Sveitarstjórn
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. október 2019.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. október 2019 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 82. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 30. september 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b) Fundargerð oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS),
8. október 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð 38. stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 4. október 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Staða fjárhagsáætlunar 2019.
Farið var yfir stöðu bókhalds og borið saman við fjárhagsáætlun ársins 2019 eftir fyrstu níu mánuði ársins.
4. Viðauki við fjárhagsáætlun 2019.
Fyrir liggur útfærsla á viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna ýmissa breytinga sem liggur fyrir að þurfi að gera. Jafnframt er bætt við fjárhagsáætlun ársins 2019 greiðslur frá íslenska ríkinu vegna Hæstaréttardóms í svokölluðu „Jöfnunarsjóðsmáli“ og kaup sveitarfélagsins á jörðinni Björk 1 sem keypt var á uppboði þann 3. júlí s.l.
Með viðaukanum eykst hagnaður A og B hluta ársins 2019 um 483,7 milljónir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka og felur sveitarstjóra að tilkynna hann til viðeigandi aðila.
5. Aðalfundur Bergrisans bs.
Fyrir liggur að aðalfundur Bergrisans bs. verður haldinn miðvikudaginn 23. október n.k. í Ráðhúsi Árborgar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ása Valdís Árnadóttir og Ingibjörg Harðardóttir verði fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfundinum og Smári Bergmann Kolbeinsson og Björn Kristinn Pálmarsson til vara.
6. Aðalfundur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.
Fyrir liggur að aðalfundur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings verður haldinn miðvikudaginn 23. október n.k. í Þingborg. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ása Valdís Árnadóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og Ingibjörg Harðardóttir til vara.
7. Jafnlaunavottun.
Oddviti fór yfir stöðu mála. Gert er ráð fyrir að undirbúningsvinna hefjist í nóvember. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ingibjörg Harðardóttir verði fulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps í þessari vinnu.
8. Þjónustufulltrúi seyruverkefnis.
Oddviti kynnti starfslýsingu fyrir þjónustufulltrúa seyruverkefnis og tillögu að kostnaðarskiptingu bæði vegna starfsmanns og seyruverkefnisins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýst verði eftir starfsmanni seyruverkefnis á grundvelli starfslýsingar og áætlaðs kostnaðar. Kostnaðarskiptingin hefur ekki fengið umfjöllun í oddvitanefnd uppsveita og óskar sveitarstjórn eftir að málið verði tekið fyrir og rætt í oddvitanefnd uppsveita. Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir því að oddvitanefnd leggi fram heildartillögu að kostnaðarskiptingu þar sem sama prósentutala er notuð við skiptingu hvort sem það eru fjárfestingar, rekstur verkefnisins, starfsmannsins og bílsins.
9. Snjómokstur.
Fyrir liggja drög að verðkönnun í helmingamokstur með Vegagerðinni. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita / sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
10. Úrskurður frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í máli SRN18030100, kæra Grímsnes- og Grafningshrepps á ákvörðun Þjóðskrár Íslands.
Fyrir liggur úrskurður frá Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu í máli SRN18030100 þar sem sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps kærir ákvörðun Þjóðskrár Íslands um skráninguna „óstaðsettir í hús“. Niðurstaða ráðuneytisins er að Þjóðskrá Íslands sé heimilt að flytja fólk milli sveitarfélaga „óstaðsett í hús“.
Sveitarstjórn harmar að ekki séu til skýrari lagaákvæði um skráningu óstaðsettra í hús. Í Grímsnes- og Grafningshreppi hefur „óstaðsettum í hús“ fjölgað um 120% á einungis hálfu ári (fyrrihluta árs 2019). Ný lög tóku gildi 1. janúar 2019 nr. 80/2018 og þykir miður að ekki sé tekið á þessu máli þar. Fyrir sveitarfélög eins og Grímsnes- og Grafningshrepp sem hafa gríðarlegan fjölda frístundahúsa þá getur slík skráning haft ófyrirsjáanleg áhrif á lögskyld verkefni sveitarfélagsins, bæði í framkvæmd og kostnaði. Nær ómögulegt er fyrir sveitarfélög að stýra íbúaþróun í gegnum skipulag eins og sveitarfélögum er uppálagt þegar þessi möguleiki er fyrir hendi. Í lagaákvæðum þarf einnig að koma skýrt fram hver sé ábyrgð sveitarfélagsins þegar óstaðsettir í hús með ekkert staðfang óska eftir þjónustu og ganga eftir meintum réttindum sínum.
11. Skólaþing 2019.
Fyrir liggur að skólaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verði haldið mánudaginn 4. nóvember n.k. í Reykjavík. Sveitarstjórn hvetur fræðslunefnd og áheyrnarfulltrúa hennar og fulltrúa ungmennaráðs til að fara á þingið.
12. Orkufundur 2019.
Fyrir liggur að Orkufundur 2019 verður haldinn fimmtudaginn 7. nóvember n.k í Reykjavík. Lagt fram til kynningar.
13. Aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi.
Fyrir liggur að aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi verður haldinn sunnudaginn 20. október n.k. í Reykjavík. Lagt fram til kynningar.
14. Beiðni Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011 (staðsetning áfengisverslunar), 53. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.
15. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 41. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.
16. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.
17. Birt til umsagnar frá Forsætisráðuneytinu mál nr. 230/2019, „Mælikvarðar um hagsæld og lífsgæði“.
Fyrir liggur að birt er til umsagnar frá Forsætisráðuneytinu mál nr. 230-2019, „Mælikvarðar um hagsæld og lífsgæði“. Lagt fram til kynningar.
Til kynningar
- Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 285. stjórnarfundar 02.10 2019.
- Fundargerð 285. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 2. október 2019 liggur frammi á fundinum.
Sveitarstjórn óskar eftir upplýsingum og rökstuðningi frá stjórn SOS um hvernig staðið var á vali á fyrirtæki til móttöku og ráðstöfunar á brennanlegum úrgangi.
- Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 874. stjórnarfundar, 27.09 2019.