Sveitarstjórn
Oddviti leitar afbrigða.
Samþykkt samhljóða
a) Fjarfundir á vegum sveitarfélagsins
b) Covid-19
c) Áheitaganga Kvenfélags Grímsneshrepps til styrktar Sjóðsins Góða
1. Fundargerðir
a) Fundargerð 7. fundar veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 21. september 2020.
Mál nr. 4 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 7. fundargerð veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 21. september 2020.
Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 4: Tilboð í kort fyrir gámasvæði.
Búið er að fá tilboð í rafræn inneignarkort fyrir sorp á gámasvæði fyrir fasteignaeigendur í sveitarfélaginu frá Tæknivit. Tilboðið var skoðað. Veitunefnd mælist til þess við sveitarstjórn að tilboðinu verði tekið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboðinu. Oddvita / sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.
b) Fundargerð 15. fundar húsnefndar Félagsheimilisins Borgar, 21. ágúst 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð 202. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 23. september 2020.
Mál nr. 10, 11, 12 og 17 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 202. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 23. september 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 10: 2004062 - Sogsvegur 18 L169548; Norðurkot; Skipting lands; Deiliskipulagsbreyting.
Lögð er fram beiðni frá Helga Birgissyni lögmanni, fh. dánarbús hjónanna Áka Guðna Granz og Guðlaugar Svanfríðar Karvelsdóttur og erfingja þeirra, er varðar tillögu að deiliskipulagsbreytingu Norðurkots unnin af Mannvit verkfræðistofu. Tillagan er í samræmi við fyrirliggjandi samning landeigenda er varðar skiptingu landsins skv. dómi Hæstaréttar þ. 16.01.2018. Málinu var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 21.8.2020 og óskað eftir uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 11: 2009044 - Hallkelshólar lóð 56 (L174042); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður.
Fyrir liggur umsókn Gísla G. Gunnarssonar fyrir hönd Brjáns Árnasonar og Trausta B. Gunnarssonar, móttekin 11.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 95,4 m2 á sumarbústaðalóðinni Hallkelshólar lóð 56 (L174042) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 12: 2008044 - Ferjubraut 11 L224508; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting.
Lögð er fram umsókn frá Andrési B. L. Sigurðarsyni og Önnu Valdimarsdóttir er varðar breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Ferjubraut 11. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar úr 6.200 í 7.360 fm auk samsvarandi stækkunar á byggingarreit. Ástæða breytinganna er landhalli, jarðvegsdýpt og bleyta sem gera mannvirkjaferð erfiða innan núverandi byggingarreits.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um samþykki landeiganda. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 17: 2009001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 20 - 127.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 16. september 2020.
d) Fundargerð 80. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 9. september 2020.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 80. fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU, dags. 9. september 2020.
Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: Húsnæðismál UTU.
Framhald af vinnu við húsnæðismál embættisins. Eyrún átti fund með starfsmönnum og fór yfir tillögurnar og í framhaldi af umræðum kom tillaga sem allir starfsmenn voru sammála um að mundi henta vel. Búið er að vinna grófar kostnaðartölur varðandi breytingar í samræmi við þá tillögu. Stjórn sammála um að tillagan sé góð en telur nauðsynlegt að sveitarstjórn Bláskógabyggðar, sem eigandi hússins, taki afstöðu til þess hvort þau fari í framkvæmdirnar, tímaramma framkvæmda og hver leiga til embættisins verði í framhaldinu. Einnig óskar stjórn eftir því að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps leggi fram sömu upplýsingar varðandi húsnæði sem boðið er fram í erindi frá þeim um húsnæðismál.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra / oddvita að taka saman þau gögn sem óskað er eftir.
e) Fundargerð 296. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 22. september 2020.
Mál nr. 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 296. fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, dags. 22. september 2020.
Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 3: Aðgerðaráætlun fyrir SOS vegna svæðisáætlunar
Formaður fór yfir drög að Suðurlandskafla aðgerðaráætlunar fyrir endurskoðun á sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Suðvesturhornið 20212032. Samþykkt var að fyrirliggjandi drög að aðgerðaráætlun SOS verði send aðildarsveitarfélögum til kynningar, umræðu og kallað eftir athugasemdum. Í kjölfar þess, í nóvembermánuði n.k., verði haldinn samráðsfundur með fulltrúum sveitarfélaganna um áætlunina.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða drög að aðgerðaáætlun.
f) Fundargerð fundar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), 23. september 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
g) Fundargerð 2. fundar starfshóps Vatnsveitu Uppsveita bs., 17. september 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
h) Fundargerð 44. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 31. ágúst 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
i) Fundargerð 45. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 16. september 2020.
Mál nr. 2 og 5a þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 45. fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, dags. 16. september 2020.
Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 2: Erindi frá Soroptimistaklúbbi Suðurlands vegna Sigurhæða, úrræðis fyrir þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi.
Nefndin fagnar framtaki Soroptimistaklúbbs Suðurlands og telur verkefnið afar brýnt fyrir íbúa á starfssvæði SVÁ. Nefndin skorar á sveitarstjórnir á starfssvæði Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings að leggja verkefninu lið og gera ráð fyrir fjármagni til þess á fjarhagsáætlun ársins 2021. Lagt er til að NOS taki erindið til umfjöllunar á næsta fundi sínum þann 23. september n.k. með tilliti til kostnaðarskiptingar milli sveitarfélaganna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta málinu þar til málið hefur verið tekið fyrir hjá yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS).
Mál nr. 5a: Fjárhagsáætlun 2021
Tillögur Skóla- og velferðarþjónustu um upphæðir greiðslna og gjalda fyrir árið 2021.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta málinu þar til málið hefur verið tekið fyrir hjá yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS).
j) Fundargerð 207. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 25. september 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
k) Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga, 24. apríl 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
l) Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga, 25. september 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
m) Fundargerð 8. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 5. júní 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
n) Fundargerð 9. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 18. september 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
o) Fundargerð 6. fundar Oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu, 23. september 2020
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 4. fundargerð stjórnar Laugaráslæknishéraðs, dags. 23. september 2020.
Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1: Ársreikningur 2019.
Lagður var fram ársreikningur Laugaráslæknishéraðs fyrir árið 2019.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ársreikning 2019.
p) Fundargerð 196. fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, 17. september 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
q) Fundargerð 20. fundar stjórnar Bergrisans, 14. september 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
r) Fundargerð 887. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 25. september 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
s) Fundargerð 888. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 29. september 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Skipan varafulltrúa í samgöngunefnd Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur að varamaður samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, Jónas Hallgrímsson er fluttur úr sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Björn Kristinn Pálmarsson verði varamaður í samgöngunefnd út kjörtímabilið 2018-2022.
3. Fulltrúi í Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings.
Fyrir liggur að aðalfulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps í Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings, Björn Kristinn Pálmarsson, hefur beðist lausnar sem aðalfulltrúi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Smári Bergmann Kolbeinsson verði aðalfulltrúi í Skólaþjónustu- og velferðarnefnd út kjörtímabilið 2018-2022 og Björn Kristinn Pálmarsson verði til vara.
4. Bréf frá Fanný Gunnarsdóttur, formanni félags sumarhúsaeigenda í Kerhrauni, vegna flokkunar á heimilissorpi.
Fyrir liggur bréf frá Fanný Gunnarsdóttur, formanni félags sumarhúsaeigenda í Kerhrauni, þar sem óskað er eftir því að sett verði upp grenndarstöð undir sorp annaðhvort innan Kerhrauns eða við svokallaðan Samlagsveg.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita / sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
5. Námsstyrkir starfsfólks Kerhólsskóla.
Fyrir liggur umsókn starfsmanns Kerhólsskóla um styrk til að stunda nám í kennarafræðum. Umsóknin er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um fjölgun faglærðra starfsmanna við Kerhólsskóla.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja umsækjanda til náms í kennarafræðum skv. lið nr. 1 í reglum sveitarfélagsins. Að auki er samþykkt samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 150.000 skv. 4. lið reglnanna um kostnað við skólagjöld og til bókakaupa.
6. Ályktun um framkvæmdir við nýja aðkeyrslu að Kerinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps óskar eftir því við Vegagerðina að framkvæmdum við nýja aðkeyrslu að Kerinu verði flýtt og að framkvæmdir hefjist sem fyrst. Nú þegar fáir ferðamenn eru á ferli er kjörið að nýta tækifærið og hefjast handa við nýja og öruggari aðkeyrslu að þessum vinsæla ferðamannastað, en samkvæmt umferðaröryggismati sem unnið var af Vegagerðinni árið 2018 er brýnt er að fara í lagfæringar á vegamótum við Kerið. Fyrir liggur tillaga frá Verkfræðistofunni Mannvit að nýrri aðkeyrslu, sem og samþykkt deiliskipulag á svæðinu sem gerir ráð fyrir nýrri vegtengingu.
7. Samstarfssamningur Grímsnes- og Grafningshrepps og Ungmennafélagsins Hvatar.
Fyrir liggja drög að nýjum samstarfssamningi milli Grímsnes- og Grafningshrepps og Ungmennafélagsins Hvatar um eflingu íþrótta- og æskulýðsstarfs í Grímsnes- og Grafningshrepp. Samningnum er ætlað að efla samstarf milli GOGG og Hvatar og tryggja öflugt íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu. Samningnum er ætlað að tryggja enn frekar starfsemi Hvatar, enda er sveitarfélagið þeirrar skoðunar að Hvöt sinni öflugu og viðurkenndu forvarnarstarfi. Skal styrknum varið þannig að hann fer í að halda úti íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu með sérstaka áherslu á börn og unglinga. Jafnframt skal halda leikjanámsskeið fyrir börn, að sumarlagi. Hvöt reynir að tryggja að leiðbeinendur sem sjá um bæði vetrar- og sumarstarfið séu með menntun og/eða reynslu af barna- og unglingastarfi. Að auki leggur sveitarfélagið til aðgang að íþróttahúsinu undir æfingar og viðburði án endurgjalds.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög og felur oddvita / sveitarstjóra að skrifa undir samninginn.
8. Erindi frá vinnuhópi um könnun á uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Hrunamannahreppi.
Fyrir liggur erindi frá vinnuhópi um könnun á uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Hrunamannahreppi, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til samvinnu í verkefninu.
Sveitarstjórn tekur samhljóða undir nauðsyn þess að aldraðir geti búið sem næst sinni heimabyggð og felur oddvita að afla frekari upplýsinga um verkefnið.
9. Tilnefning fulltrúa í stafrænt ráð sveitarfélaga á Suðurlandi.
Fyrir liggur bréf frá Bjarna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra SASS, dagsett 11. september 2020, þar sem tilkynnt er að stjórn SASS hafi skipað Friðrik Sigurbjörnsson í stafrænt ráð sveitarfélaga.
Jafnframt er tilkynnt að stofnaður hafi verið faghópur með fulltrúum sveitarfélaga á Suðurlandi til þess að vera Friðriki til stuðnings í miðlun upplýsinga, og óskað eftir tilnefningu á fulltrúa frá hverju sveitarfélagi í faghópinn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna Ásu Valdísi Árnadóttur sem fulltrúa sveitarfélagsins í faghópinn.
10. Bréf frá Pálma Þór Sævarssyni, svæðisstjóra hjá Vegagerðinni, varðandi girðingar á vegum opinberra aðila.
Fyrir liggur bréf frá Pálma Þór Sævarssyni, svæðisstjóra hjá Vegagerðinni, þar sem fram kemur að skipaður hafi verið starfshópur á vegum allra ráðuneyta ríkisstjórnarinnar með það markmið að móta samstarf helstu aðila sem hagsmuna hafa að gæta varðandi umbætur og hagræðingu vegna girðinga. Jafnframt er óskað eftir ýmsum upplýsingum og kostnaðartölum vegna girðinga í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra / oddvita að svara erindinu.
11. Beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn vegna vindorkugarðs á Mosfellsheiði.
Fyrir liggur greinargerð ásamt umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun vegna allt að 200 MW vindorkugarðs á Mosfellsheiði.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita / sveitarstjóra að skila inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
12. Beiðni um umsögn vegna endurskoðunar aðalskipulags Mosfellsbæjar.
Fyrir liggur bréf frá Kristni Pálssyni, skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, þar sem kynnt er skipulagslýsing endurskoðunar aðalskipulags Mosfellsbæjar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við lýsinguna.
Önnur mál
a) Fjarfundir á vegum sveitarfélagsins.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið að framlengja heimild sveitarstjórna að víkja tímabundið frá tilteknum skilyrðum ákvæða í sveitarstjórnarlögum til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og að auðvelda ákvörðunartöku þeirra við þær aðstæður sem eru uppi í þjóðfélaginu. Heimildin gildir til 10. nóvember 2020.
Ákvörðunin var tekin, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, í ljósi fjölgunar Covid-19 smita undanfarnar vikur og með vísan til þess að hættustig almannavarna er í gildi.
Öllum sveitarstjórnum er því að nýju heimilt að taka eftirfarandi ákvarðanir, sbr. auglýsing Stjórnartíðinda, nr. 780/2020:
Að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins, án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélags séu erfiðar eða mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins.
Að ákveða að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins með fjarfundarbúnaði.
Að ákveða að valdsvið nefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í samþykktum sveitarfélagsins.
Að fela fastanefnd eða einstökum starfsmönnum sveitarfélagsins fullnaðarafgreiðslu tiltekinna mála sem varða ekki verulega fjárhag sveitarfélags og lög eða eðli máls mæla ekki sérstaklega gegn, þrátt fyrir að kveðið sé á um annað í samþykktum sveitarfélagsins.
Að ákveða að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10. og 11. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna, nr. 22/2013.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að virkja þá heimild að sveitarstjórnarmönnum og nefndarmönnum, bæði aðal- og varamönnum sé heimilt að taka þátt í fundum á vegum sveitarfélagsins í gegnum fjarfundarbúnað. Fundargerðir verða undirritaðar síðar. Heimildin gildir í samræmi við ákvörðun ráðherra.
b) Covid-19.
Föstudaginn 2. október var viðbragðsteymi sveitarfélagsins virkjað vegna upplýsinga um smitaðan einstakling sem kom í samfélagið okkar á þriðjudaginn 29. september. Viðbragðsteymið samanstendur af sveitarstjórn og umsjónarmanni fasteigna. Staðan var sú að 10 starfsmenn voru settir í sóttkví á föstudaginn 2. október. Vegna fjölda starfsmanna í sóttkví var ákveðið að loka öllum stofnunum sveitarfélagsins, mánudaginn 5. október, þriðjudaginn 6. október og miðvikudaginn 7. október. Nú liggja niðurstöður fyrir úr sýnatöku og enginn starfsmaður hefur reynst smitaður og því mun öll starfsemi sveitarfélagsins hefjast aftur fimmtudaginn 8. október með þeim takmörkunum sem auglýstar verða.
c) Áheitaganga Kvenfélags Grímsneshrepps til styrktar Sjóðsins Góða.
Kvenfélag Grímsneshrepps ætlar að efna til áheitagöngu þar sem verður genginn Sólheimahringurinn, um 24 km. Gangan verður laugardaginn 10. október 2020. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja Kvenfélagið um 15.000.- kr. á hvern genginn kílómetra eða samtals 360.000.- kr.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11:20