Fara í efni

Sveitarstjórn

267. fundur 20. október 2010 kl. 09:00 - 11:35 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Ingvar G. Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 Varaoddviti leitaði afbrigða

a)     Fundargerð 2. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps 18.10 2010.
b)     Reglur Leikskólans Kátuborgar.
c)     Tilboð frá Stangveiðfélagi Reykjavíkur í leigu á veiðirétti í landi Ásgarðs í Soginu.

 1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. október 2010.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. október 2010 lá frammi á fundinum.

2.     Fundargerðir.

a)     Fundargerð 129. fundar félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóa 08.10 2010.
        Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

b)    Fundargerð 1. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps 09.09 2010.
       Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Minnihluti sveitarstjórnar óskar eftir að fá áheyrnarfulltrúa á fundum fræðslunefndar.
Sveitarstjórn samþykkir það.

c)     Fundargerð 1. fundar samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps 23.09 2010.
         Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)    Fundargerð 2. fundar samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps 09.10 2010.
        Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.   Verðkönnun endurskoðunar, opnun tilboða.
Á fundi sveitarstjórnar þann 7. júlí s.l. var samþykkt að óska eftir verðhugmyndum við gerð ársreiknings, fjárhagsáætlunar og endurskoðun. Haft var samband við þrjú fyrirtæki, Deloitte, Ernst & Young og PricewaterhouseCoopers. Sveitarstjóra og oddvita falið að yfirfara tilboðin með tilliti til verðs og forsendna og leggja fram samanburð á tilboðum fyrir sveitarstjórn.

4.   Úthlutun vegstyrkja til frístundabyggða.
Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um vegbætur í frístundabyggð voru teknar fyrir umsóknir félaga frístundabyggða og sumarhúsaeiganda þar sem óskað er eftir styrk til vegabóta.  20 umsóknir bárust og var leitað umsagnar samgöngunefndar. Höfð var hliðsjón af úthlutun síðustu ára, hversu nýlegir vegirnir eru, hversu löng heildarvegalengd hvers hverfis er og fjölda lóða og hús í hverfinu.  Samþykkt er að eftirtaldir aðilar fái styrki til vegabóta árið 2010, samtals að fjárhæð kr. 3.100.000.

Félag sumarhúsaeigenda í Vatnsholtsbyggð í landi Vatnsholts                            kr. 150.000

Félag sumarhúsaeigenda við Selhól í landi Hæðarenda                                       kr. 150.000    

Félag sumarhúsaeigenda við Markarbraut í landi Vaðnes                              kr.   50.000    

Félag sumarhúsaeigenda í Kerhrauni í landi Miðengis                                        kr. 150.000    

Félag sumarhúsaeigenda við 5. braut við Álftavatn                                         kr.   50.000

Félag sumarhúsaeigenda í Norðurkoti ( FSNN)                                                    kr. 150.000    

Félag sumarhúsaeigenda í Sólbrekku í landi Syðri-Brúar                               kr. 150.000  

Félag sumarhúsaeigenda í Bjarkarborgum í landi Minni-Borga                    kr. 200.000  

Félag sumarhúsaeigenda í Rimamóum í landi Þórisstaða                               kr. 200.000  

Félag sumarhúsaeigenda í Öndverðarnesi                                                       kr. 300.000  

Félag sumarhúsaeigenda við Skógarholt í Ásgarðslandi                                 kr. 100.000  

Félag sumarhúsaeigenda í Nesjaskógi við Hestvík                                          kr. 300.000  

Félag sumarhúsaeigenda í Miðborgum í landi Miðengis                                kr. 150.000  

Félag sumarhúsaeigenda í Farengi/Miðborgum í landi Miðengis                  kr. 150.000

Félag sumarhúsaeigenda við Kjarrbraut í Vaðneslandi                                       kr. 200.000    

Félag sumarhúsaeigenda við Brúnaveg í  Ásgarðslandi                                       kr. 200.000    

Félag sumarhúsaeigenda við Klausturhól í landi Klausturhóla                           kr. 200.000

Félag sumarhúsaeigenda við Stangarlæk í landi Þóroddsstaða                           kr. 150.000    

Félag sumarhúsaeigenda  við Heiðarbraut og Smámýraveg (Heiðarvinir)    kr. 100.000  

Sveitarstjórn felur samgöngunefnd að leggja fram drög að samræmdum reglum um úthlutun og eftirlit vegstyrkja til frístundabyggðar.

5.   Beiðni um umsögn vegna umsóknar Sunnlenskrar orku ehf. um rannsóknarleyfi.
Fyrir liggur beiðni Sunnlenskrar orku ehf. vegna umsóknar um rannsóknarleyfi. Sveitarstjórn leggst gegn veitingu leyfisins.

6.   Bréf frá Lögmannsstofu Guðmundar Þórðarsonar, f.h. EJ fjárfestinga vegna skráningar sumarhúss að Lækjarbakka 31.
Fyrir liggur bréf frá Lögmannsstofu Guðmundar Þórðarsonar fyrir hönd EJ fjárfestinga vegna skaðabóta á hendur sveitarfélaginu vegna meintra mistaka við skráningu á stærð sumarhússins að Lækjarbakka 31. Óskað var eftir aðstoð frá Óskari Sigurðssyni hrl til að svara bréfinu og hafnaði Óskar skaðabótakröfunni á þeirri forsendu að sveitarfélagið og embætti byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóa geti ekki borið ábyrgð á meintum mistökum við skráningu fasteignarinnar eða meintu fjártjóni sem EJ fjárfestingar telja sig hafa orðið fyrir. EJ fjárfestingar hafa ekki sýnt fram á lögvarða hagsmuni vegna þessa máls eða hvaða meinta tjón félagið telur sig hafa orðið fyrir og hvernig það geti tengst meintum mistökum við skráningu fasteignarinnar. Sveitarstjórn staðfestir bréf Óskars.

7.   Bréf frá Magnúsi Guðlaugssyni hrl. f.h. Hólmars B. Pálssonar vegna kröfu um leiðréttingu fasteignagjalda.
Fyrir liggur bréf frá Magnúsi Guðlaugssyni hrl fyrir hönd Hólmars B. Pálssonar vegna kröfu um leiðréttingu fasteignagjalda á gistiskálanum að Móaflöt 2-11 í landi Minni-Borga. Krafist er að fasteignin sem er í skattflokki atvinnurekstrar verði færð í almennan skattflokk þar sem fasteignin hefur aldrei verið notuð til atvinnurekstrar. Einnig er krafist endurgreiðslu á fasteignagjöldunum fjögur ár aftur í tímann vegna þessa. Sveitarstjórn hafnar því að endurgreiða fasteignagjöldin á grundvelli þess að lóðin er skráð sem viðskipta- og þjónustulóð skv. deiliskipulagi og hús almennt skráð í samræmi við tegund lóðar. Húsið var ekki byggt fyrr en árið 2008 og því aðeins innheimt fasteignagjöld vegna ársins 2009 og 2010. Sveitarstjóra er falið að svara bréfinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins.

8.   Beiðni Sesseljuhúss á Sólheimum um stuðning Grímsnes- og Grafningshrepps við uppbyggingu og framkvæmd háskólanáms í Sesseljuhúsi umhverfissetri á Sólheimum.
Fyrir liggur beiðni Sesseljuhúss á Sólheimum um fjárstuðning Grímsnes- og Grafningshrepps við uppbyggingu og framkvæmd háskólanáms í Sesseljuhúsi. Á fundi sveitarstjórnar þann 22. september s.l. tók sveitarstjórn jákvætt í erindið en óskaði jafnframt eftir frekari skilgreiningu á umfangi verkefnisins og mögulegri tengingu við atvinnulífið. Sú skilgreining er komin og samþykkir sveitarstjórn að styrkja verkefnið um kr. 250.000 og óskar jafnframt eftir kynningu á starfseminni. Guðmundur Ármann vék af fundi við afgreiðslu málsins.

9.   Bréf frá Sorpstöð Suðurlands um nýjan urðunarstað á Suðurlandi.
Fyrir liggur bréf frá Sorpstöð Suðurlands um nýjan urðunarstað á Suðurlandi. Sveitarstjórn lýsir vilja sínum til að finna mögulegan urðunarstað á Suðurlandi í samstarfi við Sorpstöð Suðurlands.

10.  Önnur mál.

a)     Fundargerð 2. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps 18.10 2010.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)    Reglur Leikskólans Kátuborgar.
Fyrir liggur að endurskoða þurfi reglur Leikskólans Kátuborgar. Reglurnar fóru fyrir 2. fund fræðslunefndar og vísaði fræðslunefnd 12. gr. reglnanna til sveitarstjórnar á grundvelli þess að sveitarstjórn fer með fjármál sveitarfélagsins. Sveitarstjórn er búin að yfirfara reglurnar og samþykkir þær eins og þær liggja fyrir á fundinum. Reglurnar verða í kjölfarið settar á heimasíðu Kátuborgar og leikskólastjóra falið að koma þeim boðum til foreldra leikskólabarna að lesa reglurnar.

c)     Tilboð frá Stangveiðfélagi Reykjavíkur í leigu á veiðrétti í landi Ásgarðs í Soginu.
Fyrir liggur tilboð frá Stangveiðfélagi Reykjavíkur í leigu á veiðrétti í landi Ásgarðs í Soginu. Um er að ræða 2 stangir í laxveiði og 3 silungastangir ásamt afnotum af veiðihúsinu á veiðitímanum. Sveitarstjórn frestar erindinu til næsta fundar því þá liggja fyrir tilboð í eignina í kjölfar auglýsingar um  sölu eignarinnar.

 

 Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  194. stjórnarfundar 07.10 2010.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 124. stjórnarfundar 04.10 2010.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 129. stjórnarfundar 01.10 2010.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.  Fundargerð  5. aðalfundar 13. september 2010.
Atvinnuþrónuarfélag Suðurlands.  Fundargerð  295. stjórnarfundar 05.10 2010.
Atvinnuþrónuarfélag Suðurlands. Minnisblað um verkefni starfsmanna.
Héraðsráð Héraðsnefndar Árnesinga. 168. fundur, 07.09 2010.
Aðalfundur Suðurlandsvegar ehf.
Fyrir liggur á fundinum tillaga um að félagið verði lagt niður.
Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti vegna áætlunar um heildargreiðslu sveitarfélaga á almennum húsaleigubótum fjárhagsárið 2011 miðað við grunnfjárhæðir bóta.
Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti vegna áætlunar um heildargreiðslu sveitarfélaga á sérstökum húsaleigubótum fjárhagsárið 2011.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 777. stjórnarfundar, 22.09 2010.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 778. stjórnarfundar, 29.09 2010.
Samband íslenskra sveitarfélaga. Námskeið um aðgerðaráætlanir í jafnréttismálum 1. – 2. nóvember 2010.
Samband íslenskra sveitarfélaga. Ráðstefna um almannavarnir í sveitarfélögum þann 21. október 2010.
Umboðsmaður barna. Leikskólaganga barna og vanskil foreldra.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti, dagur íslenskrar tungu þann 16. nóvember n.k.
Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. Fundargerð stjórnarfundar þann 12.10 2010.

            

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 11:35

Getum við bætt efni síðunnar?