Sveitarstjórn
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. nóvember 2019.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. nóvember 2019 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 27. nóvember 2019.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 27. nóvember 2019 liggur frammi á fundinum.
3. Fundargerðir.
a) Fundargerð 187. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 27. nóvember 2019.
Mál nr. 9, 10 og 11 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 187. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 27. nóvember 2019. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 9: 1911048 - Stóra-Borg lóð 12 L218056; Skagamýri 14; Skipting lands; Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Pálmars K. Sigurjónssonar, dags. 15. nóvember 2019 um breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúða- og landbúnaðarsvæðis í Skagamýri, Grímsnes- og Grafningshreppi. Breytingin tekur til lóðarinnar Skagamýri lóð 14, L218056. Sótt er um að lóðin sem er um 5,0 ha verði skipt upp þannig að önnur lóðin verði 2,80 ha og hin verði 2,08 ha.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin er ekki talin hafa áhrif á aðra hagsmunaaðila á svæðinu. Sveitarstjórn samþykkir einnig að lóðirnar fái heitin Skagamýri 14a og Skagamýri 14b. Björn Kristinn Pálmarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Q21Mál nr. 10: 1911037 - Hestvíkurvegur 8 L170887; Gestahús-bátaskýli; Fyrirspurn.
Lögð er fram fyrirspurn Gunnars Boga Borgarssonar f.h. Önnu Hallgrímsdóttur, dags. 18. nóvember 2019 um hvort heimilað verði að reisa gestahús/bátaskýli á lóð nr. 8 við Hestvíkurveg, L170887. Lóðin er 1890,8 m2 og fyrir er á lóðinni bjálkahús sem skv. fasteignamati er skráð 49,7 m2. Einnig er á lóðinni skráðir matshlutar 02 og 03 bátaskýli, hvort um sig 19,4 m2 sem ekki lengur eru til. Gestahúsið/bátaskýlið sem gert er ráð fyrir verður um 40 m2 timburhús á steyptum grunni. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi í samræmi við fyrirspurn, þegar umsókn um byggingarleyfi liggur fyrir. Umsókn ásamt gögnum um byggingarleyfi skal grenndarkynnt.
Mál nr. 11: 1911003F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 110.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 20. nóvember 2019.
b) Fundargerð frá fundi Oddvitanefndar UTU, 19. nóvember 2019.
Mál nr. 1, 2, 3 og 4 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð oddvitanefndar UTU, dagsett 19. nóvember 2019. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: Þjónustufulltrúi seyruverkefnisins.
Öll aðildarsveitarfélög verkefnisins voru búin að samþykkja ráðningu þjónustufulltrúa en sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps óskaði eftir að frestað yrði ráðningu hans. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýst verði eftir þjónustufulltrúa.
Mál nr. 2: Fjárhagsáætlun 2020.
Sveitarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun seyruverkefnisins með fyrirvara um nánari skýringar á á hækkun gjaldskrár. Nú liggur fyrir önnur gjaldskrá og því samþykkir sveitarstjórn samhljóða fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2020.
Mál nr. 3: Gjaldskrá Seyrustaða 2020.
Sveitarstjórn hafnaði tillögu að gjaldskrá Seyrustaða þar sem ekki lá fyrir hver raunveruleg þörf var á að hækka gjaldskránna. Dregin hefur verið til baka hækkun gjaldskrárinnar nema fyrir móttökugjald annarra aðila sem hækkar um 2,5%. Einnig hefur verið lagfært í gjaldskránni það misræmi að „aðrir aðilar“ greiði minna fyrir losun en aðilar innan verkefnisins í aukalosun. Jafnframt hafnaði sveitarstjórn gjaldskránni þar sem breytt kostnaðarskipting var komin inn í gjaldskránna en samningurinn um verkefnið kveður á um annað.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrána og ítrekar skoðun sína um að samningar skuli standa þar til þeim hefur verið breytt með undirritun allra aðila en mun gera sér þessa skiptingu að góðu þar sem bókað er í fundargerðinni að endurskoða eigi samninginn á útmánuðum 2020.
Mál nr. 4: Fyrirkomulag á samstarfinu og kostnaðarskipting.
Farið var yfir fyrirkomulag samstarfsins og kostnaðarskiptingu. Sveitarstjórn telur ekki heppilegt að svo stöddu að verkefnið verði sett í byggðasamlag. Varðandi kostnaðarskiptingu verkefnisins þá ítrekar sveitarstjórn fyrri bókun sína „Í gildi er samstarfssamningur um verkefnið og telur sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps ekki ástæðu til að gera breytingar á honum að svo stöddu. Ekki liggur fyrir hver fastur kostnaður verkefnisins er né neinn útreikningur á því að fastur kostnaður sé 5% af rekstrinum. Greina þarf betur hver fastur kostnaður er og gögn að liggja fyrir því til hliðsjónar. Leggur sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps til að málið verði skoðað betur og þegar niðurstöður liggja fyrir þá verði samstarfssamningnum breytt. Einnig leggur sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps til að fleiri þættir í samningnum verði skoðaðir svo sem vægi hvers og eins í verkefninu“.
Þar sem öll aðildarsveitarfélögin eru búin að samþykkja umrædda kostnaðarskiptingu mun sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gera sér þessa kostnaðarskiptingu að góðu þetta árið og treystir á loforð um endurskoðun samningsins á útmánuðum 2020. Sveitarstjórn mun ekki samþykkja þessa kostnaðarskiptingu aftur heldur reiknar með að útreikningar og umræður hafi farið fram að ári.
c) Fundargerð 17. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 15. október 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d) Fundargerð 194. fundar fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga, 29. nóvember 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4. Fjárhagsáætlun 2020-2023, seinni umræða.
Fyrirliggjandi tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árin 2020-2023 er tekin til lokaafgreiðslu.
Helstu lykiltölur samstæðureikningsins í þúsundum króna:
2020 2021 2022 2023
Tekjur 1.106.987 1.155.536 1.206.329 1.259.472
Gjöld 1.006.021 1.043.006 1.084.992 1.127.885
Fjármagnsgjöld 29.742 29.767 29.384 28.185
Rekstrarafgangur 71.224 82.764 91.952 103.402
Eignir 2.340.565 2.390.232 2.445.716 2.509.064
Skuldir 938.441 905.344 868.876 828.822
Eigið fé 1.402.124 1.484.888 1.576.840 1.680.242
Fjárfestingar (nettó) 168.600 185.500 176.000 157.000
Ekki er gert er ráð fyrir lántöku né sölu eigna vegna fjárfestinga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárin 2020-2023.
5. Beiðni um styrk frá foreldrafélagi Kerhólsskóla vegna jólaballs.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá foreldrafélagi Kerhólsskóla að fjárhæð kr. 30.000 vegna jólaballs þann 19. desember n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.
6. Aðalfundur Rangárbakka, þjóðarleikvangs íslenska hestsins ehf.
Fyrir liggur bréf frá stjórn Rangárbakka, þjóðarleikvangs íslenska hestsins ehf., dags. 26. nóvember 2019 um að aðalfundur félagsins verði haldinn miðvikudaginn 11. desember n.k. í Rangárhöllinni á Gaddstaðaflötum við Hellu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Bjarni Þorkelsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum.
7. Tölvupóstur frá Birki K. Sigurðssyni þar sem kynnt eru fyrirhuguð skáknámskeið.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Birki K. Sigurðssyni, dags. 24. nóvember 2019 þar sem kynnt eru námskeið og fyrirkomulag þeirra í skák. Sveitarstjórn felur oddvita að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
8. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Minniborg guesthouse, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 20. nóvember 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Minniborg guesthouse, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.
9. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Heimaási, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 25. nóvember 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Heimaási, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu. Smári Bergmann Kolbeinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
10. Birt til umsagnar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð.
Fyrir liggur að birt er tilumsagnar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð. Lagt fram til kynningar.
11. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.
Fyrir liggur beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins, Óskar Sigurðsson hrl.
12. Bréf Hæstaréttar Íslands þar sem tilkynnt er að áfrýjunarbeiðni Grímsnes- og Grafningshrepps í máli Landsréttar nr. 821/2018 er hafnað.
Fyrir liggur bréf frá Hæstarétti Íslands, dagsett 28. nóvember 2019 þar sem tilkynnt er að áfrýjunarbeiðni Grímsnes- og Grafningshrepps í máli Landsréttar nr. 821/2018 er hafnað. Lagt fram til kynningar.
Til kynningar
- Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 288. stjórnarfundar 26.11 2019.
- Sorpstöð Suðurlands. Aðalfundargerð 25.10 2019.
- Hjálparsveitin Tintron, ársskýrsla 2018.
- Hjálparsveitin Tintron, ársreikningur 2018.