Sveitarstjórn
Oddviti leitaði afbrigða
a) Kennslukvóti skólaársins 2011/2012.
b) Skýrsla frá Pétri H. Jónssyni, arkitekt.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 26. apríl 2011 lá frammi á fundinum.
2. Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps 2010.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2010 lagður fram til seinni umræðu. Helstu niðurstöður samantektar A og B hluta eru eftirfarandi:
Rekstrarniðurstaða A hluta kr. 119.549.450
Rekstrarniðurstaða A og B hluta saman kr. 74.625.090
Eigið fé kr. 573.802.178
Skuldir kr. 934.169.325
Eignir kr. 1.507.971.504
Veltufé frá rekstri kr. 65.714.234
Ársreikningur samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir að halda borgarafund um ársreikning sveitarfélagins í Félagsheimilinu Borg mánudaginn 30. maí n.k. kl. 20:00.
3. Fundargerðir.
a) 34. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 26.04 2011.
Mál nr. 4, 11, 12, 13 og 14 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram. Farið yfir mál nr. 4, 11, 12, 13 og 14, þau rædd og staðfest af sveitarstjórn.
b) Fundargerð aðalfundar skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs., 26.04 2011.
Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Byggðasamlags skipulags- og byggingafulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Sveitarstjórn telur að hagræða megi í rekstri auk annara samlegðaráhrifa embættisins með því að staðsetja skrifstofu embættisins við skrifstofu aðildar sveitarfélags. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.
4. Skipulags- og byggingafulltrúaembætti uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, ársreikningur og ársskýrsla 2010.
Ársreikningur og ársskýrsla byggðasamlags Skipulags- og byggingafulltrúaembætti uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps vegna ársins 2010 lagt fram.
5. Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki III að Seli.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki III að Seli. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.
6. Beiðni um styrk frá Jötunn Vélum ehf.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Jötunn Vélum ehf. að fjárhæð kr. 50.000 vegna hátíðarinnar Sunnlenski sveitadagurinn. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
7. Erindi frá Félagi sumarhúsaeigenda í Kerhrauni.
Fyrir liggur bréf frá Félagi sumarhúsaeigenda í Kerhrauni um að sveitarstjórn loki eða komi í veg fyrir efnistöku úr námu sunnan í Seyðishólum vegna lokunar á Hólaskarðsvegi. Sveitarstjórn samþykkti að loka veginum vegna ítrekaðra kvartana sumarhúsaeigenda á þungaflutningum. Sveitarstjórn vekur athygli félagsins á að það geti sótt um styrk vegna viðhalds á sumarhúsavegum til sveitarfélagsins fyrir 15. maí n.k.
8. Beiðni Allsherjarnefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili.
Lögð er fram beiðni Allsherjarnefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.
9. Beiðni Menntamálanefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum.
Lögð er fram beiðni Menntamálanefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum. Sveitarstjórn vísar frumvarpinu til fræðslunefndar.
10. Erindi frá Hallgrími Sigurðssyni.
Fyrir liggur erindi frá Hallgrími Sigurðssyni fyrir hönd 3c ehf. um það hvort sveitarfélagið hafi 4 – 6 hektara af landi til afnota fyrir skemmti- og afþreyingarsvæði. Á fundi sveitarstjórnar þann 6. apríl s.l. var sveitarstjóra falið að fá nánari upplýsingar. Þær upplýsingar liggja nú fyrir og á Grímsnes- og Grafningshreppur ekki land sem getur hentað í þetta verkefni og vill sveitarstjórn beina því til 3c ehf. að leita til landeigenda í sveitarfélaginu eftir landi til afnota.
11. Önnur mál.
a) Kennslukvóti skólaársins 2011/2012.
Fyrir liggur tillaga að kennslukvóta Kerhólsskóla vegna skólaársins 2011/2012. Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar.
b) Skýrsla um öryggi vegfarenda frá Pétri H. Jónssyni, arkitekt.
Fyrir liggur skýrsla frá Pétri H. Jónssyni, arkitekt vegna öryggis vegfarenda, stefnumörkunar og framtíðarsýnar á Biskupstungabraut milli brúa. Samþykkt er að óska eftir umsögn Vegagerðarinnar á tillögum skýrslunnar.
Til kynningar
Minnisblað vegna fundar sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýlu um sameiginlega íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brussel 5.-9. júní n.k.
Bréf frá Umhverfisráðuneytinu um verkefni sem miðar að því að flokka þá vegi sem mældir hafa verið og koma fram á korti Landmælinga Íslands.
Rannsóknir og greining við Háskólann í Reykjavík, fyrsta ölvunin.
Bréf frá orlofsnefnd húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu ásamt ársreikningi og skýrlsu um starfsemi ársins 2010.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 11:25