Fara í efni

Sveitarstjórn

484. fundur 03. júní 2020 kl. 09:00 - 10:35 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Steinar Sigurjónsson í fjarveru Ingibjargar Harðardóttur
  • Ragnheiður Eggertsdóttir í fjarveru Bjarna Þorkelssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir

1.  Fundargerðir.

a)      Fundargerð 196. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 27. maí 2020.

Mál nr. 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23 og 32 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar

Lögð fram 196. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 27. maí 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 14: 200505 - Neðra-Apavatn lóð L169296; Kaldavatnsborun; Framkvæmdaleyfi

Fyrir liggur umsókn frá Baldri Hafstað, dags. 12. maí 2020, um framkvæmdaleyfi fyrir borun neysluvatnsborholu við fyrirhugað sumarhús á lóðinni.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að framkvæmdaleyfi verði veitt með fyrirvara um grenndarkynningu í samræmi við 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Jafnframt telur sveitarstjórn að kynna verði málið eigendum aðliggjandi lóða ásamt sumarhúsafélagi svæðisins.  

Mál nr. 15: 1909031 - Kringla 4 L227914; Frístundabyggð; Deiliskipulag.

Fyrir liggur umsókn frá Má Jóhannssyni og Sveini Yngva Valgeirssyni vegna deiliskipulags í landi Kringlu 4, L227914. Deiliskipulagið tekur til um 22.6 ha svæðis á jörðinni Kringlu 4. Tillagan gerir ráð fyrir 32 nýjum frístundahúsalóðum frá 5.000-8.753 m2 að stærð. Aðkoma að svæðinu er um Sólheimaveg og inn Árveg. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 m.s.br. og hefur skilgreiningu sem frístundasvæði (F52b). Málinu var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 4.3.2020 en er nú tekið fyrir eftir uppfærslu á gögnum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagstillöguna og að tillagan fái málsmeðferð á grundvelli 1.mgr. 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 16: 2004033 - Steingrímsstöð L170935; Olíuskipti á aflspenni og viðgerðir; Framkvæmdaleyfi.

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Landsvirkjun Sogssvæði / Jóhanni Snorra Bjarnasyni. Í framkvæmdinni felst að skipta þarf um olíu á 6,6/66kV aflspenni fyrir Steinsgrímsstöð. Um er að ræða um 17.000 ltr. af spennaolíu sem flytja þarf inn á svæðið og meðhöndla. Fyrirhugað er að fara í viðhaldsvinnu utanhúss á stöðvarhúsi og jöfnunarþró. Lagfæra á múrhúð, gluggaþéttingar og endurmála. Umsækjandi vill koma því á framfæri að Steingrímsstöð er innan vatnsverndarsvæðis Þingvallavatns.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012.

Mál nr. 17: 2005055 - Selholt L205326; Deiliskipulag.

Fyrir liggur umsókn frá Eiríki Steinssyni dags. 18.5.2020 vegna deiliskipulags á landinu Selholt. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining á byggingarreitum fyrir íbúðarhús, reiðhöll og hesthús og vélageymslu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagstillöguna og að tillagan fái málsmeðferð á grundvelli 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 18: 2005078 - Miðengi L168261; Leynir; Stofnun lóðar.

Fyrir liggur umsókn Dagnýjar Bjarnadóttur f.h. eigenda, dags. 27. apríl 2020, um stofnun nýrrar landeignar út úr jörðinni Miðengi L168261. Um er að ræða 55.818 fm2 landeign og óskað eftir að hún fái staðfangið Leynir sem dregið er af örnefni á lægðardragi í landinu. Aðkoman er um núverandi veg frá Bústjórabraut og Miðengisveg (nr. 3747).

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar og ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. jarðalaga. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lóðin fái heitið Leynir.

Mál nr. 19: 2005082 – Grímsnes- og Grafningshreppur; Endurnýjun hitaveitulagnar að Björk; Framkvæmdaleyfi.

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Grímsnes- og Grafningshreppi. Í framkvæmdinni felast endurnýjun hitaveitulagna að Björk í samræmi við yfirlitsmynd.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012.

Mál nr. 20: 2005083 - Grímsnes- og Grafningshreppur; Nýjar réttir; Framkvæmdaleyfi.

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Grímsnes- og Grafningshreppi. Í framkvæmdinni felst gerð nýrra rétta í Grafningi. Réttirnar verða smíðaðar úr gagnvörðu timbri og gert er ráð fyrir að settur verði malarpúði undir svæðið og aðkomuvegur lagaður.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012.

Mál nr. 21: 2005081 - Grímsnes- og Grafningshreppur; Gangstéttir og göngustígar; Framkvæmdaleyfi.

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Grímsnes- og Grafningshreppi. Í framkvæmdinni felst lagning gangstétta og malbikun þeirra innan þéttbýlisins á Borg.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012.

Mál nr. 22: 2005085 - Grímsnes- og Grafningshreppur; Yndisskógur; Aðalstígar; Framkvæmdaleyfi.

Fyrir liggur umsókn frá Grímsnes- og Grafningshreppi um lagningu stígs um áætlað útvistarsvæði norðan Borgar í Grímsnesi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að framkvæmdaleyfi verði veitt að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunnar í samræmi við 9. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 er varðar meðmæli Skipulagsstofnunnar með framkvæmd. Skipulagsfulltrúa falið að senda erindi á Skipulagsstofnun.  

Mál nr. 23: 2005086 - Grímsnes- og Grafningshreppur; Björk 1 L211337; 1-3 vinnsluholur; Framkvæmdaleyfi.

Fyrir liggur umsókn frá Grímsnes- og Grafningshreppi um gerð 1-3 vinnslu borhola allt að 70 metra djúpra við núverandi borplan að Björk í samræmi við framlagðan uppdrátt.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012

Mál nr. 32: 2005003F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20 – 121.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 20. maí 2020.

 b)     Fundargerð lögreglustjóra Suðurlands með bæjar- og sveitarstjórum, 18. maí 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 c)      Fundargerð 15. stjórnarfundar Byggðasafns Árnesinga, 26. maí 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 d)     Fundargerð 7. fundar byggingarnefndar Búðarstígs, 26. maí 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 e)      Fundargerð 558. fundar stjórnar SASS, 22. maí 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 f)       Fundargerð 40. stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 12. febrúar 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 g)      Fundargerð 41. stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 12. mars 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar

 h)     Fundargerð 883. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 8. maí 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 i)       Fundargerð 884. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 20. maí 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 2.  Tilboð í gerð aðalstíga í yndisskógi.

Fyrir liggja tilboð í gerð aðalstíga í yndisskógi á Borg. Þrjú tilboð bárust, frá Jóni Ingileifssyni ehf kr. 26.186.400, Jóhannesi Guðmundssyni kr. 12.421.420 og Suðurtaki ehf. kr. 7.272.200. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka lægsta tilboði, frá Suðurtaki ehf. Ragnari Guðmundssyni falið að fylgja málinu eftir.

 3.   Ályktun um malbikun í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur að verið er að leggja klæðningu á Grafningsveg efri (360-02) frá Úlfljótsvatni að Ölfusvatnsá. Á þeirri leið eru tvær einbreiðar brýr sem ógna umferðaröryggi. Sveitarstjórn lýsir yfir áhyggjum af því að ekki standi til að fjarlægja brýrnar samhliða yfirstandandi framkvæmdum. Sveitarstjórn óskar hér með eftir að Vegagerðin endurskoði áform sín um að láta brýrnar standa óbreyttar.

4.   Grafningsréttir.

Fyrir liggja drög af leigusamningi milli Grímsnes- og Grafningshrepps, Bandalags íslenskra skáta, Skátasambands Reykjavíkur og Skógræktarfélags Íslands um leiguland undir nýjar réttir í vesturhluta sveitarfélagsins. Unnið er að byggingu nýrra rétta í vesturhluta sveitarfélagsins sem fá heitið Grafningsréttir og munu þær taka við af Selflataréttum sem einnig eru í landi Bandalags íslenskra skáta, Skátasambands Reykjavíkur og Skógræktarfélags Íslands. Nýju réttirnar verða vígðar þann 14. september næstkomandi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög og felur oddvita / sveitarstjóra að skrifa undir samninginn.  

 5.  Afrit af bréfi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Minni-Borgarvegs nr. 3761-01 af vegaskrá.

Fyrir liggur afrit af bréfi frá Vegagerðinni, dagsett 26. maí 2020 þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Minni-Borgarvegs nr. 3761-01 af vegaskrá. Bréfið lagt fram til kynningar.

 6.  Tölvupóstur frá Alberti Guðmundssyni verkefnastjóra f.h. Landsvirkjunar þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Alberti Guðmundssyni verkefnastjóra f.h. Landsvirkjunar, dagsett 28. maí 2020 þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps tekur jákvætt í erindi Landsvirkjunar er varðar breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins við iðnaðarsvæði I2 í tengslum við uppbyggingu á vetnisvinnslu við Ljósafossstöð. Skipulagsfulltrúa falið hafa umsjón með gerð skipulagslýsingar vegna verkefnisins á grundvelli 1.mgr.36.gr. og 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og taka málið til afgreiðslu og umræðu innan skipulagsnefndar UTU.  

 7.  Bréf frá Þóri Ólafssyni og Eiríki Benónýssyni f.h. Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga um fjármál sveitarfélaga í kjölfar Covid-19.

Fyrir liggur bréf frá Þóri Ólafssyni og Eiríki Benónýssyni f.h. Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 14. maí 2020 um fjármál sveitarfélaga í kjölfar Covid-19. Bréfið lagt fram til kynningar.

 8.  Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna endurgreiðslu virðisaukaskatts.

Fyrir liggur minnisblað frá Lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. maí 2020 vegna endurgreiðslu virðisaukaskatts. Lagt fram til kynningar.

 9.  Tölvupóstur frá Hermanni Jónassyni forstjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um skýrslu starfshóps um brunamál.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Hermanni Jónassyni forstjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dagsett 28. maí 2020 um skýrslu starfshóps um brunamál. Lagt fram til kynningar.

 10.  Bréf frá Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um áhrif Covid-19 á fjármál sveitarfélaga.

Fyrir liggur bréf frá Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dagsett 25. Maí 2020 um áhrif Covid-19 á fjármál sveitarfélaga. Bréfið lagt fram til kynningar.

 11.  Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf.

Fyrir liggur bréf frá Sveinbjörgu Sveindóttur, framkvæmdastjóra Landskerfis bókasafna hf., dagsett 26. maí 2020 þar sem tilgreint er að aðalfundur félagsins verði haldinn 11. júní n.k.í fyrirlestrarsal á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu, Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni. Bréfið lagt fram til kynningar.

 12.  Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

Fyrir liggur bréf frá Óttari Guðjónssyni, framkvæmdstjóra Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. dagsett 25. maí 2020 þar sem tilgreint er að aðalfundur Lánasjóðsins verði haldinn 12. júní á Grand Hótel Reykjavík. Bréfið lagt fram til kynningar.

 13.  Ársreikningur og ársskýrsla Skógræktarfélags Grímsnesinga 2019.

Lagt fram til kynningar.

 14.  Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2019.

Lagt fram til kynningar.

 15.  Beiðni Velferðarnefndar um umsögn á frumvarpi til laga til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (notendaráð), 838. Mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 

Getum við bætt efni síðunnar?