Fara í efni

Sveitarstjórn

263. fundur 18. ágúst 2010 kl. 09:00 - 11:55 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingvar G. Ingvarsson
  • Vigdís Garðarsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 Oddviti leitaði afbrigða
 a)     Fulltrúar á aðalfund SASS
b)     Mótmæli vegna gjaldskrár Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps
c)     Holræsa og Stífluþjónusta Suðurlands
d)     Beiðni um leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags

 1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. júlí 2010.                      
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. júlí 2010 lá frammi á fundinum.

 2.     Fundargerðir.

26. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 12.08.2010.                                                                                        
Fundargerðin lögð fram.  Farið yfir mál nr. 1, 2, 5, 8, 9, 10, 19, 20, 21, 22, 23, 24 og 25, þau rædd og afgreiðsla nefndarinnar á þessum málum í fundargerðinni staðfest af sveitarstjórn. Ingibjörg Harðardóttir vék sæti við afgreiðslu máls númer 8 og Gunnar Þorgeirsson vék sæti við afgreiðslu máls númer 19. Sveitarstjórn beinir því til skipulagsfulltrúa að kannað verði með staðfestingu á deiliskipulagi á því svæði er varðar lið 19.

3.   Ráðningarsamningur við Börk Brynjarsson
Fyrir liggja drög að ráðningarsamningi við Börk Brynjarson. Ráðningin er tímabundin frá 1. ágúst til 31. desember í 75% stöðu yfirmanns framkvæmda og veitusviðs. Starfið felst meðal annars í að móta og byggja upp verkstjórnunarkerfi fyrir veitur sveitarfélagsins, eftirlit með hitaveitulögn að Þórisstöðum, eftirlit með Vaðneslögn 3. áfanga og vinnu við gerð annarra verksamninga vegna framkvæmda. Sveitarstjóra er falið að ganga frá ráðningunni. Við endurskoðun fjárhagsáætlunarinnar verður tekið tillit til ef um aukinn kostnað verður að ræða.
Fulltrúar K-lista telja að æskilegra hefði verið að ljúka gerð skipurits áður en ráðnir eru fleiri starfsmenn til sveitarfélagsins.

4.   Drög að nýjum samþykktum um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps, seinni umræða.
Endurskoðaðar samþykktir um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps lagðar fram til seinni umræðu. Sveitarstjórn samþykkir samþykktirnar.

5.   Verksamningur vegna hitaveitu að Þórisstöðum.
Lögð var fram niðurstaða tilboða í lagningu á hitaveitu að Þórisstöðum og Básum. Tilboð bárust frá fjórum aðilum, Vinnuvélum Sigurjóns Hjartarsonar, Suðurtak ehf., Kristjáni Kristjánssyni og Ólafi Jónssyni. Samþykkt var með símafundi þann 21. júlí s.l. að ganga til samninga við lægstbjóðanda Ólaf Jónsson.

6.   Ósk um umsögn vegna stofnunar lögbýlis að Hamri við Úlfljótsvatn.
Sveitarstjórn mælir með stofnun lögbýlis að Hamri en tekur ekki afstöðu til þess hvort landamerki séu rétt.

7.   Ósk um umsögn vegna stofnunar lögbýlis að Bíldsfelli III.
Sveitarstjórn mælir með stofnun lögbýlisins.

8.   Beiðni um styrk til byggingar fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Fyrir liggur erindi um styrkveitingu vegna byggingar fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Sveitarstjórn samþykkir að veita 25.000 kr. styrk til verkefnisins.

9.   Beiðni um styrk vegna skólahreysti 2010.
Fyrir liggur erindi um styrk kr. 50.000 vegna skólahreysti 2010. Sveitarstjórn samþykkir að veita þennan styrk.

10.  Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni Sveitarfélagsins Árborgar um námsvist fyrir Díönu K. Sigmarsdóttur utan lögheimilssveitarfélags. Sveitarstjórn samþykkir námsvistina og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.

11.  Erindi frá Reyni Bergsveinssyni.
Fyrir liggur erindi frá Reyni Bergsveinssyni vegna greiðslna við eftirlit og umhirðu á minnkasíum í sveitarfélaginu. Óskað er eftir að greiddar verði 3.000 kr með hverri síu á árinu 2010 og eru síurnar um það bil 50. Vegna nýrra gagna um fyrirhugaðan samning Reynis við nokkur sveitarfélög á Suðurlandi er erindinu frestað.

12.  Bréf frá Lögfræðiþjónustu Sigurðar Sigurjónssonar vegna lóðar í Ásborgum.
Fyrir liggur erindi frá Lögfræðiþjónustu Sigurðar Sigurjónssonar í umboði Þórs Þórssonar og Hrafnhildar Markúsdóttur vegna riftunar á lóðarsölu lóðar nr. 44 í Ásborgum. Óskað er eftir riftun lóðasölunnar vegna rekstur hótels og veitingasölu Grímsborga sem ekki stenst fyrirliggjandi deiliskipulag að mati þeirra. Lögmanni  sveitarfélagsins Óskari Sigurðssyni hrl. var falið að svara erindinu og hafnar hann riftuninni á þeirri forsendu að rekstrar- og veitingaleyfið er aðeins til eins árs. Sveitarstjórn staðfestir það.

13.  Bréf frá Ingunni Erlu Stefánsdóttur.
Fyrir liggur erindi frá Ingunni Erlu Stefánsdóttur um lækkun á hitaveitureikningi vegna stíflu í síu. Notanda veitna ber að tilkynna til sveitarfélagsins um óeðlilegan þrýsting á vatni og er ábyrgur á búnaði innan við hemil. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

14.  Selflatarétt 100 ára.
Selflatarétt í Grafningi á 100 ára afmæli og samþykkir sveitarstjórn af því tilefni að bjóða upp á kjötsúpu á réttardaginn. Sveitarstjórn felur Herði Óla Guðmundssyni að vinna að málinu.

15.  Girðingar meðfram stofnvegum.
Viðhald girðinga meðfram stofnvegum sveitarfélagsins hefur verið ábótavant að mati meirihluta sveitarstjórnar. Gert hefur verið samkomulag við hluta af landeigendum meðfram Biskupstungnabraut og Laugarvatnsvegar um að sveitarfélagið sjái um viðhald girðinganna og landeigendur afsala sér styrk Vegagerðarinnar til sveitarfélagsins. Sveitarstjóra og varaoddvita er falið að vinna áfram að málinu í samvinnu við landeigendur.

Fulltrúar K-lista mótmæla sértækum aðgerðum fyrir sauðfjárbændur og telja að það verði að gera kostnaðaráætlun áður en ákvörðun er tekin.

Fulltrúar C-lista taka fram að einungis verður um fé frá Vegagerðinni að ræða.

16.  Útboð hitaveitalagnar Vaðnes – Borg 3. Áfangi
Auglýst var útboð á hitaveitlögn Vaðnes-Borg 3. áfanga. Verkfræðistofan Verkís sér um útboðið og verður það opnað föstudaginn 27. ágúst kl. 11:00 hjá Verkís á Selfossi.

17.  Viðhald á vegslóða inn að Kerlingu.
Fyrir lá nauðsynlegt viðhald vegslóðanna inn að Kerlingu, þ.e. leiðin upp með Skefilfjöllum og frá Sandkluftavatni að Kerlingu. Tekið var þátt í viðhaldi í sumar í samstarfi Bláskógabyggðar og Vegagerðar, hlutur Grímsnes- og Grafningshrepps var kr. 400.000. Gert verð ráð fyrir því við endurskoðun fjárhagsáætlunar.

18.  Framkvæmdir við vatnsból í Búrfelli.
Ræddar eru nauðsynlegar framkvæmdir við vatnsból í Búrfelli vegna vatnsleysis í sumarhúsahverfum í vestur hluta sveitarinnar. Sveitarstjórn samþykkir að taka tillit til þessa við endurskoðun fjárhagsáætlunar og niðurstöðu tilboðs í 3. áfanga Vaðneslagnar.

19.  Kaldárhöfðaveita.+

Viðræður eru frumstigi um lögn frá Kaldárhöfða að Árborg og nágrenni. Sveitarstjórn felur oddvita og Berki Brynjarssyni að vinna að málinu.

20.  Drög að samningi um málefni fatlaðra á Suðurlandi.
Fyrir liggja drög að samningi um sameignlegt þjónustusvæði um málefni fatlaðra á Suðurlandi. Sveitarstjórn samþykkir að vera aðilar að sameiginlegu þjónustusvæði. Jafnframt lagt fram minnisblað oddvita um eflingu þjónustusvæðisins. Sveitarstjórn felur oddvita að vinna að málinu.

Fulltrúar K-lista bóka eftirfarandi: Stærsti þjónustuaðili fatlaðra á suðurlandi eru Sólheimar ses í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fulltrúar K-lista telja mikilvægt að kanna hvaða áhrif þessi breyting kann að hafa á rekstur og starfsemi Sólheima ses og hvert sé viðhorf stjórnar og fulltrúa starfsmanna Sólheima til þessara fyrirhuguðu breytinga.

Athygli vekur að tvö sveitarfélög, Höfn í Hornarfirði og Vestmannaeyjar eru ekki aðilar að þessum samningi. Rétt er að kanna hvaða ástæður liggja þar að baki og hvort hagkvæmara sé fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp að gera hið sama. Mál þetta varðar með afgerandi hætti stöðu og búsetu stórs hluta íbúa sveitarfélagsins og krefst ítarlegrar skoðunar.

Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir kynningarfundi á Sólheimum með Sigurði H. Helgasyni stjórnsýsluráðgjafa. Oddvita er falið að vinna að málinu.

21.  Sorphirða í frístundabyggðum í sveitarfélaginu.
Sveitastjórn Grímsnes- og Grafningshrepps ákveður að breyta lítillega tilhögun á sorphirðu í sumarhúsahverfum. Tekur hreppurinn að sér að leigja og dreifa sorpílátum um sveitina á hentugum  stöðum í   grennd við sumarhúsahverfin. Verði tekið tillit til kostnaðarauka í álagningu sorphirðugjalda ársins 2011. Varaoddvita falið að vinna áfram að málinu.

22.  Beiðni iðnaðarnefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um verndar- og    nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða.
Fyrir liggur beiðni iðnarnefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða. Sveitarstjórn tekur undir athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga.
23.  Önnur mál
a)     Fulltrúar á aðalfund SASS
Fulltrúar á aðalfund SASS sem haldin verður á Selfossi dagana 13. og 14. september 2010. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson, oddviti og Ingvar G. Ingvarsson verði fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfundinum og Björn Kristinn Pálmarsson og Guðmundur Ármann Pétursson til vara.
b)    Mótmæli vegna gjaldskrár Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps
Á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps þann 7. júlí s.l. var tekin til umfjöllunar mótmæli Gísla Þorsteinssonar vegna gjaldskrár Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps. Á fundinum lá fyrir bréf Ástríðar Gísladóttur, hrl., fyrir hönd Gísla Þorsteinssonar. Sveitarstjórn samþykkti að leita álits Óskars Sigurðssonar hrl. og er eftirfarandi bókun samþykkt:
Gjaldskrá Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps sækir stoð sína til reglugerðar nr. 252/2001 og orkulaga nr. 58/1967 og hefur því fullnægjandi lagaheimild að mati sveitarstjórnar.
Verðskrá hitaveitunnar tekur mið af kostnaði við rekstur veitunnar og veitingu þeirrar þjónustu sem hitaveitan innir af hendi. Til þess að tryggt sé að þjónustan sé veitt þarf að mæla fyrir um lágmarksgjald sem nemur 3,0 l/mínútu.
c)     Holræsa og stífluþjónusta Suðurlands
Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra í samráði við Bláskógabyggð og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands að fylgjast með stöðu mála vegna losunar seyru í sveitarfélögunum í ljósi þeirrar uppákomu sem varð á Þingvallasvæðinu síðast liðna helgi þegar seyruvökvi var losaður út í hraun á vatnsverndarsvæði.
d)    Beiðni um leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags
Fyrir liggur beiðni Sveitarfélagsins Árborgar um leikskólavist fyrir Heiðu Steinarsdóttur utan lögheimilssveitarfélags. Sveitarstjórn samþykkir leikskólavistina. Gunnar Þorgeirsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Til kynningar
Fundargerð 52. fundar Héraðsnefndar Árnesinga 20.07.2010.
SASS. Fundargerð 435. stjórnarfundar 13.08.2010.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, ársskýrsla 2008 og 2009.
-liggur frammi á fundinum-
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum,alþjóðleg miðstöð tungumála.
-liggur frammi á fundinum-
Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Fundargerð 293. stjórnarfundar, 07.07.2010.
Álagningarskrá einstaklinga 2010.
-liggur frammi á fundinum-
Ársrit Skógræktar ríkisins 2009.
-liggur frammi á fundinum-
Árskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga 2009.
-liggur frammi á fundinum-
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. Ársreikningur 2009.
-liggur frammi á fundinum-
Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti um ársfjórðungsleg skil á upplýsingum úr bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga.
Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti um lok starfa starfshóps um endurskoðun gildandi laga- og regluákvæða um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um námskeið um lýðræði í sveitarfélögum 6.september n.k.
Fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu. Fundargerð 85. Fundar, 14.07.2010.
Svar Grímsnes- og Grafningshrepps og Bláskógabyggðar til Samkeppniseftirlitsins vegna kvörtunar Íslenska Gámafélagsins.
Umhverfisúttekt vegna frágangs eftir lagningu Nesjavallalínu 2, jarðstrengs.
            

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 11:55

Getum við bætt efni síðunnar?