Fara í efni

Sveitarstjórn

459. fundur 19. júní 2019 kl. 09:00 - 14:35 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Steinar Sigurjónsson í fjarveru Smára Bergmann Kolbeinssonar
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 Oddviti leitar afbrigða við útsenda dagskrá.
Samþykkt samhljóða.
a)      Bréf frá Brynjólfi Hjartarsyni f.h. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna stjórnsýslukæru á álagningu vatnsgjalds.

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. júní 2019.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. júní 2019 liggur frammi á fundinum.

2.        Fundargerðir.
a)      Fundargerð 80. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 7. maí 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b)     Fundargerð 81. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 4. júní 2019.
Mál nr. 4 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 81. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 4. júní 2019. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 4: Framkvæmdir á  skólalóð og húsnæði yfir sumartímann.
Kynnt voru þau atriði sem þarfnast úrbóta, bæði hvað varðar viðhald og viðbætur á skólalóð og húsnæði. Sveitarstjóra falið að vinna að úrlausn málsins í samstarfi við skólastjóra og í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. 
c)      Fundargerð 29. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 23. maí 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d)     Fundargerð 30. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. júní 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
e)      Fundargerð 178. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 12. júní 2019.
Mál nr. 14, 15, 16, 17, 18, 19 og 25 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 178. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 12. júní 2019. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 14: 1905064 - Nesjar L170882 og Nesjar Klumbunes L194990; Klumba; Sameining og breytt skráning lóðar.
Fyrir liggur umsókn Péturs J. Jónassonar, dags. 17. maí 2019 um að sameina lóðirnar Nesjar Klumbunes L199490 og lóðina Nesjar L170882 í eina lóð sem verður eftir mælingar 54.000 m2. Gunnar Jónasson eigandi lóðarinnar Nesjar Klumbunes L199490 hefur afsalað lóðinni til Péturs. Umsækjandi óskar eftir að hin nýja sameinaða lóð fái heitið Klumba og landnr. verði L 170882. Fyrir liggur samþykki aðliggjandi lóðarhafa.
Sveitarstjórn telur meðfylgjandi gögn ekki fullnægjandi. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
Mál nr. 15: 1905072 - Grafningsvegur efri (nr. 360-02); Frá Úlfljótsvatni og austan Hagavíkur; Endurbygging og lagning slitlags; Framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggur umsókn Erlings Jónssonar, dags. 27. maí 2019 f.h. Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna enduruppbyggingar vegakafla Grafningsvegar (nr. 360-02) frá Úlfljótsvatni að Hagavík. Framkvæmdin er framhald af fyrri framkvæmd frá Nesjavöllum að Hagavík. Einnig er sótt um leyfi til efnistöku úr Króksnámu fyrir allt að 15.000 m3. Fyrir liggur afstaða Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir umræddri vegaframkvæmd. Þá þurfa að liggja fyrir umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Minjastofnunar Íslands. Jafnframt leggur sveitarstjórn áherslu á mikilvægi þess að leggja reiðveg meðfram Grafningsvegi efri.
Mál nr. 16: 1905077 - Úlfljótsvatn L170830; Slóðagerð og TTS flekkjun; Framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggur umsókn Brynjólfs Jónssonar, dags. 27. maí 2019 fyrir hönd Skógræktarfélags Íslands um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vinnuslóða og TTS flekkjunar vegna gróðursetningar á Loftlagsskógi Kolviðar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir umræddri framkvæmd, með fyrirvara um umsögn Skipulagsstofnunar um hvort framkvæmdin falli undir mat á umhverfisáhrifum. Þá þurfa að liggja fyrir umsagnir frá umsagnaraðilum.
Mál nr. 17: 1905050 - Neðra-Apavatn L168269; Neðra-Apavatn 1; Stofnun lóðar.
Fyrir liggur umsókn frá Magnúsi Grímssyni, Magnúsi H. Jónssyni og Sigurlín Grímsdóttur  um stofnun lóðar utan um íbúðarhús og útihús að Neðra-Apavatni L168269 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Óskað er eftir að lögbýlisréttur fylgi stofnun lóðarinnar. Stærð spildunnar verður 86.633 m2.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar og gefur jákvæða umsögn um að lögbýlisrétturinn fylgi með.
Mál nr. 18: 1905055 - Krókur L170822; Verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Bærings B. Jónssonar, f.h. Suðurdals ehf. um breytingu á gildandi aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Jafnframt er lagður fram uppdráttur Glámu Kím vegna málsins. Breytingin felur í sér afmörkun fyrir nýtt verslunar- og þjónustusvæði V10 í landi Króks. Um verður að ræða svæði til afþreyingar fyrir ferðamenn í tengslum við nýtingu á heitu vatni úr borholu í landinu. Þá mun núverandi afmörkun frístundasvæðis F5 verða minnkað.
Sveitarstjórn vísar umsókninni til nánari skoðunar við endurskoðun aðalskipulags.
Mál nr. 19: 1902005 - Kóngsvegur 16A (L169544); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús.
Lögð er fram að nýju umsókn Áslaugar Ásgeirsdóttur, dags. 4. febrúar 2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús á tveimur hæðum 287,3 m2 á sumarhúsalóðinni Kóngsvegur 16A í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ein athugasemd barst vegna grenndarkynningar.
Sveitarstjórn samþykkir byggingaráform umsækjanda þar sem athugasemdir sem bárust vegna grenndarkynningar teljast ekki vera þess eðlis að þær rýri gæði nágranna. Fyrirvari skal þó gerður um að öll lýsing utanhúss skal vera óbein og jarðlæg. Þá er byggingarfulltrúa veitt heimild til að gefa út byggingarleyfi.
Mál nr. 25: 1905004F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 101.  
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 29. maí 2019.
f)       Fundargerð 36. fundar stjórnar samtaka orkusveitarfélaga, 17. maí 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
g)      Fundargerð stjórnarfundar Bergrisans, 27. maí 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.    Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps.
Farið var yfir stöðu á endurskoðun aðalskipulagsins. Á fundinn komu Pétur H. Jónsson skipulagshönnuður, Haraldur Sigurðsson skipulagshönnuður, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi og Sigurður Hreinsson aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa.

4.    Lántaka Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun:
Grímsnes- og Grafningshreppur samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð  15.000.000 kr. til 10 ára, í samræmi við skilmála láns af eigin fé með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu. Grímsnes- og Grafningshreppur veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á nýrri tankbifreið sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Grímsnes- og Grafningshreppur skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna Árnessýslu sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Grímsnes- og Grafningshreppur selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Grímsnes- og Grafningshreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Ingibjörgu Harðardóttur kt. 020371-4639 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

5.    Bréf frá Lísu Thomsen um Gömlu Borg.
Fyrir liggur bréf frá Lísu Thomsen, dagsett 1. júní 2019 þar sem rakin er saga Gömlu Borgar og athugað er með áhuga sveitarstjórnar að kaupa húsið og varðveita þannig merka sögu hússins og sveitarinnar, þannig að sómi sé að.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

6.    Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um XXXIV. landsþing Sambandsins.
Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 11. júní 2019 þar sem tilkynnt er að XXXIV. landsþing Sambandsins verði haldið þann 6. september n.k. á Grand Hótel í Reykjavík. 
Lagt fram til kynningar.

7.    Bréf frá Tónsmiðju Suðurlands með ósk um samstarf.
Fyrir liggur bréf frá Tónsmiðju Suðurlands, dagsett 27. maí 2019 þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um aukið val er kemur að tónlistarnámi í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

8.        Tölvupóstur frá Ester Önnu Ármannsdóttur þar sem kynntur er afrakstur samráðs um lýsingu fyrir gerð landsskipulagsstefnu.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Ester Önnu Ármannsdóttur, sviðsstjóra stefnumótunar- og þróunarsviðs Skipulagsstofnunar, dags. 5. júní 2019 þar sem kynntur er afrakstur samráðs um lýsingu fyrir gerð landsskipulagsstefnu. Lagt fram til kynningar.

9.    Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands.
Fyrir liggur bréf frá Bjarna Guðmundssyni f.h. stjórnar Eignarhaldsfélags Suðurlands, dagsett 6. júní 2019 um að aðalfundur félagsins verði haldinn þann 20. júní n.k. á Laugarvatni. Fulltrúi sveitarfélagsins er Smári Bermann Kolbeinsson og til vara Björn Kristinn Pálmarsson. Bréfið lagt fram til kynningar.

10.    Bréf frá Barða Þórhallssyni þar sem óskað er eftir lækkun fasteignagjalda.
Fyrir liggur bréf frá Barða Þórhallssyni, dagsett 3. júní 2019 þar sem óskað er eftir lækkun fasteignagjalda sumarhúss að Oddsholti 54 vegna nálægðar við háspennulínur og háspennumannvirki. Sveitarstjórn hafnar erindinu þar sem fyrir liggur við gerð skipulags svæðisins og kaup eignarinnar að háspennumannvirki eru á svæðinu. Jafnframt er tekið tillit til staðsetningar háspennumannvirkja við útreikninga á fasteignamati eignarinnar.

11.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Stofusundi 1, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 13. maí 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Stofusundi 1, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.

12.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Þóroddsstaðir lóð 2, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 20. maí 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Þóroddsstaðir lóð 2, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er skipulögð sem frístundabyggð en ekki viðskipta- og þjónustulóð. Bjarni Þorkelsson vék sæti við afgreiðslu málsins.

13.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Þóroddsstaðir lóð 4, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 27. maí 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Þóroddsstaðir lóð 4, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er skipulögð sem frístundabyggð en ekki viðskipta- og þjónustulóð. Bjarni Þorkelsson vék sæti við afgreiðslu málsins.

14.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Þóroddsstaðir lóð 7, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 20. maí 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Þóroddsstaðir lóð 7, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er skipulögð sem frístundabyggð en ekki viðskipta- og þjónustulóð. Bjarni Þorkelsson vék sæti við afgreiðslu málsins.

15.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Þóroddsstaðir lóð 21, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 20. maí 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Þóroddsstaðir lóð 21, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er skipulögð sem frístundabyggð en ekki viðskipta- og þjónustulóð. Bjarni Þorkelsson vék sæti við afgreiðslu málsins.

16.    Önnur mál.
a)      Bréf frá Brynjólfi Hjartarsyni f.h. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna stjórnsýslukæru á álagningu vatnsgjalds.
Fyrir liggur bréf frá  Brynjólfi Hjartarsyni f.h. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 12. júní 2019 þar sem tilkynnt er um stjórnsýslukæru vegna álagningar vatnsgjalds á Oddsholt 26.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

Til kynningar
SASS.  Fundargerð 546. stjórnarfundar 16.05 2019.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 871. stjórnarfundar, 29.05 2019.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:35

 

Getum við bætt efni síðunnar?