Fara í efni

Sveitarstjórn

231. fundur 06. nóvember 2008 kl. 09:00 - 12:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. október 2008 liggur frammi á fundinum-

2. Fundargerðir.
a) Fundur skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 24.10.2008. Fundargerðin lögð fram. Varðandi lið nr. 29 þá skal grenndarkynning ná bæði til nærliggjandi lóðarhafa og landeiganda. Sigurður Jónsson víkur sæti við afgreiðslu þessa liðar. Að öðru leyti er fundargerðin staðfest.

3. Endurskoðun fjárhagsáætlunar vegna 2008.
Sveitarstjóri lagði fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2008, fyrir A-hluta sveitarsjóðs, þ.e. aðalsjóð, eignasjóð og þjónustumiðstöð ásamt B-hluta sem er vatnsveita, hitaveita, félagslegar íbúðir, leiguíbúðir og fráveita. Endurskoðuð áætlun gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum og er eftirfarandi í millj. kr.

Áætlun I                                                                                      Áætlun II                    Breyting
Aðalsjóður
74.199                                                                                         98.736                        24.537
A-hluti
88.806                                                                                        101.632                       12.826
Saman tekinn A og B hluti
56.558                                                                                         29.417                         27.141
Fjárfesting
173.808                                                                                      224.523                       50.715

Fjárfesting 173.808 224.523 50.715 

4. Álagning gjalda og gjaldskrármál fyrir árið 2009.
Sveitarstjórn ræddi álagninu gjalda og gjaldskrármál. Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall útsvars fyrir 2009 verði óbreytt 12,74%. Umræðu um álagningu annarra gjalda og gjaldskrármála var frestað til næsta fundar sveitarstjórnar. Sveitarstjórn beinir því til Fasteignamats ríkisins að álagningarstofn fasteignagjalda liggi fyrir sem allra fyrst til að hægt sé að gera raunhæfar fjárhagsáætlanir.

5. Tilboð vegna hitaveitu að Svínavatni.
Lögð er fram niðurstaða tilboða í lagningu á hitaveitu í Svínavatn. Eftirfarandi tilboð bárust. Tæki og Tól ehf kr. 3.512.500, Kristján Ó. Kristjánsson kr. 2.429.400, Ólafur Jónsson, kr. 2.053.500 og Vinnuvélar Sigurjóns Hjartarsonar, kr. 3.953.700. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 7.065.000. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda Ólaf Jónsson. Sigurður Jónsson vék sæti við afgreiðslu málsins.

6. Lánssamningur við Lánasjóð sveitarfélaga.
Lagður er fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga vegna láns sveitarfélagsins að fjárhæð kr. 110.000.000. 

7. Sorphirða í sveitarfélaginu.
Lagt er fram minnisblað Bláskógabyggðar um tillögu að sorphirðu í framtíðinni í Bláskógabyggð. Jafnframt liggur fyrir fundinum til skoðunar drög að útboðsgögnum vegna sorphirðu í Bláskógabyggð. Í tillögum er m.a. gert ráð fyrir að sorphirða í íbúðarhús í þéttbýli og dreifbýli verði tunnuvædd og komið verði upp lokuðum móttökusvæðum með starfsmanni. Sveitarstjórn samþykkir að fara í samstarf við Bláskógabyggð um útboð á sorphirðu í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra falið að ræða við Bláskógarbyggð um aðkomu sveitarfélagsins.

8. Arðgreiðslur vegna Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf.
Lagðar fram upplýsingar frá Fasteign hf um fyrirkomulag á arðgreiðslum vegna ársins 2007. Sveitarstjórn samþykkir að arðgreiðslur verði skv. samþykkt ársfundar og feli ekki í sér að hluti arðsins verði í formi hækkunar á hlutafé.

9. Beiðni um styrk frá Sesseljuhúsi.
Lögð var fram beiðni fram beiðni frá Sesseljuhúsi um fjárstuðning við uppbyggingu háskólanáms í Sesseljuhúsi umhverfissetri. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Sesseljuhús um kr. 500.000. Fulltrúar C-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

10. Beiðni um styrk frá Kvennaathvarfinu.
Lögð var fram beiðni fram beiðni frá Kvennaathvarfinu um rekstrarstryk fyrir árið 2009. Sveitarstjórn hafnar erindinu. 

11. Snjómokstur á tengi- og héraðsvegum.
Sveitarstjórn ræddi reglur vegagerðarinnar um snjómosktur á tengi- og héraðsvegum og þær breytingar sem ný vegalög gætu haft á skiptingu kostnaðar milli sveitarfélagins og vegagerðarinnar. Sveitarstjórn telur að ný vegalög eigi ekki að leiða til þess að aukinn kostnaður vegna snjómoksturs eða vegaviðhalds á tengi- eða héraðsvegum eigi að færast á sveitarfélögin. Sveitarstjórn beinir því til vegagerðarinnar, samgöngunefndar Alþingis og samgönguráðherra að haga reglum sem setja þarf á grundvelli laganna þannig að ekki verði lagður aukinn kostnaður á sveitarfélögin. Nauðsynlegt er að endurskilgreina hvað teljist vera tengi- eða héraðsvegur í vegaskrá í ljósi aukins umferðarþunga á svæðinu. 

12. Fundur sveitarfélaga undir 1000 íbúum.
Lagt fram fundarboð á fund sveitarfélaga undir 1000 íbúum sem haldið verður þann 12. nóvember nk. 

13. Næsti fundur sveitarstjórnar.
Samþykkt er að næsti fundur sveitarstjórnar verði fimmtudaginn 4. desember nk en að sveitarstjórnarfundur 20. nóvember falli niður. 

14 Til kynningar
a) Árskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
b) Bréf frá Umhvefisráðuneytinu um starfshóp vegna utanvegaakstur.
c) Bréf frá Fornleifanefnd vegna deiliskipulags frístundabyggðar í landi Þóroddstaða.
d) Bréf frá Fornleifanefnd vegna deiliskipulags frístundabyggðar í landi Bjarnastaða 2.
e) SASS. Fundargerð 418. stjórnarfundar.
f) Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 113. stjórnarfundar.
g) Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 162. stjórnarfundar.
h) Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 108. stjórnarfundar.
i) Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 109. stjórnarfundar.
j) Atvinnuþróunarfélags Suðurlands. Fundargerð 279. stjórnarfundar.

Getum við bætt efni síðunnar?