Sveitarstjórn
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir
Björn Kristinn Pálmarsson
Smári Bergmann Kolbeinsson
Steinar Sigurjónsson í fjarveru Ingibjargar Harðardóttur
Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. apríl 2019.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. apríl 2019 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 79. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 23. apríl 2019.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 79. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 23. apríl 2019. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: Aðgerðir til að fjölga faglærðum starfsmönnum í leik og grunnskóla.
Lagðar fram tillögur fræðslunefndar í aðgerðum til fjölgunar fagmenntaðra í Kerhólsskóla ásamt stöðluðu umsóknareyðublaði. Jafnframt leggur fræðslunefnd til að sveitarstjórn endurskoði ákvæði sitt um að allar fyrri umsóknir falli úr gildi í haust. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og oddvita falið að vinna áfram að málinu og afla nánari upplýsinga.
b) Fundargerð 18. fundar samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 25. apríl 2019.
Mál nr. 1 og 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 18. fundargerð samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 25. apríl 2019. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: Úthlutun vegstyrkja til frístundabyggða.
Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um vegbætur í frístundabyggð voru teknar fyrir umsóknir félaga frístundabyggða og sumarhúsaeiganda þar sem óskað er eftir styrk til vegabóta. Höfð var hliðsjón af úthlutun síðustu ára, aldur svæðanna og fjölda lóða og húsa á svæðunum. 22 umsóknir bárust, 19 gildar og 3 sem ekki uppfylla skilyrði styrkúthlutunar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að eftirtaldir aðilar fái styrki til vegabóta árið 2019, samtals að fjárhæð kr. 1.800.000.
Þrastarungar sumarhúsafélag 50.000 kr.
Félag frístundahúsalóðareigenda Hæðarbrúna í Grímsnesi 50.000 kr.
Félag lóða og sumarbústaðaeigenda (Kjarrengi) 50.000 kr.
Félag sumarhúsaeigenda í Kerengi 75.000 kr.
Félag sumarbústaðaeigenda við 5. braut við Álftavatn 75.000 kr.
Félag sumarhúsaeigenda við Þórsstíg 75.000 kr.
Félag sumarhúsaeigenda í Öldubyggð 75.000 kr.
Félag sumarhúsaeigenda í Kerhrauni E-svæði 75.000 kr.
Félag sumarhúsaeigenda í Oddsholti 100.000 kr.
Klausturhóll sumarhúsafélag 100.000 kr.
Selhóll félag sumarhúsaeigenda 100.000 kr.
Félag sumarhúsaeigenda v/Ásskóga 100.000 kr.
Kerhraun, félag sumarhúsaeigenda 100.000 kr.
Félag landeigenda í Nesi við Apavatn 100.000 kr.
Félag lóðareigenda í landi Minna Mosfells (FLUMM) 100.000 kr.
Félag lóðareigenda í Miðborgum 100.000 kr.
Vaðlækur félag sumarhúsaeigenda við Vaðlækjaveg 100.000 kr.
Félag sumarbústaðaeigenda í Norðurkotslandi og nágrenni 150.000 kr.
Öndverðarnes ehf. 225.000 kr.
Mál nr. 2: Úthlutun styrkja til uppbyggingu flóttaleiða í frístundabyggð.
Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um uppbyggingu flóttaleiða í frístundabyggðum voru teknar fyrir umsóknir félaga frístundabyggða og sumarhúsaeiganda þar sem óskað er eftir styrk vegna flóttaleiða. 2 umsóknir bárust, 1 gild og 1 sem ekki uppfyllti skilyrði styrkúthlutunar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að þessi gilda umsókn frá Félagi lóðareigenda í Farengi fái alla styrkupphæðina, þ.e. 1.000.000 kr.
c) Fundargerð 48. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 7. janúar 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d) Fundargerð 49. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 14. janúar 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
e) Fundargerð 1. fundar atvinnumálanefndar og fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 12. mars 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
f) Fundargerð stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans bs., 9. apríl 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Næsti fundur sveitarstjórnar (aukafundur).
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að næsti fundur sveitarstjórnar verði miðvikudaginn 8. maí 2019 kl. 14:00.
4. Viðhald girðinga með stofnvegum.
Í kjölfar auglýsingar um viðhald girðinga meðfram stofnvegum liggur fyrir ein umsókn frá Félagsbúinu Miðengi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Félagsbúið Miðengi um viðhald girðinga með stofnvegum.
5. Jafnréttisáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps.
Lögð fram til fyrri umræðu drög að jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélagið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Málinu vísað til seinni umræðu.
6. Beiðni um styrk frá Söngkór Miðdalskirkju.
Fyrir liggur tölvupóstur frá formanni söngkórs Miðdalskirkju, dags. 24. apríl 2019 þar sem óskað er eftir styrk vegna starfsemi kórsins og til rekstrar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Söngkór Miðdalskirkju styrk að fjárhæð kr. 50.000.
7. Bréf frá Guðjóni Bragasyni, sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á að lög um opinber innkaup nr. 120/2016 taka að fullu gildi gagnvart sveitarfélögum frá og með 31. maí 2019.
Fyrir liggur bréf frá Guðjóni Bragasyni, sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 17. apríl 2019 þar sem vakin er athygli á að lög um opinber innkaup nr. 120/2016 taka að fullu gildi gagnvart sveitarfélögum frá og með 31. maí 2019. Bréfið lagt fram til kynningar.
8. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Golfskálanum Kiðjabergi, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 17. apríl 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Golfskálanum Kiðjabergi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.
9. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Golfskálanum Öndverðarnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 26. apríl 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Golfskálanum Öndverðarnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.
10. Tölvupóstur frá Láru Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra á Umhverfissviði Mosfellsbæjar vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar-frístundasvæði.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Láru Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra á Umhverfissviði Mosfellsbæjar, dags. 17. apríl 2019 vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar – frístundasvæði. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
11. Tölvupóstur frá Tómasi G. Gíslasyni, umhverfisstjóra Mosfellsbæjar vegna tillögu að friðlýsingu Gamla Þingvallavegarins.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Tómasi G. Gíslasyni, umhverfisstjóra Mosfellsbæjar, dags. 16. apríl 2019 vegna tillögu að friðlýsingu Gamla Þingvallavegarins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að óska eftir við Minjastofnun að Gamli Þingvallavegurinn verði friðlýstur í samræmi við vilja þeirra sveitarfélaga sem hann liggur um, þ.e. Mosfellsbæjar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Bláskógabyggðar.
12. Bréf frá Jafnréttisstofu og Vinnueftirlitinu ásamt veggspjaldi um einelti, kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Fyrir liggur bréf frá Jafnréttisstofu og Vinnueftirlitinu, dagsett 17. apríl 2019 þar sem minnt er á skyldur atvinnurekenda til að tryggja starfsfólki öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi. Liður í því er að koma í veg fyrir einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Jafnframt liggja frammi veggspjöld með þessu efni á. Lagt fram til kynningar.
13. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps tekur undir eftirtaldar athugsemdir sem komið hafa fram við forsendur frumvarpsins.
- Að stofnuð verði sérstök stofnun til að hafa umsýslu allra þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða. Til staðar eru stofnanir, s.s. Umhverfisstofnun, sem fara með þessi verkefni og ætti að frekar að skerpa á þeim verkefnum sem þeim hefur verið falið. Fjármagn til náttúruverndarsvæða hefur verið af skornum skammti um langt árabil. Nær væri að nota það fjármagn sem ætlað er í þessa kerfisbreytingu til uppbyggingar og verndunar á núverandi náttúruverndarsvæðum.
- Það er stór munur á hvort samráð skuli haft eða að hugmyndir hljóti samþykki viðkomandi sveitarstjórnar. Gerð skuli krafa um að samþykki sveitarstjórnar liggi fyrir áður en landsvæði í sveitarfélaginu sé friðlýst og / eða gert að þjóðgarði.
Þrátt fyrir ofangreindar athugasemdir fagnar sveitarstjórn þeim ákvæðum sem gera ráð fyrir aukinni aðkomu aðliggjandi sveitarfélaga í stjórn þjóðgarðsins á Þingvöllum og Þingvallanefnd.
14. Birt til umsagnar frá Forsætisráðuneyti drög að skýrslu Verkefnastjórnar stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Fyrir liggur að birt er til umsagnar frá Forsætisráðuneyti drög að skýrslu Verkefnastjórnar stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Skýrslan lögð fram til kynningar.
Til kynningar
SASS. Fundargerð 545. stjórnarfundar 04.04 2019.
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 870. stjórnarfundar, 11.04 2019.