Sveitarstjórn
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. desember 2019.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. desember 2019 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 85. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 9. desember 2019.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 85. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 9. desember 2019. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: Ósk um auka starfsdag vegna ferðar kennara.
Fyrir liggur að starfsfólk Kerhólsskóla stefnir á starfsmannaferð til Ítalíu á vordögum og því óskar eftir auka starfsdegi vegna þessa. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á skóladagatali Kerhólsskóla 2019 – 2020 í samræmi við fyrirliggjandi ósk. Sveitarstjóra falið að upplýsa skólastjóra um umræður á fundinum.
b) Fundargerð 23. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 17. desember 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð 13. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 1. október 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d) Fundargerð 14. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 12. nóvember 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
e) Fundargerð 8. fundar mötuneytisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 14. nóvember 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
f) Fundargerð 189. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 8. janúar 2020.
Mál nr. 3, 4, 5 og 11 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 189. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 8. janúar 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 3: 1909057 - Villingavatn (L170954); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús.
Í framhaldi af grenndarkynningu 2. desember 2019 með athugasemdafresti til 6. janúar 2020 er lögð fram umsókn Stefáns D. Ingólfssonar, dags. 19. september 2019 f.h. Páls Enos um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 122,4 m2 á sumarhúsalóðinni Villingavatn (L170954) í Grímsnes- og Grafningshreppi ásamt niðurrifum á sumarhúsi mhl 01, 37,4 m2 og bátaskýli mhl 02, 31,1 m2. Athugasemdir bárust.
Sveitarstjórn afturkallar fyrri bókun sína frá 20. nóvember 2019 um að hún geri ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir 122 m2 sumarhúsi. Sveitarstjórn leggur áherslu á að byggingarmagn/nýtingarhlutfall verði ekki hærra en 0.05 á lóðinni.
Mál nr. 4: 1906060 - Snæfoksstaðir frístundabyggð; Breyting deiliskipulags svæði D.
Lögð er fram að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Snæfoksstaða sem nær yfir svæði frístundabyggðar, merkt F20c í greinargerð aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 m.s.br. Svæðið sem breytingin nær yfir er um 70 ha að stærð og er merkt sem svæði D í deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Snæfoksstaða. Í deiliskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir að fjölga frístundalóðum úr 47 lóðum í 53 lóðir. Þar af eru 49 frístundalóðir byggðar og 4 óbyggðar. Enn fremur er innan svæðisins gert ráð fyrir einni landbúnaðarlóð (Nautavakavegi nr. 2) sem tengist starfsemi skógræktarinnar á Snæfoksstöðum. Lóðirnar eru frá 6.980 m2 til 17.678 m2 að stærð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óska skal eftir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Minjastofnun Íslands.
Mál nr. 5: 1912048 - Hvítárbraut 31C L197193; Skilmálabreyting; Þakhalli; Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Sigríðar Ólafsdóttur f.h. Magnúsar D. Baldurssonar og Sigríðar Þorgeirsdóttur, dags. 19. desember 2019 um skilmálabreytingu Hvítárbrautar 31C, L197193. Breytingin fellst í að leyfilegur halli á þaki verði frá 0-45 gráðum, flatt þak, í stað 14-45 gráður. Skipulagshönnuður upprunaskipulags hefur skilað inn áliti og gerir ekki athugasemdir við breytinguna.
Sveitarstjórn leggur til að breytingin nái til gildandi heildarskipulags svæðisins og frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggur samþykki lóðarhafa á svæðinu.
Mál nr. 11: 1912003F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 112.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 18. desember 2019.
g) Fundargerð 72. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 20. desember 2019. Mál nr. 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 72. fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. dagsett 20. desember 2019. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Mál nr. 2: Skipurit.
Fyrir liggur nýtt skipurit fyrir Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leiti nýtt skipurit.
h) Fundargerð 73. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 8. janúar 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
i) Fundargerð 36. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 18. desember 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Heilsueflandi samfélag.
Gunnar Kristinn Gunnarson kom á fund sveitarstjórnar og fór yfir verkefnið Heilsueflandi samfélag og næstu skref. Fyrsta skrefið er að setja saman stýrihóp undir stjórn Gunnars.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna eftirfarandi aðila í stýrihóp Heilsueflandi samfélags:
-Hallbjörn Valgeir Rúnarsson, formann æskulýðs og menningarmálanefndar
-Guðrúnu Ásu Kristleifsdóttur, formann Ungmennafélagsins Hvatar
-Björn Kristinn Pálmarsson, fulltrúa sveitarstjórnar
-Elínu Láru Sigurðardóttur, fulltrúa eldri borgara
og að lokum mun Ungmennaráð tilnefna fulltrúa á næsta fundi Ungmennaráðs
4. Þjónustusamningur milli Héraðsskjalasafns Árnesinga og Grímsnes- og Grafningshrepps um persónuverndarfulltrúa.
Fyrir liggur þjónustusamningur milli Héraðsskjalasafns Árnesinga og Grímsnes- og Grafningshrepps um persónuverndarfulltrúa. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra / oddvita að undirrita samninginn.
5. Samningur um samstarf Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur, Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps vegna vöktunar á vistkerfum Þingvallavatns.
Fyrir liggur samningur um samstarf Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur, Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps vegna vöktunar á vistkerfum Þingvallavatns. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur oddvita / sveitarstjóra að undirrita samninginn
6. Tölvupóstur frá Braga Þór Thoroddsen, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps vegna þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Braga Þór Thoroddsen sveitarstjóra Súðavíkur, dags. 20. desember 2019 vegna þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga. Sveitarstjóra / oddvita falið að taka þátt í samtalinu fyrir hönd sveitarstjórnar.
7. Bréf frá Meltuvinnslunni ehf. þar sem óskað er eftir breytingu á skipulagi sumarhúsabyggðarinnar í landi Bjarkar 1.
Fyrir liggur bréf frá Meltuvinnslunni ehf., dagsett 15. desember 2019 þar sem óskað er eftir breytingu á skipulagi sumarhúsabyggðarinnar í landi Bjarkar 1. Sveitarstjórn hefur ekki áhuga á breytingu á umræddum deiliskipulagsfleka, erindinu hafnað.
8. Bréf frá Skipulagsstofnun um kostnaðarframlag vegna aðalskipulagsgerðar fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 27. desember 2019 þar sem tilkynnt er um viðbótar kostnaðarframlag sveitarfélagsins vegna endurskoðunar aðalskipulagsins. Bréfið lagt fram til kynningar.
9. Bréf frá Landskerfi bókasafna vegna breytinga á gjaldskrá Landskerfis bókasafna hf. á árinu 2020.
Fyrir liggur bréf frá Landskerfi bókasafna, dagsett 30. desember 2019 vegna breytinga á gjaldskrá Landskerfis bókasafna hf. á árinu 2020. Bréfið lagt fram til kynningar.
10. Jafnréttisþing 2020.
Fyrir liggur að Jafnréttisþing 2020 – Jafnrétti í breyttum heimi, verður haldið þann 20..febrúar 2020 í Hörpu. Lagt fram til kynningar.
11. Bréf frá Haraldi F. Gíslasyni, formanni Félags leikskólakennara vegna ályktunar sem samþykkt var á sameiginlegum fundi Félags Leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla.
Fyrir liggur bréf frá Haraldi F. Gíslasyni, formanni Félags leikskólakennara, dagsett 12. desember 2019 þar sem tilkynnt er um ályktun sem samþykkt var á sameiginlegum fundi Félags Leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla. leiðbeiningar til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskóla. Bréfið lagt fram til kynningar.
12. Birt til umsagnar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs (EES-innleiðing).
Fyrir liggur að birt er tilumsagnar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs (EES-innleiðing). Lagt fram til kynningar.
13. Birt til umsagnar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða.
Fyrir liggur að birt er tilumsagnar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að skila inn umsögn.
14. Birt til umsagnar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð.
Fyrir liggur að birt er tilumsagnar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að skila inn umsögn.
15. Birt til umsagnar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu landsáætlun í skógrækt – drög að lýsingu.
Fyrir liggur að birt er tilumsagnar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu landsáætlun í skógrækt – drög að lýsingu. Lagt fram til kynningar.
Til kynningar
-Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 201. stjórnarfundar 17.12 2019.
-SASS. Fundargerð 551. stjórnarfundar 29.11 2019.
-Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 877. stjórnarfundar, 13.12 2019.
-Skýrsla skólaþings sveitarfélaga „Á réttu róli?“
-Klifur, málgagn Sjálfsbjargar, 30. árg. 2019.
-liggur frammi á fundinum-.
Gigtin, 2. tbl. 2019.
-liggur frammi á fundinum-.