Sveitarstjórn
Þar sem um er að ræða fyrsta fund sveitarstjórnar eftir kosningar stýrði fundi fulltrúi sem lengsta setu hefur haft í sveitarstjórn Gunnar Þorgeirsson, bauð hann fundarmenn velkomna til starfa og setti fund. Fundarmenn þökkuðu fráfarandi sveitarstjóra Jóni G Valgeirssyni vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.
1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. maí 2010 liggur frammi á fundinum.
2. Kjör oddvita.
Gengið var til skriflegrar kosningar oddvita. Gunnar Þorgeirsson hlaut 3 atkvæði og Ingvar G Ingvarsson 2 atkvæði er því Gunnar Þorgeirsson rétt kjörinn oddviti til eins árs. Jafnframt er samþykkt að oddviti verði í 50% starfshlutfalli. Laun miðast við hlutfall launa sveitarstjóra.
3. Kjör varaoddvita.
Gengið var til skriflegrar kosningar varaoddvita. Hörður Óli Guðmundsson hlaut 3 atkvæði 2 auðir seðlar. Er því Hörður Óli Guðmundsson rétt kjörinn varaoddviti til eins árs Jafnframt er samþykkt að varaoddviti verði í 30% starfshlutfalli. Laun miðast við hlutfall launa sveitarstjóra.
4. Skipun í sameiginlega skipulags- og byggingarnefnd Grímsnes- og Grafningshrepps Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Flóa.
Samþykkt að fullrúi sveitarfélagsins verði Gunnar Þorgeirsson og til vara Hörður Óli Guðmundsson.
5. Ráðning sveitarstjóra.
Samþykkt að fela oddvita að ganga til samninga við Ingibjörgu Harðardóttur um starf sveitarstjóra og leggja fram ráðningarsamning á næsta sveitarstjórnafundi. Fulltrúar K lista leggja til að staðan verði auglýst eins og öll önnur störf á vegum sveitarfélagsins. Tillagan felld af meirihluta sveitarstjórnar.
6. Fundartími sveitarstjórnar. Samþykkt að fundartími sveitarstjórnar verði fyrsta og þriðja miðvikudag í mánuði kl. 9.00.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.10.50