Fara í efni

Sveitarstjórn

468. fundur 31. október 2019 kl. 09:30 - 10:15 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
  • Ása Valdís Árnadóttir í gegnum fjarfundarbúnað.
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Landsréttur, dómur nr. 821/2018, Grímsnes- og Grafningshreppur gegn Hallfríði Kristinsdóttur og Hlyni Þór Björnssyni.  

Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vegna dóms Landsréttar frá 25. október 2019 í máli nr. 821/2018 (Grímsnes- og Grafningshreppur gegn Hallfríði Kristinsdóttur og Hlyni Þór Björnssyni) en málið varðar hvort heimfærsla sumarhúss sem var skráð fyrir heimagistingu á grundvelli laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald á árinu 2017 undir gjaldflokk c-liðar 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga hafi verið lögmæt. Í dóminum var komist að þeirri niðurstöðu að borið hefði að heimfæra fasteignina undir gjaldflokk a-liðar 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995.

 Álagning fyrir árin 2017 og 2018 verður ekki leiðrétt á meðan beðið er niðurstöðu æðri dómstóla.

 Sveitarstjórn samþykkir að haga álagningu fasteignaskatts á fasteignir innan sveitarfélagsins sem skráðar eru fyrir heimagistingu á grundvelli framangreindra laga, í samræmi við framangreinda dómsniðurstöðu, með því skilyrði að gerður verði fyrirvari um réttmæti álagningarinnar, á meðan beðið er niðurstöðu æðri dómstóla um lögmæti álagningar  Grímsnes- og Grafningshrepps í framangreindu dómsmáli, komi til þess. Það skal áréttað að með framangreindri tilhögun á álagningu fasteignaskatts fyrir árin 2019 og 2020 felst ekki viðurkenning á lögmæti niðurstöðu hins áfrýjaða dóms, enda álagning gerð með skýrum fyrirvara.

 Smári Bergmann Kolbeinsson greiddi atkvæði gegn áfrýjun málsins.

Getum við bætt efni síðunnar?