Sveitarstjórn
Oddviti leitaði afbrigða
a) Lántaka frá Lánasjóði sveitarfélaga.
1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. október 2008 liggur frammi á fundinum-
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð Leik- og grunnskólaráðs, 09.10.2008.
Drög að fundargerð lögð fram.
b) Fundargerð 98. fundar Félagsmálanefndar 21.01.2008.
Ofangreint fundargerð Félagsmálanefndar frá 21. janúar sl. var fyrst tekin fyrir í sveitarstjórn 7. febrúar sl. og málinu frestað þar til Félagsmálastjóri hefði lagt fram skilgreiningu á kostnaði á ferðaþjónustu fatlaðra vegna þeirra einstaklinga sem sóttu um á Sólheimum. Þegar matið lá fyrir var það tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi 17. apríl sl. Málinu var þá frestað þar til fundað hefði verið með Félagsmálaráðherra. Fulltrúar sveitarstjórnar og félagsmálastjóri áttu fund með Félagmálaráðuneytinu 16. maí sl. þar sem farið var yfir málið og hefur sveitarstjórn og ráðuneytið verið í sambandi vegna málsins síðan þá. Sveitarstjórn tekur því undir þá afstöðu Félagsmálanefndar að Sólheimar eigi skv. samningum milli þeirra og ríkisins að sjá um ferðaþjónustu við þá fötluðu einstaklinga sem sóttu um þá þjónustu til sveitarfélagins. Auk þess skal bent á að sveitarfélagið hefur engu að síður séð um akstur í skóla í Fjölmennt og læknisferða í Laugarás vegna þessara einstaklinga skv. fyrri samþykkt sveitarstjórnar. Sveitarstjórn mun fara formlega fram á að sveitarfélagið verði aðili að viðræðum ríkisins og Sólheima vegna nýjs samstarfssamnings enda eru þar til úrlaunsar hagsmunir sem hafa mikil áhrif á sveitarfélagið.
c) Fundargerð 106. fundar Félagsmálanefndar 08.10.2008
Fundargerðin lögð fram. Sveitarstjórn þakkar félagsmálastjóra fyrir vel unna ársskýrslu.
3. Skipulagsmál.
a) Aðalskipulagsbreytingar.
1) Frístundabyggð við Úlfljótsvatn.
Lögð fram eftir auglýsingu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps í landi Úlfljótsvatns. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir um 60 ha svæði nyrst á jörðinni Úlfljótsvatn, við norð-vestanvert vatnið, breytist í svæði fyrir frístundabyggð. Tillagan var í kynningu frá 3. apríl til 1. maí 2008 með athugasemdafresti til 15. maí 2008. Þrjú athugasemdabréf bárust, auk þess sem fyrir liggja umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Umhverfisstofnun. Tillagan er hér lögð fram með þeirri breytingu að lega vegar sem liggur að svæðinu að sunnanverðu breytist lítillega, bætt er við umfjöllun um umhverfisáhrif tillögunnar auk smávægilegra lagfæringa á greinargerð. Þá liggur fyrir minnisblað dags. 10. júlí 2008 þar sem fram kemur umsögn Orkuveitunnar um innkomnar athugasemdir. Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagsbreytinguna skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga með þeim breytingunum sem fram koma að ofan. Sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa er falið að svara athugasemdum í samræmi við umræður á fundi.
2) Sólheimar.
Lagt er fram erindi frá aðalskipulagsráðgjöfum sveitarfélagsins vegna beiðni sem þeim barst frá forsvarsmönnum Sólheima þar sem farið er fram á breytingu á aðalskipulagi þannig að íbúasvæði á Sólheimum, verði breytt úr landi með blandaðri byggð í þéttbýli. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði tekin inn í vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
b) Deiliskipulagsbreytingar
1) Hraunbraut 2-10.
Lögð fram tillaga Péturs H. Jónssonar arkitekts að breytingu á deiliskipulagi Borgar. Breytingin nær til athafnalóða við Hraunbraut 2 – 10 og felst í að heimilt verður að reisa einbýlishús á lóðunum auk mannvirkja tengdum léttum og hreinlegum iðnaði og/eða gróðurhúsabyggð. Tillagan var í kynningu frá 26. maí til 23. júní 2008 með athugasemdafresti til 7. júlí. Engar athugasemdir bárust. Fyrir liggur bréf Skipulagsstofnunar varðandi málið dags. 30. september 2008 þar sem fram kemur að taka þyrfti málið fyrir að nýju í sveitarstjórn. Frá því að tillagan var auglýst hafa skilmálar svæðisins verið útfærðir nánar án þess að um efnislega breytingu sé að ræða. Samþykkt skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga. Ingvar Ingvarsson víkur sæti við afgreiðslu málsins.
4. Verklegar framkvæmdir.
Farið er yfir verklegar framkvæmdir á vegum sveitarfélagins og stöðu þeirra. Sveitarstjóra falið að athuga með að hliðra til og eftir atvikum fresta ákveðnum verkefnum til næsta árs.
5. Gatnagerðargjöld á Borg.
Farið er yfir gatnagerðargjöld sem nauðsynlegt er að leggja á lóðarhafa á Borg. Sveitarstjórn samþykkir að leggja á gatnagerðargjöld á byggðar lóðir og þær sem framkvæmdir hafa farið á stað en veita heimild til að dreifa greiðslum í allt að eitt ár. Þá er samþykkt að fresta álagningu gatnagerðargjalda á óbyggðar lóðir fram á næsta ár. Fulltrúar C-listans leggja til að heimilt verði að dreifa greiðslum í allt að tvö ár í ljósi þjóðfélagsástandsins.
6. Beiðni um stuðning við uppbyggingu afþreyingarsvæðis á jörðinni Minni-Borg.
Lagt er fram bréf frá Golfborgum hf þar sem óskað er eftir stuðningi við uppbyggingu afþreyingarsvæðis á jörðinni Minni-Borg. Sveitarstjórn hafnar því að veita Golfborgum beinan fjárstuðning vegna uppbygginar á golfvallarsvæðinu. Sveitarstjórn bendir hins vegar á að sveitarfélagið hafi verið í miklum og fjárfrekum framkvæmdum á Borgarsvæðinu sem munu nýtist fyrirhugaðri uppbyggingu á golfvallarsvæðinu sérstaklega vel.
7. Jarðvegsfok frá framkvæmdasvæði Golfborga hf á Minni-Borg.
Lagt er fram bréf frá Golfborgum hf vegna jarðvegsfoks frá framkvæmdasvæði Golfborga á Minni-Borg þar sem rekið er til aðgerða þurfi að grípa til að koma í veg fyrir fok og eftir atvikum óskað stuðningi sveitarfélagsins við þær. Sveitarstjórn hafnar því að veita stuðning við að koma í veg fyrir jarðvegsfok að svo stöddu en málið verði tekið til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.
8. Samráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga um efnahagsmál og áhrif fjármálakreppunnar á sveitarfélögin.
Lagt er fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á samráðsfundi um efnahagsmál og áhrif fjármálakreppunnar á sveitarfélögin föstudaginn 17. október.
9. Fulltrúar á Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Tekið er fyrir erindi frá SASS þar sem óskað er upplýsinga um fulltrúa á aðalfund samtakanna og stofnana þess sem fara fram þann 20. og 21. nóvember nk. Aðalmenn eru Ingvar Ingvarsson og Gunnar Þorgeirsson og til vara Jón G. Valgeirsson og Hildur Magnúsdóttir. Vegna Sorpstöðvar Suðurlands verður Ingvar Ingvarsson aðalmaður en Jón G. Valgeirsson til vara.
10. Önnur mál.
a) Lántaka frá Lánasjóði sveitarfélaga.
Sveitarstjórnin samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 110.000.000 til 26 ára(2034) í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til framkvæmda við gatnagerð, hitaveitu og vatnsveitu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Jóni G. Valgeirssyni, sveitarstjóra, kt. 060568-4809, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
11. Til kynningar
a) Bréf frá Ferðamálstjóra uppsveita um ferðamál í uppsveitum.
b) Minnisblað frá Ferðamálastjóra uppsveita um markaðsstofur.
c) Tilkynning frá Menntamálráðuneytinu um úthlutun úr námsgagnasjóði.
d) SASS. Fundargerð 417. stjórnarfundar.
e) Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 112. stjórnarfundar.
f) Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 161. stjórnarfundar.
g) Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð aukaaðalfundar 16.09.2008.