Fara í efni

Sveitarstjórn

272. fundur 19. janúar 2011 kl. 09:00 - 11:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingvar G. Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 Oddviti leitaði afbrigða

a)     Sameiginlegt foreldra- og skólaráð í sameinuðum skóla.

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15. desember 2010 lá frammi á fundinum.

2.     Fundargerðir.

a)  30. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 17.12 2010.

                Mál nr. 2, 3, 14, 15 og 16 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
                Fundargerðin lögð fram.  Farið yfir mál nr. 2, 3, 14, 15 og 16, þau rædd og staðfest af sveitarstjórn.

 b)  Fundargerð 133. fundar félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóa, 05.01 2011.
       Fundargerðin lögð fram. Breytingar voru gerðar á reglum um félagslega heimaþjónustu og staðfestir sveitarstjórn þær breytingar. Að öðru leiti er fundagerðin staðfest.

 c)   Fundargerð um vegamál með fulltrúum Grímsnes- og Grafningshrepps og Vegagerðarinnar, 12.01 2011.
Fundargerðin lögð fram. Á fundinum með Vegagerðinni var farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við hringtorg á mótum Biskupstungnabrautar, Sólheimavegar og Borgarbrautar sem er á vegáætlun 2012. Í gildi er deiliskipulag sem gerir ráð fyrir hringtorgi á þeim stað sem forathugun Vegagerðarinnar er. Það er mat sveitarstjórnar að betra væri að færa hringtorgið um nokkra metra til suðurs vegna lagnaleiða og aðkomu að verslun frá Borgarbraut. Sveitarstjórn samþykkir að leita leiða til að færa hringtorgið til suðurs í samráði við Vegagerðina.

Þá var farið yfir uppbygginu og malbikun á heimreiðum í sveitarfélaginu. Vegagerðin tók vel í að byggja upp vegina fyrir malbikun og vísar sveitarstjórn því til samgöngunefndar að gera tillögur að forgangsröðun.

Einnig var rætt um hlykk á Biskupstungnabraut rétt ofan við Sogsbrú vegna tíðra slysa og velt upp þeim möguleika að taka hlykkinn af. Vegagerðin mun taka þetta til athugunar og  sveitarstjórn óskar eftir að fá Pétur H. Jónsson, arkitekt til að skoða breytingar á veglínu Biskupstungnabrautar í aðalskipulagi í samstarfi við Vegagerðina .

 d)      Fundargerð fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 20.12 2010.
Fundargerðin lögð fram. Vegna bókunar um innheimtu á smalakostnaði við smölun í þjóðgarðinum þá felur sveitarstjórn skrifstofustjóra sveitarfélagsins að innheimta fjallskil vegna smölunar í þjóðgarðinum. Vegna bókunar um að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að sett verði rimlahlið á sauðfjárveikivarnalínu við Sogsbrú þá hefur verið haldinn fundur með Vegagerðinni vegna málsins. Sveitarstjórn mun halda áfram með þessa vinnu.

 3.     Samstarf Grímsnes- og Grafningshrepps við Grunnskóla Bláskógabyggðar.
Fyrir liggur að samstarf milli Grímsnes- og Grafningshrepps og Bláskógabyggðar um að 9. og 10. bekkir Grunnskólans Ljósuborgar stundi nám við Grunnskóla Bláskógabyggðar í Reykholti muni að hluta til renna út eftir þetta skólaár. Samþykkt er að óska eftir áframhaldandi samstarfi við Bláskógabyggð til þriggja ára, oddvita falið að boða til fundar.

 4.     Fulltrúi á aðalfund hjá Slökkvitækjaþjónustu Suðurlands.
Fyrir liggur fundarboð aðalfundar Slökkvitækjaþjónustu Suðurlands sem haldinn verður á Selfossi þann 28. janúar n.k. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og Ingibjörg Harðardóttir til vara.

 5.     Akstur vegna fullorðinsfræðslu fatlaðra.
Undanfarin ár hefur Grímsnes- og Grafningshreppur séð um akstur fatlaðra íbúa á Sólheimum í fullorðinsfræðslu á Selfoss og til læknis í Laugarás. Samþykkt er að halda þeim akstri áfram óbreyttum þar til samkomulag hefur náðst milli Árborgar og Sólheima.

 6.     Minnisblað vegna sameiginlegs íþrótta- og æskulýðsfulltrúa uppsveitanna.
Minnisblaðið lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn hvetur til þess að ráðinn verði íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

 7.     Minnisblað vegna fundar Innanríkisráðherra með sveitarstjórnarmönnum á Suðurlandi.
Minnisblaðið lagt fram til kynningar. Að mati sveitarstjórnar væri skynsamlegra að hægja á framkvæmdum frekar en að leggja á vegtolla.

 8.     Áhrif nýrra mannvirkjalaga á umboð byggingarnefnda.
Fyrir liggur erindi frá Guðjóni Bragasyni, lögfræðingi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um áhrif nýju mannvirkjalaganna á umboð byggingarnefnda. Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarnefndar að koma með tillögur um nýjar samþykktir í samræmi við nýju lögin.

 9.   Önnur mál.

a)     Sameiginlegt foreldra- og skólaráð í sameinuðum skóla.
         Fyrir liggur að heimilt er samkvæmt lögum um grunnskóla að sameina foreldraráð og skólaráð. Sveitarstjórn samþykkir að sameina þessi ráð og að það verði aðeins eitt                      skólaráð.

Til kynningar
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 782. stjórnarfundar, 10.12 2010.
Framvinduskýrsla Markaðsstofu Suðurlands, október til desember 2010.
Bréf frá Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga um málefni Skólaskrifstofu Suðurlands.
Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti um sameiningu ráðuneyta í  innanríkisráðuneyti.
Bréf frá Velferðarráðuneyti um lágmarksframfærslu.
Fyrir liggur bréf frá Velferðarráðherra, Guðbjarti Hannessyni um að sveitarfélög hækki lágmarksframfærslu. Bréfinu er vísað til næsta fundar þar sem það verður haft sem dagskrárliður.
Bréf frá Velferðarráðuneyti um breytta viðmiðunarfjárhæð vegna  eignamarka við útreikning húsaleigubóta.
Bréf frá Velferðarráðuneyti um breytt tekju- og eignamörk vegna reglugerðar um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfunar þeirra og reksturs.
ü  Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti um áætlaða úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2011.
Bréf frá Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti um greiðslur til sveitarfélaga vegna kosninga til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.
Ábending frá Vegagerðinni um gildistöku nýrrar reglugerðar um héraðsvegi, nr. 774/2010.
Ályktun frá Félagi leikskólakennara, Félagi leikskólastjórnenda og sameiginlegri skólamálanefnd beggja félaga þann 9. desember 2010.
Bréf frá Varasjóð húsnæðismála vegna samkomulags um framlög til sjóðsins.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 126. stjórnarfundar, 14.01 2011.
Afrit af bréfi frá Skipulags- og byggingarfulltrúaembætti uppsveita Árnessýlu og Flóahrepps vegna jarðvegsmanar við Illagil 21.
Afrit af bréfi frá Félags- og tryggingarmálaráðuneyti vegna réttindagæslu fatlaðra.
 

           

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 11:00

 

Getum við bætt efni síðunnar?