Fara í efni

Sveitarstjórn

228. fundur 18. september 2008 kl. 09:00 - 10:20 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða

a) Tilboð í jarðvegsskipti á gámasvæði í Seyðishólum.

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. september 2008 liggur frammi á fundinum- 

2. Fundargerðir.
a) 105. fundur félagsmálanefndar uppsveita Árnesýslu, 03.06.2008.
Fundargerðin lögð fram og staðfest. 

b) Fundargerð Leik- og Grunnskólaráðs, 09.07.2008.
Fundargerðin lögð fram. 

3. Skipulagsmál
a) Aðalskipulags- og deiliskipulagsbreyting í landi Bjarnastaða-Skáli-
Lögð er fram tillaga eftir auglýsingu að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes og Grafningshrepps 2002-2014. Í breytingunni felst að um 10 ha svæði úr landi Bjarnastaða norðan Biskupstungnabrautar breytist úr svæði fyrir frístundabyggð í landbúnaðarsvæði. Tillaga að deiliskipulagi nýs lögbýlis á sama svæði var auglýst samhliða. Tillögurnar voru í auglýsingu frá 17. júlí til 14. ágúst 2008, með athugasemdafrest til 28. ágúst. Engar athugasemdir bárust. Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda breytingartillögu skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga. 

4. Kaup á eignarhlut Lionsklúbbsins Skjaldbreiðar í veiðihúsi við Sogið.
Lögð eru fram drög að kaupsamningi milli sveitarfélagins og Lionsklúbbsins Sjaldbreiðar að sveitarfélagið kaupi eignarhlut Lionsklúbbsins í veiðihúsi við Sogið á kr. 4.500.000. Sveitarstjórn samþykkir kaupin og felur sveitarstjóra að ganga frá kaupunum. Gert verður ráð fyrir þessum kostnaði í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Ingvar Ingvarsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins. 

5. Kaldavatnslögn í gegn um Hraunborgir.
Rætt var um að láta leggja nýjan kaldavatnsstofn undir hitaveitustofni sem nú er verið að leggja í gegn um Hraunborgir. Sveitarstjórn samþykkir að láta leggja nýjan kaldavatnsstofn og felur sveitarstjóra að ganga til samninga við þá verktaka sem sjá um lagningu hitaveitustofns um verkið. 

6. Saga Grafningshrepps og rafstöðva við Sog.
Lagt er fram bréf frá Böðvari Pálssyni þar sem hann hvetur sveitarfélagið til að láta athuga með að láta skrifa sögu Grafningshrepps og rafstöðva við Sog. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að gera tillögu um aðila til að sjá um efnistök og ritstjórn og láta leggja mat á kostnað við verkið.

7. Innkaupareglur sveitarfélagins.
Lögð eru fram til kynningar drög að innkaupareglum fyrir sveitarfélagið skv. lögum um opinber innkaup. Sveitarstjóra falið að vinna áfram í málinu. 

8. Frágangur við lóð að Hraunbraut 29.
Lögð eru fram tillaga frá eigenda Hraunbrautar 29 um frágang við lóð og göngustíg sem liggur hjá Hraunbraut 29. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga til samninga um aðkomu sveitarfélagins við lóðarhafa um frágang lóðarinnar og göngustígs á grundvelli framlagðra gagna. 

9. Beiðni frá Háskólafélagi Suðurlands ehf um stuðning fyrir stöðu minjavaraðar á Suðurlandi.
Lagt er erindi frá stjórn Háskólafélags Suðurlands um stuðning fyrir stöðu minjavarðar á Suðurlandi. Sveitarstjórn styður þá hugmynd að stöðu minjavarðar verði komið upp á Suðurlandi eins og í öðrum landsfjórðungum. 

10. Heimild til að ráða baðvörð í Íþróttamiðstöðina.
Sveitarstjórn samþykkir að ráða baðvörð í íþróttamiðstöðina vegna skólaársins 2008/2009 í allt að 35% starf. 

11. Beiðni um umsögn um tillögur að stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum innflytjanda.
Lögð er fram stefnumótun sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum innflytjanda. 

12. Verksamingar um skólaakstur á leið 2 og 3 fyrir skólaárið 2008/2009.
Lagðir eru fram undirritaðir verksamningar við Pálmar K. Sigurjónsson ehf um skólaakstur á leið 2 og 3 fyrir skólaárið 2008/2009

13. Sumarhús við lóðir nr. 109 og 112 að Kiðjabergi.
Tekin var til umfjöllunar krafa Þórs Ingólfssonar og Þórdísar Tómasdóttur um fjarlægingu frístundahúsa á lóðum nr. 109 og 112 að Kiðjabergi. Á fundinum liggur fyrir bréf lögmanns eigenda húsanna, Brynjólfs Eyvindssonar, hdl., dags. 11. september 2008. Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi bókun: 

Af hálfu Þórs Ingólfssonar og Þórdísar Tómasdóttur er krafa þeirra um fjarlægingu frístundahúsanna byggð á ákvæði 2. og 4. mgr. 56. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Hús á lóð nr. 112 er fullbúið en hús á lóð nr. 109 er tilbúið til innréttinga. Fyrir liggur að framkvæmdir fóru fram á grundvelli veittra byggingarleyfa, sem taldar voru í samræmi við skipulag er leyfi voru veitt. Ákvörðun um fjarlægingu eða niðurrif þessara fasteigna verður því ekki byggð á 2. mgr. 56. gr. laganna. Þá felur 4. mgr. 56. gr. ekki í sér skyldu til fjarlægingar húsanna, eins og atvikum málsins er háttað. Ákvörðun um niðurrif getur af þessum sökum aðeins byggst á 5. mgr. 56. gr. laga nr. 73/1997, sem felur í sér heimild skipulagsyfirvalda til þess að fjarlægja ólögmætar byggingar en kveður ekki á um beina skyldu til þess. Við mat á því hvort fallast beri á slíka kröfu verður m.a. að hafa í huga þá hagsmuni, sem í húfi eru og að ákvörðun um að rífa og/eða fjarlægja umrædd hús verður að teljast verulega íþyngjandi fyrir eigendur þeirra. Í ljósi framangreinds sem og að skipulagsleg rök og hagsmunir krefjast þess ekki að hús, eins og þau sem byggð voru á lóðum nr. 109 og 112, verði rifin eða fjarlægð getur sveitarstjórn ekki fallist á kröfu Þórs Ingólfssonar og Þórdísar Tómasdóttur.

14. Önnur mál.
a) Tilboð í jarðvegsskipti á gámasvæði í Seyðishólum.

Lögð er fram niðurstaða tilboða í jarðvegsskipti í Seyðishólum. Eftirfarandi tilboð bárust. Tæki og Tól ehf kr. 11.830.000, Árni Þorvaldsson kr. 9.824.925 og Vinnuvélar Sigurjóns Hjartarsonar, kr. 8.230.000. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 13.985.000. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda Vinnuvélar Sigurjóns Hjartarsonar.

15. Til kynningar.
a) Tölvupóstur frá Fasteign hf vegna fyrirhugaðrar sölu Glitnis hf á hluta af hlutafé sínu í félaginu.
b) Bréf Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna yfirlýsingar um fjármálaleg samskipti ríksis og sveitarfélaga.
c) Bréf frá Þórði Skúlansyni fráfarandi framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga.
d) Bréf frá Fjárlaganefnd Alþingis vegna funda meðp sveitarstjórnum.
e) Bréf frá Skipulagsstofnun um lista yfir skipulagsfulltrúa.
f) Bréf frá Vegagerðinni um Vegamót Biskupstungnabrautar og Sólheimavegar.
g) Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Fundargerð 278. stjórnarfundar.
h) Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 160. stjórnarfundar.

Getum við bætt efni síðunnar?