Sveitarstjórn
Oddviti leitaði afbrigða
a) Brennuleyfi.
1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. nóvember 2008 liggur frammi á fundinum.
2. Skipulagsmál.
a) Aðalskipulag.
1) Endurskoðun aðalskipulags 2008-2020.
Á fundinn mæta þeir Pétur H. Jónsson og Haraldur Sigurðsson, skipulagsráðgjafar sveitarfélagsins þar sem þeir kynna tillögu að aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020. "Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa fyrirliggjandi tillögu aðalskipulagsins skv. 18. gr.skipulags- og byggingarlaga með hliðsjón af þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum. Skipulagsráðgjöfum er falið að ganga endanlega frá skipulagstillögunni og senda Skipulagsstofnun til athugunar sbr. 2. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga.
2) Borg.
Lögð fram eftir auglýsingu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 innan þéttbýlisins á Borg. Í breytingunni felst að á um 27 ha svæði norðan Biskupstungnabrautar breytist svæði sem í gildandi skipulagi er að hluta landbúnaðarsvæði og að hluta frístundabyggðarsvæði, í íbúðarsvæði fyrir lágreista byggð. Þá er gert ráð fyrir að um 7 ha landbúnaðarsvæði sunnan Biskupstungnabrautar breytist í verslunar- og þjónustusvæði að hluta og að hluta í opið svæði til sérstakra nota. Á þessu svæði er gert ráð fyrir verslun upp við þjóðveginn og tjald- og hjólhýsasvæði þar fyrir sunnan. Tillagan var í kynningu frá 19. júlí til 16. ágúst 2007 með athugasemdafresti til 30. ágúst. Engar athugasemdir bárust. Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda breytingartillögu skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga og að hún verði sett í afgreiðsluferli með endurskoðuðu aðalskipulagi 2008-2020, sbr. liður a-1 hér að ofan. Hildur Magnúsdóttir víkur sæti við afgreiðslu málsins.
3. Fundargerðir.
a) Fundur skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 27.11.2008.
Fundargerðin lögð fram og staðfest
b) Fundargerð 107. fundar Félagsmálanefndar 05.11.2008
Fundargerðin lögð fram og staðfest.
c) Fundargerð oddvitafundar 23.09.2008.
Fundargerðin lögð fram.
d) Fundargerð oddvitfundar 25.11.2008.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.
e) Fundargerð Húsnefndar Félagsheimilisins17.11.2008.
Fundargerðin lögð fram.
f) Drög að fundargerð Leik- og Grunnskólaráðs 27.11.2008.
Drög að fundargerð lögð fram.
4. Álagning gjalda og gjaldskrármál fyrir árið 2009
Lögð er fram tillaga að álagningu gjalda og gjaldskrármál vegna 2009 en umræðu var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar um annað en álagningu útsvars.
1. Fasteignaskattur A, 0,45% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.
Fasteignaskattur B, 1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.
Fasteignaskattur C, 1,45% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum.
Afsláttur af fasteignaskatti til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri, eða 75% öryrkjar eða meira, og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign, verður óbreyttur frá fyrra ári.
2 Seyrulosunargjald vegna kostnaðar við seyrulosun/fráveitukerfi verði óbreytt kr. 4.500 á hvert íbúðarhús, sumarhús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingarskilmálum að hafa rotþró eða vera tengt viðurkenndu fráveitukerfi.
Holræsagjald í þéttbýlinu Borg og í Ásborgum verður 0,1% af fasteignamati húss.
3. Álagning vegna sorphirðu og sorpeyðingar eru:
Íbúðarhús kr. 8.305
Sumarhús kr. 5.098
Fyrirtæki/smárekstur kr. 10.100
Lögbýli kr. 10.100
Losun úr gámum kr. 469 pr/kg.
Gjöldin taki breytingum 1. janúar 2009 samkvæmt byggingavísitölu með grunn í janúar 2008.
4. Vatnsskattur verði 0,20% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins.Hámarksálagning verði kr. 30.000 á sumarhús og kr. 30.000 á íbúðarhús. Fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fá 30% afslátt af vatnsskatti. Tengigjöld vatnsveitu (stofngjöld) fyrir frístundahús og íbúðarhús verða kr. 214.189 Tengigjöld fyrir íbúðarhús í þéttbýlinu Borg eru kr. 178.490.. Tengigjöld fyrir lögbýli að meðtöldu einu íbúðarhúsi eru kr. 350.844. Á þeim lóðum sem ekki hefur verið byggt á en hafa tengst vatni er innheimt fast árgjald kr. 8.000. Tengigjöldin taki breytingum 1. janúar 2009 samkvæmt byggingavísitölu með grunn í janúar 2008.
5. 5. gr. A, B, C og D-liður gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps breytist þannig:
A. Hemlagjald (varmagjald): Sumarbústaðir, snjóbræðslukerfi og notkun samkvæmt sérsamningum skal greiða fyrir hemlagjald. Lámarksstilling er 3,0 l/mínútu
Hemlagjald fyrir hvern mínutulíter á mánuði hækkar úr kr. 1.557 í kr. 1.702. B. Eldri samningar Þar sem vatnið er keypt skv. hemli beint úr stofnlögn hækkar gjald fyrir hvern mínútulíter úr kr. 1.168 á mánuði í kr. 1.285
C. Rúmmetragjald skv. mæli: Almennt íbúðar- og iðnaðarhúsnæði og gróðurhús skal greiða varmagjald. Varmagjald fyrir hvern rúmmetra vatns hækkar úr kr. 65,21 í kr. 71,56.
Að öðru leyti breytist gjaldskrá hitaveitunnar þannig að önnur gjöld taka breytingum 1. janúar 2009 samkvæmt byggingavísitölu með grunn í janúar 2008.
Breyting þessi tekur gildi frá og með 1. janúar 2009.
6. Lóðaleiga 1% af lóðamati.
7. Leikskólagjöld og gjöld fyrir fæði í leik- og grunnskóla verða óbreytt.
8. Gjaldskrá í Íþróttamiðstöð verður óbreytt.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa gjaldskrárbreytingum til seinni umræðu með fjárhagsáætlun.
5. Fjárhagsáætlun vegna 2009-fyrri umræða.
Lögð voru fram drög að fjárhagsætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir fjárhagsárið 2009. Sveitarstjórn vísar áætlunni til annarrar umræðu.
6. Samþykktir byggðarsamlags Byggingar- og skiplagsfulltrúaembættisins og kosning í stjórn.
Lagðar voru fram samþykktir vegna stofnunar byggðarsamlags fyrir Byggingar- og skipulagsfulltrúaembættið. Sveitarstjórn samþykkir framlagðar samþykktir. Sveitarstjórn kýs í stjórn byggðasamlagsins sem aðalmann Ingvar Ingvarsson oddvita en til vara Sigurð Jónsson og felur jafnframt Ingvari Ingvarssyni að undirrita hinar nýju samþykktir fyrir hönd sveitarfélagins. Fulltrúar C-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.
7. Skil á lóðum á Borg.
Lagðar eru fram beiðnir frá Fans ehf um skil á lóðum nr. 17-19 og 21-23 við Hraunbraut og frá Eikahúsum ehf vegna lóða nr. 13-15 og 17-19 við Hólsbraut. Þessum lóðum var úthlutað og lóðaleigusamningar undirritaðir á árunum 2005 og 2006. Var það gert fyrir gildistöku núgildandi laga um um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Um endurgreiðslu gatnagerðargjalda gilda því reglur skv. 6. gr. gjaldskrár fyrir gatnagerðargjöld í þéttbýli í Grímsnes- og Grafningshreppi dags. 06.02.2004 sem vísað er til í viðkomandi lóðaleigusamningum og sett skv. eldri lögum nr. 17/1996. Sveitarstjórn samþykkir því í samræmi 6. gr. gjaldskrárinnar að endurgreiða viðkomandi aðilum höfuðstól greiddra gatnagerðagjalda 6. mánuðum eftir móttöku beiðna þeirra um skil á lóðunum. Skal greiðslan vera óverðbætt og án vaxta eins og skýrt er kveðið á um í 6. gr. gjaldskrár sveitarfélagsins.
8. Skýrsla um fyrirkomulag skólamála.
Lögð eru fram skýrsla um fyrirkomulag skólamála í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir boða til opins íbúafundar þar sem efni skýrslunnar yrði kynnt og fyrirkomulag skólamála rædd. Fundurinn verður haldinn á Borg fimmtudaginn 11. desember nk. kl. 20:00.
9. Beiðni um styrk frá HSK.
Lagt er fram bréf frá HSK um styrk vegna íþróttastarfs sambandsins. Sveitarstjórn samþykkir að veita kr. 15.000 í styrk.
10. Beiðni Landgræðslunnar um styrk vegna verkefnisins bændur græða landið.
Lagt er fram bréf frá Landgræðslunni um styrk vegna verkefnisins bændur græða landið fyrir árið 2009. Sveitarstjórn samþykkir að veita kr. 300.000 í styrk á árinu 2009.
11. Beiðni um styrk við Snorraverkefnið.
Lagt er fram bréf frá stjórn Snorrasjóðsins um styrk vegna Snorraverkefnisins. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
12. Aukning á hlutafé í Vottunarstofnunni Túni ehf.
Lagt er fram bréf frá Vottunarstofunni Túni ehf um aukningu á hlutafé. Sveitarstjórn hafnar því að taka þátt í hlutafjáraukningunni.
13. Frumvarp til fráveitulaga.
Lagt er fram frumvarp til fráveitulaga.
14. Greinargerð í hæstaréttarmálinu 444/2008.
Lögð er fram greinargerð lögmanns sveitarfélagins í hæstarréttarmáinu 444/2008 Grímsnes- og Grafningshreppur gegn Haraldi Ellingssen og gagnsök.
15. Önnur mál.
a) Brennuleyfi.
Óskað hefur verið eftir brennuleyfi fyrir áramótabrennu á Borg 31. desember nk. frá Björgunarsveitinni Tintron. Sveitarstjórn samþykkir ofangreint erindi.
16. Til kynningar
a) Tilkynnar um lögheimilsflutninga í sveitarfélaginu frá Þjóðskrá.
b) Bréf frá Ungmennafélagi Íslands vegna vegna íþrótta- og æslulýðsstarfs.
c) Bréf frá Veiðimálastofnun vegna umferðar báta, hraðatakmarkanir o.fl. í Þingvallavatni.
d) Bréf frá Brunavörnum Árnessýslu til Brunamálastofnunar vegna Brunavaranaráætlunar.
e) Bréf frá Flóahreppi vegna aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020.
f) Bréf frá Fjölmenningarsetri um upplýsingamiðlun til nýrra íbúa.
g) Bréf frá ÍSÍ vegna barna- og unglingastarfs.
h) Svarbréf frá Samgönguráðuneytisins vegna athugsemda við framkvæmd nýrra vegalaga.
i) Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um endurgreiðslu VSK vegna slökkvibifreiða og tækjabúnaðar slökkviliða.
j) Fyrirspurn til samgönguráðuneytisins um innheimtu vatnsskatts af sumarhúsalóðum sem hafa greitt stofngjald en ekki formlega tengst henni.
k) SASS. Fundargerð 419. stjórnarfundar.
l) Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 114. stjórnarfundar.
m) Fundargerð Fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu 18.11.2008.