Sveitarstjórn
Oddviti leitaði afbrigða
a) Snjómokstur og hálkuvarnir.
1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. desember 2008 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundur skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 17.12.2008.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.
b) Héraðsnefnd Árnesinga. Fundargerð 48. fundar 28.11.2008.
Fundargerðin lögð fram og staðfest. Fulltrúar C-listans fagna auknu samstarfi sveitarfélaga í Árnessýslu.
c) Brunavarnir Árnessýslu. Fundargerð 91. stjórnarfundar 03.12.2008.
Sveitarstjórn samþykkir að heimila Brunavörnum Árnessýslu að breyta rekstrarfyrirkomulagi vegna slökkvitækjaþjónustu. Fundargerðin lögð fram og staðfest.
d) Fundargerð 108. fundar Félagsmálanefndar 03.12.2008.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.
e) Drög að fundargerð Leik- og grunnskólaráðs 16.12.2008.
Drög að fundargerðin lögð fram.
3. Álagning gjalda og gjaldskrármál fyrir árið 2009.
Lögð er fram tillaga að álagningu gjalda og gjaldskrármál vegna 2009 en umræðu var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar.
1. Fasteignaskattur A, 0,475% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.
Fasteignaskattur B, 1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.
Fasteignaskattur C, 1,45% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum.
Afsláttur af fasteignaskatti til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri, eða 75% öryrkjar eða meira, og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign, verður óbreyttur frá fyrra ári.
2 Seyrulosunargjald vegna kostnaðar við seyrulosun/fráveitukerfi verði óbreytt kr. 4.500 á hvert íbúðarhús, sumarhús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingarskilmálum að hafa rotþró eða vera tengt viðurkenndu fráveitukerfi.
Holræsagjald í þéttbýlinu Borg og í Ásborgum verður 0,1% af fasteignamati húss.
3. Álagning vegna sorphirðu og sorpeyðingar eru:
Íbúðarhús kr. 8.305
Sumarhús kr. 5.098
Fyrirtæki/smárekstur kr. 10.100
Lögbýli kr. 10.100
Losun úr gámum kr. 469 pr/kg.
Gjöldin taki breytingum 1. janúar 2009 samkvæmt byggingavísitölu með grunn í janúar 2008.
4. Vatnsskattur verði 0,20% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 30.000 á sumarhús og kr. 30.000 á íbúðarhús. Fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fá 30% afslátt af vatnsskatti. Tengigjöld vatnsveitu (stofngjöld) fyrir frístundahús og íbúðarhús verða kr. 214.189 Tengigjöld fyrir íbúðarhús í þéttbýlinu Borg eru kr. 178.490.. Tengigjöld fyrir lögbýli að meðtöldu einu íbúðarhúsi eru kr. 350.844. Á þeim lóðum sem ekki hefur verið byggt á en hafa tengst vatni er innheimt fast árgjald kr. 8.000. Tengigjöldin taki breytingum 1. janúar 2009 samkvæmt byggingavísitölu með grunn í janúar 2008.
5. 5. gr. A, B, C og D-liður gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps breytist þannig:
A. Hemlagjald (varmagjald):
Sumarbústaðir, snjóbræðslukerfi og notkun samkvæmt sérsamningum skal greiða fyrir hemlagjald. Lámarksstilling er 3,0 l/mínútu
Hemlagjald fyrir hvern mínutulíter á mánuði hækkar úr kr. 1.557 í kr. 1.702.
B. Eldri samningar
Þar sem vatnið er keypt skv. hemli beint úr stofnlögn hækkar gjald fyrir hvern mínútulíter úr kr. 1.168 á mánuði í kr. 1.285
C. Rúmmetragjald skv. mæli: Almennt íbúðar- og iðnaðarhúsnæði og gróðurhús skal greiða varmagjald. Varmagjald fyrir hvern rúmmetra vatns hækkar úr kr. 65,21 í kr. 71,56.
Að öðru leyti breytist gjaldskrá hitaveitunnar þannig að önnur gjöld taka breytingum 1. janúar 2009 samkvæmt byggingavísitölu með grunn í janúar 2008.
Breyting þessi tekur gildi frá og með 1. janúar 2009.
6. Lóðaleiga 1% af lóðamati.
7. Leikskólagjöld og gjöld fyrir fæði í leik- og grunnskóla verða óbreytt.
8. Gjaldskrá í Íþróttamiðstöð verður óbreytt.
Fulltrúar C-listans geta ekki fallist á hækkun A-liðar fasteignagjalda úr 0,45 í 0,475 og greiða atkvæði gegn hækkuninni að öðru leiti samþykkir C-listinn fyrirliggjandi gjaldskrá. Fulltrúar K-lista vilja að fram komi í ljósi breytinga á fasteignamatsstofni og aukins kostnaðar við skipulags- og byggingarfulltrúaembættið verður ekki hjá því komist að koma á móts við lækkun á tekjustofnum. Sveitarstjórn samþykkir tillögu um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.
4. Fyrirkomulag skólamála.
Rætt er fyrirkomulag skólamála í sveitarfélagingu. Fyrir liggur skýrsla Hrannar Pétursdóttur um fyrirkomulag skólamála- greining valkosta- en ráðist var í þá vinnu í kjölfar ákvörðunar sveitarstjórnar að starfrækja 8. bekk í Grunnskólanum Ljósuborg skólaárið 2008/2009. Skýrslan hefur verið kynnt og rædd í sveitarstjórn, leik- og grunnskólaráði og íbúafundi þann 11. desember sl. Þá hafa kennarar fjallað um efni hennar. Á fundi leik- og grunnskólaráðs þann 16. desember sl. var samþykkt sú ályktun að mæla með því við sveitarstjórn að áfram verði starfræktur 1-8. bekkur í Grunnskólanum Ljósaborg skólaárið 2009/2010 með tilliti til þess að fundin verði ásættanleg og hentug lausn á húsnæðismálum skólans. Sveitarstjórn samþykkir að starfræktur verði áfram 1-8. bekkur skólaárið 2009/2010 í Grunnskólanum Ljósaborg. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að stefna að því að hafa heilstæðan skóla 1-10 bekk á Borg og að leggja frekari vinnu í greiningu á húsnæðiskosti sveitarfélagins vegna leik- og grunnskóla.
5. Fjárhagsáætlun vegna 2009-seinni umræða.
Fyrirliggjandi tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 var tekin fyrir í lokaumræðu.
Niðurstöður áætlunarinnar eru eftirfarandi í þúsundum króna:
Rekstrarniðurstaða A-hluta tekjur umfram gjöld 76.502
Rekstrarniðurstaða samstæðu tekjur umfram gjöld 8.850
Handbært fé frá rekstri A-hluti 52.231
Handbært fé frá rekstri samstæðu 60.460
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er áætluð samtals kr 114,0 millj. kr. Helstu liðir í fjárfestingu eru, hitaveita, kaldavatnsveita og uppbygging á gámasvæði í Seyðishólum. Gert er ráð fyrir lántöku vegna fjárfestinga samtals að fjárhæð 50,0 millj. kr.
Gera verður ráð fyrir að forsendur fjárhagsáætlunarinnar breytist með eftirfarandi hætti: Kostnaður hækki við rekstur byggingar- og skipulagsfulltrúaembættisins sem nemi kr.
6.000.000 og auknar tekjur vegna hækkunar á álagningarhlutfalli fasteignagjalda um kr. 4.000.000.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun með framkomnum breytingum. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að skoða fjárhagsáætlun sveitarfélagins eftir 3 mánuði með tilliti til aðstæðna.
6. Aukaaðalfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.
Tekið er fyrir erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands þar sem óskað er upplýsinga um fulltrúa á aukaaðalfund félegsins sem fara fram þann 19. desember nk. Aðalmenn eru Ingvar Ingvarsson og Gunnar Þorgeirsson og til vara Jón G. Valgeirsson og Hildur Magnúsdóttir.
7. Brennuleyfi á Sólheimum.
Óskað hefur verið eftir brennuleyfi fyrir þréttándabrennu á Sólheimum þann 6. janúar nk. Sveitarstjórn samþykkir ofangreint erindi.
8. Beiðni um hitaveitu að Þóroddsstöðum.
Lagt var fram bréf frá eigendum Þóroddstaða sem ítrekuð er ósk þeirra að hugað verði að lagningu hitaveitu að Þóroddsstöðum. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að athuga kostnaðarþátt við framkvæmdina og hvort verkið rúmist innan fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.
9. Beiðni um styrk frá Stígamótum.
Lagt er fram bréf frá Stígamótum um styrk vegna ársins 2009. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
10. Vatnsskattur af sumarhúsalóðum.
Lagt er fram erindi frá Samgönguráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna innheimtu á vatnsskatti á lóð. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins.
11. Greiðslur á veiðirétti fyrir Ásgarðslandi.
Lagt er fram bréf frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur þar sem farið er fram á fallið verði frá vísitölutengingar á leigugreiðslum vegna veiðiréttar fyrir Ásgarðslandi. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
12. Næsti fundur sveitarstjórnar.
Samþykkt er að fella niður næsta fund sveitarstjórnar þann 8. janúar nk. Næsti fundur sveitarstjórnar verður þann 22. janúar 2009, kl. 9:00.
13. Önnur mál.
a) Snjómokstur og hálkuvarnir.
Sveitarstjórn beinir því til Vegargerðarinnar að skilgreining á veghaldi fari fram án tafar til hægt verði að skilgreina snjómokstursreglur og hálkuvarnir í sveitarfélaginu.
14. Til kynningar
a) Tilkynning um viðburði á vegum almenningsíþróttasviðs ÍSÍ vegna 2009.
b) Skýrsla vinnuhóps á vegum ÍSÍ um áhrif efnahagsástandsins á íþróttahreyfinguna.
c) Bréf frá Menntamálaráðuneytinu um úttekt á listfræðslu á Íslandi.
d) Bréf frá Yrkjusjóði.
e) Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um kolvetnisstarfssemi.
f) Könnun á stöðu byggingareftirlits á Íslandi.
g) SASS. Fundargerð 39. aðalfundar SASS, 20-21. nóv. 2008.
h) Ályktanir ársþings SASS um velfarnaðarmál.
i) Ályktanir ársþings SASS um umhverfismál.
j) Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Fundargerð 28. aðalfundar, 20. nóv. 2008.
k) Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Fundargerð 280 stjórnafundar 24.11.2008.