Fara í efni

Sveitarstjórn

480. fundur 01. apríl 2020 kl. 09:00 - 11:55 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir í fjarfundarbúnaði
  • Björn Kristinn Pálmarsson í fjarfundarbúnaði
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson í fjarfundarbúnaði
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

480. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 1. apríl 2020 kl. 9.00 f.h.

Oddviti leitar afbrigða.

Samþykkt samhljóða

a)     Næsti fundur sveitarstjórnar.

1.  Tilboð í hönnun og eftirlit í lagningu göngustíga á Borg.

Fyrir liggja tilboð í hönnun, teikningar, gerð kostnaðaráætlunar og eftirlit í lagningu göngustíga á Borg. Fjögur tilboð bárust, frá Eflu kr. 2.237.146, Hnit kr. 7.831.840, Mannvit kr. 6.175.200 og Verkís kr. 4.987.136. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka lægsta tilboði, frá Eflu. Oddvita / sveitarstjóra falið að skrifa undir samninginn.

 2.  Fundargerðir.

a)     Fundargerð oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), 10. mars 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 b)    Fundargerð 4. fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu, 3. febrúar 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 c)     Fundargerð 13. fundar stjórnar Bergrisans, 17. febrúar 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 3.  Viðbragðsáætlun vegna innra starfs og þjónustu á vegum sveitarfélagsins við heimsfaraldri inflúensu.

Fyrir liggja drög að viðbragðsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps vegna innra starfs og þjónustu á vegum sveitarfélagsins við heimsfaraldri inflúensu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög.

 4.  Jafnlaunastefna Grímsnes- og Grafningshrepps.

Fyrir liggja drög að jafnlaunastefnu Grímsnes- og Grafningshrepps. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög.

 5.  Persónuverndarstefna Grímsnes- og Grafningshrepps.

Fyrir liggja drög að persónuverndarstefnu Grímsnes- og Grafningshrepps. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög.

 6.  Hamingjulestin, nýtt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Önnu Margréti Ólafsdóttur f.h. hamingjulestarstjóra SASS, dags. 18. mars 2020 þar sem kynnt er nýtt verkefni Sóknaráætlunar Suðurlands sem nefnist Hamingjulestin. Markmið verkefnisins er að stuðla að bættu geðheilbrigði og aukinni vitund um málaflokkinn. Óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni „Hamingjuráðherra“ sem sinn tengilið verkefnisins. Sveitarstjórn tilnefnir Gunnar Kristinn Gunnarsson sem Hamingjuráðherra sveitarfélagsins.

 7.  Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat eigna að Tjarnarlaut 1, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda eigna að Tjarnarlaut 1, dagsett 12. mars 2020 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 8.  Bréf frá Páli Helga Möller og Guðjóni Kjartanssyni þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins vegna framkvæmda til að hindra flóð úr Höskuldslæk.

Fyrir liggur bréf frá Páli Helga Möller og Guðjóni Kjartanssyni, dagsett 27. mars 2020  þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins vegna framkvæmda til að hindra flóð úr Höskuldslæk. Sveitarstjórn telur jákvætt að landeigendur hugi að aðgerðum til að hindra flóð og tjón sem af þeim geta hlotist og bendir landeigendum á að vera í samskiptum við Umhverfis- og tæknisvið uppsveita vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

 9.  Bréf frá Jónu Garðarsdóttur f.h. Þjóðskrár Íslands þar sem sveitarfélaginu er boðið rafrænt eintak fasteignaskrár 2020.

Fyrir liggur bréf frá Jónu Garðarsdóttur f.h. Þjóðskrár Íslands, dagsett 23. mars 2020  þar sem sveitarfélaginu er boðið rafrænt eintak fasteignaskrár 2020. Bréfið lagt fram til kynningar.

 10.  Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf.

Fyrir liggja  hugmyndir og ábendingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um aðgerðir til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf vegna covid-19 faraldursins. Sveitarstjórn mun leita leiða til að flýta þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru eins og kostur er.

Reynt verði að styðja við bakið á fyrirtækjum í sveitarfélaginu sem verða fyrir afleiðingum af kólnun hagkerfisins vegna COVID faraldursins. Slíkt þarf að vera með opnum og sanngjörnum hætti og þess gætt að eitt gangi yfir alla. Í þessu samhengi þarf m.a. að horfa til frestunar á fasteignagjöldum.

 11.  Tölvupóstur frá Jóhönnu Sigurjónsdóttur f.h. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis þar sem tilkynnt er um ákvörðun ráðherra varðandi skil á ársreikningum sveitafélaga.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Jóhönnu Sigurjónsdóttur f.h. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 27. mars 2020 þar sem tilkynnt er um ákvörðun ráðherra varðandi skil á ársreikningum sveitarfélaga. Öllum heimildum sveitarfélaga um skil eru framlengd um mánuð vegna COVID-19. Lagt fram til kynningar.

 12.  Bréf frá Þóru J. Jónasardóttur f.h. Matvælastofnunar um veirusjúkdóm í kanínum.

Fyrir liggur bréf frá Þóru J. Jónasardóttur f.h. Matvælastofnunar, dags. 26. mars 2020 þar sem sagt er frá veirusjúkdóm í kanínum og mikilvægi þess að vera vakandi yfir heilbrigði kanína á þeim stöðum þar sem þekkt er að kanínur halda sig. Bréfið lagt fram til kynningar.

13.  Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 14.  Birt til umsagnar frá Dómsmálaráðuneyti drög að frumvarpi til kosningalaga.

Fyrir liggur að birt er til umsagnar frá Dómsmálaráðuneytinu drög að frumvarpi til kosningalaga. Lagt fram til kynningar.

 15.  Samningur um minkaveiði.

Fyrir liggja drög að viðauka við samning Bergs Þór Björnssonar um minkaveiðar í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög og felur oddvita / sveitarstjóra að undirrita samninginn.

 16.  Vindorkugarður á Mosfellsheiði.

Fyrir liggja drög að tillögu að matsáætlun um mat á umhverfisáhrifum vegna vindorkugarðs á Mosfellsheiði. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 17.  Hjólaleiðir á Suðurlandi.

Fyrir liggur bréf frá Guðlaugu Ósk Svansdóttur verkefnastjóra SASS, dags. 27. mars 2020 þar sem farið er yfir hjólaleiðir á Suðurlandi og tengingar þeirra. Einnig er óskað eftir upplýsingum frá hverju sveitarfélagi. Oddvita falið að vinna málið áfram.

 Önnur mál.

a)     Næsti fundur sveitarstjórnar verður miðvikudaginn 22. apríl 2020 kl. 9:00.

 Til kynningar

  • SASS.  Fundargerð  555. stjórnarfundar 06.03 2020.
  • Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 856. stjórnarfundar, 26.01 2018.
  • SÍBS, 1. tbl. 36. árg. 2020.

-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?