Fara í efni

Sveitarstjórn

473. fundur 18. desember 2019 kl. 09:00 - 11:25 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Karl Þorkelsson í fjarveru Smára Bergmanns Kolbeinssonar
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. desember 2019.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. desember 2019 liggur frammi á fundinum.

 2.        Fundargerðir.

a)      Fundargerð 188. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 12. desember 2019.

Mál nr. 7 og 10 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 188. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 12. desember 2019. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 7: 1912011 - Vesturkantur 6 L169407; Skipting lóðar og breyting byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting.

Fyrir liggur umsókn Lárusar Ragnarssonar, dags. 25. september 2019 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar Vesturkantur 6, L169407, í Grímsnes- og Grafningshreppi. Efnislega er málið framhald af umsókn landeigenda um byggingarleyfi vegna endurbyggingar og stækkun á gömlu húsi. Málinu var vísað til skipulagsnefndar sem tók málið til efnislegrar afgreiðslu 27. mars 2019 og síðan í sveitarstjórn sem bókaði eftirfarandi „Sveitarstjórn samþykkir umsóknina með fyrirvara um að gerð verði deiliskipulagsbreyting vegna lóðanna Vesturkantur 6 og 6A“. Innbyrðis lóðarmörk og byggingarreitir hafa verið aðlagaðir að byggingunni sem um ræðir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. sömu laga.

Mál nr. 10: 1912001F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 111.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 4. desember 2019.

 b)     Fundargerð 71. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 12. desember 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)      Fundargerð stjórnarfundar Bergrisans, 28. nóvember 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 3.        Næsti fundur sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fella niður næsta reglulega fund sveitarstjórnar þann            1. janúar n.k.  Næsti fundur sveitarstjórnar verður þann 15. janúar 2019, kl. 9:00.

 4.        Bréf frá Gunnari Bragasyni, forstjóra Terra hf. varðandi meðhöndlun óendurvinnanlegs úrgangs árið 2020.

Fyrir liggur bréf frá Gunnari Bragasyni forstjóra Terra hf., dagsett 9. desember 2019 þar sem fram kemur að Terra hf. telur sig geta afsett óendurvinnanlega úrgang frá þeim þremur sveitarfélögum á Suðurlandi sem eru með þjónustusamning við Terra hf. þó afsetningarmöguleikum fækki og taki breytingum. Bréfið lagt fram til kynningar.

 5.        Samningur við Íslenska Gámafélagið ehf. um móttöku á almennum blönduðum úrgangi til orkuendurvinnslu.

Fyrir liggur samningur frá Íslenska gámafélaginu ehf. við Grímsnes- og Grafningshrepp um móttöku á almennum blönduðum úrgangi til orkuendurvinnslu. Íslenska gámafélagið leggur fram samninginn vegna þeirra aðstæðna sem upp eru komnar, þ.e. að Sorpstöð Suðurlands getur ekki lengur tryggt móttöku og meðhöndlun úrgangs frá sveitarfélögum á Suðurlandi.

Sveitarstjórn hafnar því að vera aðili að fyrirliggjandi samningi þar sem sveitarfélagið er með þjónustusamning við Terra hf. sem telur sig geta þjónustað sveitarfélagið eins og þörf er á.

 6.        Samningur við Terra, umhverfisþjónustu hf. um aukna þjónustu á grenndarstöðvum í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur samningur milli Grímsnes- og Grafningshrepps og Terra hf. um aukna þjónustu vegna nýrra grenndarstöðva í Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur oddvita / sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 7.        Heilsueflandi samfélag.

Oddviti kynnt mögulegt samstarf milli sveitarfélaganna Bláskógabyggðar, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps og Hrunamannahrepps um sameiginlegan verkefnisstjóra um heilsueflandi samfélag. Gert er ráð fyrir að kostnaður skiptist jafnt á sveitarfélögin, þ.e. 25% hvert og að verkefnið verði til prufu í eitt ár. Sveitarstjórn samþykir samhljóða að taka þátt í verkefninu.

 8.        Beiðni um styrk við Aflið, samtök gegn kynferðis- & heimilisofbeldi á Norðurlandi.

Fyrir liggur beiðni um styrk frá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Sveitarstjórn hafnar styrkbeiðninni.

 9.        Lántaka Byggðasafns Árnesinga vegna framkvæmda við Búðarstíg 22.

Grímsnes- og Grafningshreppur samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð á sínum hluta vegna lántöku stofnunar Héraðsnefndar Árnesinga, Byggðasafni Árnesinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 120.000.000 kr. til allt að 15 ára.

Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Byggðasafni Árnesinga.

Grímsnes- og Grafningshreppur veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að ljúka framkvæmdum á fasteigninni Búðarstígur 22 sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Byggðasafns Árnesinga til að breyta ekki ákvæði samþykkta stofnunar sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Grímsnes- og Grafningshreppur selji eignarhlut í Byggðasafni Árnesinga til annarra opinberra aðila, skuldbindur Grímsnes- og Grafningshreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Ingibjörgu Harðardóttur kt. 020371-4639 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

 10.    Bréf frá Þjóðskrá Íslands ásamt þjónustusamningi vegna álagningakerfis fasteignagjalda.

Fyrir liggur bréf frá Hirti Grétarssyni f.h. Þjóðskrár Íslands, dagsett 4. desember 2019 vegna samnings milli Þjóðskrár og sveitarfélagsins um Álagningarkerfið sem Þjóðskrá Íslands rekur og þróar. Öll sveitarfélög landsins nota kerfið skv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Einnig liggur fyrir þjónustusamningur ásamt viðauka. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

 11.    Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum, 391. mál.

Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum, 391. mál.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps telur rétt að koma á framfæri athugasemdum við umfjöllun Sambands íslenskra sveitarfélaga um dóm Hæstaréttar frá 14. maí 2019 í máli sveitarfélagsins gegn íslenska ríkinu sem og túlkun þess á niðurstöðum dómsins.

Óþarft er að fjölyrða um fyrrgreint mál en sem kunnugt er var um að ræða skaðabótamál fimm sveitarfélaga gegn íslenska ríkinu vegna brota löggjafans með 3. máls. 18. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga á skýrri laga áskilnaðarreglu stjórnarskrárinnar og ákvæða hennar um sjálfstæði sveitarfélaga. Bar íslenska ríkið því eðli máls samkvæmt ábyrgð á því tjóni sem um ræddi.

Í umfjöllun sambandsins um fyrrgreint mál hefur það ítrekað snúið umræddu stjórnarskrárbroti ríkisvaldsins upp á þau sveitarfélög sem leituðu til Hæstaréttar til að fá skorið úr um skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins vegna stjórnarskrárbrots þess. Á heimasíðu sambandsins 6. desember s.l. birtist t.d. tilkynning þar sem greint var frá umsögn sambandsins um frumvarp um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum. Af þeirri umfjöllun má ráða að sambandið hafi fallist á að hin dæmda skaðabótakrafa á hendur íslenska ríkinu skuli á endanum greiðast úr Jöfnunarsjóði og þá með þeim hætti að framlög úr sjóðnum lækki sem nemi fjárhæð hinna dæmdu skaðabóta. Því er síðan haldið fram að þau fimm sveitarfélög, sem höfðuðu skaðabótamálið á hendur ríkinu, beri ábyrgð á því að úthlutun úr Jöfnunarsjóði lækki af þessum sökum.

Þessi túlkun sambandsins á dómi Hæstaréttar er einfaldlega röng. Niðurstaða dómsins fól það í sér að íslenska ríkið, ekki Jöfnunarsjóður, bar að greiða sveitarfélögunum fimm skaðabætur, enda ber Jöfnunarsjóður ekki ábyrgð á ólögmætri lagasetningu. Hér má líka benda á að Jöfnunarsjóður átti ekki aðild að málinu fyrir Hæstarétti. Greiðsla íslenska ríkisins á dæmdum skaðabótum á því ekki að hafa þau áhrif að framlög til einstakra sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóði lækki. Skaðabætur ber einfaldlega að greiða úr ríkissjóði sem er annað og aðskilið atriði.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps telur þessa túlkun sambandsins á dómi Hæstaréttar og þá afstöðu sambandsins að samþykkja að skaðabótakrafa sú, sem Hæstiréttur dæmdi íslenska ríkið til að greiða, skuli greidd úr Jöfnunarsjóði aðfinnsluverða. Með þessu er ekki verið að gæta hagsmuna sveitarfélaga landsins, hvorki þeirra fimm sem voru ósátt við brot íslenska ríkisins á stjórnarskránni, né annarra sveitarfélaga, enda með þessu verið að lækka framlög úr Jöfnunarsjóði að ósekju og greiða skaðabótakröfu sem hvílir samkvæmt skýrum forsendum og dómsorði Hæstaréttar á íslenska ríkinu. Með framgöngu sambandsins er verið að baka sveitarfélögum landsins tjón.

 12.    Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta (vistvæn ökutæki o.fl.), 432. mál.

Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta (vistvæn ökutæki o.fl.), 432. mál. Lagt fram til kynningar.

 13.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar), 436. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 14.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, 434. mál.

Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

 15.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034, 435. mál.

Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

 16.    Birt til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frumvarp til nýrra laga um fjarskipti og um breytingar á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, til innleiðingar á nýjum fjarskiptapakka ESB.

Fyrir liggur að birt er til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frumvarp til nýrra laga um fjarskipti og um breytingar á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, til innleiðingar á nýjum fjarskiptapakka ESB. Lagt fram til kynningar.

17.    Seyrudreifing á Hrunamannaafrétti, rit Landgræðslunnar Lr 2019/26.

Fyrir liggur skýrsla Önnu Sigríðar Valdimarsdóttur f.h. Landgræðslunnar um Seyrudreifingu á Hrunamannaafrétti. Skýrslan lögð fram til kynningar og væntir sveitarstjórn þess að oddvitanefnd UTU taki skýrsluna fyrir.

 18.    Flokkun og skipulag landbúnaðarlands, landbúnaður og matvælakerfi í átt að sjálfbærri þróun.

Fyrir liggur greinargerð Salvarar Jónsdóttur um flokkun og skipulag landbúnaðarlands með tillit til skipulagsgerðar en í jarðarlögum er gert ráð fyrir að landbúnaðarland sé flokkað í aðalskipulagi. Greinargerðin lögð fram til kynningar.

 19.    Staða fjárhagsáætlunar 2019.

Farið var yfir stöðu bókhalds og borið saman við fjárhagsáætlun ársins 2019 eftir fyrstu ellefu mánuði ársins.

  Til kynningar

  • Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.  Aðalfundargerð 24.10 2019.
  • Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 876. stjórnarfundar, 29.11 2019.
  • Skógræktin, ársrit 2019.
  • -liggur frammi á fundinum-.
  • Neistinn, 2. tbl. 20. árg. 2019.
  • -liggur frammi á fundinum-.
Getum við bætt efni síðunnar?