Fara í efni

Sveitarstjórn

226. fundur 21. ágúst 2008 kl. 09:00 - 11:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða

a) Breytingar á fjallskilanefnd.

b) Aðalskipulagsbreyting vegna Nesbúðar á Nesjavöllum.

c) Gatnamót Biskupstungnabrautar og Sólheimavegar á Borg.

d) Eftirlit með eignum sveitarfélagsins á Borg.

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepp frá 17. júlí 2008 liggur frammi á fundinum-

2. Skipulagsmál
a) Aðalskipulagsbreyting vegna Rimamóa 1.
Lagt er fram erindi frá Kristbjörgu Magnúsdóttur og Halldóri Ísleifssyni þar sem farið er fram á breytingu á aðalskipulagi þannig að lóð með landnúmer 169860, Rimamóa 1 úr landi Þórisstaða, verði breytt úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði og stofnað lögbýli. Hildur Magnúsdóttir víkur sæti og Sverrir Sigurjónsson tekur sæti hennar í þessu máli. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði tekin inn í vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. 

3. Tilboð í skólaakstur.
Lögð eru fram tilboð sem bárust í skólaakstur fyrir skólaárið 2008/2009 vegna leiða 2 og 3. Tilboð bárust frá Pálmari Sigurjónssyni ehf og Þ. Á. bílum ehf. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda Pálmar Sigurjónsson ehf.

4. Tilboð vegna vatnsveitu í Kerhrauni.
Lögð er fram niðurstaða tilboða í endurnýjun á vatnsveitu í Kerhrauni Eftirfarandi tilboð bárust. Tæki og Tól ehf kr. 4.178.000, Kristján Ó. Kristjánsson kr. 4.333.000 og Ólafur Jónsson, kr. 4.833.000. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 4.465.200. Samþykkt að fela sveitarstjóra eða oddvita að ganga til samninga við lægstbjóðanda Tæki og Tól ehf.

5. Samningur um yfirborðsfrágang á Borg 2008.
Lagður er fram samningur við Sigurjón Hjartarson um yfirborðsfrágang á Borg 2008.

6. Samningur um siturbeð við fráveitumannvirki á Borg.
Lagður er fram samningur við Sigurjón Hjartarson um um gerð siturbeðs við fráveitumannvirki á Borg.

7. Samningar um hitaveitu Vaðnes-Borg 2. áfangi.
Lagður eru fram samningar við Gröfutækni ehf og Bergstál um lagningu hitaveitu Vaðnes-Borg 2. áfangi í gegn um Hraunborgir og að Kiðjabergsvegi.

8. Beiðni um umsögn vegna skipulagslaga, laga um mannvirki og brunavarnir.
Tekin er aftur fyrir beiðni umhverfisnefndar Alþingis um umsögn um skipulagslög, lög um mannvirki og brunavarnir. Fyrir liggur umsögn Samband íslenskra sveitarfélaga og tekur sveitarstjórn undir hana.

9. Kaldavatnsveita í landi Ásgarðs.
Lögð er fram viljayfirlýsing um yfirtöku sveitarfélagsins á kaldavatnsveitu í eigu Búgarðs ehf í sumarhúsabyggð í landi Ásgarðs. Sveitarstjórn felur sveitarstjórn að ganga frá samningi um yfirtöku á kaldavatnsveitunni á grundvelli viljayfirlýsingarinnar.

10. Hlutafjáraukning Sorpstöðvar Suðurlands í Förgun ehf.
Lagt er fram bréf frá Sorpstöð Suðurlands vegna fyrirhugaðra kaupa Sorpstöðvar Suðurlands á viðbótarhlutafé í Förgun. Sveitarstjórn heimilar Sorpstöð Suðurlands að auka hlutafé í Förgun ehf enda sé það tekið af eigin fé Sorpstöðvarinnar og felur oddvita/sveitarstjóra að mæta á félagsfund Sorpstöðvarinnar. Fulltrúar C-listans greiða atkvæði gegn samþykktinni.

11. Hesthús við Kerlingu.
Lögð er fram lausleg kostnaðaráætlun frá fjallskilanefnd varðandi kostnað við að reisa hesthús við Kerlingu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að leita samstarfs við Bláskógabyggð um taka þátt í kostnaði við hesthúsið og láta klára hönnun hússins og sækja um byggingarleyfi fyrir því.

12. Framkvæmdir við sumarhúsið Tjarnarlaut 12 á Nesjum.
Lögð eru fram bréf frá frá Ívari Pálssyni hdl þar sem framkvæmdum við sumarhúsið Tjarnarlaut 12 á Nesjum er mótmælt og kæra til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Sveitarstjórn felur byggingar- og skipulagsfulltrúum og lögmanni sveitarfélagins að svara þessum erindum. 

13. Frágangur- og frárennslismál í sumarhúsabyggð í landi Mýrarkots.
Lagt er fram bréf frá eigendum 4US ehf eigendum sumarhúsalóðarinnar Akurgerðis 3-5 í landi Mýrarkots þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið geri úttekt á frágangi skurðs og frárennslismála á svæðinu. Sveitarstjórn telur að einsktakir skurðir séu á ábyrgð landeiganda en athugasemdir um frárennslismál hafa verið send til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til skoðunar.

14. Tengigjöld hitaveitu í Hraunborgum.
Sveitarstjórn heimilar að veittur verði 10% staðgreiðsluafsláttur af tengigjöldum hitaveitu í Hraunborgum meðan á framkvæmdum við dreifiveitu stendur en þó ekki lengur er til 1. desember nk.

15. Reiðvallargerð Hestmannafélagsins Trausta á Laugarvatni.
Sveitarstjórn samþykkir að veita kr. 1.000.000 í styrk til Hestamannafélagsins Trausta vegna reiðvallargerðar á Laugarvatni. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að gert verði ráð fyrir kr. 1.000.000 í sama verkefni í næstu fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

16. Ósk um styrk til skógræktardeildar Grímsnesinga.
Lagt er fram bréf frá skógræktardeild Grímsnesinga um styrk til deildarinnar. Sveitarstjórn samþykkir að veita skógræktardeildinni styrk að fjárhæð kr. 75.000.

17. Kaup á eignarhlut Lions í veiðihúsi við Sogið.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Lions um kaup á hlut félagsins í veiðihúsi við Sogið.

18. Önnur mál.
a) Breytingar á fjallskilanefnd.
Tekin er fyrir beiðni frá Ólafi Inga Kjartanssyni þar sem hann óskar eftir því að hætta í fjallskilanefnd. Sveitarstjórn samþykkir að Ingólfur Jónsson á Villingavatni verði skipaður í fjallskilanefnd í stað Ólafs. 

b) Aðalskipulagsbreyting vegna Nesbúðar á Nesjavöllum.
Lagt fram erindi Sigríðar Magnúsdóttur arkitekts f.h. Nesbúðar ehf dags. 28. júlí 2008 þar sem þess er óskað að aðalskipulagi sveitarfélagsins verði breytt fyrir lóð fyrrverandi starfsmannahús Nesjavallavirkjunar. Fyrirhugað er að breyta húsinu í hótel auk þess sem gert er ráð fyrir nýrri viðbyggingu með allt að 32 hótelherbergjum. Vegna breyttrar notkunar hússins þarf að breyta landnotkun svæðisins í aðalskipulagi í verslunar- og þjónustusvæði. Fyrir liggja drög að deiliskipulagi lóðarinnar auk byggingarleyfisteikninga vegna breytinga á núverandi húsi. Óskað verður eftir umsögn Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Sveitarstjórn samþykkir að vísa ofangreindu erindi til vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

c) Gatnamót Biskupstungnabrautar og Sólheimavegar á Borg.
Sveitarstjórn beinir því til Vegagerðarinnar og Umferðarstofu að gerðar verði tillögur nú þegar að úrbótum að auknu umferðaröryggi á gatnamótum Biskupstungnabrautar og Sólheimavegar á Borg í ljósi tíðra umferðarslysa á þeim.

d) Eftirlit með eignum sveitarfélagsins á Borg.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma með tillögur um öryggis- og eftirlitskerfi með eignum sveitarfélagsins á Borg.

19. Til kynningar.
a) Áfangaskýrsla um mat á breytingum á nýskipan lögreglu liggur frammi á fundinum.
b) Bréf frá Menntamálaráðuneytinu um niðustöðu úttektar á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla vorið 2008.
Sveitarstjórn beinir því til Leik- og Grunnskólaráðs að unnið verði að sjálfsmati skólans í samræmi við grunnskólalög.
c) Bréf frá Skipulagsstofnun vegna matslýsingar á vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps.
d) Béf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignatekna 2008.
e) Béf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um ráðstöfun aukaframlags til Jöfnunarsjóðs 2008.
f) Alsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga 2009.
g) Bréf frá Sorpstöð Suðurlands vegna útboðs í verkið Grenndargámar og flokkunartunnur.
h) Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 159 stjórnarfundar.

Getum við bætt efni síðunnar?