Fara í efni

Sveitarstjórn

451. fundur 06. mars 2019 kl. 09:00 - 13:25 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

 

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. febrúar 2019. 
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. febrúar 2019 liggur frammi á fundinum.

 
2.        Fundargerðir.

a)      Fundargerð 1. fundar vegna íbúaþings Grímsnes- og Grafningshrepps, 28. janúar 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)     Fundargerð 172. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 27. febrúar 2019.

Mál nr. 6, 7, 8, 9 og 13 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 172. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 27. febrúar 2019. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 6: 1902045 - Brúnavegur 21 L168360; Brúnavegur 21a og 21b; Stofnun og breytt heiti lóðar.
Fyrir liggur umsókn frá Pálmari Harðarsyni og Agnesi Sigurðardóttur þar sem óskað er eftir að sumarhúsalóðin Brúnavegur 21a L168360, í Grímsnes- og Grafningshreppi verði skipt upp í tvær lóðir eins og þær eru skv. gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar Ásgarðs frá árinu 1996. Í deiliskipulaginu eru þær skilgreindar sem lóð 21a og 21b og eru sagðar vera 5100 m2 að stærð hvor. Samkvæmt meðfylgjandi hnitasettum lóðarblöðum er lóð 21a 5171,5 m2 að stærð og 21b 5059,5 m2 að stærð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi beiðni.

Mál nr. 7: 1902044 - Reykjalundur L168273; Breyting á byggingarreit og magni; Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn frá Áslaugu Einarsdóttur um breytingu á gildandi deiliskipulagi Reykjalundar L168273 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breytingin fellst í að færa byggingarreit B6 fyrir gestahús til austurs og að heimilt verði að byggja eitt 40 m2 gestahús, í stað tveggja 20 m2 smáhýsa í gildandi deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gerð verði óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu og hefur breytingin engin umhverfisleg áhrif sem geta talist veruleg. Skipulagsfulltrúa er falið að senda tillöguna Skipulagsstofnun til varðveislu og auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda.

Mál nr. 8: 1902053 - Kerhraun 42 L168917; Sumarhús með kjallara; Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn frá Þorgeiri Símonarsyni um hvort leyfi fáist til að byggja sumarhús með kjallara á lóðinni Kerhraun 42. L168917, í Grímsnes- og Grafningshreppi. Lóðin er í miklum halla og er húsið talið falla vel inn í landslag.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi vegna fyrirspurnarinnar, þó með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Sveitarstjórn telur æskilegt að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagsskilmálum varðandi hæðir húsa.

Mál nr. 9: 1902054 - Krókur L170822; Uppbygging náttúrulaugar; Deiliskipulagsbreyting.
Lögð fram fyrirspurn frá Bæringi B. Jónsyni (Glámakím arkitektar) f.h. Suðurdals ehf. þar sem óskað er eftir viðbrögðum sveitarstjórnar við fyrirhuguð breytingum á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Króks í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breytingin mun fela í sér að minnka umfang deiliskipulags frístundabyggðar en byggja upp afþreyingaraðstöðu fyrir ferðamenn á svæðinu á hluta svæðis. Hugmyndir eru uppi um að nýta heitavatnsborholu á svæðinu, gera náttúrulaug/lón upp á ca. 1000 m2 og þjónustubyggingu allt að 400 m2. Meðfylgjandi gögn eru greinargerð og afstöðumynd af lóni ásamt þjónustubyggingum.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í fyrirspurnina og leggur til að umsækjandi sendi inn tillögu að breytingu á gildandi aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020, og breytingu á gildandi deiliskipulagi. Skoða þarf sérstaklega með tilkynningarskyldu vegna mats á umhverfisáhrifum.

Mál nr. 13: 1902003F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 95.    
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 20. febrúar 2019.

c)      Fundargerð 59. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 27. febrúar 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn óskar eftir að kostnaðarútdeiling skv. samþykktum verði tekin til endurskoðunar.

 
d)     Fundargerð oddvitanefndar vegna reksturs Seyrustaða á Flúðum, 27. febrúar 2019.

Mál nr. 1 og 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð oddvitanefndar vegna reksturs Seyrustaða á Flúðum, dags. 27. febrúar 2019. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Tilboð í aðstöðuhús á Seyrustöðum að Flatholti 2, Flúðum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að tilboði Landstólpa verði tekið og jafnframt að gengið verði til samninga við Landstólpa um vinnu við gerð grunns undir húsið og byggingastjórn á húsinu.

Mál nr. 2: Gjaldskrá Seyrustaða 2019.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá Seyrustaða fyrir árið 2019. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá.

 
Samhliða óskar sveitarstjórn eftir að kostnaðarútdeiling skv. samþykktum verði tekin til endurskoðunar.


e)     
Fundargerð 30. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 12. desember 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f)       Fundargerð 31. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 27. febrúar 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

g)      Fundargerð 5. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 22. febrúar 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps.
Á fundinn kom Ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps, Kristrún Urður Harðardóttir, Helga Laufey Rúnarsdóttir og Guðmundur Björgvin Guðmundsson, ásamt starfsmanni ráðsins, Gerði Dýrfjörð. Farið var yfir tillögur ráðsins varðandi aukna opnun í félagsmiðstöðinni, tómstundastyrk og ráðstefnu ungmennaráða í uppsveitum. Sveitarstjórn þakkar Ungmennaráði  fyrir mikinn áhuga á málefnum samfélagsins og felur oddvita að vinna málin áfram.

 
4.        Viðauki við fjárhagsáætlun 2019-2022.
Fyrir liggur útfærsla á viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna breytinga á sorphirðu og afsetningu þess í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka og felur sveitarstjóra að tilkynna hann til viðeigandi aðila.

 
5.        Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni frá Sveitarfélaginu Árborg um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir barn í leikskóladeild Kerhólsskóla.

Sveitarstjórn hafnar námsvistinni þar sem fram kemur í umsókninni að Sveitarfélagið Árborg muni ekki greiða viðmiðunargjald Sambands íslenskra sveitarfélaga með barninu.
 

6.        Húsnæðisáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps.
Lögð fram til fyrri umræðu húsnæðisáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps 2019-2027. Málinu vísað til seinni umræðu.

 
7.        Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lögð fram til fyrri umræðu drög að breytingum á samþykktum um meðhöndlun úrgangs í Grímsnes- og Grafningshreppi. Málinu vísað til seinni umræðu.

 
8.        Viðauki við verksamning um sorphirðu.
Lagður fram viðauki við verksamning við Gámaþjónustuna um sorphirðu í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra / oddvita að undirrita verksamning.

9.        Tómstundastyrkur Grímsnes- og Grafningshrepps.
Tómstundastyrkur Grímsnes- og Grafningshrepps tekinn til umræðu. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

 
10.    Tölvupóstur frá Hildi Magnúsdóttur og Þresti Sigurjónssyni þar sem óskað er eftir stofnun lögbýlis að Minni-Borg 2.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Hildi Magnúsdóttur og Þresti Sigurjónssyni, dags. 1. mars 2019 þar óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á stofnun lögbýlis að Minni-Borg 2.

Sveitarstjórn mælir með stofnun lögbýlisins. Björn Kristinn Pálmarsson vék sæti við afgreiðslu málsins.

 
11.    Bréf frá formanni framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga, Eyþóri Ólafssyni vegna kaupa og endurbóta á fasteigninni við Búðarstíg 22 á Eyrabakka fyrir Byggðasafn Árnesinga.
Grímsnes- og Grafningshreppur samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð á sínum hluta vegna lántöku stofnunar Héraðsnefndar Árnesinga, Byggðasafni Árnesinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 100.000.000 kr. til allt að 15 ára.

Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Byggðasafni Árnesinga.

Grímsnes- og Grafningshreppur veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að ganga frá kaupum á húsnæði Byggðasafnsins á Eyrabakka og endurbótum þess sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Byggðasafns Árnesinga til að breyta ekki ákvæði samþykkta stofnunar sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Grímsnes- og Grafningshreppur selji eignarhlut í Byggðasafni Árnesinga til annarra opinberra aðila, skuldbindur Grímsnes- og Grafningshreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Ingibjörgu Harðardóttur kt. 020371-4639, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

 
12.    Bréf frá Landgræðslu ríkisins vegna afgreiðslu umsóknar Grímsnes- og Grafningshrepps til Landbótasjóðs 2019.
Fyrir liggur bréf frá Landgræðslu ríkisins, dagsett 18. febrúar 2019 þar sem Grímsnes- og Grafningshreppi hefur verið úthlutað styrk að fjárhæð kr. 330.000 úr Landbótasjóði Landgræðslunnar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 

 
13.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Brekkum 9, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 28. febrúar 2019  um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Brekkum 9, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er skipulögð sem frístundabyggð en ekki viðskipta- og þjónustulóð.

 
14.    Bréf frá Agli Péturssyni f.h. Úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna kæru sem borist hefur vegna synjunar sveitarfélagsins um aðgang að gögnum.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Agli Péturssyni f.h. úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 20. febrúar 2019 þar sem tilkynnt er um kæru vegna synjunar sveitarfélagsins um aðgang að gögnum um greiðslur kaldavatnsinntaka í Kerhrauni.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

 
15.    Tölvupóstur  frá Steinari Kaldal, verkefnisstjóra í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem kynntir eru fundarpunktar og fleira af samráðsfundi þverpólitískrar nefndar um stofnun þjóðgarðs á hálendinu
Fyrir liggur tölvupóstur frá Steinari Kaldal, verkefnisstjóra í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 18. febrúar 2019 þar sem kynntir eru fundarpunktar og fleira af samráðsfundi þverpólitískrar nefndar um stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Lagt fram til kynningar.

 
16.    Tölvupóstur frá Önnu G. Björnsdóttur, sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er íbúalýðræðisverkefni sambandsins og Akureyrarkaupstaðar.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Önnu G. Björnsdóttur, sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. febrúar 2019 þar sem kynnt er íbúalýðræðisverkefni sambandsins og Akureyrarkaupstaðar. Lagt fram til kynningar.

 
17.    Bréf frá Ásmundi E. Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra þar sem kynnt er vinna ráðuneytisins í stefnumótun í málefnum barna.
Fyrir liggur bréf frá Ásmundi E. Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra þar sem kynnt er vinna ráðuneytisins í stefnumótun í málefnum barna. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
18.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 184. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

 
19.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um velferðartækni, 296. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

 
20.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir ofl., (stjórnvaldssektir ofl.), 542. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 
21.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, 255. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 
22.    Birt til umsagnar frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Fyrir liggur að birt er til umsagnar frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Frumvarpið lagt fram til kynningar.

  

Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  277. stjórnarfundar 18.02 2019.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 194. stjórnarfundar 27.02 2019.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 868. stjórnarfundar, 22.02 2019.

Getum við bætt efni síðunnar?