Sveitarstjórn
Oddviti leitaði afbrigða
a) Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
b) Vinnulag við verklegar framkvæmdir á vegum sveitarfélagins.
1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. ágúst 2008 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundur skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 22.08.2008.
Sveitarstjórn bendir á að leiðrétta þarf nafn fulltrúa sveitarfélagsins og samþykkir fundargerðina samhljóða.
b) Fundargerð húsnefndar Félagsheimilisins Borg , 15.08.2008.
Fundargerðin lögð fram.
c) Fundargerð Umhverfis- og samgöngunefndar, 27.08.2008.
Fundargerðin lögð fram.
d) Fundargerð Leik- og grunnskólaráðs, 09.07.2008.
Frestað.
3. Skipulagsmál
Á fundinn mæta þeir Pétur H. Jónsson og Haraldur Sigurðsson, skipulagsráðgjafar sveitarfélagsins vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Fóru þeir yfir stefnumörkun í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi og ræddar voru helstu breytingar og áhersluatriði. Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsráðgjöfum að undirbúa kynningu á fyrirliggjandi tillögum á íbúafundi sbr. 1. mgr. 17. gr. skipulags-og byggingarlaga. Stefnt verður að íbúafundi í byrjun október og verður hann auglýstur sérstaklega.
4. Aukning á starfshlutfalli í mötuneyti.
Sveitarstjórn samþykkir að auka starfshlutfall aðstoðarmanns í mötuneyti úr 37% starfshlutfalli í 50%.
5. Gámasvæði í Seyðishólum
Lögð er fram teikning frá Verkfræðistofu Suðurlands þar sem fyrir liggur hönnun á nýju gámasvæði í Seyðishólum. Sveitarstjórn samþykkir útfærsluna á gámasvæðinu og að láta framkvæmdir byrja við jarðvegsskipti og gerð girðingar í kring um gámasvæðið. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Verkfræðistofu Suðurlands um að leita tilboða í verkin.
6. Sameiginleg almannavarnarnefnd í Árnessýslu.
Lögð er fram tillaga undirbúningsnefndar að nýjum samþykktum fyrir sameiginlega Almannavarnarnefnd Árnessýslu. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagða samþykkt fyrir Almannavarnarnefnd Árnessýslu og felur fulltrúa sveitarfélagsinsl að undirrita hana f.h. sveitarfélagsins. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að sameiningarnefndinni verði veitt umboð til að leggja samþykktirnar fram á næsta fundi Héraðsnefndar Árnesýslu og felur fulltrúa sveitarfélagsins umboð til að ganga frá kjöri fulltrúa sveitarfélagsins í nýrri sameiginlegri Almannavarnarnefnd Árnessýslu á ársfundi Héraðsnefndar Árnessýslu nk. október enda verði hann kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn eða sveitarstjóri.
7. Viðræður við Orkuveitu Reykjavíkur.
Rædd er staða á viðræðum sem hafa átt sér stað við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á hitaveitu sveitarfélagsins. Þar sem ekki hefur náðst samkomulag um kaupverð og útfærslu mögulegra kaupa lítur sveitarstjórn þannig á að viðræðum sé lokið.
8. Ástand girðinga meðfram vegum í sveitarfélaginu.
Lagt er fram erindi frá fjallskilanefnd Grímsnes- og Grafningshrepps þar vakin er athygli á slæmu ástandi girðinga meðfram stofn- og tengivegum í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að óska eftir viðræðum við Vegagerðina um mögulegar leiðir til úrbóta.
9. Beiðni frá FSUum styrk vegna námsferðar.
Lögð er fram beiðni frá FSU um styrk vegna tveggja nemanda sem búsettir eru í sveitarfélaginu og eiga að fara í námsferð til Beijing í Kína. Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 65.000 vegna ferðarinnar
10. Beiðni frá Styrktarfélagi flogaveikra um styrk
Lögð er fram beiðni frá Styrktarfélagi flogaveikra um styrk vegna starfsemi félagsins. Sveitarstjórn samþykkir að veita kr. 10.000 í styrk.
11. Verksamningur um kaldavatnsveitu í Undirhlíðum í Minna-Mosfelli.
Lagður er fram samningur við Kristján Kristjánsson um lagningu kaldavatnsveitu í Undirhlíðum í Minna-Mosfelli.
12. Verksamningur um endurnýjun kaldavatnsveitu í Kerhrauni.
Lagður er fram samningur við Tæki og Tól ehf um endurnýjun á kaldavatnsveitu í Kerhrauni.
13. Umgengni á leikskólalóð.
Lagt er fram bréf frá starfsfólki leikskólans þar sem lýst áhyggjum um umferð og umgengni á leikskólalóð eftir að vinnudegi er lokið. Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur starfsfólks og bendir á að á síðasta fundi hennar hafi sveitarstjóra verið falið að koma með tillögur um öryggis- og eftirlitskerfi með eignum sveitarfélagsins á Borg.
14. Önnur mál
a) Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Sveitarstjórnin samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 900 þúsund evrur til 12 ára í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til framkvæmda við gatnagerð, hitaveitu og vatnsveitu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Jóni G. Valgeirssyni, sveitarstjóra, kt. 060568-4809, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
b) Vinnulag við verklegar framkvæmdir á vegum sveitarfélagins.
Sveitarstjórnin samþykkir að fela sveitarstjóra að leggja fram verklagsreglur varðandi verklegar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins og rekstur áhaldahúss á næsta fundi.
15. Til kynningar
a) Upplýsingar frá Fasteignamati um óafgreidd mál í sveitarfélaginu.
b) Bréf frá Umhverfisráðuneytinu v/aðgerðaráætlunar um verndarsvæði Þingvallavatns.
c) Málþing Evrópusamtaka sveitarfélaga
d) Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 2008
e) SASS. Fundargerð 415. stjórnarfundar.
f) Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 106. stjórnarfundar.
g) Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 111. stjórnarfundar.