Sveitarstjórn
Oddviti leitaði afbrigða
a) Fulltrúar í samráðshóp vegna sameiningu skólanna.
b) Beiðnir um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
c) Brennuleyfi.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. nóvember 2010 lá frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
29. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 18.11.2010.
Mál nr. 1, 2, 4, 9 og 10 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram. Farið yfir mál nr. 1, 2, 4, 9 og 10, þau rædd og staðfest af sveitarstjórn.
3. Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2010, síðari umræða.
Fyrir liggur yfirlit sveitarstjóra um endurskoðun á fjárhagsáætlun vegna ársins 2010. Miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir og þær ákvarðanir sem sveitarstjórn hefur samþykkt þykir ekki ástæða til að gera breytingar á áætluninni.
4. Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2011.
Fyrir liggja tillögur að álagningu gjalda og gjaldskrármála vegna 2011.
Útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e. 12,74%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 13,94% á árinu 2011.
Fasteignaskattur A, 0,475% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.
Fasteignaskattur B, 1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.
Fasteignaskattur C, 1,50% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum.
Afsláttur af fasteignaskatti íbúðarhúsa til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri eða 75% öryrkjar eða meira og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign, verður óbreyttur frá fyrra ári.
Afslættir vegna fasteignagjalda 2011 hjá elli- og örorkulífeyrisþegum
|
Tekjuviðmiðun |
|
|
Einstaklingar |
Frá |
Að |
afsláttur |
|
0 |
1.800.416 |
100 % |
|
1.800.416 |
1.985.288 |
80% |
|
1.985.289 |
2.185.149 |
50% |
Hjón |
|
|
|
|
0 |
2.526.579 |
100% |
|
2.526.580 |
2.729.771 |
80% |
|
2.729.772 |
3.079.528 |
50% |
|
|
|
|
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda:
Fjárhæðir að 25.000 eru með einn gjalddaga 1. maí, 25.001-90.000 eru með 5 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. júlí og 90.001 og yfir verði með 7 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. september.
Seyrulosunargjald vegna kostnaðar við seyrulosun/fráveitukerfi verði kr. 5.700 á hvert íbúðarhús, sumarhús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingarskilmálum að hafa rotþró eða vera tengt viðurkenndu fráveitukerfi.
Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins og verður það 0,1% af fasteignamati húss.
Stofngjald fyrir tengingu og lagningu frárennslislagna frá lóðamörkum við holræsakerfi sveitarfélagsins skal vera kr. 60.000.
Álagning vegna sorphirðu og sorpeyðingar vegna heimilissorp er:
Sorphirðugjald:
Ílátastæðir Grátunna Blátunna
240 L ílát 11.780 kr. 5.109 kr.
660 L ílát 33.993 kr. 15.642 kr.
1.100 L ílát 55.867 kr. 25.283 kr.
Grátunna: Hirðing á 14 daga fresti.
Blátunna: Hirðing á 42 daga fresti.
Sorpeyðingargjald:
Íbúðarhúsnæði 12.884 kr.
Frístundahúsnæði 8.506 kr.
Lögbýli 5.671 kr.
Fyrirtæki 8.603 kr.
Gjaldtaka á móttökustöð miðast við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er. Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs. Húsráðanda er heimilt að afsetja á sjö daga fresti heimilisúrgang allt að 2 m3 án gjaldtöku. Gjaldtakan er að lágmarki 0,25 m3 og hleypur á 0,25 m3 eftir það.
Móttökugjald á einn m3 4.000 kr.
Vatnsskattur íbúðarhúsa verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 34.500 og lágmarksálagning verði kr. 13.800 á hús. Vatnsskattur frístundahúsa verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 34.500 og lágmarksálagning verði kr. 17.800 á hús. Vatnsskattur fyrirtækja verði 0,20% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 150.000 og þau fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fá 30% afslátt af vatnsskatti. Tengigjöld vatnsveitu (stofngjöld) fyrir frístundahús og íbúðarhús verða kr. 312.250. Tengigjöld fyrir lögbýli að meðtöldu einu íbúðarhúsi verða kr. 470.750. Á þeim lóðum sem ekki hefur verið byggt á en hafa tengst vatni er innheimt fast árgjald kr. 17.800. Fyrir ný skipulagða frístundabyggð sem tengjast skal vatnsveitu sveitarfélagsins skal landeigandi greiða kr. 35.000 fyrir hverja lóð á skipulagi fyrir lagningu stofnlagnar.
Gjaldskráin miðast við að heimtaug í sumarhús sé 20mm. Velji menn 25mm heimtaug tvöfaldast tengigjaldið og semja verður sérstaklega um sverari heimtaugar.
5. 5. gr. A, B, C, D og E-liður gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps breytist þannig:
A. Hemlagjald (varmagjald):
Sumarbústaðir, snjóbræðslukerfi og notkun samkvæmt sérsamningum skal greiða fyrir hemlagjald. Lámarksstilling er 3,0 l/mínútu.
Hemlagjald fyrir hvern mínutulíter á mánuði hækkar úr kr. 1.655 í kr. 1.903.
B. Eldri samningar
Þar sem vatnið er keypt skv. hemli beint úr stofnlögn hækkar gjald fyrir hvern mínútulíter úr kr. 1.414 á mánuðií kr. 1.696.
C. Rúmmetragjald skv. mæli:
Almennt íbúðar- og iðnaðarhúsnæði og gróðurhús skal greiða varmagjald. Varmagjald fyrir hvern rúmmetra vatns hækkar úr kr. 78,72 í kr. 90,53.
Sumarbústaður sem er með mæli og greiðir skv. rúmmetragjaldi skal þó aldrei greiða minna en sem nemur 3,0 l/mínútu eða sem nemur kr. 5.709 á mánuði, sbr. A-liður 5. gr.
Mælagjald og gjald á hvern lengdarmeter heimæðar frá stofnæð tekur breytingum 1. janúar ár hvert samkvæmt byggingavísitölu með grunn í janúar 2009.
D. Stofngjöld
Íbúðarhús allt að 300m3 og gróðurhús allt að 200m3 kr. 450.679 og að auki eru greiddar 171kr/m3. Vélageymslur og gripahús allt að 300m3 kr. 261.979 og að auki 171kr/m3. Fyrir sumarhús er stofngjaldið kr. 450.679. gjald fyrir auka mælagrind er kr.67.242.
Auk stofngjaldsins sem að framan greinir skal greiða 3.502 kr. fyrir hvern lengdarmetra heimæðar frá stofnæð.
E. Önnur gjöld
Lokunargjald verður kr. 8.728 og auka álestur kr. 4.364.
Breytingar þessar taka gildi frá og með 1. janúar 2011.
6. Lóðaleiga 1% af lóðamati.
7. Leikskólagjöld og gjöld fyrir fæði í leik- og grunnskóla verða óbreytt.
8. Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar breytist lítið. Almennt gjald verður óbreytt kr. 400 og börn á aldrinum 7-16 ára greiði kr. 200. Þá verður boðið upp á árskort sem ekki hefur verið í boði áður og kostar árskort í sund kr. 24.000 fyrir fullorðna og kr. 12.000 fyrir börn á aldrinum 7-16 ára. Í þreksalinn mun gjaldið verða 700 kr. hvert skipti en að auki verða í boði eins, þriggja og sex mánaða kort sem ekki voru í boði áður. Mánaðarkort mun kosta kr. 6.500, þriggja mánaða kr. 14.100, sex mánaða kr. 18.000 og árskort kr. 24.000.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar
5. Fjárhagsáætlun 2011, fyrri umræða.
Fyrir liggja drög að fjárhagsætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir fjárhagsárið 2011. Sveitarstjórn vísar áætlunni til annarrar umræðu.
6. Skipurit og starfslýsingar.
Fyrir liggur skipurit sveitarfélagsins eins og það er í dag ásamt drögum að starfslýsingum starfsmanna. Sveitarstjórn samþykkir skipuritið.
Ingvar Ingvarsson vék af fundi kl 11:30.
7. Umboð til stjórnar þjónustusvæðis um málefni fatlaðra.
Í samningi um sameiginlegt þjónustusvæði Suðurlands um þjónustu við fatlaða sem undirritaður var 14. september s.l. segir að fulltrúar aðildarfélaga samningsins í stjórn SASS myndi stjórn þjónustusvæðisins á grundvelli sérstaks umboðs, annast almenna stjórnun hans og bera ábyrgð á framkvæmd hans gagnvart aðildarsveitarfélögum. Í samræmi við það er óskað eftir því að aðildarsveitarfélög samningsins veiti stjórn þjónustusvæðisins umboð til að sinna þessu hlutverki. Sveitarstjórn veitir þetta umboð fyrir sitt leyti. Fulltrúi K-lista situr hjá.
8. Landskiptagjörð.
Fyrir liggur landskiptagjörð milli eigenda Búrfells I og Búrfells II. Landið sem umræðir eru 1.310,8 ha úr jörðinni Búrfell og nær um Búrfellshlíð, Búrfellsfjall og Lyngdalsheiði. Skiptist landið í tvo jafna helminga, A og B hluta milli eigenda Búrfells I og Búrfells II. Sveitarstjórn samþykkir landskiptagjörðina þar sem um innbyrðiskipti jarðarinnar Búrfell er að ræða en ekki ytri jarðamörk.
9. Sparidagar eldriborgara á Hótel Örk 2011.
Fyrir liggja upplýsingar frá Hótel Örk um sparidaga eldri borgara. Grímsnes- og Grafningshrepp hefur verið úthlutað vikunni 6. – 11. febrúar 2011 og samþykkir sveitarstjórn að bjóða öllum íbúum sveitarfélagsins 67 ára og eldri á sparidagana.
10. Beiðni um styrk vegna eldvarnarátaksins 2010.
Fyrir liggur beiðni Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um styrk vegna eldvarnarátaksins 2010. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari upplýsingum.
11. Þjónustusamningur við Hjálparsveitina Tintron.
Fyrir liggur þjónustsamningur við Hjálparsveitina Tintron upp á kr. 1.000.000 á ári fyrir að setja upp og taka niður jólatré og skreytingar á Borgarsvæðinu, sjá um áramótabrennu og aðstoð við Grímsævintýri í samstarfi við Kvenfélag Grímsneshrepps. Sveitarstjórn samþykkir samninginn. Gunnar Þorgeirsson víkur sæti við afgreiðslu málsins.
12. Samningur um ritun sögu búenda í Grafningi og við Fossana.
Fyrir liggur samningur við Sigurð Hermundarson um ritun sögu búenda í Grafningi og við Fossana. Verkið á að vera tilbúið til prentunar í nóvember 2011 og fyrir það greiðir Grímsnes- og Grafningshreppur kr. 3.800.000. Sveitarstjórn samþykkir samninginn.
13. Kjör fulltrúa á aðalfund Rangárbakka, hestamiðstöð Suðurlands ehf.
Fulltrúi á aðalfund Rangárbakka, hestamiðstöð Suðurlands ehf. sem haldin verður í Rangárhöllinni við Hellu þann 9. desember 2010. Samþykkt er að Sverrir Sigurjónsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og Ingibjörg Harðardóttir til vara.
14. Umsögn frumvarps til laga um málefni fatlaðra.
Fyrir liggur beiðni félags- og tryggingarmálanefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um málefni fatlaðra. Sveitarstjórn fagnar framkomu frumvarpsins og gerir ekki athugasemdir við frumvarpið. Fulltrúi K-lista harmar að ekki hafi verið haft samráð við Sólheima varðandi umsögn um frumvarpið. Meirihluti sveitarstjórnar áréttar að Grímsnes- og Grafningshreppur sé einn af fjölmörgum til umsagnar um frumvarpið og gerir ráð fyrir að Sólheimar fái einnig frumvarpið til umsagnar.
15. Tilboð í veiðirétt og veiðihús í Ásgarðslandi.
Af þeim þremur tilboðum sem bárust í leiguréttindi lax- og silungsveiði í Sogi og Álftavatni fyrir landi Ásgarðs fyrir 2/3 hluta var tilboð Salmon Tails kr. 6.500.000 metið hagstæðast. Á grundvelli ákvæðis 6. greinar samnings við Stangaveiðifélag Reykjavíkur dags. 22.11 2005 á Stangaveiðifélagið forleigurétt að veiðirétti. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur samþykkt að ganga inn í tilboð Salmon Tails. Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita og lögmanni sveitarfélagsins er falið að ganga frá samningi við SVFR um leigu til þriggja ára.
16. Skoðunarmenn sveitarfélagsins.
Fyrir liggur að fulltrúi K-lista sem aðalskoðunarmaður sveitarfélagsins á ekki lögheimili í sveitarfélaginu. Meirihluti sveitarstjórnar fer fram á að K-listi skipi annan aðalmann eða setji varamann sinn sem aðalmann og skipi nýjan varamann. Fulltrúi K-lista tilnefnir Kjartan Guðmundsson sem aðalmann og tilnefning varamanns verði frestað til næsta fundar.
17. Önnur mál.
a) Fulltrúar í samráðshópi vegna sameiningu skólanna.
Fyrir liggur ósk frá fræðslunefnd Grímsnes- og Grafningshrepps að allir kjörnir fulltrúar nefndarinnar verði fulltrúar í samráðshópi um sameiningu leik- og grunnskóla. Sveitarstjórn samþykkir það.
b) Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni Sveitarfélagsins Árborgar um námsvist fyrir Sigurbjörn Leó Birgisson og Kristínu Lilju Birgisdóttur utan lögheimilssveitarfélags. Sveitarstjórn samþykkir námsvistina.
c) Brennuleyfi.
Fyrir liggur beiðni frá Hjálparsveitinni Tintron um brennuleyfi fyrir áramótabrennu á Borg 31. desember n.k. Sveitarstjórn samþykkir að veita brennuleyfið.
Til kynningar
Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti um skil fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2011.
Landsnet – Nesjavallalína 2, umhverfisúttekt nóvember 2010. –liggur frammi á fundinum-
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 781. stjórnarfundar, 10.11 2010.
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 196. stjórnarfundar 18.11 2010.
Atvinnuþrónuarfélag Suðurlands. Fundargerð 296. stjórnarfundar 18.11 2010.
SASS. Fundargerð 438. stjórnarfundar 12.11 2010.
Ályktun SAMAN-hópsins vegna skemmtana fyrir unglinga undir lögaldri á vínveitinga-stöðum.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 12:30