Sveitarstjórn
1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. febrúar 2009 liggur frammi á fundinum.
2. Brunavarnir.
Á fundinn mæta Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri og Margrét K. Erlingsdóttir, formaður stjórnar Brunavarna Árnessýslu en þau hafa verið að heimsækja aðilarsveitarfélögin. Rædd eru brunavarnarumál og önnur mál sem tengjast samskiptum við sveitarfélagið. Sveitarstjórn þakkar gestum fyrir gott innlegg og gagnlegar upplýsingar.
3. Útboð vegna sorphirðu.
Lögð fram sameiginleg útboðsgögn vegna sorphirðu í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi. Á fundinn mætir Halldór Karl Hermannsson sviðsstjóri Þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar og gerir grein fyrir helstu atriðum útboðsins og þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá því að málið var fyrst kynnt fyrir sveitarstjórn. Sveitarstjórn samþykkir að láta fara fram sameiginlegt útboð á grundvelli framlagðra útboðsgagna. Fulltrúar C-listans fagna því að farin hafi verið sameiginleg útboðsleið með Bláskógabyggð.
4. Fundargerðir.
a) Fundur skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps,
26.02.2009.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.
b) Fundargerð 110. fundar Félagsmálanefndar 03.02.2009.
Fundargerðin lögð fram og staðfest. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn breytingar á samþykktum fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í Uppsveitum Árnessýslu og Flóa.
5. Skipulagsmál
a) Endurskoðun aðalaskipulags.
Lögð fram greinargerð aðalskipulags 2008-2020 með lagfæringum til samræmis við athugasemdir og ábendingar Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits og fleiri aðila. Sveitarstjórn samþykkir áorðnar breytingar og heimilar að skipulagið verði auglýst.
6. Þriggja ára fjárhagsáætlun
Sjá áður útsend gögn með 1. umræðu. Sveitarstjórn samþykkir 3. ára fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árin 2010-2012.
7. Framkvæmdir á Gámasvæði í Seyðishólum.
Farið yfir framkvæmdir sem þarf að gera á gámasvæði í Seyðishólum og ræddar þær framkvæmdir sem frestað var vegna jarðvegsskipta í kjölfar verðkönnunar á síðasta ári. Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga varðaði jarðvegsskipti á gámasvæðinu við Vinnuvélar Sigurjóns Hjartarsonar á grundvelli tilboðs hans sem lægstbjóðanda á síðasta ári og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi.
8. Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf.
Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagins á aðalfundi Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf þann 10. mars nk.
9. Beiðni um umsögn vegna breytinga á aðalskipulagi Ölfus.
Lögð fram beiðni sveitarfélagsins Ölfus um umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi Ölfus 2002-2014 en þar er m.a. gert ráð fyrir að setja inn iðnaðarsvæði vegna Bitruvirkjunar. Sveitarstjórn telur sig ekki geta gefið umsögn sína á breytingu aðalskipulags Öflus fyrr en landamerki liggja fyrir á milli sveitarfélagana Ölfus og Grímsnes- og Grafningshrepps.
10. Beiðni um styrk vegna stofnunar starfsendurhæfingar Suðurlands.
Lögð er fram beiðni Svæðisskrifstofu málefna fatlaðara á Suðurlandi um styrk vegna stofnunar Starfsendurhæfingar Suðurlands. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
11. Breytingar á kjörstjórn.
Kynnt er að Ársæll Hannesson hafi óskað þess að hætta í kjörstjórn sem aðalmaður og Helga Helgadóttir sem varamaður. Sveitatjórn samþykkir að tilnefna Þórunni D. Oddssdóttur sem aðalmann í kjörstjórn og Sigurð Gunnarsson og þakkar jafnframt Ársæli og Helgu góð störf í kjörstjórn á liðnum árum.
12. Til kynningar
a) Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um áætlanir framlaga á árinu 2009.
b) Staðgreiðsluuppgjör 2008.
c) Fundarboð vegna ársfundar ÍSOR.
d) Bréf frá Skipulagsstofnun vegna lista yfir þá sem sinna skipulagsgerð, skipulags- og byggingarfultúra.
e) Bréf frá Samgönguráðuneytisins vegna fjárhagsáætlana 2009 og fjármálalegra upplýsinga.
f) Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna vegaskrá.
g) Ályktun ársþings KSÍ um stuðning sveitarfélaga við íþróttastarf.
h) Svarbréf vegna stjórnsýslukæru vegna ferðaþjónustu fatlaðra.
i) Ársyfirlit ferðalmálafulltrúa Uppsveita Árnsýslun liggur frammi á fundinum-
j) Bréf frá Skipulagsstofnun vegna umsagnar á beiðni um undanþágu frá fjarlægð bygginga frá stofn- og tengivegi.
k) Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 168. stjórnarfundar, 18.02.2009.
-
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 12:25.