Sveitarstjórn
Oddviti leitaði afbrigða
a) Fasteignagjöld vegna lóða með blandaða notkun á Hraunbraut 2-10, Borg.
1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. febrúar 2010 liggur frammi á fundinum.
2. Barnaverndarmál.
Á fundinn mætir Bagi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu. Þá sitja fundinn Nanna Mjöll Atladóttir Félagsmálafulltrúi og Hilmar Björgvinsson, skólastjóri Rædd er staða barnaverndarmála í sveitarfélaginu sameiginleg mál Barnaverndarstofu og sveitarfélagsins. Sveitarstjórn þakkar Braga fyrir góðan og uppbyggilegan fund.
3. Fundargerðir.
a) 21. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 16.02.2010.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.
b) Fundargerð vinnuhóps vegna húsnæðisþarfa skólana 02.03.2010.
Fundargerðin lögð fram.
4. Nýjar samþykktir vegna gatnagerðargjalda.
Lagðar fram til seinni umræðu nýjar samþykktir vegna gatnagerðargjalda í þéttbýlinu á Borg og Ásborgum. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi nýjar samþykktir fyrir gatnagerðargjöld með þeirri breytingu að gjaldfrjáls smáhýsi á lóð stækka úr 6m2 í 10m2 og felur sveitarstjóra að auglýsa þær í B-deild stjórnartíðinda.
5. Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars nk. lögð fram.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við kjörskránna og felur sveitarstjóra að árita hana.
6. Beiðni ábúenda Haga 1 og 2 um styrk vegna hitaveituframkvæmda.
Lögð fram beiðni ábúanda Haga 1 og 2 um styrk vegna hitaveituframkvæmda. Sveitarstjórn getur því miður ekki orðið við erindinu þar sem ekki hefur verið litið á það sem hlutverk sveitarfélagins að styðja sérstaklega við einkaveitur. Hins vegar er bent á að Iðnaðarráðuneytið, eftir áliti Orkustofnunar, styrkir slíkar framkvæmdir á þeim bæjum þar sem lögð er af rafmagnskynding.
7. Beiðni Bandalags íslenskra skáta um styrk vegna verkefnisins Góðverkadagsins.
Lögð fram beiðni Bandalags íslenkra skáta um styrk vegna verkefnisins Góðverkadagsins. Sveitarstjórn samþykkir að styðja verkefnið með kr. 15.000.
8. Tjónamat Viðlagatryggingar vegna Félagsheimilisins Borg.
Lögð fram tjónamat Viðlagatryggingar vegna skemmda á Félagsheimilu Borg í jarðaskjálftanum 2008. Sveitarstjórn samþykkir að greiddar bætur að fjárhæð kr. 2..044.003 renni óskiptar í viðhald á Félagsheimilinu í samráði við Húsnefnd Félagsheimilins.
9. Framtíðarfyrirkomulag upplýsingarstöðva.
Lagðar fram tillögur starfshóps um framtíðarfyrirkomulag upplýsingarmiðstöðva í ferðmálum.
10. Niðurfelling héraðsvega úr vegaskrá.
Lagt fram bréf frá Vegagerðinni þar sem fram kemur að héraðsvegir á Borg og að Steingrímsstöð verði teknir út af vegaskrá. Sveitarstjórn samþykkir að héraðsvegir í þéttbýlinu á Borg verði teknir af vegaskrá en hins vegar mótmæla því að vegur að Steingrímsstöð verði tekin af vegskrá enda er þar föst búseta sem kallar á þjónustu við íbúa.
11. Önnur mál.
a) Fasteignagjöld vegna lóða með blandaða notkun á Hraunbraut 2-10, Borg.
Rætt er um álgningu fasteignagjalda af lóðum sem breytt var í lóðir með blandaða notkun á Hraunbraut 2-10, Borg með deiliskipulagsbreytingu þann 16.10.2008. Þar var heimilað að byggja íbúðarhús ásamt atvinnuhúsnæði á lóðunum. Sveitarstjórn samþykkir að lóðarhafar greiði fasteignagjöld af lóð í samræmi við þá notkun sem á þeim er. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að þar til notkunin liggur fyrir muni verða innheimt gjöld af lóðinni í helmingshlutföllum milli atvinnu og íbúðarhúsnæðis. Síðan þegar samþykktar teikningar liggja fyrir mun fasteignaskattur af lóð breytast að fullu í samræmi við notkun lóðarinnar. Ingvar Ingvarsson víkur sæti við afgreiðslu málsins.
12. Til kynningar
a) Bréf frá Skipulagsstofnun um fullnægjandi kynningar á skipulagstillögum.
b) Bréf frá Flóahreppi vegna samstarfs um sameiginlega vinnu um meðhöndlun seyru.
c) Greinargerð í málinu E-1190/2009.
d) Staðgreiðsluuppgjör vegna ársins 2009.
e) Umsögn Heilbrigðisnefndar Suðurlands um gjaldskrá fyrir fráveitu og meðhöndlun seyru.
f) Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 119. stjórnarfundar 15.02.2010.
g) Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 186. stjórnarfundar 12.02.2010.*
h) SASS. Fundargerð 431. stjórnarfundar 12.02.2010.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11:20.