Sveitarstjórn
Varaoddviti leitar afbrigða við útsenda dagskrá.
Samþykkt samhljóða.
a) Þjónustusamningur við Loftmyndir ehf.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. september 2019.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. september 2019 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 14. fundar húsnefndar, 1. september 2019.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 14. fundargerð húsnefndar, dagsett 1. september 2019. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Mál nr. 1: Húsvörður.
Fyrir liggur að núverandi húsvörður muni láta af störfum um næstu áramót. Í starfi húsvarðar felst að vera húsvörður félagsheimilisins Borgar, skólahúsnæði Kerhólsskóla og stjórnsýsluhúss sveitarfélagsins. Húsnefnd Félagsheimilisins Borgar leggur til við sveitarstjórn að starfi húsvarðar verði skipt upp og að félagsheimilið verði aðskilið frá stjórnsýsluhúsi og skólahúsnæði. Að auglýst verði eftir húsverði sem eingöngu sér um félagsheimilið, útleigu þess, þrif og eftirlit og að íbúð á efri hæð hússins geti fylgt starfi húsvarðar sé þess þörf. Jafnframt leggur húsnefndin áherslu á að í umsóknum um starf húsvarðar komi fram framtíðarsýn umsækjenda á notkun og útleigu hússins. Sveitarstjóra falið að auglýsa stöðuna í samræmi við umræður á fundinum.
b) Fundargerð 183. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 11. september 2019.
Mál nr. 12 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 183. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 11. september 2019. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 12: 1908004F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 105.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 4. september 2019.
c) Fundargerð frá fundi Oddvitanefndar UTU, 2. september 2019.
Mál nr. 4 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð frá fundi Oddvitanefndar UTU, dagsett 2. september 2019. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Mál nr. 4: Framtíðin.
Farið var yfir fundargerð oddvitanefndar UTU frá 2. september s.l. Þar var farið yfir seyruverkefnið í heild sinni, hvernig sumarið gekk, stöðuna varðandi tæmingar, þjónustustig, framtíðina, kostnaðarskiptingu og verkstöðu á byggingu aðstöðuhúss á Flúðum. Jafnframt er lagt til að ráðinn verði sameiginlegur starfsmaður inn í seyruverkefnið sem tengiliður milli fasteignaeiganda og seyruverkefnisins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ráðningu umrædds starfsmanns og að Ingibjörg Harðardóttir sitji í starfshópi um ráðninguna. Sveitarstjórn óskar jafnframt eftir upplýsingum um áætlaðan kostnað þegar hann liggur fyrir.
d) Fundargerð 65. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 8. maí 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
e) Fundargerð 66. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 12. júní 2019
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 66. fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. dagsett 12. júní 2019. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Mál nr. 1: Ársreikningur
Ársreikningur embættisins lagður fram og yfirfarinn. Rekstur embættisins kostaði 143.753.294 kr. og var seld þjónusta embættisins 7.364.746 kr. Framlög sveitarfélaganna voru 136.388.548 kr. og er kostnaðarskipting sveitarfélaganna eftirfarandi:
Grímsnes- og Grafningshreppur 45.711.800 kr. eða 33,5%
Bláskógabyggð 37.005.373 kr. eða 27,1%
Skeiða- og Gnúpverjahreppur 18.948.793 kr. eða 13,9%
Flóahreppur 13.770.229 kr. eða 10,1%
Hrunamannahreppur 11.810.729 kr. eða 8,7%
Ásahreppur 9.141.625 kr. eða 6,7%
Sveitarstjórn staðfestir ársreikninginn og minnir á að í samþykktum fyrir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita bs. stendur „að ársfund samlagsins skuli halda einu sinni á ári að jafnaði á hausti“. Enginn ársfundur var haldinn árið 2018 og komið er að hausti þessa árs og ekki komið fundarboð enn. Sveitarstjórn var búin að óska eftir breytingum á samþykktum samlagsins vegna kostnaðarskiptingar þar sem tæknisvið embættisins hefur verið lagt niður. Sveitarstjórn ítrekar mikilvægi þess að samþykktir embættisins verði skoðaðar og þar með kostnaðarskipting aðildarsveitarfélaganna.
f) Fundargerð 67. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 10. júlí 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
g) Fundargerð 5. fundar stjórnar Laugaráslæknishéraðs, 11. september 2019.
Mál nr. 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 5. fundargerð stjórnar Laugaráslæknishéraðs, dagsett 11. september 2019. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Mál nr. 2: Atvinnumálastefna Uppsveitanna.
Lögð var fram tillaga að sameiginlegri atvinnustefnu fyrir aðildarsveitarfélögin samhliða vinnu við sóknaráætlun SASS. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps.
h) Fundargerð 10. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 3. september 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
i) Fundargerð 4. fundar byggingarnefndar Búðarstígs 22, 3. september 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2019.
Kynnt er að fjármálaráðstefna sveitarfélaganna verður haldin á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík dagana 3. og 4. október n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fimm fulltrúar úr sveitarstjórn eigi kost á að fara á ráðstefnuna.
4. Bréf frá Persónuvernd um úttekt Persónuverndar á tilnefningu persónuverndarfulltrúa.
Fyrir liggur bréf frá Persónuvernd, dagsett 26. ágúst 2019 vegna úttektar persónuverndar á tilnefningu persónuverndarfulltrúa. Bréfið lagt fram til kynningar.
5. Bréf frá Jafnréttisráði þar sem óskað er eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2019.
Fyrir liggur bréf frá Jafnréttisráði, dagsett 2. september 2019 þar sem óskað er eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2019. Bréfið lagt fram til kynningar.
6. Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um jafnlaunavottun sveitarfélaga.
Fyrir liggur minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 3. september 2019 um jafnlaunavottun sveitarfélaga. Minnisblaðið lagt fram til kynningar.
7. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem upplýst er að í ár verði minningardagur um þá sem hafa látist í umferðarslysum þann 17. nóvember.
Fyrir liggur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett 27. ágúst 2019 þar sem upplýst er að í ár verði minningardagur um þá sem hafa látist í umferðarslysum, þann 17. nóvember n.k. Bréfið lagt fram til kynningar.
8. Bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem óskað er eftir upplýsingum vegna skýrslu um samkeppnisrekstur opinberra aðila.
Fyrir liggur bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett 3. september 2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum vegna skýrslu um samkeppnisrekstur opinberra aðila. Sveitarstjóra / oddvita falið að vinna málið áfram.
9. Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 818/2019.
Fyrir liggur Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 818/2019, dagsettur 10. september 2019. Úrskurðurinn lagður fram til kynningar.
10. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Kerbyggð 9, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 30. ágúst 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Kerbyggð 9, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.
11. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Kerbyggð 11, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 30. ágúst 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Kerbyggð 11, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.
12. Bréf frá Guðna Geir Einarssyni, sérfræðing hjá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem sveitarfélaginu er bent á að kynna sér drög að nýjum reglum um um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga sem hafa verið birtar á samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.
Fyrir liggur bréf frá Guðna Geir Einarssyni, sérfræðing hjá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett 3. september 2019 þar sem sveitarfélaginu er bent á að kynna sér drög að nýjum reglum um um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga sem hafa verið birtar á samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Lagt fram til kynningar.
13. Birtar til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.
Fyrir liggur að birtar eru til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.
14. Birt til umsagnar frá Forsætisráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um þjóðlendur og afmörkun eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998.
Fyrir liggur að birt er til umsagnar frá Forsætisráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um þjóðlendur og afmörkun eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998. Lagt fram til kynningar.
15. Önnur mál.
a) Þjónustusamningur við Loftmyndir ehf.
Fyrir liggur þjónustusamningur við Loftmyndir ehf. um viðhald á landfræðilegum gögnum. Samningurinn tekur mið af eldri samningi milli sem milli Loftmynda og aðildarsveitarfélaga Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.
Til kynningar
- Leikfélagið Borg, ársreikningur 2018.
- Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 873. stjórnarfundar, 30.08 2019.
- Vottunarfélagið Tún, fundargerð aðalfundar 27.08.19.
- Persónuvernd, ársskýrsla 2018.