Fara í efni

Sveitarstjórn

470. fundur 20. nóvember 2019 kl. 09:00 - 13:50 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða við útsenda dagskrá.

Samþykkt samhljóða.

 a)      Brennu- og skoteldaleyfi.

b)      Beiðni um styrk frá Villiköttum.

c)      Næsti fundur sveitarstjórnar.

 1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. nóvember 2019.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. nóvember 2019 liggur frammi á fundinum.

 2.        Fundargerðir.

a)      Fundargerð 34. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 12. nóvember 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 b)     Fundargerð 84. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. nóvember 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 c)      Fundargerð 186. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 13. nóvember 2019.

Mál nr. 13, 14, 15, 16 og 20 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 186. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 13. nóvember 2019. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 13: 1909057 - Villingavatn (L170954); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús.

Fyrir liggur umsókn Stefáns D. Ingólfssonar f.h. Páls Enos, dags. 19. september 2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 122,4 m2 á sumarhúsalóðinni Villingavatn (L170954) í Grímsnes- og Grafningshreppi ásamt niðurrifum á sumarhúsi mhl 01, 37,4 m2 og bátaskýli mhl 02, 31,1 m2.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir 122 m2 sumarhúsi, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

Mál nr. 14: 1911006 - Mýrarkot; Sumarbústaðarhverfi; Breyting á skilmálum; Deiliskipulagsbreyting.

Fyrir liggur umsókn Erlends Salómonssonar f.h. Félags lóða- og sumarhúsaeigenda við Héðinslæk í landi Mýrarkots, dags. 3. nóvember 2019 um breytingu á skipulagsskilmálum er varða byggingarefni og byggingarlag. Tillaga að skilmálabreytingu varðar stærð, fjölda og staðsetningu húsa á lóð, nýtingarhlutfall og hæðir húsa.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

Mál nr. 15: 1902037 - Neðra-Apavatn lóð (L169296); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús með risi.

Fyrir liggur umsókn Finnu Birnu Steinsson og Baldurs Hafstað, dags. 1. mars 2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús með svefnlofti 137,7 m2  á sumarhúsalóðinni Neðra-Apavatn (L169296) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir sumarhúsi. Við grenndarkynningu umsóknar, bæði upphaflegrar umsóknar sem og kynningar á breyttum aðaluppdráttum, bárust athugasemdir frá Margréti Kristínu Sigurðardóttur, eiganda lands nr. 7 (landeignanúmer 169321), þar sem mótmælt var legu vegar að lóð umsækjenda. Ekki voru gerðar athugasemdir við fyrirhuguð byggingaráform, eingöngu legu vegarins. Í gögnum málsins liggur fyrir undirrituð yfirlýsing, dags. 24. og 26. nóvember 2018 frá eigendum lands nr. 7 og lands nr. 8 (landeignanúmer 169296) þar sem þeir lýsa sig samþykka því vegarstæði sem merkt hefur verið á mörkum landareigna þeirra og liggur að landareign umsækjenda. Þá liggur líka fyrir undirrituð yfirlýsing eiganda lands nr. 7, dags. 22. maí 2019 þar sem samþykkt er merking vegar samkvæmt afstöðuuppdrætti og er yfirlýsingin rituð á afstöðuuppdráttinn sjálfan sem sýnir vegarstæðið og legu þess að lóð umsækjenda. Athugasemdir eiganda lands nr. 7 lúta fyrst og fremst að því að vegurinn sem sýndur er á afstöðuuppdrætti og hún áður áritað um samþykki sé ekki á réttum stað og hún hafi verið blekkt til að skrifa undir uppdráttinn. Samkvæmt því liggur fyrir að ekki er talinn vera ágreiningur um að umsækjendur eiga umferðarrétt að landareign sinni. Því samþykkir sveitarstjórn umsókn umsækjenda. Það er ekki hlutverk sveitarstjórnar að taka afstöðu til ásakana um að beitt hafi verið blekkingum við að afla samþykkis vegna lagningar umrædds vegar. Úr slíkum ágreiningi verður einvörðungu leyst fyrir dómstólum.

 Mál nr. 16: 1909071 - Klausturhólar sumarhúsalóðir; Breyting á mænishæð; Deiliskipulagsbreyting.

Fyrir liggur umsókn Jóns G. Magnússonar f.h. Fagraþings, dags. 19. september 2019 um tillögu að breytingu á skilmálum gildandi deiliskipulags sumarhúsalóða í landi Klausturhóla. Umsókninni fylgir breytingartillaga unnin af Pétri H. Jónssyni þar sem breyting er gerð á mænishæð húsa úr 5m í 6m frá jörðu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

Mál nr. 20: 1910001F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 108.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 6. nóvember 2019.

 d)     Fundargerð 69. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 30. október 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 e)      Fundargerð 70. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 13. nóvember 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 f)       Fundargerð 34. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 9. október 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 g)      Fundargerð 35. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 12. nóvember 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 h)     Fundargerð 1. verkfundar um Seyrustaði – vinnsluhús, 13. ágúst 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 i)       Fundargerð 2. verkfundar um Seyrustaði – vinnsluhús, 3. september 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 j)       Fundargerð 3. verkfundar um Seyrustaði – vinnsluhús, 11. október 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 k)     Fundargerð 4. verkfundar um Seyrustaði – vinnsluhús, 5. nóvember 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynninga.r

 l)       Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu, 27. ágúst 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 m)   Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu, 26. september 2019.

Mál nr. 1 og 5 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram fundargerð framkvæmdarráðs Almannavarna Árnessýslu, dagsett 26. september 2019. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

       Mál nr. 1: Samþykktir A.Á.

Fyrir liggja samþykktir Almannavarna Árnessýslu yfirfarnar og leiðréttar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samþykktir.

Mál nr. 5: Fjárhagsáætlun 2020.

Fyrir liggur fjárhagsáætlun Almannavarna Árnessýslu fyrir fjárhagsárið 2020. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

 n)     Fundargerð aðalfundar Bergrisans bs., 23. október 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 o)      Fundargerð 39. stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 7. nóvember 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 3.        Staða fjárhagsáætlunar 2019.

Farið var yfir stöðu bókhalds og borið saman við fjárhagsáætlun ársins 2019 eftir fyrstu 10 mánuði ársins.

 4.        Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2020.

Fyrir liggja tillögur að gjaldskrám og álagningu gjalda vegna ársins 2020.

  Útsvarshlutfall      árið 2020 verði óbreytt 12,44%.

 Fasteignaskattur      A, 0,465% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.

Fasteignaskattur B, 1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.

Fasteignaskattur C, 1,65% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum.

             5% staðgreiðsluafsláttur verður veittur af fasteignaskatti til fasteignaeigenda sem staðgreiða álagninguna fyrir 6. mars 2020.

 Afsláttur er af fasteignaskatti íbúðarhúsa til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri eða 75% öryrkjar og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign. Afsláttur er hlutfallslegur og miðast við tekjur síðastliðins árs samkvæmt skattframtali. Til tekna teljast bæði launatekjur og fjármagnstekjur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

 Tekjumörk vegna afsláttar ársins 2020 eru eftirfarandi:

Tekjur einstaklinga                          Tekjur hjóna                                     Niðurfelling

Allt að 3.485.000                               Allt að 5.240.000                                           100%

Milli 3.485.001 – 4.069.000              Milli 5.240.001 – 6.031.000                           75%

Milli 4.069.001 – 4.646.000              Milli 6.031.001 – 6.830.000                           50%

Milli 4.646.001 – 5.230.000              Milli 6.830.001 – 7.625.000                           25%

                  

Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda:

Fjárhæðir að 25.000 eru með einn gjalddaga 1. maí, 25.001-90.000 eru með 5 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. júlí og 90.001 og yfir verði með 7 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. september.

 Seyra, seyrulosunargjald vegna kostnaðar við      seyrulosun/fráveitukerfi verði kr. 11.613 á hvert íbúðarhús, sumarhús og      fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingar­skil­málum að hafa rotþró eða vera      tengt viðurkenndu fráveitukerfi.

 Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins og verður það 0,23% af fasteignamati húss. Hámarksálagning verði kr. 50.000 kr. á íbúðarhús.

 Stofngjald fyrir tengingu og lagningu frárennslislagna frá lóðarmörkum við holræsakerfi sveitarfélagsins skal vera kr. 211.750.

 Sorp, álagning vegna sorphirðu og sorpeyðingar fyrir heimilissorp er:

 Sorphirðugjald fyrir íbúðarhús:

Heimilissorp skal flokkað í fjóra flokka og er greitt gjald fyrir tunnueiningu. Tunnueiningin innheldur brúna tunnu fyrir lífrænan úrgang, græna tunnu fyrir plast, bláa tunnu fyrir pappír og gráa tunnu fyrir annan úrgang.

Ílátastærðir                

240 L ílát                       40.959 kr.               

360 L ílát                      60.885 kr.                

660 L ílát                    122.248 kr.    

240 L, stækkun 1          44.678 kr. (stækkun á brún/blá/græn tunnu)

240 L, stækkun 2          49.729 kr. (stækkun á grátunnu)

240 L, stækkun 3          48.396 kr. (stækkun á tveimur tunnum af brún/blá/græn tunnu)

 Sorpeyðingargjald:

Íbúðarhúsnæði                       24.150 kr.

Frístundahúsnæði                  20.370 kr.

Lögbýli                                   11.809 kr.

Fyrirtæki                                39.516 kr.

 Allir fasteignaeigendur sem greiða sorpeyðingargjald fyrir íbúðarhúsnæði og frístundahúsnæði fá afhent klippikort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð í 12 skipti á ári, fyrir samtals 4,5 m3.

Allir fasteignaeigendur sem greiða sorpeyðingargjald fyrir lögbýli fá afhent klippikort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð í 12 skipti á ári, fyrir samtals 9 m3.

Allir fasteignaeigendur sem greiða sorpeyðingargjald fyrir fyrirtæki fá afhent klippikort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð í 12 skipti á ári, fyrir samtals 18 m3.

 Umframmagn er gjaldskylt á móttökustöð, miðast við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er. Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs.

Móttökugjald á einn m3         5.500 kr.

 Gjaldskrá      vatnsveitu:

Vatnsskattur eigna í fasteignaskattsflokki A,  lögbýli/einbýlishús, verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 50.000 á hverja eign/hús. 

Vatnsskattur eigna í fasteignaskattsflokki A í skipulagðri frístundabyggð verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 65.000 og lágmarksálagning verði kr. 25.000 á hús.

Vatnsskattur eigna í fasteignaskattsflokki C verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 170.000 á hverja eign/hús. 

 Tengigjöld vatnsveitu (stofngjöld) fyrir frístundahús og íbúðarhús verða kr. 480.965.

Tengigjöld fyrir lögbýli að meðtöldu einu íbúðarhúsi verða kr. 714.385.

Á þeim lóðum sem ekki hefur verið byggt á en hafa tengst vatni er innheimt fast árgjald kr. 25.000.

Fyrir ný skipulagða frístundabyggð sem tengjast skal vatnsveitu sveitarfélagsins skal landeigandi greiða kr. 45.000 fyrir hverja lóð á skipulagi fyrir lagningu stofnlagnar.

 Gjald fyrir útkall vegna tilkynningar notanda um bilun sem reynist vera í búnaði húseiganda verði kr. 15.375 án vsk á dagvinnutíma en sé leitað eftir þjónustu utan dagvinnutíma reiknast 55% álag.

 Gjaldskráin miðast við að heimtaug í sumarhús sé 20mm.  Velji menn 25mm heimtaug tvöfaldast tengigjaldið og semja verður sérstaklega um sverari heimtaugar.

 Gjaldskrá hitaveitu:

5. gr. A, B, C, D og E-liður gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps er þannig:

A. Hemlagjald (varmagjald):

Sumarbústaðir, snjóbræðslukerfi og notkun samkvæmt sérsamningum skal greiða fyrir hemlagjald. Lágmarksstilling er 3,0 l/mínútu.

Hemlagjald fyrir hvern mínútulíter á mánuði er kr. 2.640.

B. Rúmmetragjald skv. mæli:

Almennt íbúðar- og iðnaðarhúsnæði og gróðurhús skal greiða varmagjald. Varmagjald fyrir hvern rúmmetra vatns er kr. 125,60.

 

Sumarbústaður sem er með mæli og greiðir skv. rúmmetragjaldi skal þó aldrei greiða minna en sem nemur 3,0 l/mínútu eða sem nemur kr. 7.921 á mánuði, sbr. A-liður 5. gr.

Mælagjald á mánuði:

            C1 Stærð mælis/hemils DN 15    1.259 kr.

            C2 Stærð mælis/hemils DN 20    1.800 kr.

            C3 Stærð mælis/hemils DN 25    2.224 kr.

            C4 Stærð mælis/hemils DN 32    2.653 kr.

C5 Stærð mælis/hemils DN 40    3.081 kr.

C6 Stærð mælis/hemils DN 50    4.216 kr.

C. Stofngjöld

            Íbúðarhús allt að 300m3 og gróðurhús allt að 200m3 kr. 672.171 og fyrir hvern rúmmeter/fermetra þar yfir skal greiða 256 kr/m3.

Vélageymslur og gripahús allt að 300m3 kr. 390.732 og fyrir hvern rúmmeter/fermetra þar yfir skal greiða 256 kr/m3.

Fyrir sumarhús er stofngjaldið kr. 672.171.

Gjald fyrir auka mælagrind er kr. 100.311.

Auk stofngjaldsins sem að framan greinir skal greiða 5.032 kr. fyrir hvern lengdarmetra heimæðar frá stofnæð.

D. Önnur gjöld

Lokunargjald verður kr. 18.847 og auka álestur kr. 8.869.

 Gjald fyrir útkall vegna tilkynningar notanda um bilun sem reynist vera í búnaði húseiganda verði kr. 15.375 án vsk á dagvinnutíma en sé leitað eftir þjónustu utan dagvinnutíma reiknast 55% álag.

 Hitaveita Grímsnes- og Grafningshrepps áskilur sér rétt til að beita viðurlögum við rofi á innsigli.

 7.    Lóðaleiga, verði 1% af lóðamati.

 8.    Gatnagerðargjöld, verði óbreytt og jafnframt verði 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum í þéttbýli út árið 2020.

Af hverjum fermetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis, eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:

 

Húsgerð

Hlutfall

Einingarverð/m²
  m.v. hámarksnýtingar   hlutfall kr.*

Einbýlishús með bílgeymslu

8,5%

15.386 kr.

Parhús með/án bílgeymslu

7,5%

13.575 kr.

Raðhús með/án bílgeymslu

7,0%

12.670 kr.

Fjölbýlishús með/án bílgeymslu

4,0%

7.240 kr.

Verslunar-, þjónustu- og annað húsnæði

3,5%

6.335 kr.

Iðnaðarhúsnæði

3,0%

5.430 kr.

Hesthús

3,0%

5.430 kr.

Gróðurhús o.fl. tengt landbúnaði

1,0%

1.810 kr.

*Verð breytist með byggingarvísitölu, viðmið 580,2 stig í janúar 2013.

Fjárhæð gatnagerðargjalds breytist 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins (181.006 kr./m2, byggingarvísitala 580,2 stig fyrir janúar 2013).

 9.    Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Borg, verði eftirfarandi: 

Sund:                fullorðnir, 17-67 ára                                     börn, 10-16 ára

Stakt skipti                              950 kr.                                       450 kr. 

            10 miða kort                        5.000 kr.                                     2.500 kr. 

30 miða kort                      13.000 kr.                                     6.500 kr. 

Árskort                                          35.000 kr.                                   17.500 kr. 

 Þreksalur:

Stakt skipti                           1.500 kr.

10 miða kort                      11.000 kr.

30 miða kort                      21.000 kr.

Árskort                                           35.000 kr.

 Íþróttasalur:

Fullorðinn – 60 mín.              1.500 kr.  

Barn – 60 mín.                           750 kr. 

Hálfur dagur                        12.000 kr. 

Heill dagur                          21.000 kr. 

 Sturta                                          700 kr. 

Leiga á sundfatnaði                   700 kr. 

Leiga á handklæði                     700 kr. 

Handklæði og sundföt            1.000 kr.

 Íbúum með lögheimili í sveitarfélaginu er boðið upp á að kaupa árskort í sund, þreksal og íþróttasal.

Fullorðnir, 17-67 ára                8.000 kr. 

Börn, 10-16 ára                         3.500 kr. 

Íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu geta leigt íþróttasalinn fyrir afmælisveislu barna sinna fyrir kr. 4.500.

 Börn 0-9 ára, ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá frítt í sund, þreksal og íþróttasal.

 10.  Gjaldskrá dagvistargjalda í leikskóladeild Kerhólsskóla:

4 klst. vistun                  7.080 kr.

4,5 klst. vistun               7.965 kr.

5 klst. vistun                  8.850 kr.

5,5 klst. vistun               9.735 kr.

6 klst. vistun                10.620 kr.

6,5 klst. vistun             12.005 kr.

7 klst. vistun                13.390 kr.

7,5 klst. vistun             14.775 kr.

8 klst. vistun                16.160 kr.

8,5 klst. vistun             20.930 kr.

9 klst. vistun                25.700 kr.

 Systkinaafsláttur er 25% fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn og 100% afsláttur fyrir fjórða barn. Systkinaafsláttur dagvistunargjalda er samtengdur systkinaafslætti frístundar.

Afsláttur einstæðra foreldra er 20%.

Afsláttur ef annað foreldri er í fullu námi er 20% en 40% ef báðir foreldrar eru í fullu námi.

 11.  Gjaldskrá frístundar:

Hver klukkustund                   300 kr.

 Systkinaafsláttur er 25% fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn og 100% afsláttur fyrir fjórða barn. Systkinaafsláttur frístundar er samtengdur systkinaafslætti dagvistunargjalda.

Afsláttur einstæðra foreldra er 20%.

Afsláttur ef annað foreldri er í fullu námi er 20% en 40% ef báðir foreldrar eru í fullu námi.

 12.  Gjaldskrá mötuneytis:

Gjaldfrjálst er fyrir börn Kerhólsskóla og frístundar í mötuneyti Kerhólsskóla. Jafnframt er gjaldfrjálst fyrir eldri borgara með lögheimili í sveitarfélaginu í mötuneyti Kerhólsskóla.

Hádegisverður, starfsmanna                 530 kr.

Hádegisverður, kostgangara             1.200 kr.

 13.  Gjaldskrá fyrir Félagsheimilið Borg:

Veislur:

Fermingar – afmæli, dagveislur                 75.000 kr.         

Brúðkaup – afmæli, kvöldveislur                95.000 kr. 

Ættarmót, öll helgin                                  150.000 kr.

Ættarmót, sólarhringur                             75.000 kr.

 Fundir:

Kaffistofa                                             30.000 kr.

Stóri salur                                            45.000 kr.

Allt húsið                                             60.000 kr.

Ráðstefnur, námskeið o.þ.h.               60.000 kr.

 Annað:

Leiga fyrir innansveitarfólk                           23.000 kr.

Leiga á húsi pr.klst                             6.000 kr.  lágmarkstímar eru 5 klst.

Dansleikir                                           samningsatriði

Dúkaleiga, pr. dúk                             1.250 kr.

 Staðfestingargjald, óafturkræft er 30% af gjaldskrá.

 Breytingar þessar taka gildi frá og með 1. janúar 2020.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.

 

 5.        Fjárhagsáætlun 2020-2023, fyrri umræða.

Afgreiðslu málsins frestað.

 6.        Beiðni um styrk frá Landgræðslu ríkisins vegna samstafsverkefnisins „Bændur græða landið“.

Fyrir liggur beiðni um styrk frá Landgræðslu ríkisins til verkefnisins „Bændur græða landið“. Óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 36.000. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

 7.        Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti um leiðbeiningar til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskóla.

Fyrir liggur bréf frá Mennta-og menningarmálaráðuneyti, dagsett 4. nóvember 2019 um leiðbeiningar til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskóla. Bréfið lagt fram til kynningar.

 8.        Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þar sem óskað er eftir upplýsingum og gögnum er varðar vatnsgjald sveitarfélaga.

Fyrir liggur bréf frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti, dagsett 13. nóvember 2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum og gögnum er varðar vatnsgjald sveitarfélaga. Sveitarstjóra falið að svara ráðuneytinu.

 9.        Bréf frá Matvælastofnun vegna niðurfellingar óvirks greiðslumarks.

Fyrir liggur bréf frá Matvælastofnun, dagsett 4. nóvember 2019 þar sem tilkynnt er um niðurfellingu óvirks greiðslumarks. Um er að ræða 13,2 ærgildi frá jörðinni Minni-Borg lnr. 168263 og er hægt að óska eftir innlausn greiðslumarksins til 6. desember n.k. Sveitarstjóra falið að óska eftir innlausn greiðslumarksins. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Sauðfjárræktarfélagið Barm um andvirði greiðslumarksins.

 10.    Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat eigna að Mánabakka 1, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda eigna að Mánabakka 1, dagsett 6. nóvember 2019 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 11.    Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt eru ný markmið og viðmið Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um gæði starfs á frístundaheimilum.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. október 2019 þar sem kynnt eru ný markmið og viðmið Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um gæði starfs á frístundaheimilum. Lagt fram til kynningar.

 12.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 13.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka ofl.), 317. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 14.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um almannatryggingar, almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda sérstakt byggðaframlag, veðsetningu), 320. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 15.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 16.    Snjómokstur.

Fyrir liggur niðurstaða verðkönnunar vegna snjómoksturs í samstarfi við Vegagerðina. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að semja við lægst bjóðanda, Jón Ingileifsson ehf.

 17.    Önnur mál.

a)      Brennu- og skoteldaleyfi.

Fyrir liggur beiðni frá Hjálparsveitinni Tintron um brennu- og skoteldaleyfi fyrir áramótabrennu og flugeldasýningu á Borg þann 31. desember n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita brennu- og skoteldaleyfi.

 b)      Beiðni um styrk frá Villiköttum.

Fyrir liggur beiðni um styrk frá Villiköttum til kaupa á myndavél við handsömun á villiköttum í sveitarfélaginu. Styrkbeiðnin er að fjárhæð kr. 69.800. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi styrkbeiðni.

 c)      Næsti fundur sveitarstjórnar.

Samþykkt er að næsti fundur sveitarstjórnar verði miðvikudaginn 27. nóvember 2019 kl. 13:00.

 Til kynningar

  • Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  286. stjórnarfundar 23.10 2019.
  • Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  287. stjórnarfundar 13.11 2019.
  • Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 200. stjórnarfundar 12.11 2019.
  • SASS. Fundargerð 550. stjórnarfundar 23.10 2019.
  • Samtök atvinnulífsins. Menntun og færni við hæfi – áherslur atvinnulífsins í menntamálum til framtíðar.

-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?