björnsson eru sýknuð af öllum kröfum Grímsnes- og Grafningshrepps og að Grímsnes- og Grafningshreppur greiði stefndu 1.500.000 kr. í málskostnað.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fá lögmann sveitarfélagsins, Óskar Sigurðsson hrl. til að fara yfir dóminn og næstu skref. Sveitarstjóra falið að finna fundartíma.
7. Tölvupóstur frá Atla Þór Fanndal. f.h. Samtakanna ´78 þar sem sveitarfélaginu er boðið að kaupa hinsegin fræðslu fyrir vinnustaði eða logo í afmælisrit í tilefni af 40 ára afmæli samtakanna.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Atla Þór Fanndal. f.h. Samtakanna ´78, dags. 12. október 2018 þar þar sem sveitarfélaginu er boðið að kaupa hinsegin fræðslu fyrir vinnustaði eða logo í afmælisrit í tilefni af 40 ára afmæli samtakanna.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.
8. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 – 2023, 172. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram og vísað til samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps til umsagnar.
9. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 – 2033, 173. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram og vísað til samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps til umsagnar.
10. Afrit af bréfi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Nesjavallavegar af vegaskrá.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Vegagerðinni, dagsett 8. október 2018 til eigenda Nesjavalla þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Nesjavallavegar af vegaskrá. Bréfið lagt fram til kynningar.
11. 20 ára afmæli Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur minnisblað frá oddvita um viðburði og kostnað þeirra sem til stendur að halda í tilefni af 20 ára afmæli sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi minnisblað og felur oddvita að vinna áfram að málinu.
12. Nýtt teppi á anddyri og kaffistofu Félagsheimilisins Borgar.
Á fundi sveitarstjórnar þann 10. október s.l. frestaði sveitarstjórn afgreiðslu málsins þar sem samþykkt var að efna til könnunar um lit á teppinu á íbúafundi sem haldinn var mánudaginn 8. október s.l. Atkvæðatalning fór þannig að rauður litur fékk 9 atkvæði, dökk grár 8 atkvæði, ljós grár og blár fengu 4 atkvæði hvor, tveir seðlar voru auðir og tveir ógildir. Tillaga húsnefndar er að teppið verði blátt að lit.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fara eftir niðurstöðu könnunar meðal íbúa varðandi lit teppisins, rautt skal það vera.
13. Staða fjárhagsáætlunar 2018.
Farið var yfir stöðu bókhalds og borið saman við fjárhagsáætlun ársins 2018 eftir fyrstu níu mánuði ársins.
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 270. stjórnarfundar 01.10 2018.
SASS. Fundargerð 537. stjórnarfundar 03.10 2018.
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 863. stjórnarfundar, 26.09 2018.
Samband íslenskra sveitarfélaga, ársskýrsla 2017.
-liggur frammi á fundinum-.