Fara í efni

Sveitarstjórn

265. fundur 22. september 2010 kl. 09:00 - 11:20 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingvar G. Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 Oddviti leitaði afbrigða

 a)     Fundargerð fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu verði tekin fyrir sem dagskrárliður en ekki til kynningar.
 b)     Dagskrárliðir 3, 4, 5 og 6 verðir teknir fyrir sem einn dagskrárliður.

Samþykkt er að taka dagskrárliði 3, 4, 5 og 6 saman undir dagskrárlið 3 og færast aðrir dagskrárliðir því upp í samræmi við það.

 1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. september 2010.                     
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. september 2010 lá frammi á fundinum.

2.     Fundargerðir.

a)     Fundargerð 127. fundar félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóa 24.08.2010.
         Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

b)    Fundargerð 128. fundar félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóa 01.09.2010.

        Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

3.   Ársreikningur Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps 2006, 2007, 2008 og 2009.
Fyrir liggja ársreikningar og skattframtöl Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árin 2006, 2007, 2008 og 2009. Vegna laga nr. 50/2005 um skattskyldu orkufyrirtækja þá er Hitaveita Grímsnes- og Grafningshrepps orðin skattskyld frá og með tekjuárinu 2006 og ber því að skila inn skattframtali til skattyfirvalda. Hitaveita Grímsnes- og Grafningshrepps fékk ekki sér kennitölu fyrr en árið 2009 og var skattframtölum vegna tekjuáranna 2006, 2007, 2008 og 2009 ekki skilað inn fyrr en nú. Skattframtölin og ársreikningarnir eru unnin upp úr samþykktum ársreikningum Grímsnes- og Grafningshrepps. Reikningar og framtöl eru staðfest.

 4.   Erindi frá Reyni Bergsveinssyni vegna eftirlits og umhirðu á minnkasíum.
Fyrir liggur erindi frá Reyni Bergsveinssyni vegna greiðslna við eftirlit og umhirðu á minnkasíum í sveitarfélaginu. Óskað er eftir að greiddar verði 3.000 kr með hverri síu á árinu 2010 og eru síurnar um það bil 50. Málinu var frestað á 263. fundi sveitarstjórnar vegna stofnunar Svæðasamlags Suðurlands, sókn gegn sunnlennskum minnkum. Stofnun Svæðasamlagsins verður ekki á þessu ári og því samþykkir sveitarstjórn að greiða Reyni 3.000 kr fyrir hverja síu eða að hámarki 150.000 kr á árinu 2010.

5.   Bréf frá Magný Ósk Arnórsdóttur vegna lausagöngu búfjár í sumarhúsabyggð við Víðibrekku í Búrfellslandi.
Fyrir liggur bréf frá Magný Ósk Arnórsdóttur fyrir hönd sumarhúsaeigenda um lausagöngu búfjár og hunda við Víðibrekku í landi Búrfells. Samkvæmt deiliskipulagi á að vera ein heildargirðing um svæðið. Sveitarstjórn óskar eftir greinargerð frá skipulagsfulltrúa um kvaðir og ábyrgð samkvæmt skipulagi og byggingaskilmálum

Verið er að vinna að reglum  um hundahald í sveitarfélaginu og er von til þess að þær verði tilbúnar innan skamms.

6.   Beiðni frá Héraðssambandinu Skarphéðinn um kaup á bókinni HSK í 100 ár.
Fyrir liggur beiðni frá Héraðssambandinu Skarphéðni um kaup á bókinni HSK í 100 ár sem gefin er út í tilefni 100 ára afmælis HSK. Hver bók kostar 8.500 kr og óskar Héraðssambandið eftir því að hvert sveitarfélag kaupi 5 til 10 eintök af bókinni. Sveitarstjórn samþykkir að kaupa fimm eintök af bókinni.

7.   Beiðni Sesseljuhúss á Sólheimum um stuðning Grímsnes- og Grafningshrepps við uppbyggingu og framkvæmd háskólanáms í Sesseljuhúsi umhverfissetri á Sóllheimum.
Fyrir liggur beiðni Sesseljuhúss á Sólheimum um stuðning við uppbyggingu og framkvæmd háskólanáms í Sesseljuhúsi. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið en óskar eftir frekari skilgreiningu á umfangi verkefnisins og mögulegri tengingu við atvinnulífið. Guðmundur Ármann vék af fundi við afgreiðslu málsins.

8.   Beiðni um styrk til kvennablak hóps Umf Hvatar.
Fyrir liggur beiðni frá kvennablakliði Umf Hvatar um styrk vegna kostnaðar við þjálfara og til búningakaupa. Sveitarstjórn samþykkir að veita ungmennafélaginu 50.000 kr. styrk til stuðnings blakliðinu. Hörður Óli vék af fundi við afgreiðslu málsins.

9.   Húseignir sveitarfélagsins.
Fyrir liggur að húseign sveitarfélagsins að Borgarbraut 8 mun losna fljótlega. Sveitarfélagið á sex aðrar íbúðir á Borgarsvæðinu og er matsverð á húsinu 24 milljónir. Sveitarstjórn samþykkir að setja húseignina að Borgarbraut 8 á sölu.

Jón G. Valgeirsson fyrrum sveitarstjóri hefur óskað eftir því að fá kofan í garðinum að Borgarbraut 8 keyptan.  Sveitarstjórn samþykkir að selja Jóni kofann á kr 200.000.

Fyrir liggur kauptilboð Búgarðs ehf. í veiðiréttindi og veiðihús við Sogið. Sveitarstjórn hafnar tilboðinu að svo stöddu og samþykkir að fela lögmanni sveitarfélagsins að skoða möguleika á sölu á almennum markaði.
10.  Uppsögn á samningi við Intrum.
Sveitarstjórn samþykkir að segja upp samningi sínum við innheimtufyrirtækið Intrum frá og með 1. október 2010. Uppsagnarfresturinn er 6 mánuðir sem verður notaður til að ljúka endurskoðun á þeim innheimtuferlum sem nú standa yfir og til að leita tilboða í milliinnheimtu þar sem hagsmunir sveitarfélagsins og íbúa eru hafðir að leiðarljósi.

 11.  Tilnefning fulltrúa á hluthafafund Lánasjóðs sveitarfélaga.
Fyrir liggur að tilnefna þarf fulltrúa sveitarfélagsins á hluthafafund Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 1. október n.k. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson, oddviti verði fulltrúi sveitarfélagsins á hluthafafundinn og Hörður Óli Guðmundsson til vara.

12.  Önnur mál.
a)     Fundargerð 86. fundar  fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu.
         Fyrir liggur fundargerð 86. fundar fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu. Sveitarstjórn frestar staðfestingu fundargerðarinnar þar til kostnaðarauki sveitarfélagsins liggur fyrir                     vegna leigu á nýju húsnæði.

 Til kynningar
Úrskurður úrskurðarnefndar um holustuhætti og mengunarvarnir í máli nr. 5/2010, Íslenska Gámafélagið gegn Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð. Kveðinn upp 13.09.2010.
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 776. stjórnarfundar, 26.08.2010.
Fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu. Fundargerð 86. fundar, 13.09.2010.
SASS. Fundargerð 436. stjórnarfundar 12.09.2010.
Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti um uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2010.
Bréf frá Velferðarvaktinni um ályktun velferðarvaktarinnar í upphafi skólastarfs.
Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti um velferð og vellíðan í skólum.
Fréttabréf Almannavarnadeilda ríkislögreglustjóra, 2.tbl 4.árg.
Greinargerð frá Félags- og tryggingarmálaráðuneytinu um málefni fatlaðra í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar.
Samantekt formanns verkefnisstjórnunar vegna skýrlsu Ríkisendurskoðunar um þjónustu við fatlaða.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 11:20

Getum við bætt efni síðunnar?