Sveitarstjórn
Oddviti leitaði afbrigða
a) Kjör fulltrúa á aukaaðalfund Atvinnuþróunarfélags Suðurlands þann 3. desember n.k.
b) Fulltrúi í starfshóp um frárennslis- og vatnsöflunarmál umhverfis Þingvallavatn.
c) Tilflutningur á málefnum fatlaðra yfir til sveitarfélaga.
Mál til kynningar færð upp sem dagskrárliðir:
d) Bréf frá Umhverfisstofnunar vegna refaveiða á uppgjörstímabilinu 1. september 2010 til 31. ágúst 2011.
e) Nordisk energi kommune. Samkeppni um „Norrænt orkusveitarfélag“.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. október 2010.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. október 2010 lá frammi á fundinum.
Vegna liðar 2b, fulltrúi minnihlutans á sæti í fræðslunefnd og er fallið frá bókun fyrri fundar um áheyrnarfulltrúa.
2. Fundargerðir.
a) 28. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 21.10.2010. Mál nr. 4, 14, 15, 16, 17 og 18 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram. Farið yfir mál nr. 4, 14, 15, 16, 17 og 18, þau rædd og staðfest af sveitarstjórn.
b) Fundargerð aðalfundar Byggðasamlags skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóa, 19.10 2010.
Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Byggðasamlags skiplags- og byggingarfulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóa. Breytingar voru gerðar á samþykktum byggðasamlagsins og staðfestir sveitarstjórn þær breytingar. Einnig þarf að tilnefna fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn byggðasamlagsins og samþykkir sveitarstjórn að Gunnar Þorgeirsson verði fulltrúi sveitarfélagsins og Ingibjörg Harðardóttir til vara. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.
3. Verðkönnun endurskoðunar, samaburður á tilboðum.
Á fundi sveitarstjórnar þann 20. október s.l. var samþykkt að fela sveitarstjóra og oddvita að yfirfara þau þrjú tilboð sem komu vegna verðkönnunar endurskoðunar. Samanburður tilboðanna liggur fyrir og er það mat sveitarstjórnar að gengið verði til samninga við endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoppers hf. á grundvelli þeirrar verðhugmyndar sem send var inn og leggja fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Ingibjörg vék af fundi.
4. Tilboð í veiðihús og veiði í Soginu.
Fyrir liggja sex tilboð í veiðihús og veiði í Soginu eftir auglýsingu í fréttamiðlum þann 16. október s.l. Einnig liggja fyrir tvö tilboð í leigu á veiðiréttinum. Sveitarstjórn hafnar þessum sex kauptilboðum en samþykkir að bjóða þeim tveimur aðilum sem þegar hafa sýnt áhuga á leigu að koma með tilboð í veiðirétt og veiðhús (heilsársleigu) tímabundið til þriggja ára.
5. Beiðni iðnaðarnefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða.
Lögð er fram beiðni iðnaðarnefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða. Sveitarstjórn ítrekar fyrri bókun þar sem frumvarpið er lagt fram óbreytt.
6. Beiðni félags- og tryggingarmálanefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um breytingu á barnarverndarlögum, nr 80/2002, með síðari breytingum.
Lögð er fram beiðni félags- og tryggingarmálanefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, með síðari breytingum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.
7. Beiðni umhverfisnefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um mannvirki.
Lögð er fram beiðni umhverfisnefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um mannvirki. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.
8. Beiðni umhverfisnefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um brunavarnir.
Lögð er fram beiðni umhverfisnefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um brunavarnir. Sveitarstjórn gerir athugasemdir við 8. grein þar sem segir að slökkviliði sé falið að bjarga fastklemmdu fólki úr mannvirkjum. Björgunarsveitir hafa sérhæft sig í því verkefni sveitarfélögum að kostnaðarlausu.
9. Beiðni félags- og tryggingarmálanefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um húsnæðismál (uppboðsíbúðir á kaupleigu og lánsheimildir Íbúðalánasjóðs).
Lögð er fram beiðni félags- og tryggingarmálanefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um húsnæðismál. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.
10. Haustfundur Héraðsnefndar Árnesinga.
Fyrir liggur að haustfundur Héraðsnefndar Árnesinga verði haldinn að Gömlu Borg þann 5. nóvember n.k. Sveitarstjórn samþykkir að bjóða fundargestum til hádegis- og kvöldverðar.
11. Sameiginlegur íþrótta- og æskulýðsfulltrúi uppsveita Árnessýslu.
Fyrir liggur ósk um að uppsveitir Árnessýslu þ.e. Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Hrunamannahreppur muni ráða sameiginlegan íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu og mun samkomulagið koma til staðfestingar sveitarstjórnar þegar til þess kemur.
12. Beiðni um styrk frá foreldrafélagi Grunnskóla Bláskógabyggðar.
Fyrir liggur beiðni frá foreldrafélagi Grunnskóla Bláskógbyggðar um styrk til reksturs foreldra félagsins. Sveitarstjórn samþykkir að veita 15.000 kr. styrk til verkefnisins.
13. Önnur mál.
a) Kjör fulltrúa á aukaaðalfund Atvinnuþróunarfélags Suðurlands þann 3. desember n.k.
Fulltrúar á aukaaðalfund Atvinnuþróunarfélag Suðurlands sem haldin verður á Hvolsvelli þann 3. desember 2010. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson, oddviti og Guðmundur Ármann Pétursson verði fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfundinum og Hörður Óli Guðmundsson og Ingvar G. Ingvarsson til vara.
b) Fulltrúi í starfshóp um frárennslis- og vatnsöflunarmál umhverfis Þingvallavatn.
Tilnefna þarf fulltrúa í starfshóp um frárennslis- og vatnsöflunarmál umhverfis Þingvallavatn. Samþykkt er að Hörður Óli Guðmundsson, verði fulltrúi sveitarfélagsins í starfshópnum og Gunnar Þorgeirsson til vara.
c) Tilflutningur á málefnum fatlaðra yfir til sveitarfélaga.
Sveitarstjórn lýsir yfir áhyggjum sínum að ekki er enn komið fram frumvarp um yfirfærslu á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga. Sveitarstjórn hvetur til þess að frumvarpið verði lagt fram þannig að eyða megi óvissu um málaflokkinn og þar með talið framtíð Sólheima.
d) Bréf frá Umhverfisstofnun vegna refaveiða á uppgjörstímabilinu 1. september 2010 til 31. ágúst 2011.
Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun vegna refaveiða á uppgjörstímabilinu 1. september 2010 til 31. ágúst 2011. Sveitarstjórn vísar til fjárhagáætlunargerðar 2011.
e) Nordisk energi kommune. Samkeppni um „Norrænt orkusveitarfélag“.
Fyrir liggur bréf frá Nordisk energi kommune vegna samkeppni um norræn orkusveitarfélög. Sveitarstjórn vísar erindinu til atvinnumálanefndar.
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 195. stjórnarfundar 19.10 2010.
Nordisk energi kommune. Samkeppni um „Norrænt orkusveitarfélag“.
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 779. stjórnarfundar, 13.10 2010.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga. Ársskýrsla 2009
-liggur frammi á fundinum-
Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti um áætlaða úthlutun aukaframlaga Jöfnunarsjóðs 2010.
Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi, Landnotkunarsetur.
Bréf frá Fiskistofu um réttindi og skyldur sveitarfélaga við ýmis konar framkvæmdir í og við veiðivötn.
Bréf frá Umhverfisstofnun vegna refaveiða á uppgjörstímabilinu 1. sepember 2010 til 31. ágúst 2011.
Bréf frá Neytendastofu vegna verðkönnunar á skólamáltíðum í grunnskólum.
Bréf frá Þjóðskrá vegna kosningar til stjórnlagaþings.
Bréf frá Velferðarvaktinni um aðgæslu þegar ákvarðanir eru teknar í hagræðingarskyni.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 11:35