Fara í efni

Sveitarstjórn

481. fundur 22. apríl 2020 kl. 09:00 - 11:10 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir í fjarfundarbúnaði
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson í fjarfundarbúnaði
  • Ingibjörg Harðardóttir í fjarfundarbúnaði
  • Bjarni Þorkelsson í fjarfundarbúnaði
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.  Heitavatnsöflun.  

Á fundinn kom Ragnar Guðmundsson, umsjónarmaður aðveitna hjá Grímsnes- og Grafningshreppi og fór yfir stöðu mála og ræddi helstu leiðir sem hægt er að fara í varðandi heitavatnsöflun fyrir sveitarfélagið. Ljóst er að núverandi hitaveituhola í Vaðnesi annar ekki hámarksálagi Borgarveitu og þar af leiðandi er ekki til nægjanlegt vatn til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu Borgarveitu í Grímsnes- og Grafningshreppi.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Ragnari og formanni veitunefndar, Smára Bergmann Kolbeinssyni að vinna að frekari vatnsöflun fyrir sveitarfélagið. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að eingöngu verði samþykktar nýjar íbúðarhúsatengingar við Borgarveitu þar til frekari vatnsöflun hefur verið tryggð.

 2.  Fundargerðir.

a)      Fundargerð 193. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 8. apríl 2020.

Mál nr. 26, 27, 28, 29, 30, 31, 38, 39 og 40 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 193. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 8. apríl 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 26: 1910063 - Vaðlækjarvegur 8 L169070 (Miðengi L168261); Stækkun lóðar og tilfærsla slóða; Deiliskipulagsbreyting.

Lagt fram að lokinni kynningu á lýsingu fyrir deiliskipulagsbreytingu. Deiliskipulagsbreytingin felst í tilfærslu spildu sem á er götuslóði sem liggur á milli lóða 6 og 10 við Vaðlækjarveg upp að lóð 8. Spildan sem um ræðir er hluti af landareign Miðengis, L168261, en bætist við lóðina Vaðlækjarveg 8 sem stækkar úr núverandi skráningu 7.700 m2 í 8.352 m2. Með stækkuninni er tryggt aðgengi að lóðinni til framtíðar. Ekki eru gerðar tillögur að öðrum breytingu frá gildandi deiliskipulagi. Lýsing fyrir deiliskipulagsbreytingu var auglýst/kynnt 27. nóvember 2019 og var athugasemdafrestur til 18. desember 2019. Athugasemdir bárust frá Hauki Þór Haraldssyni, Kolbeini Gíslasyni og Katrínu Haraldsdóttur.

Sveitarstjórn telur að athugsemdir séu það alvarlegar að fresta beri frekari afgreiðslu málsins, þar til fyrir liggur sátt um afmörkun lóða og göngustíga á svæðinu nærri Vaðlækjarvegi lóð 8.

Mál nr. 27: 1910010 - Tjarnarhólar; Útivistar og göngusvæði; Deiliskipulag.

Fyrir liggur að lokinni kynningu á lýsingu fyrir deiliskipulag í Tjarnarhólum. Í fyrirhuguðu deiliskipulagi sem tekur til um 35ha svæðis, er gert ráð fyrir uppbyggingu svæðisins í þágu ferðamanna með gerð bílastæða, göngustíga, gerð upplýsingaskilta og byggingu tveggja þjónustuhúsa. Aðkoma að svæðinu er um núverandi gatnamót Vaðness og Snæfoksstaða frá Biskupstungnabraut. Lýsing á verkefninu/deiliskipulagi var auglýst/kynnt 27. nóvember 2019 og var athugasemdafrestur til 18. desember 2019. Athugasemdir bárust frá Kerfélaginu ehf. og ábending frá Valborgu Snævarr. Þá lágu fyrir umsagnir frá Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Umhverfisstofnun.

Sveitarstjórn tekur ekki tillit til þeirra ágreiningsefna sem fram koma í athugasemdum Kerfélagsins ehf., þar sem eðli þeirra sé þannig að um sé að ræða einkaréttarlegan ágreining um landamerki sem aðilar verða að leysa sín á milli. Að öðru leyti verði tekið tillit til ábendinga frá umsagnaraðilum og að deiliskipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 28: 2001029 - Vaðstígur 1 L227910, 3 L227911 og 5 L227912; Breyting úr frístundabyggð í íbúðabyggð; Deiliskipulagsbreyting.

Fyrir liggur umsókn Ingibjargar G. Geirsdóttur, dags. 13. janúar 2020 um breytingu á þrem lóðum á jörðinni Kringlu II í Grímsnes- og Grafningshreppi, nánar Vaðstígur 1, 3 og 5. Óskað er eftir að lóðirnar breytast úr frístundabyggð í íbúðabyggð. Stærðir lóðanna eru óbreyttar en lega þeirra sem og byggingareitir breytast vegna nákvæmari mælinga. Gert er ráð fyrir að íbúðarhúsin geti vera allt að 350 m2 og auk þess verði heimilt að reisa allt að 60 m2 aukahús á lóð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting deiliskipulagsins verður auglýst samhliða gildistöku nýs aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps sem nú er í vinnslu.  

Mál nr. 29: 2002029 - Nesjavellir L209139; Stækkun á byggingarreit B1 og nýr byggingarreitur B2; Deiliskipulags.

Fyrir liggur umsókn Falk Krueger, dags. 4. febrúar 2020 f.h. Hengils Fasteigna ehf. vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi hótellóðar á Nesjavöllum L209139. Tillagan nær utan um stækkun á núverandi byggingarreit B-1 og nýjum byggingarreit B-2. Á reit B-2 er áætlað að koma fyrir útigeymslu á einni hæð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umsóknina sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem landeigandi hefur þegar gefið samþykki fyrir fyrirhugðum bílastæðum og breytingin ekki talin hafa áhrif á einstaka aðila eða aðra hagsmunaaðila á svæðinu. Skipulagsfulltrúa er falið að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Mál nr. 30: 2003029 - Borg í Grímsnesi; Miðsvæði og útivistarsvæði; Deiliskipulag.

Fyrir liggur umsókn Landforms f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps er varðar skipulagslýsingu deiliskipulags fyrir miðsvæði og útvistarsvæði að Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í skipulaginu felst skilgreining tveggja reita innan þéttbýlismarka Borgar, annarsvegar 3 ha miðsvæði meðfram Biskupstungnabraut og hinsvegar 18 ha útivistarsvæði norðar byggðarinnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða skipulagslýsingu til kynningar og að leitað verði umsagnar hjá viðeigandi umsagnaraðilum í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið 1.9 innan skipulagslýsingar.

 Mál nr. 31: 2004003 - Sogsvegur 6 L186004; Norðurkot;Staðfesting á afmörkun lóðar.

Fyrir liggur umsókn Guðjóns P. Stefánssonar, dags. 3. mars 2020 um staðfestingu á afmörkun lóðarinnar Sogsvegur 6 L186004 í landi Norðurkots. Lóðin er skráð 31.200 m2 í Þjóðskrá og skv. hnitsettu lóðablaði er hún 31.250 m2. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðarmarka.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki eru gerðar athugasemdir við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga.

Mál nr. 38: 2002004F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20 – 116.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 4. mars 2020.

Mál nr. 39: 2003001F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20 – 117.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 18. mars 2020.

Mál nr. 40: 2003002F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20 – 118.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 1. apríl 2020.

 

b)      Fundargerð 76. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 1. apríl 2020. 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 c)       Fundargerð 1. fundar vettvangsstjórnar uppsveita Árnessýslu, skv. viðbragðsáætlun um inflúensu og alvarlega sjúkdóma, 24. mars 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 d)      Fundargerð 2. fundar vettvangsstjórnar uppsveita Árnessýslu, skv. viðbragðsáætlun um inflúensu og alvarlega sjúkdóma, 31. mars 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 e)       Fundargerð 3. fundar vettvangsstjórnar uppsveita Árnessýslu, skv. viðbragðsáætlun um inflúensu og alvarlega sjúkdóma, 7. apríl 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 f)       Fundargerð 4. fundar vettvangsstjórnar uppsveita Árnessýslu, skv. viðbragðsáætlun um inflúensu og alvarlega sjúkdóma, 14. apríl 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 g)      Fundargerð 5. fundar Almannavarnanefndar Árnessýslu, 3. mars 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 h)      Fundargerð 14. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 16. apríl 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 3.   Beiðni um styrk frá Ungmennafélaginu Hvöt til kaupa á búningum fyrir iðkendur félagsins.

Fyrir liggur beiðni um styrk frá Ungmennafélaginu Hvöt vegna kaupa á búningum fyrir iðkendur félagsins. Búningarnir eru merktir með kennimerki sveitarfélagsins og kostuðu þeir 377.993 kr. Stjórn ungmennafélagsins óskar eftir þeirri upphæð í styrk. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita um beðinn styrk.

 4.  Bréf frá Landgræðslu ríkisins vegna afgreiðslu umsóknar Grímsnes- og Grafningshrepps til Landbótasjóðs 2020.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Landgræðslu ríkisins, dags. 21. febrúar 2020 þar sem Grímsnes- og Grafningshreppi hefur verið úthlutað styrk að fjárhæð kr. 330.000 úr Landbótasjóði Landgræðslunnar. Bréfið lagt fram til kynningar.

5.  Umsögn vegna stofnunar lögbýlis að Neðra-Apavatni 1.

Fyrir liggur  bréf frá Ólafi Björnssyni hrl. f.h. Magnúsar Grímssonar og Magnúsar Helga Jónssonar, dags. 30. mars 2020 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á fyrirhugaðri stofnun lögbýlis að Neðra-Apavatni 1. Sveitarstjórn mælir með stofnun lögbýlisins.

 6.  Beiðni um styrk frá Félagi frístundahúsaeigenda í Hraunborgum vegna snjómoksturs í hverfinu.

Fyrir liggur beiðni um styrk frá Félagi frístundahúsaeigenda í Hraunborgum vegna mikils snjómoksturs í hverfinu nú í vetur. Styrkbeiðnin er að fjárhæð kr. 250.000. Sveitarstjórn tekur undir með stjórn Hrauns, félags frístundahúsaeigenda í Hraunborgum, að veturinn hafi verið mjög snjóþungur og erfiður. Í ár líkt og undanfarin ár lét Grímsnes- og Grafningshreppur moka öll frístundahúsahverfi í sveitarfélaginu um páska. Ekki er gert ráð fyrir frekari fjármunum vegna moksturs frístundahúsahverfa í sveitarfélaginu og sveitarstjórn hafnar því erindinu.

 7.  Bréf frá Óttari Guðjónssyni, framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna frestunar á aðalfundi lánasjóðsins.

Fyrir liggur bréf frá Óttari Guðjónssyni framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., dags. 7. apríl 2020 þar sem sagt er frá frestun aðalfundar lánasjósins. Jafnframt er greint frá því að ekki verði greiddur út arður vegna afkomu ársins 2019 og að lánasjóðurinn sé vel í stakk búinn til lánveitinga vegna COVID-19. Bréfið lagt fram til kynningar.

 8.  Bréf frá Lárusi L. Blöndal forseta Íþrótta- og ólympíusambands Íslands þar sem sveitarfélög eru hvött til samtals við íþrótta- og ungmennafélög á sínu svæði og fylgjast vel með hvernig málin þróast hjá þeim á þessum óvissu tímum.

Fyrir liggur bréf frá Lárusi L. Blöndal forseta Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, dags. 1. apríl 2020 þar sem sveitarfélög eru hvött til samtals við íþrótta- og ungmennafélög á sínu svæði og fylgjast vel með hvernig málin þróast hjá þeim á þessum óvissu tímum. Bréfið lagt fram til kynningar.

 9.  Íbúaskrá Grímsnes- og Grafningshrepps 1. desember 2019.

Fyrir liggur bréf íbúaskrá Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. desember 2019. Samkvæmt íbúaskránni þann 1. desember 2019 er íbúafjöldi sveitarfélagsins 494. Sveitarstjóra falið að koma á framfæri þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.

 Til kynningar

  • Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  291. stjórnarfundar 24.03 2020.
  • Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 203. stjórnarfundar 24.03 2020.
  • SASS. Fundargerð 556. stjórnarfundar 03.04 2020.
  • Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 880. stjórnarfundar, 27.03 2020.

 

Getum við bætt efni síðunnar?