Sveitarstjórn
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. mars 2019.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. mars 2019 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 27. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 5. mars 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b) Fundargerð 173. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 13. mars 2019.
Mál nr. 13, 14, 15, 16, 17 og 24 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 173. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 13. mars 2019. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 13: 1902060 - Litli-Kriki; Bíldsfell III L170818; Aukið byggingarmagn á lóð; Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur tillaga Árna Þorvaldssonar að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi landbúnaðarsvæðis að Bíldsfelli III, í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í 5. gr. skilmála með gildandi skipulagi er gert ráð fyrir að byggingar á svæðinu megi ekki vera stærri en 500m2. Í breytingartillögu er gert ráð fyrir þremur 500 m2 húsum í viðbót á 3.05 ha lóð, þannig að heildarbyggingarmagn verði allt að 2000 m2.
Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda. Ása Valdís Árnadóttir vék sæti við afgreiðslu málsins.
Mál nr. 14: 1902037 - Neðra-Apavatn lóð (L169296); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús með risi.
Fyrir liggur umsókn Finnu Birnu Steinsson og Baldurs Hafstað, dags. 1. mars 2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús með svefnlofti 137,7m2 á sumarhúsalóðinni Neðra-Apavatn (L169296) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að undangenginni grenndarkynningu. Tryggja skal að heimild liggi fyrir óheftri aðkomu inn á lóð umsækjanda.
Mál nr. 15: 1902005 - Kóngsvegur 16A (L169544); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús.
Fyrir liggur umsókn Áslaugar Ásgeirsdóttur, dags. 4. febrúar 2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús á tveimur hæðum 287,3 m2 á Kóngsvegi 16A í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að undangenginni grenndarkynningu.
Mál nr. 16: 1812004 - Grímkelsstaðir 28 L170865, Stækkun sumarhúss; Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Vífils Ingimarssonar um hvort leyfi fáist til að byggja allt að 125 m2 frístundahús á lóðinni Grímkelsstaðir 28, lnr. 170865. Lóðin er 2500 m2 að stærð. Árið 2017 var búið að samþykkja hús upp á rúmlega 80 m2 á lóðinni en hætt var við framkvæmdina. Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag á svæðinu.
Sveitarstjórn synjar fyrirspurn umsækjanda.
Mál nr. 17: 1812034 - Kattargil 8 (L170908); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging.
Lögð fram að nýju umsókn frá Liv Bergþórsdóttur og Sverris Viðars Haukssonar um stækkun á núverandi sumarhúsi í landi Nesja, á lóðinni Kattargil 8. Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag á svæðinu. Áform eru um að sumarhúsið verði á tveimur hæðum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir viðbyggingu, þó með fyrirvara um að gerðar verði ráðstafanir til að lækka áhrif hæðar húss(handrið á svölum) og að undangenginni grenndarkynningu.
Mál nr. 24: 1903001F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 96.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 6. mars 2019.
c) Fundargerð 60. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 8. mars 2019.
Mál nr. 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 60. fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., dags. 8. mars 2019. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 2: Tæknisvið.
Stjórn Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. leggur til að starfsemi tæknisviðshluta embættisins verði hætt og samþykktir Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. verði endurskoðaðar með a.m.k. tilliti til kostnaðarskiptingar aðildarsveitarfélaganna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti tillögur stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs.
d) Fundargerð 61. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 13. mars 2019.
Mál nr. 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 61. fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., dags. 13. mars 2019. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 2: Byggingarfulltrúi.
Stjórn Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. leggur til að sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna samþykki að gerðar verði þær breytingar innan starfsmannahóps embættisins að Davíð Sigurðsson verði byggingarfulltrúi Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. en Rúnar Guðmundsson verði áfram skipulagsfulltrúi embættisins og byggingarfulltrúi í forföllum Davíðs Sigurðssonar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti tillögur stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs.
e) Fundargerð 2. fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu, 21. febrúar 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
f) Fundargerð 192. fundar fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga, 18. mars 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
g) Fundargerð aðalfundar Bergrisans bs., 18. janúar 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Húsnæðisáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps.
Lögð fram til seinni umræðu húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið skv. reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248/2018. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi húsnæðisáætlun fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp.
4. Tómstundastyrkur Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggja drög að breyttum reglum fyrir lýðheilsu- og tómstundastyrk Grímsnes- og Grafningshrepps. Í drögunum er styrknum breytt í að vera lýðheilsu- og tómstundastyrkur sem ætlaður er börnum á aldrinum 5 – 18 ára og eldri borgurum 67 ára og eldri til að stunda íþrótta-, æskulýðs- og menningarstarf.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að lýðheilsu- og tómstundastyrk fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp.
5. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lögð fram samþykkt um meðhöndlun úrgangs til seinni umræðu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samþykkt.
6. Tölvupóstur frá Guðrúnu Ágústu Unnsteinsdóttur þar sem óskað er eftir að staðfestingargjald vegna útleigu á Félagsheimilinu Borg verði fellt niður.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Guðrúnu Ágústu Unnsteinsdóttur, dags. 5. mars 2019 þar sem óskað er eftir að staðfestingargjald vegna útleigu á Félagsheimilinu Borg verði fellt niður.
Sveitarstjórn synjar erindinu og vísar til gjaldskrár Félagsheimilisins Borgar.
7. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Vesturbrúnum 8, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 8. mars 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Vesturbrúnum 8, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er skipulögð sem frístundabyggð en ekki viðskipta- og þjónustulóð.
8. Bréf frá Hannesi Lárussyni f.h. íslenska bæjarins ehf. þar sem óskað er eftir stuðningi við uppbyggingu og nýtingu eignarlóðar að Laxabakka við Sogið.
Lagt fram að nýju erindi Hannesar Lárussonar f.h. íslenska bæjarins ehf. þar sem óskað er eftir stuðningi við uppbyggingu og nýtingu eignarlóðar að Laxabakka við Sogið. Einnig er lagt fram bréf Sigríðar Önnu Ellerup, lögfræðingi hjá Direkta um eignarhald á Öndverðarnesi 2 lóð 170095.
Sveitarstjórn er jákvæð fyrir enduruppbyggingu og nýtingu núverandi húsakosts.
9. Tölvupóstur frá Bjarna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra SASS þar sem sagt er frá kynningar- og samráðsfundi um gerð landskipulagsstefnu.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Bjarna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra SASS, dags. 14. mars 2019 þar sem sagt er frá kynningar- og samráðsfundi um gerð landskipulagsstefnu á Selfossi í dag milli kl. 15-17. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Björn Kristinn Pálmarsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
10. Tölvupóstur frá Bjarna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra SASS þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn tilnefni tvo kjörna fulltrúa og einn til vara í vinnuhóp um hugmyndir um gerð svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Bjarna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra SASS, dags. 8. mars 2019 þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn tilnefni tvo kjörna fulltrúa og einn til vara í vinnuhóp um hugmyndir um gerð svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ása Valdís Árnadóttir og Björn Kristinn Pálmarsson verði fulltrúar sveitarfélagsins og Smári Bergmann Kolbeinsson til vara.
11. Tölvupóstur frá Jóhönnu Sigurjónsdóttur, sérfræðingi í Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þar sem vakin er athygli á áliti umboðsmanns Alþingis í máli nr. 9561/2018.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Jóhönnu Sigurjónsdóttur, sérfræðingi í Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 28. febrúar 2019 þar sem vakin er athygli á áliti umboðsmanns Alþingis í máli nr. 9561/2018. Lagt fram til kynningar.
12. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. vegna aðalfundar Lánasjóðsins þann 29. mars n.k.
Fyrir liggur bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. þar sem tilgreint er að aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. verði haldinn þann 29. mars n.k.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ása Valdís Árnadóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins.
13. Bréf frá Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar þar sem kynntir eru möguleikar á að ráða háskólamenntaða atvinnuleitendur með fjárstyrk frá Vinnumálastofnun.
Fyrir liggur bréf frá Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, dagsett 12. mars 2019 þar sem sveitarfélaginu eru kynntir möguleikar á að ráða háskólamenntaða atvinnuleitendur með fjárstyrk frá Vinnumálastofnun. Bréfið lagt fram til kynningar.
14. Bréf frá Ásdís Hlökk Theodórsdóttur, forstjóra Skipulagsstofnunar þar sem boðin er þátttaka á samráðsvettvangi um vinnu að viðauka við Landskipulagsstefnu 2015-2026.
Fyrir liggur bréf frá Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur, forstjóra Skipulagsstofnunar, dagsett 13. mars 2019 þar sem sveitarfélaginu er boðin þátttaka á samráðsvettvangi um vinnu að viðauka við Landskipulagsstefnu 2015-2026 þar sem mótuð verði nánari skipulagsstefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu. Bréfið lagt fram til kynningar.
15. Tölvupóstur frá Jóni G. Valgeirssyni, formanni stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands ásamt samkomulagi um samstarf vegna förgunar úrgangs á árinu 2019.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Jóni G. Valgeirssyni, formanni stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, dags. 16. mars 2019 ásamt samkomulagi um samstarf vegna förgunar úrgangs á árinu 2019. Lagt fram til kynningar
16. Tölvupóstur frá Karli Björnssyni, framkvæmdarstjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er bókun stjórnar sambandsins og minnisblað Sigurðar Á. Snævarrs um skertar tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. mars 2019 þar sem kynnt er bókun sambandsins vegna áforma ríkisstjórnarinnar um að skerða tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Jafnframt er lagt fram minnisblað Sigurðar Á. Snævarrs um mat á áhrifum skerðingarinnar á einstök sveitarfélög.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps mótmælir þeim áformum fjármálaráðherra og ríkisstjórnar að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sér í lagi vegna þeirra áhrifa sem skerðingin hefur á framlög til málefna fatlaðs fólks.
17. Bréf frá Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar þar sem gerð er forathugun á vilja sveitarstjórnar til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Fyrir liggur bréf frá Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, dagsett 13. mars 2019 þar sem gerð er forathugun á vilja sveitarstjórnar til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Bréfið lagt fram til kynningar.
18. Birt til umsagnar frá Félagsmálaráðuneyti handbók um NPA.
Birt er til umsagnar frá Félagsmálaráðuneyti handbók um NPA, notendastýrða persónulega aðstoð, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Handbókin lögð fram til kynningar.
19. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.
20. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.
21. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.
22. Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir ofl.), 647. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 278. stjórnarfundar 11.03 2019.
SASS. Fundargerð 544. stjórnarfundar 01.03 2019.