Fara í efni

Sveitarstjórn

224. fundur 03. júlí 2008 kl. 09:00 - 11:05 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða

a) Forkaupsréttur á hlutafé í Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf.

b) Vegtenging við Eyvík.

c) Uppsögn á samningi um skólaakstur.

d) Jarðrask á Borgarsvæðinu.

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. júní 2008 liggur frammi á fundinum. 

2. Fundargerðir.
a) 2. fundur skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 24.06.2008.
Varðandi lið 28 um breytingu á aðalskipulagi í landi Snæfoksstaða þá samþykkir sveitarstjórn að vísa henni til meðferðar á vinnu við breytingar á aðalskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti samhljóða.

b) 103. fundur félagsmálanefndar uppsveita Árnesýslu, 19.05.2008.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.

c) 104. fundur félagsmálanefndar uppsveita Árnesýslu, 03.06.2008.
Sveitarstjórn staðfestir barnaverndaráætlun félagsmálanefndar samþykkir fundargerðina samhljóða. 

d) Fundargerð samráðshóps vegna Suðurlandsjarðskjálftans , 19.06.2008.
Fundargerðin lögð fram.

e) Fundargerð Umhverfis- og samgöngunefndar, 19.06.2008.
Fundargerðin lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir að vinna að merkingu reiðleiða og setja upp skilti í samráði við vegagerðina þar sem umferð ökutækja sé bönnuð á reiðvegum. Sveitarstjórn fagnar hugmynd um að veita umhverfisverðlaun og felur Umhverfis- og samgöngunefnd að setja reglur og velja verðlaunahafa og veitir allt að kr. 50.000 til verkefnisins.

3. Skipulagsmál
a)Aðalskipulagsbreyting vegna námu í syðri hól Seyðishóla.
Lagt fram erindi Jón G. Bríem dags. 30. maí 2008 þar sem óskað er eftir að námusvæði í syðri hól Seyðishóla verði skilgreint sem efnistökusvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Með fylgir uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða stærð námunnar. Sveitarstjórn samþykkir að vísa breytingunni til vinnu við breytingar á nýju aðalskipulagi og skipulagsstjóra falið að upplýsa landeiganda um hvað skilyrðum landeigandi þurfi að uppfylla til að fá framkvæmdaleyfi fyrir slíkum námum.

4. Aukning á starfshlutfalli í Leikskólanum Kátuborg og ráðning starfsmanns.
Sveitarstjórn samþykkir að auka starfshlutfall leikskólakennara við Leikskólann Kátuborg úr 60% starfi í allt að 100% og jafnframt heimild til að ráða annan starfsmann í allt að 50% starf ef nauðsynlegt reynist vegna fjölgunar barna í leikskólanum og vegna afleysinga. Gert verður ráð fyrir þessu í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

5. Umsókn um hitaveitu að Þóroddsstöðum.
Lögð er fram umsókn frá Þóroddstöðum um heitavatnstengingu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að athuga með kostnað vegna framkvæmdanna.

6. Framkvæmdir í nágrenni Selfosslínu 1 á landi Syðri-Brúar.
Lagt er fram bréf frá Landsneti um framkvæmdir í nágrenni Selfosslínu 1 á landi Syðri-Brúar þar litið er á að samþykktir byggingareitir séu innan helgunarsvæðis línunnar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að ræða við Landsnet og eiganda jarðarinnar um framgang málsins. 

7. Gagnaöflun nefndar um vist- og meðferðarheimili.
Lagt er fram bréf frá nefnd um vist og meðferðarheimili þar sem óskað er eftir að kannað sé hvort einhver gögn barnaverndarnefndar sveitarfélagsins lúti að stofnunum sem nefndin hefur til athugunar. Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu Héraðsskjalasafns Árnessýslu og vinna eftir atvikum gögn sem lúta að máli þessu.

8. Afskriftir opinberra gjalda.
Lagt er fram bréf frá Sýslumanninum á Selfossi um mega afskrifa ógreitt útsvar að fjárhæð kr. 1.231.727. Sveitarstjórn samþykkir að afskrifa ofangreinda kröfu.

9. Beiðni um styrk vegna nýsköpunarkeppni grunnskólanemanda
Lagt er fram erindi þar sem beðið er um styrk vegna nýsköpunarkeppni Grunnskólanemanda. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

10. Verksamningur um lóðaframkvæmdir við Ljósuborg.
Lagður er fram samningur við Hólmar Braga Pálsson um lóðaframkvæmdir við Ljósuborg.

11. Verksamningur um hringtengingu vatnsveitu við Miðengi.
Lagður er fram samningur við Ólaf Jónsson um hringtengingu vatnsveitu við Miðengi.

12. Verksamningur um vatnsveitustofn að Hraunborgum.
Lagður er fram samningur við Kristján Ó. Kristjánsson um vatnsveitustofn að Hraunborgum.

13. Tilboð vegna smíði bílskúrs og tengibyggingu að Borgarbraut 8.
Lögð er fram niðurstaða tilboða í smíði bílskúrs og tengibyggingu við Borgarbraut 8. Eftirfarandi tilboð bárust. Borgarhús ehf kr. 7.690.000 og Eikahús ehf kr. 7.889.918. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda Borgarhús ehf

14. Tilboð vegna breytinga á kennslustofum í skólahúsnæði og félagsheimili.
Lögð er fram niðurstaða tilboða vegna breytinga á kennslustofum í skólahúsnæði og félagsheimili Eftirfarandi tilboð barst. Eikahús ehf kr 1.387.604. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga Eikahús ehf.

15. Samþykkt um breytingu á stjórn og fundarsköpum Grímsnes- og Grafningshrepps.
Lagt er fram bréf frá samgönguráðuneytinu þar sem staðfest er breyting á samþykktum um stjórn og fundarsköpum sveitarfélagsins vegna sameiginlegrar skipulags- og byggingarnefndar. Í samræmi við fyrri bókun í sveitarstjórn þann 8. maí sl. staðfestir sveitarstjórn að þeir einstaklingar sem nú eiga sæti í Skipulagsnefnd eins og hún var fyrir gildistöku breytingar á samþykktinni skuli eiga sæti í Sameiginlegri skipulags- og byggingarnefnd Grímsnes og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Skeiða og Gnúpverjahrepps auk Flóahrepps, út kjörtímabil nefndarinnar.

16. Beiðni Reynis Bergsveinssonar um samning vegna veiði með minkasíur.
Lagt er fram erindi Reynis Bergveinssonar um beiðni um áframhaldandi samning um minnkaveiðar með minnkasíur. Sveitarstjórn samþykkir að framlengja samning við Reyni til næstu áramóta þannig að sveitarfélagið greiði tvöfalt viðmiðunargjald fyrir veidda minnka en ekki verði greitt sérstaklega fyrir akstur.

17. Erindi vegna vegar í gegn um sumarhúsahverfi í Rimamóum.
Lagt er fram erindi frá Marteini Mássyni vegna vegar í gegn um sumarhúsahverfi í Rimamóum. Sveitarstjórn áréttar skilning sinn að um sé að ræða kröfur sem snerta einkaréttarleg málefni sem sveitarstjórn tekur ekki afstöðu til. 

18. Næsti fundur sveitarstjórnar.
Samþykkt er að næsti fundur sveitarstjórnar verði fimmtudaginn 17. júlí en að sveitarstjórn verði í sumarleyfi fyrri fund í ágúst og fyrsti fundur eftir sumarleyfi 21. ágúst.

19. Önnur mál.
a) Forkaupsréttur á hlutafé í Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf..
Lagt fram erindi frá Eignarhaldfélaginu Fasteign hf um hvort sveitarstjórn óski eftir því að nýta sér forkaupsrétt vegna sölu á hluta af hlutafé Glitnis banka í félaginu. Sveitarstjórn samþykkir að nýta sér ekki forkaupsrétt að hlutafénu.

b) Vegtenging við Eyvík.
Lagt fram erindi frá íbúum Eyvíkur um vegtenginu við Sólheimaveg og samskipti við Vegagerðina. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur frá Vegagerðinni og Umboðsmanni Alþingis vegna málsins. Sveitarstjórn áréttar fyrri bókanir sínar um að óásættanlegt sé að fullnægjandi vegtenging sé ekki til staðar. Sveitarstjórn krefst þess að Vegagerðin vinni samkvæmt gildandi skipulagi og framkvæmdaleyfi vegna Sólheimavegar og vegtengingu að Eyvík.

c) Uppsögn á samningi um skólaakstur.
Lagt fram bréf frá Pálmari K. Sigurjónssyni þar sem hann segir upp samningi um skólaakstur á aksturleiðum 2 og 3 þar sem forsendur hafa breyst varðandi rekstrarkostnað. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að útboði á þessum leiðum. Fulltrúar C-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

d) Jarðrask á Borgarsvæðinu.
Sveitarstjórn vill ítreka fyrri bókun í ljósi veðuraðstæðna síðustu daga um nauðsyn þess að umráðamaður að fyrirhuguðum golfvelli á Borg geri ráðstafanir til að hindra moldrok af framkvæmdasvæðinu. Sveitarstjórn krefst þess að umráðamaður svæðisins leggi fram þegar í stað aðgerðaráætlun um viðbrögð. 

20. Til kynningar
a) Ráðningarsamningur afleysingarmanns í áhaldahús.
b) Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands til Umhverfisráðherra v/reglugerðar um verndarsvæði Þingvallavatns.
c) Bréf frá Samgönguráðuneytinu um netsamband í Grímsnes- og Grafningshreppi.
d) Tilkynning frá Jöfnunarsjóði um endanlegt framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemanda v/2008.
e) Bréf frá Samgönguráðuneytinu um Búrfellsveg.
f) Bréf frá Vegagerðinni um Búrfellsveg.
g) Bréf frá Menntamálaráðuneytinu um Menntaþing.
h) Árskýrsla Varasjóðs húsnæðismála.
i) Bréf frá Samgönguráðuneytinu um samkomulag um húsaleigubætur og greiðsluhlutfall Jöfnunarsjóðs.
j) Bréf frá Forsætisráðuneytingu vegna stefnu um upplýsingarsamfélagið “Netríkið Ísland”
k) SASS. Fundargerð 414. stjórnarfundar.
l) Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 105. stjórnarfundar.
m) Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 110. stjórnarfundar.

Getum við bætt efni síðunnar?