Fara í efni

Sveitarstjórn

443. fundur 07. nóvember 2018 kl. 09:00 - 14:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Karl Þorkelsson í fjarveru Ásu Valdísar Árnadóttur
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. október 2018. 

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. október 2018 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 15. fundar samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 9. október 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)     Fundargerð 16. fundar samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 22. október 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)      Fundargerð 25. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 17. október 2018.

Mál nr. 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 25. fundargerð æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 17. október 2018. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: Hugarflæði með tómstunda- og félagsmálafulltrúa.
Til að efla menningarstarfsemi sveitarfélagsins mun æskulýðs- og menningarmálanefnd standa fyrir viðburði er nefnist Pub-Quiz. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að áðurnefndur viðburður verði haldinn. 

d)     Fundargerð 47. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 22. október 2018.

Mál nr. 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 47. fundargerð atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 22. október 2018. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 3: Dagatal.
Atvinnumálanefnd óskar eftir heimild sveitarstjórnar fyrir að gefa út þjónustudagatal Grímsnes- og Grafningshrepps 2019. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að þjónustudagatal fyrir árið 2019 verði gefið út.

e)      Fundargerð 165. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 31. október 2018.

Mál nr. 11, 12 og 15 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 165. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 31. október 2018. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 11: 1810021 - Bjarkarbraut 26 (L169174); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging.
Fyrir liggur umsókn Þrastar Sverrissonar og Heiðu Bjarkar Sturludóttur, dags. 27. september 2018 um byggingarleyfi til að byggja við sumarhús á lóðinni Bjarkarbraut 26 (L169174) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð sumarhúss eftir stækkun verður 97 m2.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á Bjarkarbraut 26 með fyrirvara um grenndarkynningu.

Mál nr. 12: 1810033 - Minni-Bær land (L169227); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús.
Fyrir liggur umsókn Jónínu Haraldsdóttur dags. 10. október 2018 um byggingarleyfi til að flytja sumarhús 71,2 m2 á lóðina Minni-Bær land (L169227) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi fyrir sumarhúsinu að Minni-Bæ L169227. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu. Breyta þarf skráningu landsins í Þjóðskrá Íslands úr ræktunarlandi í sumarbústaðaland skv. gildandi aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps.

Mál nr. 15: 1810003F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18 – 88.    
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 17. október 2018.

f)       Fundargerð 29. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 17. október 2018.

Mál nr. 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 29. fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, dags. 17. október 2018. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: Gjaldskrá og upphæð fjárhagsaðstoðar.
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá og upphæð fjárhagsaðstoðar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings fyrir árið 2019. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

g)      Fundargerð oddvita vegna reksturs Seyrustaða á Flúðum, 31. október 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

h)     Fundargerð 2. fundar stjórnar Laugaráslæknishéraðs, 29. október 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

i)       Fundargerð aðalfundar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS),     30. október 2018.

Mál nr. 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram aðalfundargerð oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), dags. 30. október 2018. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 3: Fjárhagsáætlun ársins 2019.
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings fyrir fjárhagsárið 2019. Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á rekstri frá áætlun líðandi árs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu.

j)       Fundargerð 3. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 18. október 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

k)     Fundargerð 4. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 30. október 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.        Starfssamningur oddvita.
Fyrir liggur starfssamningur við oddvita sveitarfélagsins út kjörtímabilið 2018-2022. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi starfssamning. Sveitarstjóra falið að skrifa undir samninginn fyrir hönd sveitarstjórnar.

4.        Kauptilboð í land sveitarfélagsins úr Klausturhólum beggja vegna Biskupstungnabrautar.
Fyrir liggur kauptilboð í land sveitarfélagsins úr landi Klausturhóla, beggja vegna Biskupstungnabrautar. Á fundinn kom Guðmundur Rúnar Svavarsson og kynnti fyrirliggjandi tilboð og hugmyndir af skipulagi svæðisins. Sveitarstjórn hafnar kauptilboðinu.

 
5.        Samningur um persónuverndarfulltrúa.
Fyrir liggja drög að samningi við Pwc um að Auðbjörg Friðgeirsdóttir annist verkefni persónuverndarfulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps með vísan til laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og ákvæða reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679. Samningurinn gildir til eins árs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur oddvita / sveitarstjóra að skrifa undir samninginn.

 
6.        Nýtt teppi á anddyri og kaffistofu Félagsheimilisins Borgar.
Á fundi sveitarstjórnar þann 17. október s.l. samþykkti sveitarstjórn, eftir íbúakönnun að keypt yrði rautt teppi á anddyri og kaffistofu Félagsheimilisins Borgar. Við pöntun kom í ljós að teppið er ekki lengur fáanlegt og ný lína komin á markað. Þau munstur og litir sem eru í boði eru alls ekki sambærilegir þeim sem um var kosið og vegna breyttra forsendna vísar sveitarstjórn málinu aftur til húsnefndar til endanlegrar afgreiðslu.


7.        Héraðsdómur Suðurlands, dómur nr. E-65/2018 Grímsnes- og Grafningshreppur gegn Hallfríði Kristinsdóttur og Hlyni Þór Björnssyni.
Sveitarstjórn samþykkir að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Suðurlands frá 8. október 2018 í máli nr. E-65/2018 (Grímsnes- og Grafningshreppur gegn Hallfríði Kristinsdóttur og Hlyni Þór Björnssyni) en málið varðar hvort heimfærsla sumarhúss sem var skráð fyrir heimagistingu á grundvelli laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald á árinu 2017 undir gjaldflokk c-liðar 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga hafi verið lögmæt. Í dóminum var komist að þeirri niðurstöðu að borið hefði að heimfæra fasteignina undir gjaldflokk a-liðar 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995.

 
Álagning fyrir árin 2017 og 2018 verður ekki leiðrétt á meðan beðið er niðurstöðu æðri dómstóla.

 
Sveitarstjórn samþykkir að haga álagningu fasteignaskatts á árinu 2019 á fasteignir innan sveitarfélagsins sem skráðar eru fyrir heimagistingu á grundvelli framangreindra laga, í samræmi við framangreinda dómsniðurstöðu, með því skilyrði að gerður verði fyrirvari um réttmæti álagningarinnar, á meðan beðið er niðurstöðu æðri dómstóla um lögmæti álagningar  Grímsnes- og Grafningshrepps í framangreindu dómsmáli. Það skal áréttað að með framangreindri tilhögun á álagningu fasteignaskatts fyrir árið 2019 felst ekki viðurkenning á lögmæti niðurstöðu hins áfrýjaða dóms, enda álagning gerð með skýrum fyrirvara.

 
Smári Bergmann Kolbeinsson greiddi atkvæði gegn áfrýjun málsins.

 
8.        Brennu- og skoteldaleyfi.
Fyrir liggur beiðni frá Hjálparsveitinni Tintron um brennu- og skoteldaleyfi fyrir áramótabrennu og flugeldasýningu á Borg þann 31. desember n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita brennu- og skoteldaleyfi með því skilyrði að gengið verði frá svæðinu eftir notkun þess.

 
9.        Beiðni um skólastyrk frá Árna Kristni Skúlasyni.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Árna Kristni Skúlasyni til að stunda nám við Lýðháskólann á Flateyri. Sveitarstjórn hafnar styrkbeiðninni með vísan til reglna um nemendastyrki sveitarfélagsins.

 
10.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Stangarbraut 22, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 29. október 2018  um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Stangarbraut 22, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er skipulögð sem frístundabyggð en ekki viðskipta- og þjónustulóð.

 
11.    Bréf frá Persónuvernd þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið hafa tilnefnt persónuverndarfulltrúa fyrir sveitarfélagið og minna á að tilkynna hann til stofnunarinnar.
Fyrir liggur bréf frá Vigdísi Evu Líndal og Ásbirni U. Valsteinssyni f.h. Persónuverndar, dagsett 10. október 2018 þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið hafa tilnefnt persónuverndarfulltrúa fyrir sveitarfélagið og minna á að tilkynna hann til stofnunarinnar. Oddvita falið að svara erindinu í samræmi við bókun í lið nr. 5.

 
12.    Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið taki ákvörðun um rétta skráningu þeirra eigna sem fylgja með bréfinu.
Fyrir liggur bréf frá Birtu Austmann Bjarnadóttur f.h. Þjóðskrár Íslands, dagsett 25. október 2018 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið taki ákvörðun um rétta skráningu þeirra eigna sem fylgja með bréfinu. Oddvita og sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

 
13.    Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat eigna í Ásgarði lóð 168305, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda eigna í Ásgarði lóð 168305, dagsett 29. október 2018 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
14.    Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat eigna að Réttarhálsi 6, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda eigna að Réttarhálsi 6, dagsett 11. október 2018 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
15.    Bréf frá Lilju Alfreðsdóttur, mennta-og menningarmálaráðherra og Guðrúnu Nordal, forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar þar sem minnt er á dag íslenskrar tungu, þann 16. nóvember n.k.
Fyrir liggur bréf frá Lilju Alfreðsdóttur, mennta-og menningarmálaráðherra og Guðrúnu Nordal, forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar þar sem þar sem minnt er á dag íslenskrar tungu, þann 16. nóvember n.k. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
16.    Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni þar sem kynnt er XI umhverfisþing þann 9. nóvember n.k.
Fyrir liggur bréf frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni Umhverfis- og auðlindaráðherra, dagsett 25. október 2017 þar sem kynnt er ellefta Umhverfisþingið verði haldið föstudaginn 9. nóvember n.k. í Reykjavík. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
17.    Birt til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti drög að nýrri reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Fyrir liggur að birt er til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti drög að nýrri reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

 
18.    Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða, 20. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

 
19.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna ( ákvörðun matsverðs), 212. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 
20.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru, 222. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 

  
Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 191. stjórnarfundar 31.10 2018.
SASS.  Fundargerð  538. stjórnarfundar 17.10 2018.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 864. stjórnarfundar, 10.10 2018.
SÍBS blaðið, 3. tbl. 34. árg. 2018.
-liggur frammi á fundinum-.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, ársskýrsla 2017.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?