Sveitarstjórn
1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 8. maí 2008 liggur frammi á fundinum
2. Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps 2007.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2007 lagður fram til seinni umræðu. Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi mætti á fundinn og gerði grein fyrir breytingum á ársreikningi frá fyrstu umræðu. Helstu niðurstöður samantektar A og B hluta eru eftirfarandi:
Rekstrarniðurstaða kr. 63.770.709
Þar af hagnaður vegna sölu fastafjámuna og lóða kr. 8.264.362
Rekstarniðurstaða án áhrifa hagnaðar af sölu eigna. kr. 55.506.347
Eigið fé kr. 756.838.981
Skuldir kr. 173.330.042
Eignir kr. 930.169.023
Veltufé frá rekstri kr. 76.028.636
Ársreikningur samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir að halda borgarafund um ársreikninga sveitarfélagins í félagsheimilinu Borg þann 3. júní nk. kl. 20:00.
3. Fundargerðir.
a) 102. fundur félagsnefndar uppsveita Árnesýslu, 06.05.2008.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.
4. Skipulagsmál
a) Aðal- og deiliskipulagsbreyting vegna Mýrarkots úr frístundabyggð í heilsársbyggð.
Lagt er fram erindi frá Sigurjóni Hjartarsyni þar sem farið er fram á breytingu á aðal- og deiliskipulagi þannig að núverandi frístundabyggð í Mýrakoti með landnúmer 168266 breytist í heilsársbyggð. Sveitarstjórn samþykkir að hafna erindinu enda fylga ekki umsókninni nein gögn eða rökstuðningur.
b) Aðalskipulagsbreyting vegna Tjarnholtsmýri 1 úr frístundabyggð í landbúnðarsvæði (lögbýli)
Lagt er fram erindi frá Haraldi Haraldssyni þar sem farið er fram á breytingu á aðalskipulagi þannig að lóð með landnúmer 20954, Tjarnholtsmýri 1 úr landi Bjarnastaða 1, verði breytt úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði og stofnað lögbýli með nafnið Heiðmörk. Sveitarstjórn samþykkir að hafna erindinu þar sem svæðið sem heild er skilgreint sem frístundabyggð í skipulagi.
5. Beiðni um nafnið Grashóll á íbúðarhús við Syðri-Brú.
Lögð er fram beiðni frá Þorsteini Hafsteinssyni og Marsibil Baldursdóttur um að íbúðarhúss á Syðri-Brú, landnúmer 203178, megi heita Grashóll. Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
6. Vígsla á sparkvelli.
Sveitarstjórn samþykkir að vígsla á sparkvelli á Borg fari fram föstudaginn 23. maí. kl. 11:00.
7. Ósk um uppsetningu á blaðakössum við fjölfarna sumarhúsaafleggjara.
Lögð er fram beiðni frá Pósthúsinu að leyfi verði fengið til setja upp svonefnda massakassa fyrir Fréttablaðið við afleggjara við fjölfarna afleggjara að sumarhúsahverfum. Sveitarstjórn hafnar erindinu og telur að bæði út frá sjónrænum-, umferðaröryggis- og umhverfissjónarmiðum sé óheppilegt að slíkir kassar verði settir upp við þjóðveginn en bent er á þann möguleika að ræða við einstök sumarhúsafélög um uppsetningu á kössum innan hverfanna.
8. Ósk um framlag vegna útskriftaferðar 10. bekkar í Grunnskóla Bláskógabyggðar.
Lögð er fram beiðni frá Grunnskóla Bláskógabyggðar um framlag vegna fararstjórnar vegna útskriftarferðar 10. bekkinga til Danmerkur. Sveitarstjórn samþykkir erindið.
9. Beiðni um stuðning við Tónsmiðjuna.
Lögð er fram beiðni frá Tónsmiðjunni um fjárhagslegan stuðning við hana. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
10. Búrfellsvegur.
Sveitarstjórn samþykkir að beina því til Samgönguráðherra, þingmanna Suðurlandskjördæmis og Vegagerðar að án tafar verði klárað að byggja upp og leggja bundið slitlag á Búrfellsveg þannig að þær framkvæmdir fari inn á samgönguáætlun og tryggt verði fjármagn til framkvæmdanna.
11. Umsögn um rekstrarleyfi til veitinga við Golfskálann í Öndverðanesi.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaðan afgreiðslutíma skv. umsókninni og staðfestir að staðsetning Golfskálans í Öndverðarnesi sé skv. reglum sveitarfélagins.
12. Vegalagning milli sumarhúsa við Brúnaveg 14 og 15.
Lögð er fram beiðni frá eiganda Brúnavegar 14 að sveitarfélagið hlutist til um að vegur sem liggur að sumarhúsi á Brúnavegi 15 verði fjarlægður að því leiti sem hann fari inn á lóðina að Brúnavegi 14. Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til Byggingar- og skipulagsnefndar.
13. Skipulagsmál í landi Nesja.
Lagt fram bréf Ívars Pálssonar, hdl., fyrir hönd Kristjáns Reinhardtssonar, þar sem krafa er gerð um að sumarhús á lóð nr. 7 við Nesjar verði fjarlægt með vísan til 2. mgr. 56. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Þar sem krafa þessi beinist að hagsmunum og eignarréttindum eigenda viðkomandi sumarhúss telur sveitarstjórn rétt að leitað verði eftir athugasemdum hans gagnvart umræddri kröfu áður en hún tekur ákvörðun. Lögmanni sveitarfélagsins er falið að kynna eiganda sumarhúss á lóð nr. 7 við Nesja umrædda kröfu og óska eftir athugasemdum hans sem og kynna bréfritara þessa afgreiðslu.
14. Erindi frá FOSS um sérstakar álagsgreiðslur.
Lagt er fram bréf frá FOSS þar sem skorað er á sveitarfélagið að greiða starfsmönnum þess sérstakar álagsgreiðslur. Sveitarstjórn hafnar erindinu og bendir á að Launanefnd sveitarfélaga fari með samningsumboð sveitarfélagsins í kjaramálum umræddra starfsmanna.
15. Drög að verklýsingu vegna vinnu um framtíðarskipan í skólamálum.
Opinn íbúarfundur- vinnufundur.
Lögð er fram drög að verklýsingu frá Hrönn Pétursdóttur verkefnisstjóra vegna vinnu um framtíðarskipan í skólamálum sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir að haldinn verði opinn íbúafundur-vinnufundur á Borg fimmtudaginn 5. júní nk. kl. 17:00-19:00 þar verkefnið yrði kynnt og umræður yrðu þá valkosti sem þarf að skoða.
16. Dagur barnsins.
Lagt er fram bréf á Félagsmála- og Tryggingamálaráðaneytinu þar sem kynnt er sú ákvörðun að 25. maí nk. verði dagur barnsins.
17. Makaskipti á eignarhlut Lions í veiðihúsi og frístundalóðar í eigu sveitarfélagsins úr landi Ásgarðs.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta erindinu.
18. Til kynningar
a) Samningur um leiguafnot á tölvutækum landfræðilegum gögnum fyrir byggingar- og skipulagsfulltrúaembættið
b) Tilkynning frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu v/2008.
c) Bréf frá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um heimild byggingarfulltrúa að samþykkja ákveðin erindi.
d) Bréf frá Skipulagsstofnun vegna breytingar á deiliskipulagi Sólheima, dags. 13.05.2008.
e) Skýrsla vegna starfsemi um orlof húsmæðra.
f) Skýrsla Menntamálaráðuneytisins um ungt fólk 2007-Framhaldsskólanemar-
g) Árskýsla Byggðasafns Árnesinga vegna 2007
h) Fundargerð aðalfundar Vottunarstofnunar Túns fyrir árið 2007, 30.04.2008.
i) Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Fundargerð 274. stjórnarfundar.
j) Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Fundargerð 275. stjórnarfundar.
k) Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Fundargerð 276. stjórnarfundar.