Fara í efni

Sveitarstjórn

487. fundur 15. júlí 2020 kl. 09:00 - 09:40 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.  Fundargerð 77. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 24. júní 2020.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 77. fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. dagsett 24. júní 2020. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

Mál nr. 1: Ársreikningur

Ársreikningur embættisins lagður fram og yfirfarinn. Tekjur embættisins voru 152.276.422 kr. og var seld þjónusta embættisins 8.657.218 kr. Framlög sveitarfélaganna voru 143.619.204 kr. og er kostnaðarskipting sveitarfélaganna eftirfarandi:

Grímsnes- og Grafningshreppur                        40.198.972 kr. eða 28,0%

Bláskógabyggð                                                   47.669.369 kr. eða 33,2%

Skeiða- og Gnúpverjahreppur                            15.487.261 kr. eða 10,8%

Flóahreppur                                                        16.459.000 kr. eða 11,5%

Hrunamannahreppur                                          12.431.286 kr. eða 8,7%

Ásahreppur                                                         11.373.318 kr. eða 7,9%

Sveitarstjórn staðfestir ársreikninginn samhljóða.

2.  Fundargerð 18. fundar stjórnar Bergrisans, 24. júní 2020.

  Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.  Fundargerð 19. fundar stjórnar Bergrisans, 6. júlí 2020.

  Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.  Fundargerð 557. fundar stjórnar SASS, 29. júní 2020.

  Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í fasteigninni Neðan-Sogsvegi 46, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 10. júlí 2020 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í fasteigninnni Neðan-Sogsvegi 46, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er skipulögð sem frístundabyggð en ekki viðskipta- og þjónustulóð.

6.  Minnisblað frá Sigurði Ármann Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana 2021 – 2024.

Fyrir liggur minnisblað frá Sigurði Ármann Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 2. júlí 2020 um forsendur fjárhagsáætlana 2021 – 2024. Minnisblaðið lagt fram til kynningar.

7.  Bréf frá Þjóðskrá Íslands um fasteignamat 2021.

Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 29. júní 2020 þar sem kynnt er fasteignamat 2021. Fasteignamat eigna í Grímsnes- og Grafningshreppi mun hækka um 1,3% á árinu 2021. Bréfið lagt fram til kynningar.

8.  Könnun hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga á kjörum sveitarstjórnarfólks og framkvæmdarstjóra sveitarfélaga 2020.

Fyrir liggur könnun hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga á kjörum sveitarstjórnarfólks og framkvæmdarstjóra sveitarfélaga 2020. Könnunin lögð fram til kynningar.

9.  Stöðuskýrslur teymis Félagsmálaráðuneytis, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.

Fyrir liggja stöðuskýrslur teymis Félagsmálaráðuneytis, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19. Skýrslurnar lagðar fram til kynningar.

10.  Birt til umsagnar frá Félagsmálaráðuneyti drög að stefnu um barnvænt Ísland.

Fyrir liggur að birt er til umsagnar frá Félagsmálaráðuneytinu drög að stefnu um barnvænt Ísland. Lagt fram til kynningar.

11.  Birt til umsagnar frá Forsætisráðuneyti frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 (forseti Íslands, ríkisstjórn, verkefni framkvæmdarvalds o.fl.).

Fyrir liggur að birt er til umsagnar frá Forsætisráðuneytinu frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 (forseti Íslands, ríkisstjórn, verkefni framkvæmdarvalds o.fl.). Lagt fram til kynningar.

12.  Birt til umsagnar frá Forsætisráðuneyti frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála.

Fyrir liggur að birt er til umsagnar frá Forsætisráðuneytinu frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála. Lagt fram til kynningar.

13.  Birt til umsagnar frá Forsætisráðuneyti frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Fyrir liggur að birt er til umsagnar frá Forsætisráðuneytinu frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Lagt fram til kynningar.

Getum við bætt efni síðunnar?