Fara í efni

Sveitarstjórn

264. fundur 01. september 2010 kl. 09:00 - 10:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. ágúst 2010.                     
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. ágúst 2010 lá frammi á fundinum.

2.     Fundargerðir.
a)     Fundargerð fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 23.08.2010.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.   Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni Reykjavíkurborgar um námsvist fyrir Heklu Jónsdóttur utan lögheimilssveitarfélags. Sveitarstjórn samþykkir námsvistina og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.

4.   Tilnefning fulltrúa í starfshóp um mat á sameiningarkostum sveitarfélaga.
Tilnefna þarf fulltrúa í starfshóp um mat á sameiningarkostum sveitarfélaga. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson, oddviti verði fulltrúi sveitarfélagsins í starfshópnum og Hörður Óli Guðmundsson til vara.

5.   Viðbótarframlag til Tónlistarskóla Árnesinga.
Fyrir liggur biðlisti í tónlistarnám við Tónlistarskóla Árnesinga. Hlutfall nemenda úr Grímsnes- og Grafningshreppi í tónlistarnámi miðað við íbúafjölda er mikið lægra en í nágranna  sveitarfélögunum. Sveitarstjórn samþykkir að veita viðbótarframlag til Tónlistarskólans, u.þ.b. 2 milljónir og að nemendur eldri en 20 ára fái ekki niðurgreitt tónlistarnám frá sveitarfélaginu. Gert verður ráð fyrir þessu við endurskoðun fjárhagsáætlunar.

6.     Bréf frá Bjarna Þorkelssyni og Margréti Hafliðadóttur vegna hitaveitu að Þóroddsstöðum.
Fyrir liggur bréf frá ábúendum Þóroddsstaða, Bjarna Þorkelssyni og Margréti Hafliðadóttur, þar sem verið er að ítreka þeirra beiðni um heitt vatn að Þóroddsstöðum. Sveitarstjórn samþykkir að láta framkvæma verðkönnun meðal verktaka og að fá staðfestingu þeirra sumarhúsaeigenda á lagnaleiðinni sem hugsanlega myndu vilja tengjast hitaveitunni.

7.   Kerhraun E-svæði, kaldavatnslögn.
Fyrir liggja átta umsóknir um kaldavatnstenginu í Kerhraun, E-svæði. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 6,2 milljónir. Samþykkt er að fresta framkvæmdum þar til a.m.k. 12 umsóknir liggja  fyrir.

8.   Framkvæmdir á skrifsstofuhúsnæði sveitarfélagsins.
Í ljósi þess að auka þurfi starfsstöðvar og tíðra funda í fundarhergbergi er nauðsynlegt að bæta vinnuaðstöðu starfsmanna sveitarfélagsins. Með því að setja upp millivegg í fundarhergbergi er hægt  að nota bæði fundarhergbergi og starfstöðvar á sama tíma. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 500.000.  Meirihluti sveitarstjórnar samþykkir að fara í verkið og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.

9.   Matarsmiðja í uppsveitum Árnessýslu.
Fyrir liggja drög að samkomulagi milli Matís og uppsveitanna þ.e. Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Bláskógabyggðar vegna stuðnings við verkefnið Matarsmiðjan í uppsveitum Árnessýslu. Jafnframt liggur fyrir húsaleigusamningur um atvinnuhúsnæði að Iðjuslóð 1A , Flúðum vegna verkefnisins. Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur oddvita að undirrita samkomulagið.

10.  Samningur um málefni fatlaðra.
Fyrir liggur samningur  um sameignlegt þjónustusvæði um málefni fatlaðra á Suðurlandi. Það er stefna C-listans að vinna að flutningi málefna fatlaðra á SASS grunni og samþykkir því samninginn. Oddvita er falið að undirrita hann á aðalfundi SASS þann 13. og 14. september næstkomandi. Fulltrúar K-lista greiða atkvæði gegn og leggja fram eftirfarandi bókun.

Fulltrúar K lista mótmæla því harðlega að skrifað verði undir samning um sameiginlegt þjónustusvæði Suðurlands.  Ekki er eðlilegt að skrifa undir samning sem á að vera útfærsla á og að byggja á lögum sem ekki eru komin fram. 

Sameiginlegt þjónustusvæði er ekki nauðsynlega slæmur kostur, en það eru að öllu leiti ófagleg vinnubrögð að skrifa undir bindandi samning til þriggja ára sem byggir á lögum sem eru ekki til né hafa komið fram í frumvarpsformi. 

11.  Tilboð í hitaveitulögn Vaðnes – Borg 3. áfangi.
Fyrir liggur niðurstaða tilboða í hitaveitulögn Vaðnes – Borg 3. áfangi sem opnuð voru 27. ágúst s.l. Eftirfarandi tilboð bárust. Steinberg kr. 29.979.100, Gröfutækni ehf. kr. 27.216.280, RBG Verktakar kr. 39.212.340, Vatnsklæðning ehf. kr. 38.541.879, BD-vélar kr. 35.870.184, Sigurður Karl Jónsson kr. 22.857.078, Suðurtak ehf. kr. 31.556.475, Sigurjón Hjartarson kr. 29.135.893, Vélgrafan ehf. kr. 49.740.000 og Garpar ehf. kr. 78.283.450. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 49.820.500. Jafnframt er lagt fram minnisblað frá Verkís hf. um að samið verði við lægstbjóðanda Sigurð Karl Jónsson. Sveitarstjórn samþykkir að semja við lægstbjóðanda og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.

12.  Framkvæmdir á Gámasvæði í Seyðishólum.
Fyrir liggur þörf á að stækka planið undir gáma á neðra svæði í Seyðishólum. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 1.098.000 og samþykkir sveitarstjórn að fara í verkið þar sem kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. Sveitarstjóra er falið að ganga frá málinu.

13.  Næsti fundur sveitarstjórnar.
Samþykkt er að fresta næsta fundi sveitarstjórnar þann 15. september n.k. vegna Klausturhólarétta. Næsti fundur sveitarstjórnar verður þann 22. september 2010, kl. 9:00.

 Til kynningar
Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Fundargerð 294. stjórnarfundar, 16.08.2010.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 122. stjórnarfundar, 17.08.2010.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 123. stjórnarfundar, 24.08.2010.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 128. fundur 19.08.2010.
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 192. stjórnarfundar, 20.08.2010.
Héraðsráð Héraðsnefndar Árnesinga. 167. fundur, 04.08.2010.
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Suðurlandi. Ársskýrsla 2009.
Skýrsla ríkisendurskoðunar, úttekt á þjónustu við fatlaða.
Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Ársreikningur 2009.
-liggur frammi á fundinum-
Handbók um skjalavörslu sveitarfélaga.
-liggur frammi á fundinum-
Handverk og hönnun á Íslandi.
-liggur frammi á fundinum-
           

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:45

Getum við bætt efni síðunnar?