Fara í efni

Sveitarstjórn

259. fundur 06. maí 2010 kl. 09:00 - 11:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður Jónsson
  • Ásdís Ársælsdóttir
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða

a)        Matvælasmiðja í Uppsveitum.

 1.   Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15. apríl 2010 liggur frammi á fundinum.

 2.   Fundargerðir.

      a)   23. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 22.03.2010.

            Fundargerðin lögð fram.  Farið var yfir mál nr. 4, 5, 6, 7, 16, 17, 18 og 19 og þau rædd og afgreiðsla nefndarinnar á þessum málum í fundargerðinni staðfest af sveitarstjórn.

 3.  Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps 2009.

Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2009 lagður fram til seinni umræðu.  Helstu niðurstöður samantektar A og B hluta eru eftirfarandi:

Rekstrarniðurstaða A hluta                                        kr.    57.789.095

Rekstrarniðurstaða A og B hluta saman                     kr.     -5.775.246

Eigið fé                                                                        kr.   471.383.208

Skuldir                                                                         kr.1.045.685.602

Eignir                                                                          kr.1.517.078.810

Veltufé frá rekstri                                                        kr.     53.141.196

          Ársreikningur samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkir að halda borgarafund um ársreikninga sveitarfélagins í félagsheimilinu Borg mánudaginn 17. maí nk. kl. 20:00.

 4. Landamerki Foss og Klausturhóla.
Tekið er fyrir mál varðar landamerki Foss og Klausturhóla en málinu var frestað á síðasta fundi.   Sveitarstjórn samþykkir landamerki milli Foss og Klausturhóla þannig að þau séu milli punta 3 og 4 á korti sem Pétur H. Jónsson hefur gert og liggur frammi á fundinum enda sé það hluti af endurgjaldi fyrir að leggja hitaveitulögn um land Foss að Borg. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi vegna málsins.

 5.  Fyrirspurn um álagningu gjalda í sveitarfélaginu.
Lagt er fram erindi frá Magnúsi B. Brynjólfssyni hrl varðandi álagningu gjalda vegna Hólmasunds 23 í Hraunborgum og þjónustu tengdum þeim.   Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.  

 6.  Beiðni um lögbýlisrétt á landspildu í landi Mýrarkots.
Lögð fram beiðni um umsögn, að stofnað verði lögbýli á 12,3 ha svæði í landi Mýrarkots en landspildan er skilgreind sem frístundasvæði.   Sveitarstjórn hafnar erindinu.  Ástæða þessarar afstöðu er sú að spildan er skipulögð sem frístundasvæði og það því liggur fjöldi sumarhúsalóða og slík breyting á landnotkun getur gengið gegn hagsmunum þeirra. 

 7.  Samningur við Kvenfélag Grímsnes vegna Grímsævintýris.
Lagður fram samningur um að Kvenfélag Grímsnes hafi umsjón með framkvæmd Grímsævintýris 2010. 

 8.  Beiðni um styrk vegna ferðar 10. bekkar Grunnskóla Bláskógabyggðar til Danmerkur.
Lögð fram beiðni Grunnskóla Bláskógabyggðar um styrk vegna ferðar nemenda í 10. bekk til Danmerkur.   Sveitarstjórn samþykkir að veita umbeðin styrk kr. 127.000.  

 9.  Beiðni um lokun á námu við afleggjara að Björk.
Lögð fram beiðni stjórnar sumarhúsafélagins Heiðarvina að lokað verði námu við afleggjara að Björk en að þeirra sögna stafar moldrok af henni.   Sveitarstjóra falið að ræða við landeiganda.

 10. Beiðni Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis um umsögn við frumvarp til húsaleigulaga.
Lögð fram beiðni Félags- og tryggingamálnendar Alþingi um umsögn við frumvarp til húsaleigulaga.   Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við frumvarpið. 

 11.  Kauptilboð í Gilveg 6 og 9.
Lagt fram kauptilboð í sumarhúsalóðirnar Gilveg 6 og 9.  Sveitarstjórn hafnar erindinu og samþykkir að láta verðmeta og auglýsa lóðirnar til sölu.

 12.  Beiðni Leikfélags Sólheima um styrk vegna uppfærslu í Þjóðleikhúsinu.
Lögð fram beiðni Leikfélags Sólheima um styrk vegna uppfærslu á sýniningunni „Þar sem sólin á heima“ í Þjóðleikhúsinu.   Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 210.000 vegna ferðakostnaðar.

 
13.  Yfirlit um greiðsluhraða á kröfum sveitarfélagsins.
Lagt er yfirlit frá Intrum um greiðsluhraða á kröfum sveitarfélagsins

 

14.  Næsti fundur sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir að næsti sveitarstjórnar fundur fimmtudaginn 20. maí nk. byrji kl. 13:00.

 15.  Önnur mál.

a)     Matvælasmiðja í Uppsveitum.

Ræddur er möguleiki á því að koma upp matvælasmiðju í Uppsveitum en að verkefninu myndu starfa Háskólafélag Suðurlands, Atvinnuþróunarfélagið, Matís og sveitarfélögin í Uppsveitunum.  Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu og veita allt að kr. 500.000 í verkefnið en gera þarf ráð fyrir því í endurskoðaðri fjárhagsáætlun.

16. Til kynningar
a) Bréf frá Skipulagsstofnun um endanlegt framlag úr Skipulagssjóði vegna aðalskipulags.
b) Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um verklag við staðfestingu á ákvörðunum skipulagsnefnda.
c) Greinargerð í hæstaréttarmálinu 80/2010.
d) Listi yfir skipulags- og byggingarfulltrúa og þá sem sinna skipulagsgerð.
e) Árskýrsla  Byggðasafns Árnesinga 2009.
f) Ályktun Ungmennafélags Íslands á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði.
g) Upplýsingar um lokagreiðslu um styrk vegna fráveituframkvæmda.
h) Svarbréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna fyrirspurnar sveitarstjórnar um skólaakstur fósturbarna og framhaldskólaáfanga grunnskólabarna.
i) Upplýsingar um styrk úr Landsbótasjóði 2010.
j) Upplýsingar frá Þjóðskrá um viðmiðunardag kjörskrár.
k) Bréf frá Velferðarvaktinni um fjölbreytileg úrræð í barnavernd.
l) Upplýsingar frá Jöfnunarsjóði um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu 2010.
m) Fundargerð aðalfundar Vottunarstofunar Túns ehf 19.03.2010.
n) Skólaskrifstofa Suðurlands.  Fundargerð  120. stjórnarfundar  12.04.2010.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11:00

Getum við bætt efni síðunnar?