Sveitarstjórn
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. nóvember 2018.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. nóvember 2018 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 166. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 14. nóvember 2018.
Mál nr. 11, 12 og 20 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 166. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 14. nóvember 2018. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 11: 1811010 - Björk lóð L203819; Björk; Breytt skráning lóðar.
Fyrir liggur umsókn Ingibjargar Harðardóttur og Björns Snorrasonar um breytingu á skráningu íbúðarhúsalóðarinnar Björk lóð 203819. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Björk.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins. Ingibjörg Harðardóttir vék sæti við afgreiðslu málsins.
Mál nr. 12: 1811019 - Öldubyggð 38; Bygging Igloo húss á lóð; Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn Jóns Ingileifssonar um hvort heimilt verði að reisa á lóð nr. 38 í Öldubyggð svonefnt Igloo hús. Um er að ræða hringlaga hús þar sem neðri hluti úthrings er steyptur og ofan á veggi komi kúlulaga hús úr gleri og stáli.
Sveitarstjórn telur að þessi tegund húss samræmist ekki skilmálum gildandi deiliskipulags svæðisins og verði því að breyta skilmálum skipulags ef Igloo hús eiga að fá að rísa á svæðinu.
Mál nr. 20: 1811001F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18 – 89.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 7. nóvember 2018.
b) Fundargerð 56. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 14. nóvember 2018.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 56. fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., dags. 14. nóvember 2018. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: Fjárhagsáætlun 2019.
Fyrir liggur tillaga að fjárhagsáætlun embættisins fyrir fjárhagsárið 2019 og farið yfir forsendur áætlunarinnar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.
3. Aðalfundur Rangárbakka, þjóðarleikvangs íslenska hestsins ehf.
Fyrir liggur bréf frá stjórn Rangárbakka, þjóðarleikvangs íslenska hestsins ehf., dags. 13. nóvember 2018 um að aðalfundur félagsins verði haldinn þriðjudaginn 27. nóvember n.k. í Rangárhöllinni á Gaddstaðaflötum við Hellu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Bjarni Þorkelsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum.
4. Beiðni um rekstrarstyrk vegna rekstrarársins 2019 frá Stígamótum.
Fyrir liggur bréf frá Þórunni Þórarinsdóttur f.h. Stígamóta, dagsett 31. október 2018 þar sem óskað er eftir fjárstyrk til reksturs samtakanna á árinu 2019. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
5. Beiðni um rekstrarstyrk vegna rekstrarársins 2019 frá Samtökum um kvennaathvarf.
Fyrir liggur bréf frá Brynhildi Jónsdóttur f.h. Samtaka um kvennaathvarf, dagsett 2. október 2018 þar sem óskað er eftir styrk til reksturs samtakanna árið 2019 að fjárhæð kr. 100.000. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
6. Bréf frá Guðjóni Á. Sigurðarsyni formanni Félags sumarhúsaeigenda í Kerengi þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið vegna brunamála í Kerengi.
Fyrir liggur bréf frá formanni Félags sumarhúsaeigenda í Kerengi, dagsett 14. nóvember 2018 þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um kaup, uppsetningu og tengingu á brunahana í Kerengi. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
7. Bréf frá Agli Péturssyni f.h. formanns Úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem óskað er eftir gögnum vegna kæru á synjun um aðgang að gögnum.
Fyrir liggur bréf frá Agli Péturssyni f.h. formanns Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dagsett 12. nóvember 2018 þar sem óskað er eftir gögnum vegna kæru Sigríðar B. Þórðardóttur um synjun sveitarstjórnar á upplýsingum um álögð fasteigna- og sorphirðugjöld fyrir árin 2016-2018. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að svara erindinu.
8. Bréf frá Þjóðskrá Íslands, landupplýsingadeild, þar sem óskað er eftir landfræðilegum gögnum til samræmdrar birtingar í kortavefsjá.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, landupplýsingadeild þar sem óskað er eftir landfræðilegum gögnum til samræmdrar birtingar í kortavefsjá. Sveitarstjórn vísar erindinu til Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs.
9. Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat eigna að Hesti lóð 13, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda eigna að Hesti lóð 13, dagsett 31. október 2018 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.
10. Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat eigna að Réttarhálsi 7, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda eigna að Réttarhálsi 7, dagsett 6. nóvember 2018 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.
11. Bréf frá Sigrúnu Guðmundsdóttur og Eiríki Benónýssyni, f.h. reikningsskila- og upplýsinganefndar þar sem kynntar eru leiðbeinandi verklagsreglur um viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélaga.
Fyrir liggur bréf frá Sigrúnu Guðmundsdóttur og Eiríki Benónýssyni f.h. reikningsskila- og upplýsinganefndar, dagsett 7. nóvember 2018 þar sem kynntar eru leiðbeinandi verklagsreglur um viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.
12. Birt til umsagnar frá Forsætisráðuneyti drög að stefnu um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda í þjóðlendum.
Birt er til umsagnar frá Forsætisráðuneyti drög að stefnu um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda í þjóðlendum. Lagt fram til kynningar.
13. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 45. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.
14. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og lögum um málefni aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisíbúðir), 40. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.
15. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í húsnæðismálum, 5. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.
16. Staða fjárhagsáætlunar 2018.
Farið var yfir stöðu bókhalds og borið saman við fjárhagsáætlun ársins 2018 eftir fyrstu 10 mánuði ársins.
17. Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2019.
Fyrir liggja tillögur að gjaldskrám og álagningu gjalda vegna ársins 2019.
Útsvarshlutfall árið 2019 verði óbreytt 12,44%.
Fasteignaskattur A, 0,475% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.
Fasteignaskattur B, 1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.
Fasteignaskattur C, 1,65% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum.
Afsláttur er af fasteignaskatti íbúðarhúsa til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri eða 75% öryrkjar og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign. Afsláttur er hlutfallslegur og miðast við tekjur síðastliðins árs samkvæmt skattframtali. Til tekna teljast bæði launatekjur og fjármagnstekjur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.
Tekjumörk vegna afsláttar ársins 2019 eru eftirfarandi:
Tekjur einstaklinga Tekjur hjóna Niðurfelling
Allt að 3.390.000 Allt að 5.098.000 100%
Milli 3.390.001 – 3.958.000 Milli 5.098.001 – 5.867.000 75%
Milli 3.958.001 – 4.520.000 Milli 5.867.001 – 6.644.000 50%
Milli 4.520.001 – 5.087.000 Milli 6.644.001 – 7.418.000 25%
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda:
Fjárhæðir að 25.000 eru með einn gjalddaga 1. maí, 25.001-90.000 eru með 5 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. júlí og 90.001 og yfir verði með 7 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. september.
Seyra, seyrulosunargjald vegna kostnaðar við seyrulosun/fráveitukerfi verði óbreytt frá fyrra ári, kr. 10.098 á hvert íbúðarhús, sumarhús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingarskilmálum að hafa rotþró eða vera tengt viðurkenndu fráveitukerfi.
Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins og verður það 0,23% af fasteignamati húss.
Stofngjald fyrir tengingu og lagningu frárennslislagna frá lóðarmörkum við holræsakerfi sveitarfélagsins skal vera kr. 211.750.
Sorp, álagning vegna sorphirðu og sorpeyðingar fyrir heimilissorp verði óbreytt frá fyrra ári:
Sorphirðugjald:
Ílátastærðir Grátunna Blátunna Græntunna
240 L ílát 17.364 kr. 7.532 kr. 7.532 kr.
360 L ílát 25.920 kr. 11.160 kr. 11.160 kr.
660 L ílát 50.104 kr. 23.054 kr. 23.054 kr.
1.100 L ílát 82.343 kr. 37.265 kr. 37.265 kr.
1.700 L ílát 127.500 kr. 52.700 kr. 52.700 kr.
3.000 L ílát 216.000 kr. 93.000 kr. 93.000 kr.
8.000 L ílát 576.000 kr. 248.000 kr. 248.000 kr.
Sorpeyðingargjald:
Íbúðarhúsnæði 21.000 kr.
Frístundahúsnæði 17.713 kr.
Lögbýli 10.269 kr.
Fyrirtæki 34.362 kr.
Gjaldfrjálst verður á gámastöð fyrir allt að 3 m3 vikulega.
Umframmagn er gjaldskylt á móttökustöð, miðast við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er. Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs.
Móttökugjald á einn m3 5.000 kr.
Gjaldskrá vatnsveitu, verði óbreytt frá fyrra ári:
Vatnsskattur eigna í fasteignaskattsflokki A, lögbýli/einbýlishús, verði 0,25% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 50.000 á hverja eign/hús.
Vatnsskattur eigna í fasteignaskattsflokki A í skipulagðri frístundabyggð verði 0,25% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 65.000 og lágmarksálagning verði kr. 25.000 á hús.
Vatnsskattur eigna í fasteignaskattsflokki C verði 0,25% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 170.000 á hverja eign/hús.
Tengigjöld vatnsveitu (stofngjöld) fyrir frístundahús og íbúðarhús verða kr. 480.965.
Tengigjöld fyrir lögbýli að meðtöldu einu íbúðarhúsi verða kr. 714.385.
Á þeim lóðum sem ekki hefur verið byggt á en hafa tengst vatni er innheimt fast árgjald kr. 25.000.
Fyrir ný skipulagða frístundabyggð sem tengjast skal vatnsveitu sveitarfélagsins skal landeigandi greiða kr. 45.000 fyrir hverja lóð á skipulagi fyrir lagningu stofnlagnar.
Gjald fyrir útkall vegna tilkynningar notanda um bilun sem reynist vera í búnaði húseiganda verði kr. 15.000 án vsk á dagvinnutíma en sé leitað eftir þjónustu utan dagvinnutíma reiknast 55% álag.
Gjaldskráin miðast við að heimtaug í sumarhús sé 20mm. Velji menn 25mm heimtaug tvöfaldast tengigjaldið og semja verður sérstaklega um sverari heimtaugar.
Gjaldskrá hitaveitu, verði óbreytt frá fyrra ári:
5. gr. A, B, C, D og E-liður gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps er þannig:
A. Hemlagjald (varmagjald):
Sumarbústaðir, snjóbræðslukerfi og notkun samkvæmt sérsamningum skal greiða fyrir hemlagjald. Lámarksstilling er 3,0 l/mínútu.
Hemlagjald fyrir hvern mínútulíter á mánuði er kr. 2.576.
B. Eldri samningar
Þar sem vatnið er keypt skv. hemli beint úr stofnlögn er gjald fyrir hvern mínútulíter kr. 2.297 á mánuði.
C. Rúmmetragjald skv. mæli:
Almennt íbúðar- og iðnaðarhúsnæði og gróðurhús skal greiða varmagjald. Varmagjald fyrir hvern rúmmetra vatns er kr. 122,50.
Sumarbústaður sem er með mæli og greiðir skv. rúmmetragjaldi skal þó aldrei greiða minna en sem nemur 3,0 l/mínútu eða sem nemur kr. 7.728 á mánuði, sbr. A-liður 5. gr.
Mælagjald á mánuði:
C1 Stærð mælis/hemils DN 15 1.228 kr.
C2 Stærð mælis/hemils DN 20 1.756 kr.
C3 Stærð mælis/hemils DN 25 2.170 kr.
C4 Stærð mælis/hemils DN 32 2.588 kr.
C5 Stærð mælis/hemils DN 40 3.006 kr.
C6 Stærð mælis/hemils DN 50 4.113 kr.
D. Stofngjöld
Íbúðarhús allt að 300m3 og gróðurhús allt að 200m3 kr. 655.777 og fyrir hvern rúmmeter/fermetra þar yfir skal greiða 250 kr/m3.
Vélageymslur og gripahús allt að 300m3 kr. 381.202 og fyrir hvern rúmmeter/fermetra þar yfir skal greiða 250 kr/m3.
Fyrir sumarhús er stofngjaldið kr. 655.777.
Gjald fyrir auka mælagrind er kr. 97.864.
Auk stofngjaldsins sem að framan greinir skal greiða 4.909 kr. fyrir hvern lengdarmetra heimæðar frá stofnæð.
E. Önnur gjöld
Lokunargjald verður kr. 18.387 og auka álestur kr. 8.653.
Gjald fyrir útkall vegna tilkynningar notanda um bilun sem reynist vera í búnaði húseiganda verði kr. 15.000 án vsk á dagvinnutíma en sé leitað eftir þjónustu utan dagvinnutíma reiknast 55% álag.
7. Lóðaleiga, verði 1% af lóðamati.
8. Gatnagerðargjöld, verði óbreytt.
Af hverjum fermetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis, eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:
Húsgerð |
Hlutfall |
Einingarverð/m² |
Einbýlishús með bílgeymslu |
8,5% |
15.386 kr. |
Parhús með/án bílgeymslu |
7,5% |
13.575 kr. |
Raðhús með/án bílgeymslu |
7,0% |
12.670 kr. |
Fjölbýlishús með/án bílgeymslu |
4,0% |
7.240 kr. |
Verslunar-, þjónustu- og annað húsnæði |
3,5% |
6.335 kr. |
Iðnaðarhúsnæði |
3,0% |
5.430 kr. |
Hesthús |
3,0% |
5.430 kr. |
Gróðurhús o.fl. tengt landbúnaði |
1,0% |
1.810 kr. |
*Verð breytist með byggingarvísitölu, viðmið 580,2 stig í janúar 2013.
Fjárhæð gatnagerðargjalds breytist 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins (181.006 kr./m2, byggingarvísitala 580,2 stig fyrir janúar 2013).
9. Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Borg, verði eftirfarandi:
Sund: fullorðnir, 17-67 ára börn, 10-16 ára
Stakt skipti 950 kr. 450 kr.
10 miða kort 5.000 kr. 2.500 kr.
30 miða kort 13.000 kr. 6.500 kr.
Árskort 35.000 kr. 17.500 kr.
Þreksalur:
Stakt skipti 1.500 kr.
10 miða kort 11.000 kr.
30 miða kort 21.000 kr.
Árskort 35.000 kr.
Íþróttasalur:
Fullorðinn – 60 mín. 1.500 kr.
Barn – 60 mín. 750 kr.
Hálfur dagur 12.000 kr.
Heill dagur 21.000 kr.
Sturta 700 kr.
Leiga á sundfatnaði 700 kr.
Leiga á handklæði 700 kr.
Handklæði og sundföt 1.000 kr.
Íbúum með lögheimili í sveitarfélaginu er boðið upp á að kaupa árskort í sund, þreksal og íþróttasal.
Fullorðnir, 17-67 ára 8.000 kr.
Börn, 10-16 ára 3.500 kr.
Börn 0-9, ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá frítt í sund, þreksal og íþróttasal.
10. Gjaldskrá dagvistargjalda í leikskóladeild Kerhólsskóla, verði óbreytt:
4 klst. vistun 12.965 kr.
4,5 klst. vistun 14.587 kr.
5 klst. vistun 16.206 kr.
5,5 klst. vistun 17.828 kr.
6 klst. vistun 19.456 kr.
6,5 klst. vistun 21.069 kr.
7 klst. vistun 22.691 kr.
7,5 klst. vistun 24.311 kr.
8 klst. vistun 25.933 kr.
8,5 klst. vistun 27.554 kr.
9 klst. vistun 29.174 kr.
Systkinaafsláttur reiknast eingöngu af grunngjaldi og verður 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja og fjórða barn.
Afsláttur einstæðra foreldra er 20%.
Afsláttur ef annað foreldri er í fullu námi er 20% en 40% ef báðir foreldrar eru í fullu námi.
11. Gjaldskrá frístundar, verði óbreytt:
Fyrsta klukkustundin 450 kr. (innifalin hressing)
Hver klukkustund 300 kr.
Systkinaafsláttur er 25% fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn og 100% afsláttur fyrir fjórða barn.
Afsláttur einstæðra foreldra er 20%.
Afsláttur ef annað foreldri er í fullu námi er 20% en 40% ef báðir foreldrar eru í fullu námi.
12. Gjaldskrá mötuneytis, verði eftirfarandi:
Gjaldfrjálst verði fyrir börn Kerhólsskóla og eldri borgara með lögheimili í sveitarfélaginu í mötuneyti Kerhólsskóla.
Hádegisverður, starfsmanna 510 kr.
Hádegisverður, kostgangara 1.150 kr.
13. Gjaldskrá fyrir Félagsheimilið Borg, verði óbreytt:
Veislur:
Fermingar – afmæli, dagveislur 70.000 kr.
Brúðkaup – afmæli, kvöldveislur 90.000 kr.
Ættarmót, öll helgin 145.000 kr.
Ættarmót, sólarhringur 70.000 kr.
Fundir:
Kaffistofa 25.000 kr.
Stóri salur 40.000 kr.
Allt húsið 55.000 kr.
Ráðstefnur, námskeið o.þ.h. 55.000 kr.
Annað:
Leiga fyrir innansveitarfólk 23.000 kr.
Leiga á húsi pr.klst 5.000 kr. lágmarkstímar eru 5 klst.
Dansleikir samningsatriði
Dúkaleiga, pr. dúk 1.250 kr.
Staðfestingargjald, óafturkræft er 30% af gjaldskrá.
Breytingar þessar taka gildi frá og með 1. janúar 2019.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.
18. Fjárhagsáætlun 2019-2022, fyrri umræða.
Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir fjárhagsárin 2019 – 2022 sbr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 var farið yfir hverja deild fyrir sig og hún skoðuð ítarlega með tilliti til þess hver áætlun var vegna 2018 og staða deildarinnar eftir 10 mánuði. Þessar forsendur voru svo aðlagaðar aðstæðum.
Við mat á útsvarstekjum var stuðst við upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, upplýsingum úr bókhaldi sveitarfélagsins og íbúaþróun en vísbendingar eru um að íbúasamsetning í sveitarfélaginu leiði ekki til mikilla breytinga á útsvarstekjum. Útsvarsprósenta er sú sama og árið 2018 eða 12,44%.
Fasteignaskattur er byggður á upplýsingum um álagningastofn frá Þjóðskrá Íslands og prufukeyrslu úr Fasteignaskrá. Álagningarprósenta fasteignaskatts er sú sama og árið 2018. Ekki eru áætlaðar tekjur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Í áætluninni er gert ráð fyrir að flestar gjaldskrár verði óbreyttar, gjaldskrá hitaveitu, vatnsveitu, gatnagerðargjalda, Félagsheimilisins Borgar, sorphirðu, sorpeyðingar og seyrulosunar. Einnig munu dagvistunargjöld leikskóladeildar Kerhólsskóla og frístundar verða óbreytt.
Einstaka liðir í gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Borgar verða lækkaðir og mötuneytisgjöld barna í Kerhólsskóla og eldri borgara með lögheimili í sveitarfélaginu verða felld niður.
Ekki er gert er ráð fyrir lántökum vegna fjárfestinga á árinu né sölu eigna.
Sveitarstjórn vísar áætluninni til annarrar umræðu.
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 271. stjórnarfundar 17.10 2018.
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 272. stjórnarfundar 01.11 2018.
Varasjóður húsnæðismála, könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2017.
Þjóðskrá Íslands, ársskýrsla 2017.
-liggur frammi á fundinum-.