Sveitarstjórn
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. desember 2018.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. desember 2018 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 74. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 13. nóvember 2018.
Mál nr. 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 74. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 13. nóvember 2018. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 3: Fundargerð skólaráðs.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að gróðursett verði grenitré við stjórnsýsluhúsið. Oddvita falið að vinna málið áfram.
b) Fundargerð 12. fundar húsnefndar Félagsheimilisins Borgar, 19. nóvember 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð 13. fundar húsnefndar Félagsheimilisins Borgar, 23. nóvember 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d) Fundargerð 168. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 12. desember 2018.
Mál nr. 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24 og 27 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 168. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 12. desember 2018. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 15: 1812004 - Grímkelsstaðir 28 L170865, Stækkun sumarhúss; Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Vífils Ingimarssonar um hvort leyfi fáist til að byggja allt að 100m2 frístundahús á lóðinni Grímkelsstaðir 28, L170865. Lóðin er 2500 m2 að stærð. Árið 2017 var búið að samþykkja hús upp á rúmlega 80 m2 á lóðinni en hætt var við framkvæmdina. Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag á svæðinu.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið.
Mál nr. 16: 1812002 - Minni-Borg lóð 4 L221537; Breytt stærð lóðar (deiliskipulagsbreyting).
Fyrir liggur umsókn frá Örvari B. Hólmarssyni ásamt uppdrætti, dags. 27. nóvember 2018 um breytingu á gildandi deiliskipulagi Minni-Borga í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breytingin fellst í að lóð 4 er stækkuð úr 2.250 m2 í 3.954 m2 og að byggingarreitur stækki úr 1.400 m2 í 2.980 m2. Með breytingunni verði heimilt að byggja allt að 800 m2 á lóðinni en fyrir er á lóðinni þjónustuhús og veitingahús. Mænishæð getur verið allt að 8m og þakhalli frá 0-30 gráður. Að öðrum kosti gildi skilmálar eldra deiliskipulags frá árinu 2001.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Minni-Borgir skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagalaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
Mál nr. 17: 1812014 - Þóroddsstaðir L168295; Þóroddsstaðir 1, 2 og 3; Stofnun lóða.
Fyrir liggur umsókn Bjarna Þorkelssonar, dags. 4. desember 2018 um stofnun þriggja lóða úr landi Þóroddsstaða L168295 skv. meðfylgjandi lóðablaði. Fyrst er að nefna lóð sem á að stofna utan um núverandi íbúðarhús á Þóroddsstöðum, 1.587 m2 og á að fá heitið Þóroddsstaðir 1. Aðkoma að lóðinni er um núverandi heimreið Þóroddsstaða. Næst er um að ræða 10.574 m2 lóð staðsett við og með aðkomu frá Laugarvatnsvegi (37) og á að fá heitið Þóroddsstaðir 2. Sú þriðja er staðsett austast í landinu við Stangarlæk og er 10.574 m2 að stærð og á að fá heitið Þóroddsstaðir 3 og er með aðkomu frá Laugarvatnsvegi (37) til austurs um vegslóða sem liggur gegnum Þóroddsstaðaland rétt norðan eldri sumarhúsabyggðar og að nýju lóðinni.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins. Bjarni Þorkelsson vék sæti við afgreiðslu málsins.
Mál nr. 18: 1809053 - Kringla II L168259: Kringla 4-8 og Þorkelsholt: Stofnun lóða.
Lögð fram að nýju umsókn Þráins Jónssonar f.h. landeiganda, dags. 18. september 2018 um stofnun sex landeigna úr jörðinni Kringla 2 L168259. Gert er ráð fyrir að lóðirnar fái heitin Kringla 4, 5, 6, 7, 8 og Þorkelsholt. Sveitarstjórn gerði á fundi sínum þann 3. október s.l. ekki athugasemdir við stofnun lóðanna með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar fyrir vegtengingu að Kringlu 6, 7 og 8 og með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi landeigna. Nú liggur fyrir samþykki allra aðila nema eiganda Kringlu 1 sem á land upp að Kringlu 4. Skv. umsækjanda hefur viðkomandi aðili ekki gert athugasemdir við afmörkunina en ekki skrifað undir þar sem hann hefur ekki skoðað gögnin almennilega og ekki fyrirséð hvenær það verður gert sem mun tefja lóðastofnun þeirrar lóðar. Afmörkun Kringlu 4 sem liggur upp að Kringlu 1 byggir á þinglýstri landskiptagjörð milli Kringlu 1 og 2 sem samþykkt er af hreppsnefnd Grímsneshrepps árið 1997. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnun landeignanna en ekki er tekin afstaða til hnitsettrar lóðamarka milli Kringlu 1 og Kringlu 4. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
Mál nr. 19: 1811064 - Minni-Borg 2 (L226996); Umsókn um byggingarleyfi; Viðbygging og breytt notkun mhl 01.
Fyrir liggur umsókn Þrastar Sigurjónssonar og Hildar Magnúsdóttur, dags. 22. október 2018 - móttekin 28. nóvember 2018 um byggingarleyfi til að breyta íbúðarhúsnæði í gistihúsnæði og að byggja við húsið 33,5 m2 á Minni-Borg 2, L226996 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi. Björn Kristinn Pálmarsson vék sæti við afgreiðslu málsins.
Mál nr. 20: 1812005 - Villingavatn (L170961); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús.
Fyrir liggur umsókn Ólafs Arnars Oddssonar, dags. 3. desember 2018 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 63 m2 ásamt því að fjarlægja það hús sem fyrir er, byggingarár 1968 og 42,8 m2 skv. Þjóðskrá Íslands á lóðinni Villingavatn L170961 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar.
Mál nr. 21: 1812017 - Neðra-Apavatn L168269; Neðra-Apavatn 2; Stofnun lóðar.
Fyrir liggur umsókn Sigurlínar Grímsdóttur, dags. 7. desember 2018 um stofnun 53,6 ha lands úr landi Neðra-Apavatns L168269, skv. meðfylgjandi uppdrætti. Gert er ráð fyrir að landið fái heitið Neðra-Apavatn 2. Stefnt er að stofnun lögbýlis með stofnun landsins og er óskað eftir umsögn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðrar lögbýlisstofnunar. Samhliða umsókn um stofnun landeignarinnar liggur einnig fyrir umsókn í öðru máli um staðfestingu á afmörkun nokkurra lóða sem liggja upp að nýja landinu. Á meðfylgjandi lóðablaði liggur fyrir samþykki meðeigenda upprunalandsins, Magnúsar Grímssonar og Magnúsar H. Jónssonar sem eru líka eigendur aðliggjandi landeigna á afmörkun nýju landeignarinnar. Gert er ráð fyrir aðkomu að landinu annars vegar frá Laugarvatnsvegi (37) um núverandi heimreið Neðra-Apavatns og þaðan um vegslóða sem liggur að landinu og hins vegar frá Laugarvatnsvegi (37) um núverandi veg sem liggur að frístundalóðum við Apavatn.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
Mál nr. 22: 1812018 - Neðra-Apavatn lóð L169324-28 (bein númeraröð 5 lóða); Fannarlækur; Breytt afmörkun og skráning lóða.
Fyrir liggur umsókn eigenda 5 lóða úr Neðra-Apavatni, dags. 1. desember 2018 um staðfestingu á afmörkun viðkomandi lóða og breyttri skráningu á stærð þeirra í samræmi við hnitsetta afmörkun skv. meðfylgjandi lóðablaði. Um er að ræða lóðirnar Neðra-Apavatn lóðir 1 til 5, L169324-328. Ekki hefur áður legið fyrir nákvæm afmörkun lóðanna. Samhliða er óskað eftir að lóð 1 L169324 fái heitið Fannarlækur. Eigendur lóðanna 5 eru einnig eigendur upprunalandsins, Neðra-Apavatn L168269 og liggur fyrir samþykki þeirra á afmörkun lóðanna. Fyrir liggur umsókn í öðru máli um stofnun landeignar sem liggur upp að viðkomandi lóðum og er sýnd á sama lóðablaði.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
Mál nr. 23: 1811020 - Öndverðarnes lóð 11 L170101; Öndverðarnes 2 lóð; Staðfest afmörkun og breytt heiti lóðar.
Lögð fram að nýju umsókn Helga Þ. Ágústssonar, dags. 9. nóvember 2018, um breytingu á skráningu heitis og staðfestingu á afmörkun lóðarinnar Öndverðarnes lóð 11 L170101. Málinu var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar þar sem skoða þurfti betur önnur heiti á svæðinu. Umsækjandi hefur nú fallið frá beiðni um breytingu á heiti en óskar eftir staðfestingu á afmörkun lóðarinnar skv. meðfylgjandi lóðablaði þar sem nákvæm afmörkun hennar hefur ekki áður legið fyrir. Lóðin er skráð 10.000 m2 í Þjóðskrá og skv. hnitsetningu er hún 10.076 m2.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar með fyrirvara um lagfærð gögn í samráði við skipulagsfulltrúa og með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðarmarka. Ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
Mál nr. 24: 1811046 - Nesjavallavirkjun L170925; Borun vinnsluholu NJ-31 á orkuvinnslusvæði; Framkvæmdaleyfi.
Orku náttúrunnar óska eftir framkvæmdaleyfi til að bora vinnsluholu/uppbótarholu á orkusvæði Nesjavallavirkjunar sbr. umsókn dags. 18. nóvember 2018 og lýsingu verks dags. 28. nóvember 2018. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir og mat á umhverfisáhrifum og einnig í samræmi við aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020. Markmiðið með borun uppbótarholu er að mæta rýrnun á gufuforða virkjunarinnar. Framkvæmdin felst í eftirfarandi: Gerð borholustæðis, borun vinnsluholu og lagning jarðstrengs ofanjarðar. Framkvæmdin tekur til vinnsluholu NJ-31 sem staðsett verður á borsvæði Nesjavallavirkjunar þar sem nú þegar hafa verið boraðar NJ-11, NJ-23, NJ-24 og NJ-25.
Sveitarstjórn óskar eftir að fulltrúar Orku náttúrunnar mæti til fundar með skipulagsnefnd UTU og sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps og útskýri nánar umfang framkvæmdarinnar.
Mál nr. 27: 1811007F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18 – 91.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 5. desember 2018.
e) Fundargerð 57. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 12. desember 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Næstu fundir sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að næstu fundir sveitarstjórnar verði þann 9. janúar og 23. janúar 2019, kl. 9:00.
4. Varamaður í umhverfisnefnd Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur að varamaður umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, Axel Benediktsson er fluttur úr sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Þóranna Lilja Snorradóttir verði varamaður í umhverfisnefnd út kjörtímabilið 2018-2022.
5. Lögreglustjórinn á Suðurlandi.
Á fundinn mættu Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi og Sveinn K. Rúnarsson yfirlögregluþjónn og kynntu störf lögreglunnar og almannavarna og óskuðu eftir farsælu samstarfi.
6. Staða fjárhagsáætlunar 2018.
Farið var yfir stöðu bókhalds og borið saman við fjárhagsáætlun ársins 2018 eftir fyrstu 11 mánuði ársins.
7. Samningur við KPMG um sérfræðiþjónustu vegna áætlunargerðar og reikningsskila.
Fyrir liggur samningur milli Grímsnes- og Grafningshrepps og KPMG um sérfræðiþjónustu vegna áætlunargerðar og reikningsskila. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
8. Persónuverndarstefna Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggja drög að persónuverndarstefnu Grímsnes- og Grafningshrepps sem byggð er á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsingar ásamt ákvæðum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins 2016/679.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög.
9. Afsal vegna Ásborga 14, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Árið 2005 seldi sveitarfélagið lóðina við Ásborgir 14, Grímsnes- og Grafningshreppi til núverandi eigenda lóðarinnar. Lóðin var að fullu greidd árið 2006. Afsal lóðarinnar var ekki gert fyrr 6. desember 2018 af núverandi sveitarstjóra, Ingibjörgu Harðardóttur. Sveitarstjórn staðfestir áðurnefnt afsal.
10. Bréf frá Guðfinni Traustasyni þar sem óskað er eftir að skráningu sumarhúss verði breytt í íbúðarhús.
Fyrir liggur bréf frá Guðfinni Traustasyni, dagsett 3. desember 2018 þar sem óskað er eftir að skráningu sumarhúss að Kerhrauni C103/104 verði breytt í íbúðarhús. Sveitarstjórn hafnar breytingunni þar sem lóðin, Kerhraun 103/104 er í skipulagðri frístundabyggð.
11. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Þrastalundi, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 11. desember 2018 um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Þrastalundi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.
12. Bréf frá Magnúsi Guðlaugssyni hrl. f.h. Guðnýjar Stefánsdóttur þar sem gerðar eru athugasemdir við synjun sveitarstjórnar á sameiningu lóða.
Fyrir liggur bréf frá Magnúsi Guðlaugssyni hrl., hjá Codexnova Lögmannsstofu f.h. Guðnýjar Stefánsdóttur, dagsett 11. desember 2018 þar sem gerðar eru athugasemdir við synjun sveitarstjórnar á sameiningu lóðanna Dvergahraun 26 og 28. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara bréfinu.
13. Bréf frá Aðalsteini Hákonarsyni f.h. Stofnunar Árna Magnússonar þar sem óskað er eftir upplýsingum um nöfn á nýjum býlum og lóðum.
Fyrir liggur bréf frá Aðalsteini Hákonarsyni f.h. Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, dagsett 27. nóvember 2018 þar sem óskað er eftir upplýsingum um nöfn á nýbýlum og breytingum á nöfnum býla. Bréfið lagt fram til kynningar.
14. Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat eigna að Villingavatni lóð 170972, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda eigna að Villingavatni lóð 170972, dagsett 11. desember 2018 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.
15. Boð um opin fund um vindorku frá verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða í samvinnu Umhverfis- og auðlindarráðuneyti.
Fyrir liggur boð um opin fund um vindorku frá verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða í samvinnu Umhverfis- og auðlindarráðuneytis. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 9. janúar 2019 milli kl. 14 og 17 í sal Þjóðminjasafnsins.
16. Birt til umsagnar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps leggur áherslu á að skipulagsvald sveitarfélaga verði ekki skert og þeim og íbúum verði áfram tryggður „notkunarréttur“ að því svæði sem áætlað er að þjóðgarðurinn nái yfir.
Jafnframt er nefndin hvött til að sýna sem fyrst einhvers konar hugmynd að skipulagi þjóðgarðsins. Erfitt getur reynst að styðja við þá fjölbreyttu þjónustu og atvinnutækifæri sem nefndin leggur til í þessum verkefnum ef ekki liggur nokkuð vel fyrir hvaða þjónusta eigi að vera í boði og hver sé möguleg framtíðarsýn fyrir svæðið.
Passa þarf upp á að svæðið verði ekki yfirfullt af hverskyns mannvirkjum, vegum og öðru sem tryggja aukið þjónustustig fyrir ferðamanninn. Þessu til stuðnings er vísað til þessara orða í nefndarálitinu á bls. 5: „Í ljósi fækkunar víðerna alls staðar á jörðinni aukast verðmæti slíkra svæða og annarra náttúrulegra svæða sem eftir standa. Á Íslandi má enn finna víðáttumikil svæði þar sem náttúran ræður ríkjum og í ljósi þess að náttúruferðamennska er ört vaxandi í heiminum eru þau svæði orðin að mikilvægri auðlind.“
Miðhálendi Íslands er í dag meira og minna ósnortið víðerni og falleg náttúra en það er einmitt meðal þess sem heillar ferðamenn hvað mest við Ísland og hefur meðal annars hjálpað til við að auka umsvif ferðaþjónustu á Íslandi. Ferðamálastofa tekur saman á hverju ári tölur um heimsóknir erlendra ferðamanna og spyr jafnframt nokkurra spurninga um dvölina. Í einni þeirra eru svarendur beðnir að taka afstöðu til þess hvaðan hugmyndin að Íslandsferð hefði vaknað og voru 92,4% sögðu að náttúra landsins eða einstök náttúrufyrirbæri og þegar að það var flokkað betur niður var niðurstaðan sú að 45% af þeim komu út af Norðurljósunum og 44% út af Ósnortinni náttúru/hreinleika landsins.
Það þarf því að tryggja að ósnortið víðerni verði áfram mikilvægur þáttur á miðhálendi Íslands, ekki bara fyrir ferðamenn heldur einnig fyrir almenning og komandi kynslóðir.
17. Birt til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti drög að reglugerð um lögheimili og aðsetur.
Fyrir liggur að birt er til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti drög að nýrri reglugerð um lögheimili og aðsetur. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps mótmælir harðlega að Þjóðskrá Íslands skuli hafa heimild til þess að skrá einstaklinga án tilgreinds heimilisfangs í sveitarfélögum.
18. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, 417. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.
19. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, 409. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.
20. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, 443. mál.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps fagnar framkominni tillögu til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi og tekur undir helstu markmið og aðgerðaráætlun í 22 liðum. Sveitarstjórn leggur sérstaka áherslu á að saman fari orð og endir, og telur að nauðsynlegt sé að grípa þegar til allra tiltækra ráða sem þarna eru áformuð.
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 274. stjórnarfundar 13.12 2018.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 192. stjórnarfundar 05.12 2018.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Aðalfundargerð 19.10 2018.
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 865. stjórnarfundar, 30.11 2018.
Samtök orkusveitarfélaga. Aðalfundargerð 10.10 2018.
Bréf frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 13. desember 2018 um vinnumansal og kjör erlends starfsfólks.
Neistinn, 2. tbl. 18. árg. 2018.
-liggur frammi á fundinum-.