Sveitarstjórn
Oddviti leitaði afbrigða
a) Framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðarastreng frá Miðfelli að Steingrímsstöð.
b) Jarðrask á Borgarsvæðinu.
1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 22. maí 2008 liggur frammi á fundinum
2. Skipulagsmál
a)Breytingar á deiliskipulagsskilmálum í sumarhúsahverfum.
Á fundinn mæta Helgi Kjartansson, byggingarfulltrúi, Pétur I. Haraldsson, skipulagsfulltrúi og Óskar Sigurðsson, hrl. Ræddar eru breytingar á deiluskiplagskilmálum í sumarhúsahverfum og farið yfir deilumál sem tengjast Kiðjabergi og Nesjum. Sveitarstjórn felur byggingar- og skipulagsfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að vinna að framgangi málsins.
b)Aðalskipulagsbreyting í landi Bjarnastaða.
Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes og Grafningshrepps 2002-2014 þar sem farið er fram á aðalskipulagsbreytingu á 10. ha svæði úr landi Bjarnastaða norðan Biskupstunganbrautar þannig að það verði landbúnaðarsvæði í stað frístundasvæðis. Sveitarstjórn samþykkir breytinguna og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga.
3. Fundargerðir.
a) 50. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu, 23.05.2008.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.
b) Drög að fundargerð leik- og grunnskólaráðs 22.05.2008.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða. Varðandi breytingar á skólarými sem fram koma í 5. lið fundargerðarinnar þá er áætlaður kostnaður vegna breytinga áætlaður 2-2,5 milljónir og sveitarstjóra falið að láta framkvæma verkið í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
4. Kosning á oddvita og varaoddvita.
Leynilegar kosningar fóru fram um oddvita og varaoddvita Grímsnes- og Grafningshrepps og fóru þær fram í sitt hvoru lagi. Ingvar Ingvarsson var kosinn oddviti með 3 atkvæðum en Gunnar Þorgeirsson hlaut 2 atkvæði. Ólafur Ingi Kjartansson var kosinn varaoddviti með 3 atkvæðum en 2 atkvæði voru auð.
5. Sumarlokun á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps vegna sumarfría.
Sveitarstjórn samþykkir að skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps verði lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 28. júlí til og með 8. ágúst 2008.
6. Sumarleyfi sveitarstjórnar og næstu fundir hennar.
Samþykkt er að fyrirhugaður fundur sveitarstjórnar þann 19. júní falli niður og næsti fundur hennar verði 3. júlí. Samþykkt að sveitarstjórn verði í sumarleyfi seinni fund í júlí og fyrri fund í ágúst. Þannig verður síðasti fundur fyrir sumarleyfi 3. júlí og fyrsti fundur eftir sumarleyfi 21. ágúst.
7. Ráðning sumarafleysingarmanns vegna áhaldahúss.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá ráðningu Tómasar Guðmundssonar í tímbundið sumarafleysingarstarf í 2,5. mánuð vegna áhaldahúss.
8. Aukning á starfshlutfalli oddvita.
Sveitarstjórn samþykkir að starfshlutfall oddvita verði hækkað úr 40% starfi í 50% starf. Breytingin er tilkomin til að sinna m.a. auknum störfum á sviði skipulags- og byggingarmála og veitumála. Gert verður ráð fyrir þessum kostnaði í endurskoðaðri fjárhagsáætlun.
9. Rotþróarstyrkir.
Sveitarstjórn samþykkir að veittir verði áfram styrkir vegna rotþróa á lögbýli í sveitarfélaginu til 1. júní 2009. Jafnframt er samþykkt að hámarksstyrkur á hvert lögbýli sé kr. 200.000.
10. Samningur við Kvenfélagið um Grímsævintýri.
Lagður er fram samningur við Kvenfélagið um Grímsævintýri.
11. Samningur um refa- og minnkaveiðar í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lagður er fram samningur um refa- og minnkaveiði í Grímsnes- og Grafningshreppi.
12. Tilboð vegna vatnsveitustofns að Hraunborgum.
Lögð er fram niðurstaða tilboða í vatnsveitustofn að Hraunborgum. Eftirfarandi tilboð bárust. Tæki og tól kr. 7.600.000, Ólafur Jónsson, kr. 8.683.000, Kristján Ó. Kristjánsson kr. 5.933.000 og Sigurjón Hjartarson kr. 9.333.000. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 8.455.000. Samþykkt að fela sveitarstjóra eða oddvita að ganga til samninga við lægstbjóðanda Kristján Ó. Kristjánsson.
13. Tilboð vegna hringtengingar á vatnsveitustofni við Miðengi.
Lögð er fram niðurstaða tilboða í hringtengingu vatnsveitu við Miðengi.. Eftirfarandi tilboð bárust. Sigurjón Hjartarson kr. 4.355.000, Ólafur Jónsson, kr. 3.325.000 og Kristján Ó. Kristjánsson kr. 3.440.000. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 4.452.000. Samþykkt að fela sveitarstjóra eða oddvita að ganga til samninga við lægstbjóðanda Ólaf Jónsson.
14. Viðbótarsamningur vegna Hitaveitu Vaðnes-Borg 2. áfangi. Hraunborgir-Kiðjabergsvegur.
Lögð eru fram drög að viðbótarsamningi við Gröfutækni að fjárhæð kr. 9.751.625 og Bergstáls að fjárhæð kr. 2.312.500 í áframhaldandi verk vegna hitaveitu Vaðnes-Borg 2. áfangi sem nær frá Hraunborgum að Kiðjabergsvegi. Viðbótarsamningurinn er gerður á grundvelli fyrri samnings aðila um 1. áfanga verksins Vaðnes-Hraunborgir með uppfærðum verðtryggðum verðum. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra eða oddvita að ganga til samninga við Gröfutækni og Bergstál um verkið á grundvelli fyrirliggjandi kostnaðartalna.
15. Tilboð vegna lóðaframkvæmda á Borg- Skólalóð/Miðsvæði.
Lögð er fram niðurstaða vegna lóðaframkvæmda á Borg á skólalóð og miðsvæði. Eftirfarandi tilboð bárust. Magnús Jónsson, kr. 28.769.000, Magnús Jónsson, frávikstilboð kr. 30.769.000, Lóðaþjónustan ehf, kr. 33.261.800, Stéttarfélagið ehf kr. 27.324.420, Hólmar Bragi Pálsson kr. 20.978.700, Bjössi ehf kr. 35.639.500, S.H.V. pípulagnir kr. 26.725.000, Hrafn Magnússon kr. 32.781.840. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 29.645.000. Samþykkt að fela sveitarstjóra eða oddvita að ganga til samninga við lægstbjóðanda Hólmar Braga Pálsson.
16. Heimkeyrsla að sumarbústað á lóð nr. 14 við Selmýrarveg.
Lögð er fram beiðni frá eigendum lóðar nr. 14 við Selmýrarveg að viðurkenndur verði eignarréttur að innkeyrslu að bústaðnum og heimilað verði að setja upp hlið á innkeyrsluna. Sveitarfélagið hefur litið svo á að skv. skipulagi sé innkeyrslan gönguleið á viðkomandi svæði en að eigandi lóðarinnar hafi umferðarrétt að bústað um gönguleiðina sem um var samið á sínum tíma en sveitarfélagið var seljandi lóðarinnar. Skv. ofansögðu setur sveitarfélagið sig ekki á móti því að hlið verði sett á gönguleiðina til að koma í veg fyrir umferð annarra ökutækja en eiganda lóðar að Selmýravegi 14 enda verði umferð gangandi fólks óheft.
17. Heimild til lántöku hjá Lánasjóði Sveitarfélaga.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að leita eftir lántöku hjá Lánasjóði Sveitarfélaga allt að fjárhæð kr. 110.000.000 vegna gatnargerðarframkvæmda og framkvæmda við heita- og kaldavatnsveitu.
18. Umsókn um hitaveitu að Svínavatni og Steinum.
Lagður eru fram umsóknir frá Svínavatni og Steinum um heitavatnstengingu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að athuga með kostnað vegna framkvæmdanna.
19. Gámasvæði í Seyðishólum.
Lagður er fram drög að hönnun á Gámasvæði í Seyðishólum og kostnaðaráætlun vegna framkvæmda. Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til umhverfisnefndar varðandi lokahönnun á svæðinu.
20. Suðurlandsskjálfti.
Rætt er um viðbrögð og afleiðingar við Suðurlandsskjálfta þann 29. maí sl. og næstu skref vegna skjálftans. Sveitarstjórn vill þakka innilega öllum þeim aðilum sem stóðu að því að aðstoða íbúa og sveitarfélagið í kjölfar skjálftans. Jafnframt er fólki bent á sem kann að hafa spurningar varðandi afleiðingar skjálftans að snúa sér til skrifstofu sveitarfélagsins eða þjónustumiðstöðva sem settar hafa verið upp í Tryggvaskála á Selfossi og Rauðakross húsinu í Hveragerði.
21. Önnur mál
a) Framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðarastreng frá Miðfelli að Steingrímsstöð.
Lögð er fram beiðni frá Fjarska um framvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðarastrengs frá Miðfelli að Steingrímsstöð. Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur skipulagsstjóra að gefa út framkvæmdaleyfi.
b) Jarðrask á Borgarsvæðinu.
Sveitarstjórn vill ítreka fyrri bókun um nauðsyn þess að umráðamaður að fyrirhuguðum golfvelli á Borg geri ráðstafanir til að hindra moldrok af framkvæmdasvæðinu.
22. Til kynningar
a) Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Bitruvirkjunar.
b) Bréf frá Landgræðslu ríkisins vegna afgreiðslu á umsókn til Landbótasjóðs 2008.
c) Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 156. stjórnarfundar.
d) Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 157. stjórnarfundar.
e) Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 109. stjórnarfundar