Fara í efni

Sveitarstjórn

273. fundur 02. febrúar 2011 kl. 09:00 - 11:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Sigurður Karl Jónsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 Oddviti leitaði afbrigða

a)     Tilnefning í ritnefnd vegna sögu búenda í Grafningi og við Fossana.
b)     Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
c)     Kauptilboð í Borgarbraut 34.

 1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. janúar 2011 lá frammi á fundinum.

 2.     Fundargerðir.

a)  31. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 21.01 2010.

Mál nr. 2, 3, 4, 9, 10, 11, 12 og 13 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram. Varðandi mál nr. 3, gjaldskrá 2011, þá staðfestir sveitarstjórn gjaldskránna. Varðandi mál nr. 9, skilmálabreyting í landi Ásgarðs, að þá er samþykkt að auglýsa skilmálabreytinguna að nýju með þeirri breytingu að fram komi að á lóðum sem eru minni en 4.000 fm2 megi hámarksbyggingarmagn vera allt að 120 fm2, en á stærri lóðum verði miðað við hámarksnýtingarhlutfallið 0.03. Þá er einnig gert ráð fyrir að eingöngu megi vera 2  aukahús á hverri lóð. Önnur mál rædd og staðfest af sveitarstjórn.

 b)      Fundargerð 1. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11.11 2010.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)       Fundargerð 2. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 07.12 2010.
Fundargerðin lögð fram. Varðandi hugmynd um að nýta húsnæði að Efri-Brú undir fangelsi þá beinir sveitarstjórn því til Fangelsismálastofnunar að hún íhugi þann möguleika a.m.k. meðan verið er að vinna að úrbótum í fangelsismálum á Íslandi.

d)      Fundargerð 3. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 19.01 2011.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 e)       Fundargerð 4. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 26.01 2011.
Fundargerðin lögð fram. Óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við gerð auglýsingadagatals sem dreift verður á öll heimili og frístundahús í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að upphæð 250.000 kr. til verkefnisins.

 f)        Fundargerð 3. fundar samráðshóps vegna sameiningar leik- og grunnskóla, 24.01 2011.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 g)      Fundargerð 1. fundar kjörstjórnar, 09.11 2010.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 h)      Fundargerð 2. fundar kjörstjórnar, 27.11 2010.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 i)        Fundargerð oddvitanefndar með félagsþjónustu, 18.01 2011.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 3.     Þriggja ára fjárhagsáætlun, fyrri umræða.
Fyrir liggja drög að þriggja ára fjárhagsætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir fjár­hags­árin 2012 – 2014.  Sveitarstjórn vísar áætlunni til annarrar umræðu.

 4.     Trúnaðarmál.
Málið er fært til bókar í trúnaðarmálabók.

 5.     Hlutafjáraukning í Límtré Vírnet.
Til stendur að fram fari hlutafjáraukning í Límtré Vírnet. Sveitarstjórn samþykkir að kaupa hlut í félaginu að upphæð kr. 500.000.

 6.     Afsal vegna Klausturhóla 38a.
Fyrir liggur fullnaðar greiðsla samkvæmt kaupsamingi á Klausturhólum 38a, lóð. Sveitarstjóra er falið að undirrita afsalið.

 7.     Beiðni umhverfisnefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga vegna breytingar á skipulagslögum.
Fyrir liggur beiðni Umhverfisnefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga vegna breytingar á skipulagslögum nr. 123/2010.  Sveitarstjórn tekur undir frumvarpið og mælist til að það verði samþykkt.

 8.     Beiðni Félags- og tryggingarmálanefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um fjöleignarhús.
Fyrir liggur beiðni Félags- og tryggingarmálanefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um breytingu á lögum um  fjöleignarhús.  Sveitarstjórn tekur undir frumvarpið og mælist til að það verði samþykkt.

 9.     Beiðni Félags- og tryggingarmálanefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 10.  Beiðni Félags- og tryggingarmálanefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um áætlun í jafnréttismálum.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 11.  Akstur og liðveisla fatlaðra.
Sveitarstjórn samþykkir að veita framkvæmdarstjóra Árborgar umboð f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps um úrlausn vegna aksturs og liðveislu fatlaðra í heildarsamningi Árborgar við Sólheima og að samningsupphæðin verði jafnframt lögð fram til staðfestingar hjá sveitarstjórn. Guðmundur Ármann vék af fundi.

 12.  Þjónusta eldri borgara.
Sveitarstjórn samþykkir að bjóða íbúum sveitarfélagsins 67 ára og eldri að borða í mötuneyti skólans fyrir 300 kr. máltíðina.

 13.  Bréf frá Geir H. Þorsteinssyni ásamt blaðagreininni „Höggormur í Paradís“.
Fyrir liggur bréf frá Geir H. Þorsteinssyni sumarhúsaeiganda í Norðurkotslandi ásamt blaðagrein Sigmars B. Haukssonar „Höggormur í Paradís“ þar sem farið er yfir það hversu mikill skaðvaldur minnkurinn getur verið og nauðsyn þess að halda honum í skefjun. Sveitarfélagið hefur lagt fjármuni til minnka- og refaveiða í mörg ár og mun halda því áfram. Sveitarstjórn harmar það hins vegar að ríkið ætli að hætta leggja fjármuni til refa- og minnkaveiða.

 14.  Bréf frá Velferðarráðuneyti um lágmarksframfærslu.
Lagt fram.

15.  Önnur mál.

a)     Tilnefning í ritnefnd vegna sögu búenda í Grafningi og við Fossana.
Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna fimm manna ritnefnd til aðstoðar Sigurði Hermundarsyni við ritun sögu búenda í Grafningi og við Fossana. Tilnefndir eru Guðmundur Þorvaldsson, Böðvar Stefánsson, Kjartan Ólafsson, Lísa Thomsen og Eggert Lárusson.

b)    Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni frá Vestmannaeyjabæ um námsvist fyrir Patrek Emil Jónsson utan lögheimilssveitarfélags. Sveitarstjórn samþykkir námsvistina.

 c)     Kauptilboð í Borgarbraut 34.
Fyrir liggur staðfest kauptilboð í Borgarbraut 34. Oddvita falið að undirrita afsalið.

 

Til kynningar
Íbúaskrá Grímsnes- og Grafningshrepps 1. desember 2010.
-liggur frammi á fundinum-.
SASS. Fundargerð 440. stjórnarfundar 14.01 2011.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 131. stjórnarfundar 14.01 2011.
Ársskýrsla Sesseljuhúss.
Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna á árinu 2011 vegna greiðslu sveitarfélaga á húsaleigubótum.
Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um æskulýðsrannsóknina Ungt fólk.
Bréf og skýrsla frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um niðurstöður úr rannsókninni Ungt fólk utan skóla 2009.         
 -liggur frammi á fundinum-.
 

           

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 11:40

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?